Morgunblaðið - 24.07.1951, Side 6

Morgunblaðið - 24.07.1951, Side 6
6 M OK (. Ll N B L A Ð I b Þriðjudagar 24. júlí 1951. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar; Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. I lausasölu 75 aura eintakið. 1 krónu með Lesbók Styrjaldarástandi við Þýskaland aflýst EFTIR HINA fyrri heimsstyrjöld tók það tæplega eitt ár að semja frið milli Þýskalands, sem þá styrjöld hóf og tapaði og Banda- manna, sem gengu með sigur af hólmi. Nú eru hinsvegar liðin rúm 6 í:r síðan hinni síðari heimsstyrj- öid lauk og ennþá eiga slíkir frið- arsamningar langt í land. En hinn 9. júlí var þó stigið stórt spor í þá átt, er Bretland og Frakkland, ásamt mörgum öðr- um löndum, sem börðust gegn nasistum árin 1939—1945 lýsti yfir, að styrjaldarástandi væri lokið milli þeirra og Þýskalands. Samíímis lagði Truman forseti þá tillögu fyrir báðar deildir Bandaríkjaþings, að Bandaríkin gæfu hliðstæða yfirlýsingu af sinni hálfu. Fyrsta skrefið í þessa átt var stigið er hinar vestrænu lýðræð- isþjóðir viðurkenndu sambands- lýðveldi Vestur-Þýskalands í september árið 1949. Þegar Neðri málstofa breska þingsins tók þá ákvörðun að aflýsa styrjaldarástandinu milli Stóra-Bretlands og Þýskalands, vöktu ummæli Winstons Churchills þar mesta athygli. Hann lýstx yfir fylgi stjórnarandstöðunnar við tiliögu ríkisstjórnarinnar og komst þannig að orði að báðir flokkar málstofunnar „stæðu sameinaðir um þá einlægu ósk að Stóra-Bretland og Þýska- land gætu fundið leið til þess að ganga sameiginlega í þá átt, sem hinar Sameinuðu þjóð ir bentu þeim.“ Þessum ummælum hins mikla styrjaldarleiðtoga var tekið með miklum fögnuði af þinginu. Her- bert Morrison utanríkisráðherra, sem að jafnaði leggur það ekki i vana sinn að taka undir um- n:æli Churchills, kvað það skoð- un sína, að þau „túlkuðu mjög vel skoðun málstofunnar í heild“. í raun og veru hefur þessi form lega yfirlýsing styrjaldarástands- ins ekki miklar raunverulegar breytingar í för með sjer. Her- nam Vestur-Þýskalands heldur áíram með þeim kvöðum, sem það leggur á fullveldi sambands- lýðveldanna. En hún hefur engu að síður mikla þýðingu, ekki síst fyrir þá Þjóðverja, sem dvelja n.eðal hinna vestrænu þjóða og fá nú jafnrjetti við fólk af öðrum þjóðernum. Hún sýnir einnig þann vilja vestrænna þjóða, að skipa tjóðverjum á bekk með frjálsum mönnum. Innanlands hlýtur hún einnig iið hafa þau áhrif, að styrkja að- siöðu Adenauers kanslara, en veikja að sama skapi dr. Schu- macher, leiðtoga jafnaðarmanna, sem barist hefur gegn endurvopn un Þýskalands og þátttöku þess í vörnum Vestur-Evrópu. En í þessu sambandi verður það enn ljósara en áður, að skipting Þýskalands milli aust- urs og vesturs, milli Rússlands og Vesturveldanna, er í dag stórpólitískasta vandamál Ev- rópu. Um þann kjarna snúast í raun rjettri öll önnur minni vandamál Evrónu. Hinar vestrænu lýðræðisþjóð- ir vilja heildarfriðarsamninga við Þýskaland. Sjálfir vilja Þjóð- verjar að sjálfsögðu sameiningu lands síns og sem skjótasta frið- arsamninga. En Rússar sporna gegn slíkri sameiningu. Þeir vilja halda þvi, sem þeir hafa af Þýskalandi, hagnýta sjer auðlind- ii þess og iðnað til hins ýtrasta. Þessi afstaða Rússa hefur skapað höfuðvandamál Evrópu í dag. Hún er orsök þess að umræður eru hafnar um endurvopnun Vest ur Þýskalands. Hinum vestrænu lýðræðisþ j óðum og vaxandi fjölda Þjóðverja í V-Þýskalandi, er að verða það ljóst, að það er ekki hægt að hafa 48 millj. Þjóð- verja í hjarta Evrópu vopnlausa og varnarlausa. Þátttaka þeirra í vörnum Vestur-Evrópu er óum- flýjanleg. Jafnvel Frakkar, sem tortryggnastir eru gagnvart Þjóð- verjum, eru farnir að viðurkenna þetta. Það þarf þess vegna ekki neinn spásagnaranda til þess að sjá þá þróun málanna fyrir, að þess muni ekki langt að bíða að íbúar Vestur-Þýskalands hefji virka þátttöku í varnarsamtök- um hinna Vestrænu lýðræðis- þjóða. Aflýsing styrjaldarástandsins mun m. a. hafa þaU áhrif að þýska þjóðin verður fúsari til samvinnu við Vesturveldin. En frumskilyrði slíkrar samvinnu í framtíðinni er að hin lýðræðis- sinnuðu öfl meðal hennar eflist að áhrifum. Það er ekki endurreisn hins prússn. herveldis og ofbeldis, sem þær þjóðir stefna að, sem sárast voru leiknar af ofbeldi og yfirgangi Hitler-Þýska- lands. Þær vilja þvert á móti aðeins eiga samvinnu við lýð- ræðissinnað Þýskaland, sem hefur það takmark eitt með landvörnum sínum að standa vörð um sitt eigið frelsi og annara friðsamra menningar- þjóða. Norður-Noregur, Sogið og Laxá. EKKI ALLS fyrir löngu var fiutt erindi um það í útvarpið í Moskvu, að Svíum væri ógnað með innrás í gegn um Norður- Noreg. Þessa ályktun draga Moskvamenn af því, að rætt hef- ur verið um að Norðmenn fengju fjárframlög og Marshallfje til uppbyggingar atvinnulífi sínu í norðurhluta landsins. I sænskum blöðum var þessum Moskvafrjettum svarað á þá lund, £.ð vaxandi velmegun og bætt áðstaða fólksins í Norður-Noregi gæti aldrei verið ógnun við Svía. Þáðan væri ekkert að óttast. — Þetta minnir á þá fullyrðingu ís- lenskra kommúnista, að sjálf- stæði íslands sje hætta búin af því, að amerískt fjármagn er nú notað til þess að virkja með Sogsfossa og Laxá í Suður-Þing- eyjarsýslu. Aukin lífsþægindi og tryggari atvinnuskilyrði hafa með öðrum orðum þær afleið- ingar, að áliti kommúnista, að sjálfstæði landsins sje í fári!!! Virðist fslendingum það ekki rökræn hugsun, sem ligg- ur til grundvallar þessum á- lyktunum kommúnista? Hvað finnst Reykvíkingum, Akur- eyringum, Þingeyingum og fólkinu á Suðurlandi, sem njóta mun raforkunnar frá Sogi og Laxá? Undraðist fagrar söngraddir og fagra liti á Sslan Samlal við Elss Mnhl söngkonu, sm kvsðar í dag Exse itxulil, songKOxia meira fyrir alla góðvildina, sem mjer hefur mætt í viðmóti fólks- ins. ÆTLAR AÐ KOMA AFTUR — Hvert er nú förinni heitið, þegar þjer farið hjeðan? í DAG kveður Else Múhl óperusöngkona okkur, en hún fer flug- leiðis til Evrópu. Hefur hún dvalist hjer í um það bil 8 vikur eða frá 20. maí. Á þessum tíma hefur hún sungið 18 sinnum í óperunni Rigólettó og haldið 5 sönglagakvöld, 2 í Reykjavík og 1 á hverjum stað: Hafnarfirði, ísafirði og Akureyri. Það er hægt að gera ráð íyrir að um 15 þús. manns hafi hlustað á söng hennar, ýmist á söngleikjum eða á söngskemmtunum og hafa aldrei svo margir hlýtt á söng nokkurrar erlendrar söngkonu hjer, enda hefur koma henn- ar hingað til lands verið sannkölluð sigurför, svo miklum vin- í.ældum hefur hún átt að fagna. KOM FYRIR FORVITNISAKIR Þegar frjettamaður Mbl. kom að máli við söngkonurta fyri. skömmu, sagði hún: — Þegar mjer var boðið að koma hingað til að syngja í Rigo letto, fjellst jeg á það í fyrsta lagi vegna þess, að mjer var sagt að hjer væru margir, sem elsk uðu fagra tónlist og í öðru lag: ákvað jeg ■ að koma fyrir for- vitnisakir. Jeg hafði aldrei áðui komist svo norðarlega á hnött- inn, sem ísland er — norðurundii heimskautsbaug. UNDRABIST EINKUM TVENNT — Hjelduð þjer þá, að hjer byggju eskimóar? — Nei, alls ekki, svarar ung- frú Else óg hlær að þessari fá- vísu spurningu minni. — Jeg hafði haft ýmsar sannar fregnir af landinu, að hjer byggi mynd- arleg og framtakssöm norræn þjóð. En samt hugsaði jeg mjer, þegar jeg lagði af stað, að jeg skyldi ekki láta neitt koma mjer á óvart, þegar jeg kæmi til ís- lands. — Jeg aflaði mjer ýmissa upp- lýsinga um land og þjóð. En þrátt fyrir það get jeg ekki neitað því, að það var tvennt, sem kom mjer á óvart. Það fyrra var, hvað hjer eru margir bæði karlar og konur með fagrar söngraddir. Það er íurðulegt að þjóð ekki stærri en íslendingar skuli eiga söngvara á borð við Guðmund Jónsson og Stefán íslandi. Hitt sem vakti svo furðu mína var fegurð lands- ins. Mjer hafði að vísu verið sagt, að ísland væri fagurt, en jeg hafði aldrei ímyndað mjer að það væri eins stórbrotið og það reyndist vera. Sjerstaklega er jeg hrifin yfir því, hve allir litir hjer eru sterkir, hvað gras- ið er sterkgrænt á lit o. s. frv. AÐ ÞAKKA GÓÐRI VINÁTTU OG SAMSTARFI — Hverju haldið þjer, að það sje mest að þakka, hvað sýn- ingar Rigoletto, þessari fyrstu ó- perusýningu íslendinga, tókust vel? — Jeg var nú að vísu ein þeirra sem söng í óperunni, en samt held jeg að mjer sje óhætt að fullyrða að sýningar á óper- unni tókust mjög vel. Teg skai ábyrgjast, að þessir sömu söngv- arar hefðu getað sýnt óperuna, hvar sem var í Evrópu og fengið lof fyrir. Það er fyrst og fremst að þakka aðalsöngvurunum Stef-* áni og Guðmundi, Guðmundu Elíasdóttur og Kristni Hallssyni. En aðalatriðið var, hvað sam- vinnan var góð. Allir urðu svo góöir vinir og hver maður vildi allt til vinna að þetta heppnaðist sem best. Jeg held, að hvergi, þar sem jeg hef verið, hafi ríkt eins innilegt samstarf milli söngv aranna og í Þjóðieikhúsinu. — Söngstjórinn dr. Urbancic átti líka sinn ómetanlega þátt í að skapa þessa vináttu milli söng- kraftanna. — Jeg dvaldist hjer miklu lengur en jeg ætlaði í fyrstu, heldur Else Muhl áfram. Fyrst voru sýningar á Rigoletto ;'ram- lengdar og síðan hafði jeg söng- lagaskemmtanir. Öll dvöl ;nín hjer hefur verið sælustund. Jeg vil biðja Mbl. að færa öllum sem tóku mjer svona vel, mínar kær- ustu þakkir. Hjartans þakkir fyrir öll blómin, sem mjer hafa verið færð og þó ef til vill ennþá — Jeg ætla að fara til Sviss, þar sem jeg ætla að syngja í út- varp íslensk sönglög, m. a. Bí, bí og blaka og fleiri falleg íslensk iög, sem jeg er að læra. Síðan "er jeg til Austurríkis, þar sem eg ætla að dveljast í sumarley^i íjá foreldrum mínum. En síðap angar mig mikið til að geta komið aftur til íslands. Það er 'erið að tala um að halda áfram sýningum á Rigoletto í haust. /ið sem sungum þar höfum á- kveðið að gera allt sem við get- :m til að fá okkur laus í haust >g jeg vonast til að mjer takist >að. Gangi það ekki, þá syng jeg La Traviata suður í Sviss, en á vonast jeg til að geta komið ingað aftur að vori og efnt ti.l ingskemmtana. Hvað sem því inars líður, þá mun jeg aldreí jeðan í frá gleyma íslandi og ag mun koma hingað aftur. UF WIEDERSEHEN Mjer er óhætt að segja, að ís- rnskir áheyrendur munu ekki eldur gleyma fyrstu komu Else úh! hingað og þeir munu bíða íeð óþreyju eftir að nún heim- æki enn á ný betta norðlægá :nd. Það er skemmtilegt að veðja beggja, söngkonunnar og áheyrendanna er: Auf wieder- ehen — sjáumst aftur. Þ. Th. ONDON -— Starfsmenn ríkis- tjórnar Jamaica eru nú 9.300 og xun þeirra nema samtals 3.230 ús. pundum árlega. Árið 1933 voru starfsmenn stjórnarinnar >98 og höíðu 458 þús. pund í ■aun. ÚR DAGLEGA LIEINU í þágu altnennings EINN megin-tilgangur þessara þátta er að hafa sem nánast samband við fólkið. í þeim er því gefinn kostur á að ræða vanda- mál sín og hugðarefni í stuttu máli. Oft er misfellum kippt í lag, ef rjettmætum kvörtunum or komið rjetta boðleið. Að því leyti hljóta vinsældir og gagnsemi þáttanna að vera undir því kom- in, að sem flestir hafi samband við þá brjeflega. Daglega lífið er vettvangur, þar sem menn geta ótrauðir flutt mál sitt. Unnið fyrir gýg IENGI vel vonuðu Reykvíking- < ar, að þeir eignuðust íalleg- in garð eins og aðrir og bundu þær vonir sínar við Hljómskála- garðinn, en nú hefur þeim þó skilist, að hann verður hvorki fugl nje fiskur. Því verður samt ekki kennt um, að ekki hafi allt verið gert fyrir hann, sem hægt var. Ár eftir ár hefur hann verið snurfusaður og honum haldið til eins og hann væri að búast af stað í bónorðsför eða von væri á kónginum, en aldrei verður því þó leynt, hve gróskulaus og hrör- legur hann er. Og vant er að sjá, hvern hnekki hann biði, ef bú- stýran hans, Tjörnin sefgræna, væri honum ekki til slíks vegs- auka og raun er á. Öskuhaugar og fúamýrar VAFALAUST eru ýmsar ástæð- ur til þess, að Hljómskála- garðurinn getur ekki þrifist. Þær munu þó þyngstar á metunum, sem leikmannsaugað greinir, skjólleysi og vondur jarðvegur. Meginland hans kvað standa á gömlum öskuhaugum höfuðborg- arinnar. Öskjuhlíðin j*,, ,;i j, ákjósanleg < «. , FNN einu sinni beinast nllra augu að Öskjuhlíðinni. Þar hefur nú verið hafist handa um að gera borginni skemmtigarð. — Óskandi, að þar fari gæfa í starfi saman með görvileika Hlíðar- innar. Landrými of lítið ÆST þegar þig langar til að heyra þyt í laufi, skaitu ganga þjer inn í garðinn fyrir sunnan Alþingishúsið. Þar ónáð- ar þig sennilega enginn, svo að þú getur verið einn með hugs- anir þínar. Ef þú skyldir svo taka þjer stundarhlje frá ao hug- leiða eigin vandamál, þá veitir þú þvi ugglaust athygli, hve garð urinn er skuggasæll og þröngur. Fyrir framan þig sjerðu gamalt hús og lágreist. Það er Góð- templarahúsið. Tjörnin blasir við TÆPAST yrði þjer láð, þó að þú vildir láta rífa það. Á leið þinni um Vonarstræti tókstu nefnilega eftir því, að fyrir sunn- an það er rúmgóður garður. Nú sprettur þú upp af bekknum, því að þú hefur fundið mikil sann- indi. Þegar húsið er burtu, má leggja garðana saman, svo að þar má gera skógarlund með út- sýn til Tjarnarinnar. Rjómi -ausu :náli iíTTÚSMÓÐIR“ er harðánægð ilmeð það, að í sumum mjólk- urbúðum skuli rjómi seldur í lausu máli, þar sem ekki henti öllum að kaupa hann í heilum pelum. Hún segir svo í brjefi sínu: „Mig langar til að biðja þíg að færa stúlkunum í þeim mjólk- urbúðum, sem afgreiða rjórna í lausu máli, þakkir frá mjer og mörgum öðrum, sem ekki geta keypt nema 1—2 desilítra í einu. Að sumrinu þolir rjóminn illa geymslu, og ekki hafa allir not fyrir heilan pela í senn. Mætti reyna annars i.taffar FINS vildi jeg biðja stjórn Sam- sölunnar að hlútast til um, að rjómi verði seldur í lausu máli í öllum -mjólkurbúðum svo sem til reynslu. Jeg trúi ekki öðru en stjórnin geti komið því til leiðar, engu síður en hún bannar að mæla í flöskur í búðunum eða liella úr þeim í brúsa. Húsmóðir“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.