Morgunblaðið - 09.08.1950, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.08.1950, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 9. ágúst 1950 MORGVNBLAÐIB H Felix Gaðmundsson Minningarorð FELIX Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri, ljest í Landsspít- alanum 1. þ. m. eftir stutta legu. Felix var þjóðkunur maður vegna þátttöku sinnar í ýmsum opin- berum málum. Hann var dugnað- ar- og atorkumaður, fylgdi bverju máli, er hann Ijeði lið Eitt, af hinum mesta áhuga og dugnaði. Ýms trúnaðarstörf voru honum falin, hann var um langt skeið einn af forgöngu- mönnum Alþýðuflokksins, þótti hann þar sem annarsstaðar, sann sýnn og tillögugóður jafnan. — Hann var og öll sín starfsár skeleggur bardagamaður bind- indismálsins, enda mun saga Góð templarareglunnar hjerlendis eigi verða skrifuð án þess að Felixar sje þar að nokkru getið. Það er eigi ætlan mín með þess Um fáu línum að skrifa æfiminn- Ingu Felixar, það munu aðrir géra sem til þess eru betur fær- ír en mig langar til að færa hon um látnum þakkir fyrir þá fölskvalausu vináttu og tryggð ier hann jafnan sýndi mjer og mínum. Það er í raun og veru ekki í frásögur færandi þótt einu barni jarðar sje færra. „Eitt sinn skal hver deyja“. Þó er það svo, að sárt er að sjá á bak góðum vini og fjelaga, þetta er þó það sem langflestir af jarðarbúum verða að sætta sig við. Felix var í raun Og sannleika drengur góður í fyllstu merkingu þeirra orða, þori jeg hiklaust að leggja það Undir dóm allra þeirra, er hon- um kynntust fyrr og síðar. Jeg hefi kynnst mörgum góðum dreng en engum betri en Feiix Guðmundssyni. Hveænr sem jeg minnist góðs manns, mun hann ávallt verða mjer minnisstæðast- Ur. — Jeg kveð þig með kærri þökk fyrir liðnar samverustundir — kært er mjer, konu minni og syni að minnast þín og þinnar góðu yináttu. Helgi Kr. Jónsson. ★ ÞANN fyrsta þessa mánaðar Ijest að Landsspítalanum eftir Etutta legu, Felix Guðmundsson, forstjóri, rösklega 66 ára að aldri. Hann var fæddur að Ægissíðu S Holtum 3. júlí 1884, sonur hjónanna Guðmundar Felixson- ar og Guðnýjar Jónsdóttur. — Felix afi hans Guðmundsson, bjó lengi á Ægissíðu og var kunnur merkisbóndi. Felix komst þegar á unga aldri í kynni við Góð- templararegluna, og innan þess fjelagsskapar vann hann mikil og óeigingjarnt starf um hálfrar aldar skeið. Það var snemma á árinu 1900, Eem Felix gekk í stúku á Eyrar- bakka, til þess ungur að leggja því máli liðsinni, sem hann síðan hjelt við óhvikulli og ævilangri tryggð. Hann fluttist tvítugur til Eeykjavíkur, og átti þar heima æ síðan. Árið eftir að hann flutt- Sst -tiJ bæjarins varð hann einn af stofnendum stúkunnar Skjald- breið, og tveimur árum síðar tók hann stórstúkustig. Hann sat á stórstúkuþingi, sem fulltrúi í fyrsta sinn 1913, og frá þeim tíma átti hann sæti á flestöllum þing- um stórstúkunnar. Hann átti sæti í framkvæmdanefnd stórstúkunn ar árin 1926—27 og svo aftur 1932—42; gegndi hann um það tímabil embætti stórgæslumanns löggjafarstarfs og vann þar mik- ið starf. Jafnframt því var hann ritstjóri reglublaðsins „Sókn“ ár- in 1931—33. Að siðustu átti hann sæti í framkvæmdanefnd stór- stúkunnar, sem stórkanslari 1946 —48. Þá var hann umdæmis- templar í umdæmisstúkunni nr. 1 um nokkurt árabil og átti lengi sæti í framkvæmdanefnd hennar. Af því, sem hjer er sagt, má sjá að Felix hefur komið mikið við sögu reglunnar hjer í höfuð- staðnum undanfarna áratugi. — Hitt er líka ljóst öllum þeim er þekktu hann vel, að þess mátti víða sjá merki í málefnum henn- ar. Hann var opinskár og skorin- orður í ræðu og riti, og þoldi hvorki sjer nje öðrum neinn af- slátt eða undanhald. Mun hann því alloft hafa eignast harða and- stæðinga vegna starfa sinna fyrir málefni reglunnar, og því kunni hann vel, — en allir þeir er hann þekktu, virtu hann fyrir dreng- lund hans og hreinskilni. Felix Guðmundsson var jafn- aðarmaður að stjórnmálaskoðun og starfaði mikið á þeim vett- vangi um langt skeið, — en mig skortir kunnugleik til að gera því nokkur skil. Árið 1918 varð Felix umsjón- armaður kirkjugarða Reykjavík- ur og var það til æviloka. Hann var kvæntur Sigurþóru Þorbj örnsdóttur og áttu þau tvö börn. Með þessum fáu orðum vildi jeg færa konu hans og börnum einlæga samúðarkveðju, um leið og jeg þakka Felix Guðmunds- syni að leiðarlokum hin marg- háttuðu störf hans í þágu Góð- templarareglunnar um hálfrar aldar skeið. Störf, sem unnin eru af fórnfúsum huga í þágu góðs málefnis, verða aldrei að fullu þökkuð með orðum einum, — en fela ætíð í sjer hið fullkomna endurgjald. Indriði Indriðason. Þjóðlapsöngmóf í Bandankjumim NEW YORK, 4. ágúst — Al- þjóðlegt þjóðlagasöngmót verð- ur haldið í sumar við háskól- ann í Indiana í Bandaríkjunum. Þar verða sungin og leikin þjóð lög frá ýmsum löndum heims. idinp kveikir í gripahúsi MOSJÖEN, Noregi, 4. ágúst. — Eldingu sló í dag niður í fjósi a bóndabæ einum nærri Árvík í Helgeland. Kviknaði í því og brann það til ösku á örfáum mín útum. Nautgripirnir á bænum, 22 að tölu, voru á beit, svo að þetta varð engri skepnu að fjör tjóni. —NTB. ífalir hyggja á aukningu Nersins upp í 250 þús. RÓM, 28. júlí. — ftalska stjórn- in afrjeð í dag að fara fram á fjárveitingu til hersins, sem á að gera kleift að efla hann um nær helming. Mun stjórnin ætla að verja 50 þúsund millj. líra til að vopna 5 herfylki. Þar með hefði herinn 12 herfylkjum 1 á að skipa. Að meðtöldu stór- j skotaliðinu yrðu þá 250 þús. * manna í ítalska hernum eða eins og heimilað er í friðar- samningunum. —Reuter. Kosningar i Berlín Berlín. — Það hefur verið fast- ákveðið að hafa bæjarstjórnar- kosningar í V.-Berlín 3. des. í ár. SÍMON DALASKÁLD KVEÐUR SJER HLJÓÐS AF fregnum í blöðum og út- varpi er almenningi það kunn- ugt að á síðastliðnu hausti eign- aðist Rímnafjelagið að gjöf út- gáfurjettinn að öllum ritum Símonar Dalaskálds, prentuð- um og óprentuðum, í bundnu máli og óbundnu. Gefandinn var einkadótti.r skáldsins, Frið- fríður (frú Fríður Andersen), sem um langt skeið hefir átt heima; í Kaupmannahöfn, en kom hingað í heimsókn í fyrra sumar. Fjelaginu var það frá önd- verðu ljóst, að með því að þiggja þessa gjöf, hafði það tek- ið sjer á herðar byrði alvar- legrar skyldu við minningu þessa síðasta farandskálds Is- lendinga. Að vísu var engin hætta á að liafn Símonar Dala- skálds gleymdist: Matthías Jochumsson hafði örugglega sjeð fyrir bví, að svo skyldi ekki verða, og um æfi hans hef- ir á síðastliðnum ellefu eða tólf árum verið ritað bæði mikið og vel þótt ýmsii mundu enn geta aukið þar við. En verkum hans sjálfs átti þjóðin ekki lengur kost á að kynnast, og við því lá nú sómi fjelagsins að það rjeði nokkra bót þar á. Því hafði verið trúað fyrir ritunum og hendur annara voru þar með bundnar, nema levfi þess kæmi til. Þetta unga og fáliðaða fjelag, stofnað (eins og Bókmennta- fjelagið og Fornleifafjelagið á sínum tíma) fyrir forgöngu og atbeina erlends manns> er þeg- ar búið að inna af hendi ótrú- lega mikið starf. Fjögur rit er það 'búið að gefa út á hálfu þriðja ári, tvö að auki eru í prentun, og nú þessa dagana er verið að afhenda í prentsmiðj- una afarvandað úrval úr öllum prentuðum kveðskaparritum Símonar Dalaskálds, en þau eru 21 að tölu. Afarvandað — það mun mörgum finnast óþarft orð þeg- ar þess er getið, hver úrvalið gerði. En það var sjera Þorvald- ur Jakobsson. Og þetta er ekki neitt smákver, gert fyrir siða- sakir, heldur reiknast prentar- anum svo til, að bókin verði um 500 blaðsíður Verður á all- an hátt til hennar vandað, prent uð með fögru letri og á ágætan pappír, hinn sama og er í ann- ari bók sjera Þorvalds, Orðum Jesú Krists, en svo góður pappír sjest nú, því miður, í fá- um íslenskum bókum. Sá háttur hefir verið hafður um rit Rímnafjelagsins, að þau fara aðeins til fjelagsmanna. En um þessa bók verður gerð und- antekning á þann veg, að al- menningi veiður gefinn kostur á að skrifa sig fyrir eintökum þangað til prentun er lokið. Þeir, menn, hvar á landinu sem eru, sem kunna að vilja safna áskrifendum að henni, fá fyrir það sómasamleg ómakslaun. Um alt það, er áskriftum við kemur, skulu menn snúa sjer til bókavarðar Rímnafjelags- ins, Friðgeirs Björnssonar stjórnarráðsfulltrúa í Reykja- vík. Er ráð nð gera það heldur fyr en seinna, því útgáfunni verður hraðað eftir föngum. Auk hinna prentuðu lita, hafði sjera Þorvaldur Jakobs- son til athugunar nokkuð af ó- prentuðum kveðskap Símonar er hann gerði úrvalið. IJr þeirri syrpu hefir hann tekið ljóða- Rímnafjelaglð gefur út úrval úr öllum prenhiðum rltum hans brjef ort 1899 til frú Steinunn- ar Þorsteinsdóttur á Mælifelli. Er það brjef merkilegt fyrir þá sök, hve ljósa mynd það sýnir af höfundinum: ölhneigð hans, fljótlyndi, en jafnframt góðu innræti, sem veldur því, að þeg ar honum hefir vfirsjest. hefir hann af því eftirá hina sárustu’ raun. Og ávalt er hann fullur af þakklæti fyrir það, sem hon- um hefir verið vel gert. En þau Mælifellshjón. sr. Jón Magnús- son og frú Steinunn, voru á meðal þeirra vina, er aldrei brugðust honum. Þau umbáru hann og ljetu hann ekki gjalda breyskleikans. Jafnan hjelt og sjera Jón skildi fyrir Símoni þegar að honum var veist, og fyrstur varð hann til þess, að rita um manninn, þó að aðrir hefðu þrásinnis ritað um verk hans, sumir af litlum skilningi og engri samúð, en aðrir af full- um skilningi og einlægri sam- úð, eins og sjera Matthías Jochumsson, sem aldrei brást honum heldur, lífs nje liðnum. Sjera Jón Magnússon. sjálfur ágætlega skáldmæltur, hefir eflaust, eins og vænta mátti, haft skemtun af Símoni. Það sýnir þessi vísa hans: Fær oft Símon hugann hresst, Hómer Skagfirðinga, hrærir gígju Braga best, blómið hagyiðinga. Oft varð Símon fyrir hnjóði í blöðum fyrir kveðskap sinn, og vitanlega voru það tíðast nafnlausir skuggasveinar, sem þá veittust að honum. Út af því kvað hann eitt sinn: er sagt, má ekki láta hins óget- ið, sem mörgum mun koma & óvart, að þarna kemur nú heilt sumt af því, er aldrei var prent- að heilt áður, og þá einkum tvær af allra-vmsælustu rim- um Símonar: Kjartansríma og Aronsríma. Kjartansríma var fyrsta bókin, sem prentuð var eflir hann (1871), og koslaði Árni Björnsson í Hvammkoti (Fífuhvammi) útgáfuna. Mun hún geyma nafn Árna, enda þótt annað geri það betur: erfi- ljóðin ódauðlegu er Matthías orti eftir börn hans Ríman seldist upp svo að segja í vet- fangi og var síðan endurprent- uð, þg örlítið aukin, en þá fjellu líka úr í prentun tvö erindi fyrri útgáfunnar. Sama og þó ennþá verra er að segja um Aroms- rímu. fyrirrennara Alþingis- rímnanna og vinsælasta af öll- um verkum Símonar, svo að hún hefir, bví miður, jafnvel skygt á hin snildargóðu erfi- ljóð, er hann kvað eftir Bólu- Hjálmar (erfiljóð hans eítir Níels skálda eru líka gersemi). Hana orti Símon nítján ára gamall (1863), en hún var ekki prentuð fyrri en í fyrstu Smá- munum hans (1872) Útgáfu þeirrar bókai kostaði Þórður Guðmundsson á Neðra-Hálsi, einn þeirra ágætismanna, er hjeldu æfilangri trygð við Símon. Þá var ríman að sögn löngu orðin landfleyg í upp- skriftum og á vörum manna. Seinna var hún endurprentuð, með nokkrum viðauka, en þá var gloprað niður talsverðum kafla úr henni miðri. Báðar þessar rímur koma hjer nú al- veg heilar. Ekki skal jeg æðrast par, er með huga glöðum nafnlausir þó níðingar nagi mig í blöðum. En þeir vo*u bá líka til, sem í slíkum tilfellum snerust til varnar honum, og það er vert að veita því athygli, að svo mun mega heita aó þeir menn væru undantekningarlaust úr presta- stjett. Það út af fyrir sig segir sína sögu um stjettina á þeim tíma. Lengst munu uppi varn- arorð þeirra sjera Matthíasar og sjera Jóns Hallssonar. Það má ekki bregðast að hinar snjöllu vísur sjera Jóns gegn níðgrein í Norðanfara komi í þeirri bók, sem nú er á ferð- inni. Hjer verður ein að nægja: Hann þó tíðum rauli ramt, og raunar viða fagurt, yrkir skíða Yggur samt einatt prýðisfagurt. Það fór vel á því, að einn af höfuðprestum landsins skyldi nú veljast til þess að fara hönd- um um verk þessa lestreka rímmæringanna, eins og Matt- hías kallaði hann. Ekki varð bjá því komist, að enda þótt bókin verði svo stór sem þegar var sagt, þá verður sumt í henni ekki nema brot af því, sem annarstaðar er heild. Sjera Þorvaldur á ekki sök á því, að Símon orti meira en þar kemst fyrir. En þegar þetta Ljóðabrjef Símonar má ekki láta óumtöluð, því þau mega nálega gersemar heita, hvert með öðru. Fyrst er nú það, a'ð þau eru einkar lipurt kveðin — Símon. gat ekki kveðið öðru- visi en lipurt, þó að mörg sjeu braglýtin — en svo er líka hitt, hve fróðleg þau eru, bæði um manninn sjálfan og líka um samtíma-viðburði. Mikið er búið að skrifa um dauða Sporðs feðga og ber sögunum talsvert á milli. Símon segir frá atburð- inum í ljóðabrjefi nokkrum vik um eftir að mennirnir fórust. Og aldrei að eilífu verður hún eins skemtilega sögð sagan um konurán sjera Odds Gíslasonar 'eins og Símon segir hana sam- , tímis og sjálfur þá á næstu grösum. Fleira mætti nefna þessu líkt. Lítill glæsibragur kann að virðast yfir æfi Símonar Dala- skálds. Þó er það nú svo, £ið um eitt skeið átti fráleitt nokk- ur annar maður slikum vin- sældum að fagna í landinu sem hann. Hann þótti allra gesta bestur hvar sem hann kom. Koma hans var viðburður á hveíju heimili og gleymdist seint. Og lýðhyllinni glataði hann í rauninni aldrei, enda þótt hún sje völtust, vina —• önnur en auðurinn. En sá tími kom, að hver ónytjungurinn þóttist geta miklað sjálfan sig með því að lítilsvirða kveðskap þessa farandskálds. — Vita- Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.