Morgunblaðið - 22.04.1954, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.04.1954, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 22. apríl 1954 MORGUNBLAÐIÐ 11 Tilkynning um bótagreiðslur almannatrygginganna árið 1954 Yftirstandandi bótatímabil almannatrygginganna hófst 1. janúar s.l. og stendur yfir til ársloka. Lifeyrisupphæðir þær, sem greiddar eru á fyrra helmingi ársins 1954 eru ákveðnar til bráðabirgða með hliðsjón af bótum síðasta árs og upplýsingum bótaþega. Sé um tekjur að ræða, sem áhrif geta haft til skerðingar á lífeyri, verður skerðingin miðuð við tekjur ársins 1953 og endanlegur úr- skurður um upphæð lífeyrisins 1954 fellur, þegar farmtöl til skatta liggja fyrir. Þeir, sem nú njóta lögboðins ellilífeyris, örokulífeyris, barnalífeyris, mæðralauna og fjölskyldubóta, þurfa ekki að - þessu sinni að sækja um framlengingu þessara bóta. Híns' vegar ber öllum þeim, sem nú njóta bóta samkvæmt heirn- ildarákvæðum almannatryggingalaganna, að sækja á ný um bætur þessar, vilji þeir áfram njóta þeirra. Hér er um að ræða örorkustyrki, ekkjulífeyri, makabætur, bætur til ekkla vegna barna, svo og lífeyrishækkanir. Umsóknir um endurnýjun bóta þessara, skulu ritaðar á viðeigandi eyðublöð Tryggingastofnunarinnar, útfyllt rétt og greinilega eftir því, sem eyðublöðin segja fyrir um, og afhent umboðsmanni ekki síðar en fyrir 25. maí næstkom- andi. Áríðandi er að örorkustyrksþegar, sem misst hafa 50— 75% starfsorku, sæki á tilsettum tíma, þar sem ella er með öllu óvíst að hægt sé að taka umsóknirnar til greina, vegna þess, að fjárhæð sú, er verja má í þessu skyni, er takmörkuð. Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fylgjá umsóknum hafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir umsækj- endur, sem gjaldskyldir eru til tryggingasjóðs, skulu sanna með tryggingaskirteini sínu eða á annan hátt, að þeir hafi greitt iðgjöld sín skilvíslega. Vanskil varða skerðingu eða missi bótaréttar. Umsóknir um aðrar tegundir bóta, svo sem fæðingarstyrki, sjúkrÆagpeninga og ekknabætur, svo og allar nýjar um- sóknir um lífeyri, fjölskyldubætur eða mæðralaun verða afgreiddar af umboðsmönnum á venjulegan hátt, enda hafi umsækjandi skilvísléga greitt iðgjöld sín til tryggingasjóðs. íslenzkar konur, sem gifst hafa erlendum mönnum, eiga nú rétt til barnalífeyris frá Tryggingastofnuninni, þótt þær hafi misst íslenzkan ríkisborgararétt, ef eiginmenn þeirra hafa fallið frá, yfirgefið þær eða skilið við þær, enda dvelji þær með börnin hér á landi og njóti ekki lífeyris eða með- lags annars staðar frá. Norðurlandaþegnar sem hér hafa búsetu, eru minntir á, að samkvæmt milliríkjasamningum hafa danskir, finnskir, sænskir og norskir ríkisborgarar ellilífeyrisrétt með tilheyr- andi barnalífeyrisrétti, hafi þeir haft hér samfellda 5 ára búsetu þegar bótanna er leitað. Þá hafa finnskir, sænskir og norskir rikisborgarar fjölskyldubótarétt fyrir börn sín, séu þeir ásamt börnunum skráðir á manntal hér, enda hafi þeir ásamt börnunum haft hér 6 mánaða samfellda búsetu áður en bótarétturinn kemur til greina. Fjölskyldubótaréttur þessi tekur ekki til danskra ríkisborgara íslenzkir ríkisborgarar eiga gagnkvæman rétt til ellilíf- eyris og fjölskyldubóta í hinum Noiðurlöndunum. Athygli er vakin á, að bætur úrskurðast frá 1. degi þess mánaðar, sem umsókn berst umboðsmanni, enda hafi réttur til bótanna þá verið fyrir hendi. Þeir, sem telja sig eiga bótarétt, dragi ekki að senda umsóknir sínar, þar sem bótaréttur getur fyrnst að öðrum kosti. Reykjavík, 10. apríl 1954. Tryggingastofnun ríkisins. BLÓM! BLÓMAVERZLANIR BÆJARINS verða opnar í dag eins og undanfarin ár í tilefni barnadagsins. Herbergi óskast Stórt herbergi eða tvö samliggjandi, óskast. Góð leiga í boði og símaafnot, Uppl. í síma 4131 í dag frá kl 1—3 e. h. Sumardaguriitn fyrsti 1954 Hátiðahöld „Suunargjafar44 Útiskemmtanir: Kl. 12,45: Srúðganga barna frá Austurbæjarskólanum og Melaskólanum að Austurvelli. — Lúðrasveitir leika fyrir skrúðgöngunum. Kl. 1,30: Herra Ásmundur Guðmunds- son biskup, talar af svölum Alþingishússins. Að lokinni ræðu leikur lúðrasveit. Dreifing blaðs, bókar, merkja og sala aðgöngumiða: t Lista mannaskálanum, Grænu- borg, Barónsborg, Drafnar- borg. Brákarborg, Steina- hlíð og við Sundlaugarnar (vinnuskáli). Blaðið kostar kr 5.00. Einnig er hægt að fá blaðið í Laufásborg, Tjarnarborg og Vesturborg. „Sólskin“ verður afgreitt á framangreindum stöðum frá kl. 9 f. h. í dag. „Sólskin“ kostar kr. 10.00. Merkin verða einnig af- greidd á sömu sölustöðum frá kl. 9 árdegis fyrsta sumardag. — Merkin kosta kr. 5.00 með borða og kr. 3.00 án borða. Inniskemmtanir: Kl. 1.45 í Tjarnarbíó: Lúðrasveitin „Svanur“ leikur Stjórnandi: Karl Ó. Runólfs- son. Gamanvísur: Sigríður Hann- esdóttir. Danssýning: Nemendur úr dansskóla Rigmor Hanson. Klemens Jónsson, leikari, skemmtir Skemmtiþáttur: Svavar Jó- hannesson. Kvikmynd. Kl. 2,30 i Siálfstæðis- húsinu: Fánnhylling: Börn úr 12 ára C Melaskólanum. Eygló Haraldsdóttir og Kol- brún Sæmundsdóttir leika fjórhent á píanó. Yngri nem endur Tónlistarskólans. Árstíðirnar, leikþáttur: Börn úr 12 ára B, Melaskólanum. Samleikur á fiðlu og píanó: Helga Hauksdóttir og Jón- ína H. Gísladóttir. Yngri nem. Tónlistarskólans. Mas, smáleikur: Börn úr 12 ára A, Melaskólanum. Einleikur á píanó: Jónína H. Gísladóttir. Afmælisgjöfin: Leikþáttur: Drengir úr 12 ára F, Mela- skólanum. Danssýning: Nemendur úr dansskóla Rigmor Hanson. Einsöngur: Helena Eyjólfs- dóttir, Kolbrún Sæmunds- dóotir leikur undir. Báðar 12 ára. Smáþáttur: Tvær telpur úr 12 ára C, Melaskólanum. Kl. 2,30 í Austurbæjarbíó: Kórlestur: Börn úr 9 ára D, Au sturbæ j arskólanum Flautuleikur: Lúðvik Karlsson og Jakob Hallgrímsson 10 ára H, Austurbæjarskólan- Láki í Ijótri klípu: Börn úr 10 ára H, Austurbæjarskóla. Einsöngur: Ólafur Magnússon frá Mosfelli. Prófið: Leikþáttur. Börn úr 10 ára H. Austurþæjarskóla. Fjórhent á píanó: Bertha Vig- fúsdóttir 9 ára og Geirlaug H Magnúsdóttir, 7 ára. Biðukollan, söngleikur eftir Margréti Jónsdóttur: Börn úr 9 ára D, Austurbæjar- skólanum Fullnaðarprófið, leikþáttur: Börn úr 12 ára B, Aust- urbæjarskólanum. Einleikur á píanó: Ingibjörg Jóhannsdóttir. Einleikur á píanó: Geirlaug H. Magnúsdóttir, 7 ára. Einleikur á fiðlu: Jakob Hall- grímsson, 10 ára H, Austur- bæjarskólanum. í rökkrinu, leikþáttur: Börn úr 12 ára B, Austurbæjar- skólanum. Samtal. fermingartelpur: Telpul úr 12 ára B, Austur- bæjarskólanum. KI. 2 í Góðtemplarahúsinu: Ungtemplarar í Reykjavík sjá um þessa skemmtun. Scngur með gítarundirleik. Upplestur. Gamanvísur. Leikþáttur. Þjóðdansar. Kl. 4 í Góðtemplarahúsinu: Einkunnabókin: Leikþáttur, eftir Harald Á. Sigurðsson. Samleikur á fiðlu og píanó: Þórunn Haraldsdóttir og Sigríður Einarsdóttir. Yngri nem. Tónlistarskólans, Upplestur: Rósa Sigurðar- dóttir. Upplestur: Ragnheiður Jóns- dóttir. Danssýning: Nemendur úr dansskóla Rigmor Hanson. Einleikur á píanó: Guðrún Frímannsdóttir. Kórsöngur 11 og 12 ára barna úr Miðbæjarskólanum Söng- stjóri: Jón G. Þórarinsson. Gamanvísur: Sigríður Hann- esdóttir. Kvikmynd. Kl. 2 í Iðnó: Einleikur á fiðlu og píanó: Sigrún og Agnes Löve: Yngri nem. Tónlistarskólans. Eld vil ég fá, leikþáttur: Börn úr 12 ára G, Austurbæjar- skclanum Samleikur á fiðlu og píanó: Ásdís Þorsteinsdóttir og Anna Sigríður Lorange. Yngri nem. Tónlistarskólans Slunginn sölumaður: Börn úr 12 ára G Austurbæjarskóla. Danssýning: Nemendur úr dansskóla Rigmor Hanson. Skylmingar, smáþáttur: Börn úr 12 ára G, Austurbæjar- skólanum. Kórsangur: 11 og 12 ára barna úr Miðbæjarskólanum. Söng stjóri: Jón G. Þórarinsson. Kl. 3 í Hafnarhíó- Starfsstúlknafélagið „Fóstra“ sér um skemmtunina. Söngur. Ævintýrið úm vítamínin, Hringdansar. Sagan af Lubba. Söngur barna. Getraun. Söngur. Börn frá barnaheimilum Sumargjafar skemmta. Skemmtunin er einkum ætl- um börnum á aldrinum JJja til 9 ára. KI. 3 og 5 i Nýja Bíó: Kvikmyndasýningar. Aðgöngu miðar seldir frá kl. 11 £. h. Venjulegt verð. Kl. 3 i Tjarnarbió: Kvikmyndasýning. Aðgöngu- ,1, miðar seldir frá kl. 11 f. h. Verjulegt verð. Kl. 4 að Hálogalandi: Skemmtiþáttur: Svavar J.ó-. hannsson. Leikfimisýning: Drengir úr Melaskólanum. Einleikur á harmóniku. Körfuboltaleikur. Jónarnir tveir. Glímusýning. Kl. 5 í Iðnó: Hans og Gréta, ævintýraleik- ur eftir Willy Krúger. Leik- félag Hafnarfjarðar sýnir. Aðgöngumiðar frá kl. 10 -12 í Miðbæjai’skólanum fyrsta sumardag, Einnig í Iðnó frá kl. 3 fyrsta sumardag. Verð aðgöngumiða kr. 15,00. Kvikmyndasýningar Kl. 5 og 9 í Gamla Bíó. KI. 5 og 9 í Stjörnubíó. Kl. 9 í Austurbæjarbíó. Kl. 9 í Hafnarbíó. Aðgöngumiðar frá kl. 11 f. h. Venjulegt verð. Leiksýningar: Kl. 3 í Þjóðleikhúsinu: Ferðin til íunglsins. Aðgöngumiðar í Þjóðleikhús- inu á venjulegum tíma. Kl. 8 í Tðnó: Hans og Gréta, ævintýraleik- ur. eftir Willy Krúger. Leik- félag Hafnarfjarðar sýnir. Aðgöngumiðar frá kl. 10—12 í Miðbæjarskólanum fyrsta sumardag. Einnig í Iðnó frá kl. 3 fyrsta sumardag. Dansskemmtanir: verða í bessum húsum: Samkomusalnum Laugaveg 162. Sjálfstæðishúsinu. Albvðuhúsinu. Gömlu dansarnir. Panss-kemmtanirnar hefjast kl. 10 og standa til kl. 1. Aðgöngumiðar að öllum skemmtunum, nema að Ferð inni til tunglsins, vprða seldir í Miðbæjarskólanum ; kl. 10—12 fyrsta sumardag. Aðgöngumiðar að leiksýningu Leikfélags Hafnarfjarðar., Hans og Grétu, kosta kr. 15.00 kl. 5, en kr. 20.00 kl. 8 Aðgöngumiðar að dagskemmt- ununum kosta kr. 5,00 fyrir börn og kr. 10,00 fyrir full- orðna. Aðgöngumiðar að dansskemmt . ununum kosta kr. 15,00 fyr- ir manninn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.