Morgunblaðið - 28.04.1954, Page 14

Morgunblaðið - 28.04.1954, Page 14
14 MORGVNBLABIB Miðvikudagur 28. apríl 1954 Skugginn og tindurinn SKÁLDSAGA EFTIR RICHARD MASON 1 F ramhaldssagan 23 hann vildi taka málstað Duffields og hann vildi helzt aldrei taka málstað nokkurs. En Duffield íannst gaman að svarinu. Hann Ijómaði í framan. „Mér er heldur ekkert gefið um kvenfólk, sem málar á sér neglurnar“, sagði hann. „En ekki ei hægt að neita því að hún er lagleg." „Eftir því sem gengur og gerist hér má víst telja svo.“ „Já, ég held að þér ættuð að fara varlega.“ Hann hafði ákaf- lega mikla reynslu í kvennamál- um. „Annars getur farið svo að kirkjuklukkurnar fari að kalla til brúðkaups áður en við vitum af.“ „Við komumst ekki svo langt að yið værum farin að ráðgera neitt slíkt í dag.“ „Mér sýndist yður ganga bara nokkuð vel.“ Hann var enn að gera að gamni sínu. „Það er ekki margt sem fer fram hjá mér. Maður er ekki piparsveinn til fertugs án þess að kunna að gæta sín. Það er óhætt um það.“ Já, Douglas var honum sam- mála. Það var engu líkara en Duffield ætlaði að fara að rifja upp gamlar endurminningar, og svo reyndist líka. Hann fór að segja Douglas frá stúlku, sem hann hafði kynnzt í Bolton. En hann hafði þá komizt að raun um það, að hjónaband gæti orðið þrándur í götu hans sem kenn- ara og þess vegna hafði hann svikið stúlkuna. Svo hafði hann þekkt stúlku í stríðinu. Hann var liðsforingi í flughernum og stúlk an var líka liðsforingi. Hún hafði viljað hátta hjá honum. Ekki svo að skilja að hann hefði neitt á móti því að eiga sér gaman. Hann hafði verið til í tuskið þeg- ar hann var strákur. En öðru máli var að skipta þegar kven- maður átti í hlut. Douglas mundi eítir því að Morgan hafði ein- hvern tíma gefið það í skyn að Duffield hefði eina þjónustustúlk una hjá sér um nætur, en hann efaðist stórlega um að það væri •satt. Duffield komst í enn betra skap við að rifja upp þessar end- urminningar. Eftir kvöldverðinn bauð hann Douglas að koma með sór heim til að drekka með sér rommglas. Douglas þáði það til þess að móðga hann ekki. Duffield var spar á rommið. Douglas fann varla bragð af drykknum þegar búið var að blanda hann vatni. Duffield var mikill hófsmaður á vín, sennilega einfaldlega af því að hann var svo nízkur, en nú var hann fyrir löngu búinn að slá því föstu að það væri af föstum ásetningi. — Hann hafði gert sér það af dyggð, enda var hann sérlega lag- inn á það að réttlæta sjálfan sig $g allar sínar gerðir. Og þeir voru nú reyndar fleiri. Þegar Duffield hafði spjallað um ástarævintýri sín fór hann að tala um barnakennslu og þá sner- ust samræður hans oftast um líkamlegar hegningar. — Hann sagði nokkrar sögur af strákum, sem hann hafði haft lengi í skóla og kvatt þá með handabandi á eftir. Og tíu árum síðar höfðu þeir komið til hans og þakkað honum fyrir velgengni sína vegna þess hve harður hann hefði verið í horn að taka. Einn þeirra hafði orðið þingmaður innan við þrí- tugt. Þingmaðurinn hafði sagt við Duffield að sennilega hefði hann alls ekki orðið þingmaður, ef Duffield hefði ekki kennt hon- um hvað væri réttan og hvað ranghverfan á tilverunni. — Douglas spurði Duffield hvort hann væri nýtur þingmaður og Duffield sagði að hann væri að minnsta kosti ekki kommúnisti, en það var reyndar ekki beint svar við spurningunni. Douglas reyndi að beina samræðunum inn á aðrar brautir, en allt kom fyrir ekki. Loks gafst hann alveg upp og beið bara þangað til hann fengi tækifæri til að afsaka sig og fara. Duffield sagði að hann yrði að drekka hestaskálina og hellti dálítið ríflegar en áður í glasið. Hann var einmana og honum þótti gaman að tala þeg- ar hann var kominn af stað. — Honum féll eiginlega vel við Douglas, enda þótt hann væri ó- reyndur og ungur að hans dómi, og hann, Duffield, mundi geta kennt honum ýmislegt. A meðan Douglas drakk úr síðara glasinu, sagði Duffield honum frá þvi, hvers vegna hann hefði ekki far- ið til að kenna við sama unglinga skólann eftir stríðið. »Það var vegna þess að þangað var kominn nýr skólastjóri. Nýi skólastjórinn var bara 31 árs og bölvaður kommi. „Mér var boðin skóla- stjórastaðan árið 1939 og ég neit- aði boðinu til að ganga í herinn. Þannig er manni þakkað fyrir að þjóna ættjörðinni". Douglas trúði þessu mátulega en nú fannst honum hann vita hvers vegna Duffield hafði komið til Jamaica. Hann stóð á fætur þeg- ar hann var búinn úr glasinu. „Við gætum eins lokið úr flöskunni“, sagði Duffield. „Ég læt yður um það“, sagði Douglas. „Liggur nokkuð á — bíður kannske sú litla?“ , Það yrði sæmilegt hneyksli ef ég færi til að hitta hana“. Hann yfirgaf Duffield og gekk heim til sín. Tunglið var nærri fullt og hann sá allt í kring um sig eins og um hábjartan dag. Honum hafði ekki dottið í hug að finna „þá litlu“ eins og Duf- field sagði, en hugmyndin kom af stað ýmsum bollaleggingum. Það var engu líkara en hann væri skólastrákur, sem hefði dottið í hug eoiöthrwert hrekkja- bragð. Hann namœ staðar við vegamótin þar sem annar stígur- inn lá heim txl hans en fainn upp að skólahúsinu- Knhver undarleg eftirvænting greíp hann. Ekki vissi hann hvnrt eflirvæntingin stafaði af því seœ Judy mundi hugsa um hartn eða favað aðrir mundu segja, sem Scæmust að því. Hann mundi ábyggilega rek- •. ast á annað hvort Morgans-hjón- anna. Þau bjuggu á sömu hæð í skólahúsinu þar sem sjúkrastof- : an var. Hann leít á úrið. Klukkan var rúmlega níu. Ekki gat hann farið inn í sjúkrastofuna, en i hann gæti spurt Judy hvort hún : vildi koma heim tíl hans og fá sér glas af víni. Henní leiddist. Hann var viss um að hún mundi I koma. Ef hún kæmi, mundi hann i sýna henni ástleitni. Hann sá sjálfan sig fyrir sér þar sem hann faðmaði hana og strauk hárið frá enni hennar og hvisl- aði: Judy — elsku Judy — þú komst til mín eins og af himnum send — og þá datt honum aftur í hug að hann mundi rekast á frú Morgan á ganginum og hann mundi vera eins og asni og ekk- ert vita, hvað hann ætti að segja eða gera. Og frú Morgan færi beint til mannsins síns og segði honum einhverja velvalda hneykslissögu. Verið gat líka að Judy kærði sig ekki um að hann sýndi henni ástleitni, en þá mundi hann eftir því að hún hafði sagt að það mundi stíga . henni til höfuðst og þá vissi hann ekki hvað hann ætti að halda. I Hann stóð þarna í tunglsljósinu þar sem stígarnir mættust og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Þ’að var eins og maður gæti aldrei orðið fullorðinn. Hann hafði stað ið í alveg sömu sporum löngu fyrir stríðið og löngu áður en hann kynntist Caroline, við vega- mót á Notting Hill Gate og reynt að safna hugrekki til að heim- sækja stúlku, sem bjó á litlu gisti húsi til að tæla hana. í það sinn hafði hann farið alla leið og ver- ið alveg máttvana af taugaæsing Hann hafði lært margt síðan og KOTLL-DRAtMtR „Munum við,“ segir hann, „finna bót við þessu böli. Við skulum stofna til veizlu og bjóða þangað bræðrum þínum. Skaltu vera blíð við alla, en engu gegna fyrr en að þér kemur.“ Liðu nú stundir fram til veizlunnar og sat Már heima. Þegar bræðra Kötlu var þangað von, gekk Már móti þeim við fjölmenni og fagnaði þeim blíðlega. Þeir voru allir goð- orðsmenn. Katla fagnar þeim vel, og var þeim boðið sæti og borið öl að drekka. Katla var þá í skikkjunni og hafði menið góða á hálsi sér, Káranaut. Þegar menn voru í sæti komnir, og drykkjr byrjuð, mælti Már: „Hér skulu standa veizlugrið og haldi þau hver, sem drekkur, unz veizlan er úti.“ Gáfu allir því góðan róm og lofuðu að halda griðin. Þá var Katla komin í sæti sitt, en sveinarnir léku sér á gólfinu. Kári bað þá móður sína að ljá sér menið góða til að leika sér að. Hún lét það eftir honum. Ari sá það og varð heldur fár við. Sækir hann þá eftir meninu hjá Kára, en hann synjaði og vildi ekki laust láta. Ari mælti þá: „Heldur þú meninu fyrir mér, leiður hóruson — ég sem á einn allar eignir.“ Við þessi'orð sveinanna gekk Katla úr sæti og til rekkju sinnar, því að hún ætlaði að springa af harmi. AMERISKIR borðlampar í miklu úrvali, fyrirliggjandi. J4eíL Lf Austurstræti 14 — Sími 1687 i z LfA/ er sápan, sem hreinsar og mýkir húðina. Biðjið ávaih um Savon de Paris handsápu. •• > » * SÁPA HI TtflMVV. -VAM[T>TjÁirXJ Skrifstofustúlka Okkur vantar skrifstofustúlku, sem getur, án að- átoð'ar annazt enskar bréfaskriftir. — Hraðritun æskileg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.