Morgunblaðið - 14.01.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.01.1955, Blaðsíða 9
Föstudagur 14. jan. 1955 MORGVNBLA&IÐ „NÓI", SJÓNLEIKUR EFTIR ANDRE OBEY LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR frumsýndi s.l. miðvikudagskvöld sjónleikinn „Nóa“ eftir franska rithöfundinn André Obey. Mun þetta kvöld í Iðnó gömlu verða öllum minnisstætt er viðstaddir voru. Hef ég sjaldan verið við leiksýningu hér á iandi þar sem Stemningin hefur verið jafn irini- leg og almenn og leikhúsgestir %’erið jafn hrifnir frá byrjun til leiksloka. Og var það vissulega ekki að ástæðulausu, því að jafn- framt því, sem hér var um að ræða ágætt leikrit, þá var þetta hátíðarsýning í tilefni þess, að í haust voru þrjátíu ár liðin frá því er Brynjólíur Jóhannes- son, einna allraágætasti og ást- sælasti leikari þessa lands kom fyrst fram á leiksviðinu i Iðnó. Og leikhúsgestir létu ekki á sér standa að hylla Brynjólf, því að þegar er hann kom á sviðið í gerfi Nóa, var honum tekið með langvarandi og dynjandi lófa- taki. Höfundur „Nóa“, André Obey, er í fremri röð franskra leikrita- höfunda, enda ber leikritið þess vitni, að þar hefur mikið skáld og kunnáttumaður verið að verki. Efni leiksins er reíst á sögn Gamlatestamentisins um synda- flóðið og hina löngu og örlaga- ríku reisu Nóa og skylduliðs hans ásamt dýrunum um hið óendan- lega haf, er lauk sem kunnugt er með því, að hinn frumstæði farkostur, ,,Orkin“, tók land á tindi fjallsins Ararat. Á yfirborðinu er leikritið ljúft og elskulegt, fullt af góðlátri kímni og skemmtilegum „ana- kronisma“. En á bak við orð og athafnir, sjáum við lífið í hnotu- skurn og vandamál og átök mannanna, eins og þau ger- ast á öllum tímum. — Ættfaðir- inn, Nói, aldinn og lífsreyndur, talar við guð sinn eins og jafn- ingja sinn, og er ekki alltaf ánægður með hann, en lýtur þó í einu og öllu forsjá hans í auð- mýkt og trúnaðartrausti. En svo kemur Kam sonur hans, — upp- reisnarmaðurinn, — til sögunnar og þá hefst sundurlyndið í þess- ari samstilltu fjölskyldu. Kam unir því ekki að reka þannig um hafið stefnulaust án minnstu vitundar hvar ferðinni Iýkur. — Hann vill setja upp siglutré og segl og koma fyrir stýri á fleyt- unni, svo að skipshöfnin hafi það í hendi sér hvert stefnt er og hvar land sé tekið. Hann trúir ekki, eins og Nói, blint á forsjón guðs heldur á mátt sinn og meg- in. Hann heldur æsingafund (í nútímastíl) og fær skipshöfnina á sitt band, en Nói verður ókvæða við, telur athæfi Kams guðlast og vantraust á forsjón- jnni, og verða nú mikil átök og hörð milli feðganna. „Það er eng- inn maður þess umkominn að stýra farkosti guðs“, segir Nói. — Og þegar loksins er lent og menn og dýr fá fast land undir fót, taka allir upp sitt upprunalega eðli. Bræðurnir berjast af því að sá sterkari krefst réttar fram yfir hina og dýrin taka að láta ófriðlega. — Og að lokum taka bræðurnir og konur þeirra pjönkur sínar og halda hver í sína átt og með sínum hætti — til þess að halda áfram lífinu og við- halda mannkjminu, — en öll gleyma þau ættföðurnum, — hin- um sameiginlega uppruna sínum, og bróðurtengslum, — og því er heimurinn eins og hann er, — fullur böls og úlfúðar. Lárus Pálsson hefur sett leik- jnn á svið og annast leikstjórn- jna. Hefur honum faríst hvort- tveggja af þeirri snilld, að ég hef vart séð heilsteyptari leiksýningu á íslenzku leiksviði. Haldast þar í hendur mikil hugkvæmni og smekkvísi leikstjórans, svo að unun var á að horfa, og auk þess hefur honum heppnast svo vel hlutverkaskipunin að beildar- Leikstjóri: Láras Giæsileg frumsýning i iðnó Brynjóifur Jóhaunesson ákaff hylHur Nói (Brynjólfur Jóhannesson) og dýrin í Örkinni svipur leiksins er óvenjulega góð- ur. Hefur Lárus með þessari leik- stjórn sinni ennþá staðfest það, sem reyndar var löngu vitað, að hann er einn mikilhæfasti leik- stjóri, sem hér hefur starfað, að öllum öðrum ólöstuðum. Aðalhlutverkið, Nóa, leikur sem áður getur, Brynjólfur Jó- hannesson. Hlutverkið er mikið Frú Nóa (Emilía Jónasdóttir). og vandasamt, en Brynjólfur gerir því, sem vænta mátti, frá- bær skil. Gerfi hans er ágætt og Nói er í höndum hans ávallt sjálfum sér samkvæmur, auð- mjúkur herrans þjónn er aldrei missir traust sitt á handleiðslu guðs, mildur en stjórnsamur fjöl- skyldufaðir, kimjnn og vonglað- ur. Brynjólfur verður þarna að leika á marga strengi, en honum fatast aldrei tökin og með Nóa hefur hann ennþá einu sinni skapað minnisstæða persónu. — Hann gerir það reyndar oftast nær, því að honum er öðrum fremur sýnt um að gefa persón- um sínum sérstæðan svip og blása þær lífsanda. Konu Nóa leikur Emilía Jónas- dóttir. Frú Nóa ann bónda sínum og treystir honum og forsjá hans, þó að út af bregði undir lokin, en hún er hversdagsleg í hugsun og viðhorfi sínu til lifsins, enda ósvikin „fyrirflóðsmanneskja" eins og hún kemst að orði. — Emilía gerir þessu hlutverki af- bragðsgóð skil, er eðlileg og sönn í öllu látbragði, að ég ekki tali um hina ágætu framsögn hennar. Bræðurna þrjá, Sem, Kam og Jafet, leika þeir Einar Þ. Einars- son, Jón Sigurbjörnsson og Stein- dór Hjörleífsson. Fara þeir allir prýðisvei með hlutverk sín. — Mest er hlutverk Kams, er Jón Sigurbjörnsson leikur af miklum þrótti og sterkri innlifun. Er hann karlmannlegur og svip- mikill leikari, sem áreiðanlega á eí'tir að vinna mörg afrek á leik- sviðinu. Eiginkonur þeirra bræðra, þær Seilu, Naomi og Ada, leika Sig- rióur liagalin, Hólmfríður Páls- dóttir og Anna Stína Þórarins- dóttir. — Einnig þær fara ágæt- lega með hlutverk sín og verður þar ekki gert upp á milli, enda var yíirleitt slikt samræmi í öll- um leik á þessari sýningu, að fá- gætt má teijast. Þortseinn Ö. Stephensen leikur „Manninn“, litið hlutverk, sem hann fór vel með. Búningar ailir voru einkar góðir, og þá eklti sízt dýrabúning- arnir. Hefur Leikfélagið fengið þá að láni erlendis frá, aðra en búning fílsins og dúfuna, sem Jón E. Guðmundsson, listmálari, hefur gert af miklum hagleik. Lothar Grund hefur málað leiktjöldin, sem eru hin prýði- legustu. Þýðingu leikritsins gerði Tóm- as Guðmundsson, skáld, af 'sinni alkunnu snilli og vandvirkni. í leikhúsinu var hvert sæti skipað, og tóku leikhúsgestir leiknum forkunnar vel. Voru að leikslokum leikstjóri og leikend- ur kallaðir fram hvað eftir gnnað og þeir ákaft hyllt- ir, og þá fyrst og fremst „af- Átökin um segl og reiða. Pálssct'ia mælisbarnið" Brynjólfur Jó- hannesson, sem vann þarna einn af sínum stóru leiksigrum. Var hans sérstaklega minnst með ávörpum og áður en varði var leiksviðið orðið fullt af fögrum blómum, er honum bárust. — Fyrst kom fram formaður Leik- félagsins, Lárus Sigurbjörnsson, og flutti Brynjólfi blóm og þakk- ir Leikfélagsins fyrir frábært listastarf á liðnum áratugum og tilkynnti honum jafnframt að fé- lagið hefði ákveðið að gefa hon- um málverk af honum sjálfum, er málað yrði af þeim listamanni er Brynjólfur kysj sjálfur. — Þá flutti Valur Gíslason afmælis- barninu blóm og árnaðaróskir frá Félagi íslenzkra leikara, því næst tók til máls Lárus Pálsson og færði honum blóm og kveðjur starfssystkina við Þjóðleikhúsið og ennfremur ávarpaði Þorsteinn Ö. Stephensen hann fyrir hönd starfssystkinanna í Nóa og færði honum fögur blóm. Að lokum tók Brynjólfur sjálf- ur til máls og beindi orðum sín- um til leikhúsgesta og leikara. Kvaðst hann ekki geta haldið ræðu að þessu sinni, því svo hrærður væri hann af þeinv vináttu- og virðingarvotti, sem honum hefði nú verið sýndur, og auk þess væri hann þreyttur eft- ir leikinn. Hann yrði því að láta sér nægja fyrir sina hönd og Nóa gamla að biðja guð að gefa öllum viðstöddum góðar stundir. Þá gekk fram Valur Gíslason og bað a!la, sem viðstaddir voru, að hylla Brynjólf með ferföldu húrrahrópi. Stóðu þá allir upp úr sætum sinum og húrrahropin dundu við svo undir tók í hinu gamla leikhúsi. Var þetta ánægjuleg kvöld- stund og vissulega virðskulduð sú ! mikla viðurkenning, sem Brynj- * ólfi Jóhannessyni var þarna sýnd. Flyt ég honum hér með hjart- anlegar þakkir mínar, aðdáun og hamingjuóskir. Sigurður Grímsson. S.l. ór var hagstætt bændum í Holtum Heyskapur er að mestu á ræktuðu landi MYKJUNESI, 9. jan.: — Enn er eitt ár liðið í skaut aldanna og annað nýtt upp runnið með sína óskráðu sögu. Árið 1954 var gott ár hér og skilur eftir góðar minningar í vitund okkar. Vet- urinn var góður og vorið milt, sumarið var einstakt, haustið að vísu fremur kalt og umhleyp- ingasamt, en hafði ekki áhrif á heildarsvip ársins. Fénaður allur var vel fram genginn og skilaði yfirleitt mjög góðum afurðum. Grasvöxtur og nýting varð með allra bezta móti. Garðávextir spruttu í meðallagi og gekk mönnum sæmilega að losna við uppskeruna Bú bænda fara nú mjög stækk- andi, einkum fjölgar fé ört. Af- koma manna er yfirleitt góð, þrátt fyrir miklar framkvæmdir. HEYSKAPUR AÐ MESTU Á RÆKTUDU LANDI Eins og undanfarin ár, var á liðnu mikið unnið að byyggingar- og ræktunarframkvæmdum og hafinn undirbúningur ag meiri framkvæmdum á þessu ári og þeim næstu. Hér í Holti er nú mikill meirihluti heyskapar tek- inn á ræktuðu landi og allmargir bændur er ekki slá annað en tún. RAFORKUFRAM- KVÆMDIR Allmikið var unnið að raforku- framkvæmdum hér á árinu, en varð hvergi lokið fyrir áramót, en ráðgert er að vinna áfram að þeim framkvæmdum í vetur þar til lokið er, og hugsa menn með fögnuði til þeirrar stundar, er þeim áfanga er náð, og straumi verður hleypt á línurnar og verð- ur að teljast dýrmætur hver á- fanginn er næst í raíorkufram- kvæmdunum. » PRESTSETURSHÚS í SMÍDUM í MÖRG ÁR Nýlokið er byggingu prestset- urshússins að Fellsmúla í Land- sveit og hefur það verið í smíð- um í mörg ár Verður það1 að teljast misráðið af hálfu hins opinbera að draga slíkar fram- kvæmdir þannig á langinn, því með slíku móti verður fram- kvæmdin óhjákvæmilega all- miklu dýrari en ella. VIDHALD VEGA Eitt er það, sem er að verða mjög alvarlegt mál hér, og það er hið lélega og handahófslega vegaviðhald hér um slóðir. Veg- irnir lengjast ár frá ári, en við- haldið eykst ekki að sama skapi eða jafnvel ekki neitt. Hitt má svo hiklaust telja, að ráðamönn- um vegamálanna séu mjög mis- lagðar hendur um ráðstöfun- þess fjár, er veitt er í þessu skyni. Það má t. d. benda á, að í apríl s.l. varð ófær vegur nýlegur, en illa við haldið, þannig að hann var rétt fær á „traktorum". •— Þetta ástand varði í rúman mán- uð, en þá tók náttúran í taum- ana og jafnuði mestu misfellurnar er klakinn var úr veginum. Ekki var eitt malarhlass látið í þenn- an veg s.l. sumar, en heflaður var hann tvisvar eða þrisvar, það var allt og sumt. Núna eftir ára- mótin er hlýnaði mjög ört, var þessi sami vegur kominn vel á veg með að verða ófær. Það gefur að sjálfsögðu auga leið hvernig vegirnir fara með slíku áframhaldi Og nú er spurningin þessi, á að taka eitthvað af veg- um úr þjóðvega tölu aftur, eða á að koma betra skipulagi á þessi mál? Framundan er nýtt ár með óþekkt viðfangsefni. Eins vænt- um við þó hér um fram allt af hinu nýja ári, en það er, að þeirri skipan verði komið á læknismál okkar hér, að læknishéraðinu verði skipt með búsetu annars læknisins í útsýslunni. Það er sameiginlegt áhugamál allra hér um slóðir. •—M.G. — Þýzkur logari Framh. af bls. 1 leitt hagað svo að sjálf aðalvél- in knýr rafalinn, sem veitir orku til aflvindunnar. Sigling Neumúnster frá Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur á 270 hestafla aukavélinni tók 28 klst. Var varastykki í hina biluðu vél þegar pantað með símskeyti til Oeutz-verksmiðjanna í Köln. og kom það flugleiðis frá Þýzka- landi í gærmorgun, rétt í sama mund og togarinn kom til Reykja víkur. Annaðist Hamar h.f. við- gerðina, en það félag hefur um- boð fyrir Deutz-verksmiðjuna hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.