Morgunblaðið - 07.01.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.01.1954, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 7. janúar 1954 MORGUNBLAÐIÐ 9 Kommúnistar í Kána brenna nú rit Konfúsíusar sem óðir væru Um sænska skáldi Harry Martinson og skáldskap hans KÍNVERSK blöð hafa nýlega til- kynnt, að kommúnistastjórn Kína hafi látið það boð út ganga að brenna skuli gullaldarrit hins ævagamla og rótgróna kínverska spekings, Konfúsíusar (Kung- fu-tse). Fræðimönnum hefur ver- ið skipað að rýma rit Konfúsíus- ar úr bókaskápum sínum og eig- endum bókaverzlana fyrirlagt að taka af markaði öll rit hans. — Þannig á að útrýma hinum gömlu og virðulegu ritum Konfúsíusar, sem verið hafa helztu stoðirnar undir kínverska menningu um tvö þúsund ára bil. Engin ástæða er til að halda, að upplýsingarnar sem við á Vesturlöndum höfum fengið um útrýmingu rita Konfúsíusar séu ýktar. Boðskapur Konfúsíusar um sonarlega undirgefni, bróður- ást og vinartryggð er ósamrým- anlegur hinum alþjóðlega komm- únisma. í ritum Konfúsíusar er rætt um skyldur einstaklinganna við hvern annan, ríkið er minna til umræðu. Getur því hver heil- vita maður séð, að slíkt stingur alveg í stúf við boðskap komm- únismans, þar sem þess eins er krafizt af þegninum, að hann sé hollur ríkinu, þ. e. a. s. komm- únistaflokknum og honum sem stjórná hverju sinni. —★—★— EN hið skemmtilega við mál þetta allt er sú staðreynd, að, kommúnistar eru nú að reyna að ' gera nákvæmlega hið sama og | keisari nokkur ætlaði sér fyrir 2200 árum. Hét sá Shih Hwang- ti, oft nefndur hinn mikli Napóleon Kínaveldis, enda verð- ur það ekki af honum skafið, að hann er einn merkastur keisara, sem þar hefur ríkt. — Hann til- kynnti einnig á sínum stjórnar- árum, að nú skyldu Kínverjar með öllu segja skilið við fortíð- ina, því að hann væri upphafs- maður nýrrar blómaaldar. ★ SAMEINAÐI KÍNAVELDI Shih Hwang-ti er ættaður úr Chin-fylki, þar sem hann var hertogi að nafnbót. Fylki þetta varð öflugt mjög á hnignunar- tímabili Chou-ættarinnar (1122 —230 f. Kr.). — Hann brauzt til metorða og mikilla valda, enda var hann hershöfðíngi góður, og smám saman tókst honum að færa svo út ríki sitt og yfirráða- svæði, að hann sameinaði fyrst- ur manna allt Kinaveldi, eins og það er enn í dag. Þá gat hann sér það og til frægðar, að hann lét reisa Hinn mikla múr, sem enn stendur og nær frá sjó (skammt frá Peking) og 1400 míl ur inn í land. Skyldi hann koma í veg fyrir innrás „barbara“ að norðan, — og hver veit nema hann eigi enn eftir að gegna líku hlutverki! ★ LÍKT STJÓRNARFAR Stjórn Shih Hwang-tis keisara svípar í mörgu til núverandi kommúnistastiómar i Kína. — Innstu koppar í búri voru ýmiss konar „erindrekar" og „fulltrú- ar flokksins", eins og við nú köllum þá. Þessi hópur manna myndaði þann kjarna sem keis- araveldið stóð og féll með. Kenndu þeir og uppfræddu lýð- inn, mótuðu stefnu og boðskap sem í flestum atriðum gengu í berhögg við kenningar Konfúsíus ar. Forsætisráðherra keisara, Li Ssu að nafni, gekk sérlega vel fram í útrýmingu andstæðinga og þeim þjóðfélagslegu breyting- um sem keisari barðist fyrir. Barðist hann ötullega gegn léns- skipulaginu og tókst að kollvarpa þvi. En við hlutverkí þess tók ný og fjölmenn embættismanna- stétt, sem koma átti í veg fyrir fall hins unga þjóðfélags Shih keisara. Pað s&ma gerði Shih-Hivaðiig-ti fyrii1 iráaeis*a en 2000 árum Kung-fu-tse. Öllu landi var skipt upp milli bænda, öll verzlun var fengin í hendur ríkigu og — eins og nú — voru fjölsSyldur flokkaðar í hópa og skyldi einn kosinn til að gæta hegðunar hinna. — Og nú erum við aftur komin að kjarna málsins: Shih Hwang-ti lét brenna rit Konfúsíusar (þá voru þau skrifuð á bambusræmur — og loguðu því ágætlega!) og lét drepa fjöldan állan af spreng- lærðum Konfúsíus-prédikurum. Stofnaði hann því til víðtækra ,,hreinsana“ í landinu. —★—★— ÞEGAR við berum þessa atburði saman við það sem nú er að gerast austur í hinu víðlenda Kínaveldi, sjáum við, að tíminn er að yrkja söguna upp aftur, ef svo mætti að orði komast, hún endurtekur sig, — aðeins í ann- arri mynd. Nú heitir „keisarinn" t. d. ekki Shih Hwang-ti heldur Mao-tse-tung o. s. frv. En sagan er ekki með öllu á enda: — Árið 221 f. Kr. lézt Shih-Hwang-ti keisari eftir að- eins 9 ára alræðisstjórn. Og ekki löngu seinna hrundi þjóðfélag hans til grunna og boðskapur Konfúsíusar hélt aftur innreið sína í ríkið. Auðvitað tókst ein- ræðismönnum ekki að brenna allar bækur hans. Auk þess lifðu sumir Konfúsíusar-spekingarnir „hreinsanirnar“, sem keisari hafði stofnað til. í SÖGU Kína eru einungis tveir einræðisherrar, Shih-Hwang-ti og Mao-tse-tung. — Nokkrir stjórnendur þar aðrir hafa svo og komizt til mikilla valda, en þeir virtu skoðanir Konfúsíusar og gerðu siður en svo tilraun til að útrýma þeim. Þær eru því nú orðnar rótfastar í kínversltu þjóð areðli og menningu. í ritum Konfúsíusar er bæði fjallað um skyldur ríkis og þegna og er sagt, að hann hafi haft til fyrirmyndar ríki Hinna vitru keisara, sem blómlegast var (að margra áliti) um 3000 f. Kr. Ilann leit á keisarann eins og nokkurs konar þríhyrningstopp, er gnæfir yfir stóran þríhyrning sem gerður er úr fjölmörgum minni. Hegðun og siðferði keis- aranna t. d. \iar þegnunum for- dæmi, að hans áliti, og lykill- inn að blómlegu þjóðfélagi. Það er því ekki að undra, að komm- únistar líti slíkar prédikanir hornauga, því að þar er ekki gleymt skyldum stjórnara við þjóðfélagið, — á þær minnt ekki síður en skyldur þegnanna við það. Þar er og kennt, að þjóð- félagið mótist af framkomu þjóð- höfðingjanna. Slíkt þykir ekki góð latína í kommúnistalöndun- um, þar sem þess er krafizt af þegninum, að hann sé þjóðfélag- inu og flokknum trúr, — en stjórnendurnir, ja — þeir mega drepa á báðar hendur, ef þeim býður svo við að horfa. Þar helg- ar tækið tilganginn, þar fer sið- ferði þjóðhöfðingjanna eftir að- stæðum hverju sinni. Það er því ekki undarlegt, þótt fylgjendur slíkrar „lifsspeki“ forkasti hinum gömlu bókum, þar sem þess er m. a. krafizt, að siðferði stjórn- ara sé þegnunum gott fordæmi. * HVER SIGRAR? Mao-tse-tung ætlar sér nú hið mikla hlutverk Shih-Hwangs-tis keisara, — að vera boðberi nýrr- ar aldar. Til þess ætlar hann, eins og Shih, að brenna undir- stöður kínverskrar siðfræði og menningar. Konfúsíus hefur áð- ur verið ofsóttur — og alltaf haldið velli. Ekki vegna þess að boðskapur hans sé hinn eini Framh. a bls. II MOLAR - NÚ FÁ norskir lesendur loks tækifæri til að kynnast á sínu eigin máli hinu 600 ára gamla verki Goeffreys Chaueers, Cant- erbury-tales. — Hann hefur ver- ið kallaður faðir nútíma ensku og um hann er oft sagt, að hann hafi breytt enskunni úr mállýzku í mál. ★ ★ NÝLEGA er komin út í Noregi ný bók- um ísland eftir Sverre Halse. Nefnist bókin Med beste- far íil Island og er gefin út af Fabritius. Bókin hefur fengið mjög góffa dóma í Noregi og þykir að henni mikill ‘ fengur. Segja gagnrýnendur, að höfund- ur lýsi íslandi nútímans svo vel, að erlendir lesendur fái prýðis- góða mynd af landi og þjóð, menningu og staðháttum. Sverre Haise hefur skrifað ýmsar ferða- sögur, sem miklar vinsældir hafa hlotið og er gott til þess að vita, að jafngóður höfundur skuli kynna frændum okkar, Norð- mönnum, hið norðlæga land okk- ar. — ★ ★ NOBELS-verðlaunahöfundurinn bandaríski, William Faulkner, hefur verið i Svíþjóð um nokk- urt skeið, en fer þaðan sennilega til Egyptalands, þar sem hann hyggst kynnast landi og þjóð. — Ástæðan er sú, að hann vinnur nú að kvikmyndahandriti, sem fjallar um Forn-Egyptaland. — Einnig kveðst hann nú vinna að nútíma skáldsögu, sem hann hef- ur lengi verið með. ★ ★ SÍÐASTA leikrit T.S. Eliots, The Confidential Clerk, verður frum- sýnt á Broadway í febrúarbyrjun. — Colombe eftir Anouilh er nú leikið á Broadway, var frumsýnt þar 1. janúar. Munaðarleysinginn og gerðisf braufryðjandi í EKKI alls fyrir löngu hélt sænski sendikennarinn hér viff Háskól- ann, Anna Larsson, fyrirlestur um sænska skáldið Harry Mart- inson, sem margir hérlendis munu kannast við. — Fer hér á eftir úrdráttur úr fyrirlestri sendikennarans. ★ ★ Vinsældir Harrys Martinsons eiga fyrst og fremst rætur að rekja til óvenjumikils ímyndun- arafls og valds á málinu, en einnig til ódrepandi áhuga skálds ins á öllu því sem mannlegt er. Segja má, að hann sé galdramað- Harry Martinson. ur á mál og hugmyndir. En kjarni lífsviðhorís hans og rauði þráð- urinn í ölium hans skáldskap er frumleiki og einfaldleiki. Úr því sem öðrum finnst máski lítilsvert getur hann spunnið stórbrotin ævintýri. ★ ★ Martinson er fæddur 1904. Er hann var 6 ára að allri, lézt faðir hans. Móðirin fluttist þá til Bandarikjanna og piltungurinn var sendur í vinnumennsku fyrir tilstilli hreppsins. Aldrei átti hann neitt heimili og tilfinninga- kuldinn sem hann kynntist svo vel í barnæsku, hafði æ mikil áhrif á hann, ekki sízt þegar hann var enn ungur, veikgeðja og tiifinningaríkur. Hann flýði margoft úr vinnumennskunni, en gerðist loks sjómaður 16 ára að aldri. Ein af fyrstu sjóferðum hans var til Reykjavíkur, kaldan og stormasaman vetur. Þá var hann og alllengi í Suður-Ame- ríku, þar sem hann ráfaði um og '*ann það sem til féll. Þá gerðist hann kyndari á skipi og hélt til Afríku og Indlands. En að 7 ár- um liðnum hafði hann fengið sig Saddan af striti sjómannsins. — Ætlaði hann að hætta sjó- mennsku, en varð þá berklaveik- ur og var sendur á hæli. — Síðar kvæntist hann Moa Martinson, er var 14 árum eldri en hann, en þau slitu samvistum eftir 11 ára sambúð. — ★ ★ Harry Martinson vakti einna fyrst athygli á sér ásamt nokkr- um öðrum ungum skáldum, er gerzt höfðu anarkistar og ^axnir voru úr jarðvegi öreigastéttanna. Þeir kölluðu sig: Hina fimm ungu, en í bókmenntasögunni eru þeir oftast nefndir primitívistarn ir. Martinson gekk þó snemma sínar eigin götur. Hann var tal- inn mikið efni i ljóðskáld, en vann sér þó fyrst til frægðar með feiðasögum sínum frá sjó- mennskuárunum (Resor utan mál og Kap Farvál, 1932, ’33). Þar dregur hann upp skemmti- legar myndir af félögum sínum, lífinu í hafnarborgunum o. s. frv., auk þess sem hann veltir fyrir sér ýmsum þjóðfélagsvandamál- æviníýramaSurinn sem sænskum bckmennfum um. í þessum bókum hans hljóm- aði nýr tónn, nýr stíll. Hann fór aldrei troðnar brautir hvorki í máli né stíl og er því brautryðj- andi í hvorttveggja í nýsænskum bókmenntum. Honum tókst að búa til snilldarleg nýyrði og koma meff hnittnar líkingar sem festust mönnum í minfsi. DRAUMAMAÐURINN . . . Helzta rit hans í óbundnu máli er sjálfsævisaga hans frá 1935-- 36. Kom hún út í tveimur bind- um, Násslorna blomma og Vágen. ut. í bókum þessum er auðveit að rekast á biturt vonleysi, en þó er það ekki grunntónn þeirra. —• Ævisagan er öllu heldur nokkurs konar sjálfs-sálargreining, ef svo mætti að orði komast. Hann hlíf- ir sjálfum sér hvergi, — og hegg- ur aldrei að öðrum án tilefnis. Þetta er saga litla, rótlausa og heimilislausa drengsins sem bjargar sér úr erfiðleikunum með því að llýja á náðir drauma og hugmyndarfiugs og falla í faðm hinnar ósnortnu náttúru. . . . OG NÁTTÚRUSKÁLDIÐ Dráurriarnir og náttúran urðu skáldinu iika aflvaki og hvatning til skáldskapariðkana. Eftir 1930 skrifaði hann allmargar bækur um menningarmál, en í þeim mátti á hverju strái finna undur- fagrar náttúrulýsingar, samofnar nákvæmum náttúruathugunum. Sem náttúruskáid er Martinson fyrir alllöngu orðinn viður- kenndur í Svíþjóð. Hann notar fá pensilstrik, en þó tekst honum að komast að kjarnanum, lýsa því sem lýsa á. Og hinar raunsönnu, en jafnframt skáldlegú lýsingar hans á blómum, dýrum og jafnvel heilum hnöttum verða að skemmtilegum æfintýrum. IIERFERÐ GEGN GENGDAR- LAUSRI VÉLAMENNINGU . . . Martinson hefur ætíð verið ásakaður um lífsflótta og vöntun á þjóðfélagsáhuga. Enda hefur hann minnstan áhuga á þjóðfé- lagsmálum allra sænskra öreiga- skálda. Hvílíkt efni hefur hann ekki haft til að skrifa vandlæt- ingarskáldsögur, og hversu lítið hefur hann ekki notað það, ekki sízt í sjálfsævisögunni! í*#l*ns augum stafa vandamál samtíðar- innar af hinni miklu og öru tækniþróun: Vélamenningin gef- ur mönnum ekki lengur tóm til að tileinka sér aðalatriði lífsins, athuga kjarna lífsbaráttunnar, umhverfi sitt. — Þetta er rauði þráðurinn í öllum skáldverkum hans. Og þetta iífsviðhorf hans réff því, að hann hvatti Svía til að senda sjálfboðaliðssveit til Finnlands, er þeir áttu í stríði við Rússa. Gerðist hann jafnvel sjálfur bréfberi við vígstöðvarn- ar. Með því vildi hann berjast gegn hinni vélrænu tæknimenn- ingu, en verja Nofðurlönd og norræna menningu, sem enn gef- ur mönnum tóm til að yrkja og dreyma, eins og þá lystir. . . . OG EFNISHYGGJUNNI Á fjórða tug aldarinnar var barátta Martinso'ns einkum fólg- in í „að verja listina", eins og komizt var að orði. Ljóðasafn. hans frá 1945, Passad, er meist- araverk. Um það eru flestir sam- mála. Málið á ljóðunum er ein- falt og aðalinntak kvæðanna er einfaldleiki og mannúð. — 1948 kom út skáldsaga hans Vágen till Klockrike og berst hann þar einnig fyrir rétti manna til að dreyma og þroska persónuleik- ann, svo að þeir verði hæfari til Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.