Morgunblaðið - 14.01.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.01.1955, Blaðsíða 14
14 MGRGUNBLA0ÍB Föstudagur 14. jan. 1955 j ÚR HELJARGREIPUM SKÁLDSACA EFTIR A. J. CRONIN - isL Framhaldssagan 26 finning, og hann ásakaði sjálfan sig, og ósjálfrátt lagði hann hand legginn um herðarnar á henni. Hún lagði þá höfuðið á öxl hans og fór að gráta, þögult og hægt. Hann strauk hár hennar hugsandi og reyndi að segja eitthvað sem gæti hughreyst hana. „Þér eruð dásamleg", sagði hann og hann íann, hvernig hún titraði af geðs- hræringu. „Þér eigið það skilið að komast í öryggi, og ég ætla mér að sjá um, að svo verði.“ Hann lét hana gráta. Það var bezt fyrir hana að létta á sér á þennan hátt. Hann þrýsti henni að sér og lagði vanga sinn að hári hennar. Brátt hætti hún að gráta og losaði sig úr faðmi hans. „Þetta er mest þreytunni að kenna“, hvísl- aði hún. „Fyrirgefið". „Þér ætlið þá að koma til Hof- heim?“ Hún kinnkaði kolli og horfði lengi og beint framan í ■ hann. Aldrei hafði hún horft eins á hann og nú. Harker vildi láta þetta augnablik endast eins lengi og mögulegt var, þá var þögnin rofin með skerandi háu blíflauti, sem varð að stöðugum hávaða. „Sjúkravagninn!" sagði Hark- er. „Brúck hlýtur að hafa vakn- að, en hann hefur ekki getað leyst sig og þess vegna hefur hann gripið til flautunnar." Þarna var enn ein hættan, og liann hefði átt að sjá þessa fvrir og koma í veg fyrir hana. Lög- regian mundi koma þangað að vörmu spori, og síðan mundi hún rannsaka nágrennið. i Með nýjum krafti hjálpaði íhann Madeleine á fætur, og þau Ihéldu í áttina til Hofheim. Þegar jút úr skóginum kom, urðu þau þð fara yfir akra og sléttur, tn þau gengu alltaf meðfram runn- (um og girðingum, þegar þau ímögulega gátu. En þegar ekkert tók við annað en grænar grundir íog sléttur, urðu þau að skríða á ijórum fótum. Það var ekki fyrr en síðla dags, sem þau námu staðar til að kasta mæðinni. Himinninn fyrir fram- án þau var gulli roðinn, og brátt mundi sólin hverfa bak við sjón- 'deildarhringinn, en kvöldið mundi verða heiðskírt og kalt. hegar kvöldklukkurnar hringdu, snu þau Hofheim, sem var gamall virkisbær reistur í fjallshlíð. Skömmu síðar sáu þau hóp af jbændum bæði fótgangandi og í jhestvögnum vera á leið til bæj- arins. ! j. „Þetta er einkennilegt", sagði jMadeleine, „og á þessum tíma pdags.“ * „Þetta fólk. Það hlýtur að vera íað fara á einhverja mikilvæga jjsamkomu. Það er sparibúið.“ Þau nálguðust nú bæinn, og i'sáu fjöldan allan af tjöldum, sem j gaf til kynna, að sennilega mundi i vera markaður í bænum. En þeg- lar þau fóru gegnum bogamynd- .nða borgarhliðið og gengu upp bratta aðalgötuna, litlu þau ótta- j slegin til hægri og vinstri, og bjuggust við því, að þau mundu ■ : verða tekin föst á næsta augna- bliki. Alls staðar voru blaktandi fánar, láviðarlauf og hvít blóm , voru strengd milli húsanna, og í fjarlægð hevrðist hljóðfæraslátt- ur. Alls staðar var fullt af fólki og allir voru í hátíðarskapi, svo l.að það var augljóst, að einhvers |3conar hátið átti að vera þar um jjcvöldið. Þeim fannst þau vera öruggari vjneðal fjöldans, það mundi ef til ®vi!I verða þeim blessunarrikt allt þetta fjör og gleðskapur, svo að þau mundu geta leynst betur. En samt sem áður fannst þeim eitt- hvað óraunverulegt að sjá áhyggjulausa fólkið þarna. Við og við leit Harker við. Það sást enn ekki merki um, að nein hætta væri á ferðum, en í þessum mann fjölda sást ekki langt eftir göt- unni. Kaffihús og bjórstofur voru fullar af bændum. Hann áleit, að þau mundu vera öruggari inni á kaffihúsi en að ráfa um göturnar, og Made- leine mundi hafa gott af að fá eitthvað heitt að drekka. A Schwartz Adler sáu þau vel út á aðalgötuna, og þar fundu þau tvö auð sæti við eitt hliðarborð- anna. Beint á móti þeim var mið- aldra austurríkismaður krúnu- rakaður. Hann var í þjóðbúningi úr gráum flóka og grænum horn- um og reykti úr útskorinni pípu. Þjónn lét þau fá kaffi, og það var auðséð, að skammturinn hafði verið rýmkaður og ilmur- inn var dásamlegur. Samt var það erfitt að sitja svona þegjandi og vera samt eðli- legur. Þau reyndu að halda uppi samræðum, en þau voru bæði of taugaóstyrk og gleði þeirra var ekki sannfærandi. Austurríkis- maðurinn virtist veita þeim nána athygli, og til þess að kom^ í veg fyrir grunsemdir, sneri Hark- er sér að honum. „Hvers vegna er allur þessi mannfjöldi hérna, herra minn?“ spurði hann elskulega. Maðurinn hallaði sér áfram alveg steinhissa. „í dag er hátíð heilagra Borna. Vissuð þér það ekki?“ Harker hristi höfuðið. • „Verndardýrlingurinn okkar. Þá eru hér skrúðgöngur, markað- ir og yfirleitt allt. Þetta er vin- sælasta pílagrímsförin í þessum !andshluta.“ Hann var hrifinn og stoltur. „Fólk þyrpist hingað úr nærliggjandi héruðum." „Þér eigið við rússneska her- námssvæðið" leiðrétti Harker. „Það kemur líka frá hernáms- svæðum vesturveldanna. Rúss- arnir reyndu að stöðva pílagrím- ana, en á slíkum hátíðum láta þeir undan. Heilaga Borna er mjög dáð, og pílagrímar flykkj- ast til fæðingarstaðar hennar. Það hefði því orðið mjög óvin- sælt, ef Rússarnir hefðu reynt að koma í veg fyrir það.“ Það var eins og eldingu hefði lostið niður, og enn fékk Harker von um frelsun. „Hafa pílagrím- arnir að vestan komið?“ „Þeir eiga að koma skömmu fyrir klukkan sjö.“ Harker leit á Madeleine, og nú var hún ekki eins örvæntingar- full á svipinn og áður. Þau drukku kaffið og greiddu fyrir það og er þau höfðu kvatt Austur ríkismanninn, fóru þau út. Með erfiðismunum gátu þau brotið sér leið gegnum mannfjöld ann og smátt og smátt nálguðust þau steinhvelfingu í borgarmúrn- um en einmitt þar voru hernáms- mörkin. Þegar Harker sá, að rússneskir hermenn með stórar skinnhúfur og austurrískir lög- regluþjónar í dökkgrænu fötun- um stóðu þarna, brugðust allar vonir hans. Verðirnir stóðu þarna þögulir og höfðu ekki augun af veginum báðum megin við mörk- in. Eftir stundarfjórðung heyrðist sálmasöngur í fjarska. Skömmu síðar var hægt að sjá kertin og blaktandi kyndlana í myrkrinu og síðan komu foringjar skrúð- göngunnar í Ijós í hvelfingunni. „Það er þetta, sem gildir", hvíslaði Harker og horfði nú stöðugt á hinn mjóa inngang, sem öll umferðin varð að fara gegn- um. Hann sá er hinn fyrsti í göngunni, klæddur hvítum blúndukyrtli og veifandi reykelsi rétti skjöl, sem varu rannsökuð og síðan ástimpluð af rússneska liðsforingjanum, sem var á verði. Sá næsti, sem bar silfurkross, * fór í gegn á sama hátt, og því ! : i: kæliskápar model 1955 eru nú fyrirliggjandi, fallegri og þægilegri en nokkru sinni áður. Kynnið yður þessa kæliskápa, áður en þér ákveðið kaup annars staðar. HEKLA H.F. Austurstræti 14 — Sími 1687 • flJTSALA Seljum í dag vönduð kjólaefni frá kr. 15 pr. m. KJÓLUNN Þingholtsstræti 3. Regnfatnaðurinn I til sjós og lands, fyrirliggjandi: ■ ■ Gúmmístakkar, Sjóstakkar (calico), gulir með slitlista ■ undir höndum. Sjóbuxur, regnsvuntur, 2 teg., regnföt, ; 2 teg. (jakkinn með hettu), og veiðikápur, allt í fleiri S stærðum. — Talsverð verðlækkun. S m m ■ GÚMMÍFATAGERÐIN VOPNI, Pósth. 285. Z m ■■■■■■■■ ■■■■■■■■■ .....■■■■■■■■■) !■•■■■■■■■■■ Jóhann handfasti ENSK SAGA 84 Eg þráði að komast aftur til konungs míns og herra, þráði að fá aftur að bera hinn háa skjöld hans og fága brynju hans. Loks var frelsisskerðingin orðin mér svo óbærileg, að ég einsetti mér að flýja, og virtist þó flótti ómögulegur, því, að mín var- gætt mjög vandlega og aldrei var mér sleppt út fyrir landamæri hallarinnar nema í þetta eina skifti, sem ég tók þátt í kappleiknum. Engan hafði ég til að hjálpa 1 mér, því að svo mikinn vinarhug bar ég til Núradíns, að ég varaðist að láta hann á nokkurn hátt verða flæktan inn í hinn hættulegu áform mín. Samt hugsaði ég stöðugt um þetta, dag og nótt, og svo fór að lokum að ég sá mér út tækifæri til að flýja. Jj • í höll emírsins var ung ambátt ein, mjög fögur, kölluö^ ’ Ayeska. Einn dag fann ég hana grátandi á afviknum stað, og af því að ég var þá búinn að læra dálítinn graut í þessu útlenda máli, gat ég spurt hana hvað að henni væri. Hún , sagði mér þá að það væri búið að selja sig frænda emírsins, I sem ætti heima í Egyptalandi, og að nú ætti að senda sig þangað ásamt fjölda annarra þræla, þegar næsta úlfalda- lest færi. Hún virtist kvíða mjog fyrir að fara frá Damaskus, því að þar átti hún unnusta, sem var ávaxtasali á torginu. Eg íhugaði orð hennar. Dæmið leit þannig út í hug mínum, að löngun hennar eftir að vera kyrr í Damaskus og löngun mín eftir að losna þaðan, gæti orðið okkur bátum til hagn- aðar. Fáum dögum seinna leitaði ég hana uppi aftur. Okkur gekk illa að tala saman, því að hvorugt kunni annars mál. Loks gat ég þó látið hana skilja það með mikilli fyrirhöfn, Verzlunorstorf Stúlka, vön afgreiðslu, getur fengið atvinnu við skó- verzlun frá 1. febrúar næstkomandi. Tilboð merkt: „1955 — 539“, sendist á afgr. Morgunblaðsins fyrir 26. þ. m. — II. vélstfóra vantar strax á m.b. Hvítá, sem fer á línuveiðar. — Uppl. hjá skipstjóra um borð í skipinu, sem er í slipp Daníels Þorsteinssonar. Er kaupandi að fólksbíluleyfi fyrir Vestur-Þýzkaland eða England. Tilboð merkt: ,.Bíl- leyfi — 544“, sendist á afgr. Mbl. fyrir þriðjudagskvöld. Fullri þagmælsku heitið. a ■> ■«U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.