Morgunblaðið - 24.07.1951, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 24.07.1951, Qupperneq 10
(dORGUNBÍAÐlÐ Þriöjudagur 24. júlí 1951. r 10 Framhaldssagan 20 STÚLKAN 06 DAUÐINN .anntqiiniinniniiniminwtnMPW Brosið hvarf úr augum henn- ar. Augun urðu hvöss og tinnu- svörfc. „En eitt skalt þú vita, Lee Lov- ering,“ sagði hún. „Og það er að fyrr verður gengið að mjer dauðri, en þú færð Jerry Hough.“ „Góða, gerðu það ekki of freistandi fyrir mig,“ sagði jeg. En jeg sagði það við sjálfa mig, því Norma var farin. Jeg hafði beðið ósigur. — Það var Norma sem hafði borið sigur úr t>ýtum eftir fyrstu átökin. 11. Eítir þessa þrætu við Normu, urðu allmiklar breytingar á aí- stöðu minni til þessa máls. Það var ekki nóg með það að jeg hafði ákveðið að berjast fyrir Jerry, heldur varð mjer líka ljóst, hve mjög jeg var flækt í, þetta mál, og þvílíkt tilfinninga- ! mál það var orðið mjer. Hingað til hafði jeg oft átt kunningja sem trúðu mjer fyrir vandamál- um sínum, en mjer hafði alltaf leiðst að hlusta á þau og jeg hafði reynt að blanda mjer ekki í það. Nú vissi jeg að það var ómögulegt. Leið mín lá æ lengra inn í lyganetið. Jeg vissi of mik- ið núna. Svo mikið að jeg varð að fá að vita alit. Þess vegna ákvað jeg að fara og tala við Marciu Parrish. Jeg vissi að jeg gat neytt hana til að *egja mjer sannleikann. Með því mundi að minnsta kosti nokkuð vera unnið. Það var. orðið all áliðið, þeg- ar jeg læddist út og gekk að litlu húsabyggingunnl á bak við bóka safnið þar sem kennararnir biuggu. Jeg mætti engum á leið- inni. Flestir mundu vrera farnir að hátta og sofa. Marcia bjó ein í húsinu. Það var Ijós í stofunni hjá henni svo jeg vissi að hún mundi vera á fótum. Hún opnaði strax þegar jeg barði að dyrum. „Eruð það þjer, Lee.“ Jeg heyrði á rödd hennar að hún hafði búist við einhverjum öðrum. Jeg fór á eftir henni inn í stof- una. Marcia bauð mjer ekki sæti. Hún sagði heldur ekkert. Við stóðum bara og horfðum hvor á aðra. Loks sagði jeg: „Þjer vitið meira um dauða Grace, en þjer sögðuð mjer.“ Um leið og jeg sagði það, varð mjer ljóst hve mjög atburðirnir um nóttina höfðu breytt_hinum eðlilegu aðstöðum, þar sem jeg gat talað þannig til einnar af kennslukonunum. Marcia leit kuldalega á mig. „Hvers vegna haldið þjer það?“ „Jeg spyr ekki af forvitni," sagði jeg þreytulega. „Heldur aðeins vegna þess að jeg verð að fá að vita sannleikann. Þjer sögðuð að við ættum að standa saman. Ef við eigum að geta þagað yfir sumu við lögregluna, verðum við að segja það sama. Jeg veit margt sem jeg hef ekki sagt yður. Til dæmis veit jeg að þjer voruð úti í bílnum yðar í nótt.“ „Jæja, þjer vitið það.“ Rödd hennar var róleg. Snöggvast var eins og hún hikaði, en svo hjelt hún áfram. „Þjer hafið víst á rjjettu að standa. Það var heimsku legt af mjer að segja yður aðeins hálfan sannleikann.“ Hún tók um hönd mína og jeg fann æðasláttinn í fingrum hennar. . „En eitt verðið þjer að skilja, Lee. Hvað sem við gerum, þá er það aðeins fyrir bestu fyrir skól- ann okkar.... og til að bjarga Jífshamingju okkar.“ Hún sleppti hönd minni og ljet fallast niður á stól. Jeg settist líka. „Robert og jeg höíum ekki sagt lögreglunni að Grace hringdi til hans í nóft,“ sagði hún. „Og það var löngu eftir að hún var farin Skáldsaga eftir Quentin Patrick úr leikhúsinu.“ Jeg varð ekkert undrandi. — Steve hafði sagt að Grace hefði hringt frá bensínstöðinni. Jeg hefði mátt vita að hún hafði hringt til Hudnutts. „Hún hringdi frá bensínstöð- inni fyrir utan Wentworth,“ sagði jeg, „Það er líka eitt af því sem jeg veit.“ Glampa brá fyrir í augum Marciu. Það var það eina sem benti til þess að hún var hissa. „Jeg skal segja yður allt, Lee. Eftir leiksýninguna keyrðum við heim Harold Appel, Penelope Robert og jeg. Harold fór heim til sín, en jeg fór heim með Hud- nutthjónunum. Penelope hafði ekki verið vel frisk um kvöldið og hún fór því strax að hátta. Jeg get eins sagt yður það núna að hún á von á barni. A hennar aldrei er það oft erfitt, og það er ein ástæðan fyrir því að Ro- bert reynir eins og hægt er að blanda henni ekki í þetta.“ Hún hefur víst sjeð það á mjer, hve undrandi jeg varð. „Vesalings Penelope er svo annt um að nemendurnir fái ekkert að vita um þetta. Henni finnst það ekki eiga við að um- sjónarmaður kvennadeildarinnar I eigi von á barni. Hún er Eng- | lendingur. Það verður ekki af þeim skafið. Og vegna þess að hún er tíu árum eldri en Ro- bert, er hún tíu sinnum tilfinn- ^inganæmari fyrir slíku. IMarcia hló ekki lengur. „Þetta gerir Robert líka erfitt fyrir. Þegar Penelope var farin að sofa í gærkvöldi, sat jeg lengi hjá honum. Hann gat ekki gleymt samtali sínu við Grace í leik- . húsinu. Og til að bæta gráu ofan á svart hringir síminn og það er þá Grace.“ „Hvað sagði hún?“ „Hún virtist róleg. Hún baðst afsökunar á því sem hún hafði , sagt í leikhúsinu og sagði að hún I hefði ekki verið með sjálíri sjer. Hún sagði við Robert að vinur hennar hefði skilið hana eítir á bensínstöðinni og bað Robert að koma og sækja sig.“ „Og vildi hann ekki gera það?“ spurði jeg skjálfandi röddu. „Jú. Víssulega. Þegar kven- lllfllllllllllltlMt' «MUIUIIIIIIIMIIIIIIIillliniM«i S T Ó R z 3 nemandi lendir í klípu, þá er ekki nema eðlilegt að hún snúi sjer til umsjónarmanns kvenna- deildarinnar, nefnilega Penelope, en hún var sofnuð. Einhver varð að sækja Grace og Robert sagði að hún mundi verða sótt.“ Jeg vissi að þetta var ekki al- veg rjett. Grace hafði neytt Steve til að keyra sig að grjótnámunni. Hví í ósköpunum átti hún að hafa gert það, úr því Robert hafði lofað að sækja hana? En Marcia hjelt áfram: „Jeg reyndi að íá Robert til að lofa mjer að fara í stað hans. En það vildi hann ekki. Hann vildi ekki að Grace fengi að vita að jeg hefði verið heima hjá honum svona seint. Hann hjelt að ef hún fengi að vita það....“ Marcia roðnaði og þagnaði. „Þjer vitið hværnig kjaftasögur verða til. Þess vegna vildi hann fara sjálfur." Smátt og smátt fór að renna upp fyrir mjer ljós. „Og svo fór hann?“ spurði jeg. „Það var rjett áður en brjefið til frú Hudnutt var lagt í póst- kassannn.“ Marcia greip andann á loíti. • „Jeg veit hver kom með brjefið,“ sagði jeg. „En jeg get ekki sagt hver það var. Hann sagði mjer allt. Hann sá Hudnutt og yður, , og....“ „Og heyrði hvað jeg sagði, býst i jeg við,“ sagði Marcia og hló við. „Það er skrítið. Það er ekki fyrr en á alvörutímum að maður skilur hve auðvelt er að mis- skilja það sem maður sjer og heyrir. Jeg get sagt yður hvað Robert sagði við mig og hvað jeg sagði við hann. Jeg get skýrt það fyrir yður svo að þjer skilj- ið það. En það er mikilsverðara að þjer fáið að vita hvað Robert gerði. Hann keyrði til bensín- stöðvarinnar, en þá var hún þar ekki. Það var búið að loka, og hún sást hvergi.“ „En þjer.... hvað gerðuð þjer?“ spurði jeg. „Jeg gerði það sama og Ro- bert....“ Marcia strauk hend- inni yfir enni sjer. „Rjett eftir að Robert var farinn, kom vinur yðar með brjefið. Jeg heyrði þegar því var stungið í brjefa- | 5.5x2.2x2.2 m. til sölu. Hentug ! | ur fyrir búslóðarflutning. Til- | I boð merkt: „Kassi, 702“ send- I : | ist afgr. Mbl. fyrir fimmtud. | | | Ford ’42 (Station). § í fyrsta flokks standi. til sölu Í og . sýnis við Leifsstyttuna i kvöld kl. 6—9. iniMniimHMMMIHHIIHIIIIIIIInllllMIIIIIIHimiMilillH IHHMNHHUIUIIIHIHIHHIIIIHIUIIIIIIIIHIIIIUIHM'HHm Berbergi til leigU gegn húshjálp. Hentugt fj'iir stúlku sem tekur saum heim til sín. Tilboð leggist inn ; á Mbl. fj’rir 27. júlí, merkt: • ..Húshjálp — 701“. •ftiiiiiiimwiiiiiiimiMiitiiiiitiMitiiisimiiMMiMimiiitiM ii(iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiii • IIIHIIIIIIIIIMIIIIIIHIIMMIflllMIIIIIIIHIIMIIIIIIIIIIIIIIIMI* 1—2 herbergi og eldhús = eða eldhi'isaðgangur óskast til | I leigu. Tvennt fullorðið i lieim | i ili. Fy'rirframgreiðsla,, ef óskað 1 i er. Tilboð sendist blaðitiu sem 5 5 fv'rst, merkt: „699“. IIMIIIIIIMIIIIIIIIIIIMMIMIMIIIIUIIOIIIMIIIIIIIIIM111111111 •• A ■ : óskast til leigu. Uppl. frú kl. 6 » —7 í kvöld. — Simi 2737. * | 'IIIIIMIIMIttmiMimiMMIIIIIMIIIIIIIMMIMMIMIMIMMMMM 1 ChevHalet ■ f 2ja tonna til sölu. Er ný-yfir- | I farinn. með nýju húsi. Uppl. í j sima 80715. ! IIIIIIIIMIMIIIIIIIIIIMIIIIMIIMIIIIIMIIIIIIIIIIIMMIIIIIMIIMM ! Til sölu z S | rúm mcð fjaðradýnu. Stærð: s | 1.75x1.14, á Lindargötu 63A, | | (efstu hæð). :ðmmH*utTim!MimiiiiimmiiHiiiiiiiiitiiiiMiiMi«nM Fe-rðafóSk Athugið! — Gistihúsið að Arn gerðareyri við Isafjarðardjúp, tekur á móti gestum. — Góðar veitingar. GistihúsiS, Arngerðareyri. MUV»mnimMimiíiMMIIMIM«M»«MIMillllMtMMIIIHMItM TAKIÐ EFTIR, 6 MANNA DODGE bifreið, model 1950, til sölu nú þegar. Uppl. í síma 80199, í dag og á morgun. Efnafaugin Gyflir LANGIIOLTSVEG 14, Lokað frá 30. júlí til 7. ágúst. ARNALESBOff jjlorgunblaðshts - Á veiðimannaslóðum ! EFTIR LAWRENCE E. SLADE. | 9. niður á skammri stundu alla bardagalöngun, svo Beggi gat greitt úr flækjunni. Beggi klappaði á kollinn á nýja fofustuhundinum sínum. — Jeg á' þjer strax nokkuð að þakka, vinur minn, sagði hann. Hjeðan í frá skaltu heita Vaskur, því að jeg hef aldrei sjeð sleða- hund duglegiri og þrautseigari en þig. Vaskur lyfti höfðinu tignarlega upp og vaggaði skottinu. Það var líkt og hann skildi að hann hafði eignast nýtt nafn. Svo spennti Beggi hundana aftur fyrir sleðann þegar allt var komið á rjettan kjöl, og bráðlega voru þeir komnir upp á Fálka- ■ hrygg, svo að nú var það versta búið. Það var líka heldur skýlla, ; þegar kom hinu megin og leiðin lá niður í mótí. Samt hvatti hann . hundana áfram, því að líf manns lá við, að hann kæmist sem allra fyrst til læknisins. Loks kom hann Iíka inn í Edenville. Hann fór inn í veitinga- húsið og hitti þar vin sinn, Jóa Biggs, þar sem hann sat við borðið og var að borða súpuna. Beggi skýrði frá því í sem styttstu máli, hvað hefði komið fyrir og Jói hlustaði á og gat ekki dulið gremju sína yfir þessum atburðum. — Bölvaðir fantarnir, hrópaði hann, þegar Beggi hafði lokið frá- sögn sinni. — Þeir skulu fá að kenna á því, ef þeir ætla að haga sjer svona þessir þorparar hjerna í nágrenninu. — En fyrst verð- um við að hugsa um slasaða manninn. Jeg skal hringja til hans. Ilann skrapp víst yfir til Bill Pratt, en hann ætti að geta lagt af stað yfir í Lönguhlíð með morgninum, þegar tekur að lægja storm- inn. Og snemma morguns lagði læknirinn af stað yfir Fálkahrygg. Þá var komið bjart stillt veður og ferðin gekk vel í alla staði. Rafmagnstakmörkun Straumlnust verður kl. 10,45—12,15. Þriðjudag, 24. júlí. 5. Iiluti: Vesturbærinn frá Aðalstræti, Tjamargötu og Bjarkargötu. Melarnir, Grímsstaðaholtið með flugvallarsvæðinu, Vesturhöfnin með Örfirisey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. Miðvikudag, 25. júlí, 1. hluti: Hafnarfjörður og nágrenni, Reykjanes, Árnes- og Rangárvallasýslur. Fimmtudag, 26. júlí. 2. hluti: Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna, vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Við- eyjarsund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til sjávar við Nauthólsvík í Fossvogi. Laugarnesið að SuncUaugarvegi. Fösíudag, 27. júlí. 3. hluti: Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarárholtið, Túnin, Teigamir og svæðið þar norð-austur af. Mánudag, 30. júlí. 3. hluti: Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarárholtið, Túnin, Teigarnir og svæðið þar norð-austur af. Þriljudag 31. júlí. 4. liluti: Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabraut- ar og Aðalstrætis, Tjarnargötu, Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunnan. Straumurinn verður rofinn slcv. þessu þegar og að svo miklu leyti, sem þörf krefur, SOGSVIRKJUNIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.