Morgunblaðið - 07.01.1954, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.01.1954, Blaðsíða 10
10 MORGVTSBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. janúar 1954 Átlræður: Jónas Sveinsson í Bandayerði ÉG MAN fyrst eftir Jónasi, er hann kom með' bækur og fleira íil sölu í Geldingaholt, dreifði varningnum og bókunum kring- um sig og talaði fyrir þeim af þvílíkri mælsku og með slíkum sannfæringarkrafti, að margir urðu til að kaupa, þó að þeir hefðu ekki ætlað sér það, áður en inn slyngi kaupahéðinn opn- aði skjóður sínar og hóf máls. Mér er fyrir minni enn í dag, er þann las upp úr Andvökum Stephans G. Stephanssonar, og ég áé Jónas ljóslifandi fyrir mér, pár sem hann sat innan um bæk- urnar og varninginn flötum bein- um á skjallhvítu baðstofugólfinu. Svo fast orkaði Jónas Sveinsson á mig í þá daga. — Skömmu eftir þetta kynntist ég honum nokkuð, er hann varð kennari minn, og þakka ég honum fyrir þá daga. líann var bæði fræðandi og skemmtilegur, og í trúmálum þotti mér hann góðs prests ígildi. — Enn liður nokkur ár. Það var síðla sumars 1907. Við vorum ný- komin heim af engjunum í Geld- ingaholti. Þá var kominn gestur. Sá þótti mér nú heldur en ekki segja fréttir. Tímftin leið fljótt. Qesturinn brá upp hverri mynd- inni á fætur annarri úr konungs- ferðinn austur yfir fjall úr Reykjavík. Inn hrífandi og skemmtilegi næturgestur var Jónas Sveinsson, en hann var þá nýkominn að sunnan, einn af hestamönnunum skagfirzku í konungsförinni, en fararstjóri Skagfirðinga var Jósef J. Björns- son, bóndi og kennari á Vatns- leysu. Þannig gæti ég haldið áfram að ákýra frá minningum mínum um Jónas síðastliðin rúm 50 ár. — Hann er maður alveg útaf fyrir sig, engum iíkur þeirra manna, sem ég hefi kynnst um ævina. Hann er í sérstökum flokki-homo per se. — Ég vil ekki segja, að nann sé gáfaðasti maðurinn, sem ég hefi fyrir hitt um mína daga. Sussu nei! Ekki er hann heldur þeirra beztur, en hann er held 4g mesti fjörmaður, sem ég hefi ijomist í kynni við, og enn í dag mótar þetta líkamlega og and- lega fjör hann, svo að undrum sætir um áttræðan mann. — Nú rpunu kannske einhverjir spyrja: Hver er Jónas Sveinsson? Þeirri ^purningu skal ég leitast við að svara nokkrum orðum. > Afmælisbarnið áttræða er fætt 4. des. 1873 í Litladal í Svína- vatnshreppi í Húnavatnssýslu. Voru foreldrar hans Sveinn Kristjánsson, bóndi þar, og kona Hans Hallgerður Magnúsdóttir. Faðir Sveins var Kristján Jóns- son inn ríki í Stóradal, einn mesti kappsmaður og auðmaður sinnar tíðar. Mætti segja mér, að Jónas liktist Kristjáni afa sínum um márgt. Hallgerður var dóttir Magnúsar bónda í Leirvogstungu Magnússonar, Arasonar, Gunn- arssonar á Hvalnesi á Skaga Jónssonar, en Gunnar varð mjög kynsæll. Þannig rekur Jónas ætt- ina, en ég fuilyrði ekki að rétt sé, þar sem ég hefi ekki rannsakað Það. — Jónas var yngsta barn þ'eirra Litladais-hjóna, heitinn eftir sr. Jónasi Björnssyni á Ríp, en hann drukknaði í Héraðs- vötnum með bróður sínum 4 des. 1871. Vitjaði hann nafns til Hall- gerðar. ★ Jónas Sveinsson missti foreldra sína á 12 og 13. ári og var um hríð eftir það hjá vandalausum og leið þar vel. Það var á Eyjólfs- stöðum í Vatnsdal hjá heiðurs- hjpnunum Jónasi Guðmundssyni og Steinunni Steinsdóttur. Vildi Jónas gjarnan vera kyrr og hjón- in líka, en þá var það, að föður- bróðir Jónasar, sr. Benedikt Kristjánsson á Grenjaðarstað, skrifaði vestur og vildi fá til sín þennan munaðarlausa frænda sinn. Varð það svo úr, að Jónas fluttist austur harða vorið 1887. Var þá ógurlegur fjárfellir og hungur, einkum norðanlands. — Svo hefir Jónas sagt mér, að hann hafi verið 30 daga á leiðinni, frá því hann lagði upp frá Eyjólfs- stöðuvn og þangað til hann kom að Grenjaðarstað, en verið hafði hann um kyrrt marga daga, vegna illviðra og biðar á Akur- eyri eftir austanpósti. A Grenj- aðarstað dvaldist Jónas aðeins árlangt, en var ferrndur þar vorið | 1888. Enn var hann í vistum aust- 1 þar þrjú ár, en haustið 1891 gekk | hann í Möðruvallaskólann og út- 1 skrifaðist þaðan vorið 1893. 1 Næstu árin var hann við barna- ! kennslu á vetrum og í kaupa- vinnu á sumrin, eins og margir Möðruvellingar framan af ævi. — Eftir það að Jónas kvæntist í fyrra sinn Björgu Björnsdóttur, systurdóttur Björns Jónssonar, hreppstjóra á Veðramóti, hóf hann búskap vestur á Skaga- strönd, en þau giftust 19. maí | 1896. — Skömmu síðar fluttust þau búferium norður á Sauðár- 1 krók og áttu þár heima 13 ár samfleytt (1898—1911) og áttu þau hjón þar mikla sögu. — Björg Björnsdóttir var glæsileg og mikilhæf kona, búforkur mik- ill, eins og hún átti ætt til. Varð þeim hjónunum aðeins einnar dóttur auðið. Björg andaðist 9. nóvbr. 1934 á Akureyri. — Síðari kona Jónasar er Ingibjörg Hall- grímsdóttir frá Úlísstaðakoti í Blönduhlíð. Gekk hann að eiga hana 9. maí 1938, og hafa þau búið síðan í Bandagerði í Glæsi- bæjarhreppi. Þeim hefir orðið fjögurra barna auðið, og eru þrjú þeirra á lífi. Hafa samfarir þeirra hjóna verið inar beztu. Þar skal nú máls hefja, er fyrr var frá horfið, að á Sauðárkrók stundaði Jónas fyrst framan af barnakennslu að vetrinum, oft fram í sveit, stundum bókasölu og margskonar vinnu aðrar árs- tíðir, bæði í sveit og kaupstað, en bráðlega varð Jónas bundinn við Krókinn allt árið, því að hann var þá orðinn hlaðinn trúnaðar- störfum. Vorið 1904 var hann kos inn oddviti Sauðárhrepps, og var hann síðasti oddviti ins forna Sauðárhrepps og formaður í nefnd þeirri, er skipti hreppnum í Sauðárkróks- og Skarðshreppa. Var Jónas höfundur nafnsins Skarðshreppur. Hafði hann þessi árin margar sýslur, — upp- og framskipun alia fyrir Kaupfélag Skagfirðinga, deildarstjórn fyrir Sauðárdeild, og rak til þess að gera stórbú, er hér var kornið, lét heyja fram á Glaumbæjar- eyjum, á Sjávarborgarrengi og keypti um þessar mundir engja- part frá Borgargerði. — Jónas gekkst fyrir því, er hann var orð- inn oddviti, að hækka úísvör að verulegum mun á „breiða bökun- um“, og var það réttiátt, en í nokkru stappi átti hann útaf því. Lengi var hann kennari við ungl- ingaskólann á Sauðárkrók. — Einstakur greiðamaður hefir Jón- as verið alia tíð og gestrisinn með afbrigðum. Á Sauðárkrók þótti hann flestum dugmeiri í einu- og öllu. Var útsjón hans og atorka einstök, en oft hvasst um hann, og aidrei hopaði Jónas á hæli, þó að sótt væri fast á hann. Öllum bar saman um, að hann væri brjóstgóður, ákaflyndur og stundum nokkuð harður í horn að taka, en einungis við þá, er mikils máttu sín. Ég heyrði aldrei að Jónas væri gefinn fyrir að brjóta inn brákaða reyrinn. Dugnaði hans og hugkvæmni var við brugðið. Hann var mjög eftir- sóttur til ferðalaga, enda var hann öndvegis hestamaður. Hefir hann margan góðhestinn átt um Frarnh. á bls. 12 Rússneska stjórnin hefir aftur tekið upp stjómmáiasamband við ísrael, en Stalin-stjórnin sleit því eins og kunnugt er. Hér á myndinni sjást þeir takast í hendur Vorosjilov, forseti Ráðstjórnar- ríkjanna og Samuel Eliashiv, hinn nýi sendiherra Israel. - Ojöfin fii Viihjálms Þ. öísiasooar Framh. af bls. 5. andlit verzlunarguðsins og menntagyðjunnar. Á milli þeirra gnæfa eldfjöll en á bakplötu milli súlanna er rist rúnaletri þessi vísa: Mást skal lína og litur, steinn skal eyðast, listarneistinn í þeim skal ei deyðast. Perlan ódauðlega í hugans hafi hefjast skal af rústum þjóða og landa. Komi hel og kasti mold og grafi, kvistist lífsins tré á dauðans arinn, sökkvi jarðarknör í myrkra marinn myndasmíðar andans skulu standa. Aftan á plötuna er letrað: Vilhjálmur Þ. Gíslason slcóastjóri 1931—1953 frá Nemendasambandi Verzlunar- skóla íslands. - Ur daQÍega iffimi Framh. af bls. 8. ádeilukvæði sem ort hefur verið á Norðurlöndum sbr. Þjóðólf. (Verst er að kvæðið er svo sár- leiðinlegt og hefði höf. heldur átt að láta þessar skoðanir sínar í ljósi í óbrotn prósa í blaðagrein, því hann er maður skynsamur, en offátækur af hugmyndum til að geta klætt skoðanir sínar þannig að vel fari í kvæði). Málið á kvæðinu er hreint og gott er það hrósvert, því mörgum er ábótavant í því efni..Væri óskandi að höf. léti fleiri siík kvæði frá sér fara og tel ég víst að þjóðin taki vel við þeim. (Reyndar finn ég í kvæðinu lítið af því sem ég hef lært að kaila skáldskap, og er það trúa mín, að þótt goðin hafi gefið Bjarna Jóns- syni ýmsar gáfur góðar, þá sé hann ekki skáld). Þannig er nú ritdómurinn sá og er ekki fráleitt, að sumir gagn- rýnendurnir taki nú upp hið bráðsnjalla svigakerfi Þorsteins Gíslasonar! M® SETT hefur verið á laggirnar nefnd í Bretlandi sem athugar launakjör járnbrautarstarfs- manna. — NTB. Iveikofiak ióssa 6 pólskum iiiuði STJÓRN Malenkovs heldur dyggi lega áfram þeirri viðleitni Stalins að koma iðnaði Póllands undir rússneskt eftirlit með svonefndri „tækni-aðstoð“. Undir því yfir- skyni, sem kallað er: „Pólsk- sovjetsk vísinda og tæknisam- vinna" á að láta rússneska sér- fræðinga og ráðunauta flæða yfir landið. „AÐSTO®“ Pólsk-rússnesk viðskiptanefnd kom saman í Varsjá 5. nóv. s. 1. Samkvæmt samkomulagi, sem undirritað var, munu Rússar láta Pólverjum í té áætlanir, teikningar, útbúnað og efni til efna-, námu- og byggingariðnað- ar auk neyzluvöruiðnaðar. Auk tækniaðstoðarinnar, sem Pólland fær, sendir það sérfræð- inga til menntunar austur til Rússlands. Ennfremur segir í fyrrnefndu samkomulagi, að eftir því sem Pólverjar æski „muni Ráðstjórn- in iáta rannsaka og segja álit sitt á þvi að fá pólskum tæknistofn- unum verkefni í hendur“. Hvað snertir skuldbindingar Póiiands þá á það að láta Rúss- um i té tæknilegar formúlur og framleiðsluaðferðir til fram- leiðslu á gleri, efnivara og ann- ars. Það mun einnig gera ,rúss- nesi nm sérfræðingum kleift að kynna sér það sem fram fer í hin- um ýmsu þáttum pólsks efna- hagslífs". Siðan Rókossovsky marskálkur var sendur frá Moskvu til Pól- iands til þess að taka við land- varnaráðherraembætti landsins, þá hefur rússneskum sérfræðing- um í þungaiðnaðinum þar sífellt farið fjölgandi. Flest nýrri og mikilvægari iðjuverin hafa fengið einhverskonar rússneska yfirstjórn. Nowa Huta, hið gríð- armikla stáliðjuver nálægt Kraká, er teiknað og útbúið af Rússum. FRAMLEIÐA VOPN HANDA BULGANIN Hvað vopnaframleiðsluna snert ir á síðasta ári, þá voru skrið- drekasmiðjurnar í Zeran í ná- genni Varsjáar, á meðal þeirra iðjuvera, sem sögð voru undir rússneskri yfirstjórn. — Ursus vopnasmiðjan og vélaverksmiðj- an í Etarakovis og Lubiin, eru útbúnar rússneskum vélum til að framleiða vélahergögn. í opinberri fregn segir, að rússnesk aðstoð hafi verið „mikil vægur þáttur“ í endurbót Lodz klæðaverksmiðjunnar í samræmi við kröfur nútímans og hafi vald ið „hinum mikla áhuga á aukn- um afköstum", meginhluti fram- leiðslunnar er fluttur til Rúss- lands. Vitað er að framkvæmdir við sjávarsíðuna og kafbátalagið í nógrenni Gdynia hafa verið gerð af rússneskum verkfræðingum. Enda þótt hinir rússnesku tæknisérfræðingar í Póllandi séu tiltölulega fáir, þá eru þeir einkar mikilvægir fyrir ráð- gjafastjórn sína vegna þeirrar valdaðstöðu, sem þeir hafa. Ekk- ert annað leppríki hefur orðið að sæt.ta sig jafn skilyrðislaust við yfirstjórn Rússa í iðnaði sínum. ■k HEZT AÐ AUGLÝSA i. T / MORGUPiBLAÐWU ▼ Paeimintoii í íþróttahúsi ÍBR, að Hálogalandi eru lausir tímar á fimmíúdögum kl. 5—6 og föstudögum kl. 6—7. — Nán- ari upplýsingar í verzl. Hcllas, Laugavegi 26. Stjóm T.B.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.