Morgunblaðið - 25.01.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.01.1955, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. jan. 1955 Vinsæll siarfsmaður ameríska Áæiiunrabíiamir :é u voru MBL. átti í gær stutt samtal við Mr. G. A. Stanford, starfsmann í ameríska sendiráðinu hér í Reykjavík, en hann er á förum Kéðan alfarinn innan fárra daga til Washington. Mr. Stanford hefur starfað hér sem yfirmaður við efnahagsdeild sendiráðsins og hefur ■notið óskiptra vinsælda hér fyrir störf sín og afskipti af íslenzkum málefnum, prúðmennsku og lipurð, enda hefur hann unnið mikið og gott starf í íslands þágu þann tíma, sem hann hefur dvalizt hér. 15 MÁNLTÐI Á ÍSLANÐI — ÁNÆGJULEG DVÖL Mr. Stanford hefur starfað í utanríkisþjónustu Bandaríkjanna xúm 12 ár, fyrst í Suður-Ame- xíku, Brasilíu og Kúbu og síðustu 4 árin, áður en hann kom hingað var hann í Finnlandi. -r- Dvöl mín hér, 15 mánuðir, segir Mr. Stanford, er styttri en venj ulega gerist í utanríkisþjón- ustunni, að jafnaði er hún tvö TfiF í minnsta lagi í hverju landi, en með mig er því þannig varið, að ég mun vinna áfram að mál- •efnum Islands, í utanríkisráðu- ueytinu í Washington, svo að verkefni mín þar verða að miklu leyti framhald af starfi mínu hér á íslandi. Ég hef haft óblandna ánægju af dvöl minni og starfi hér, held- ur Mr. Stanford áfram, af því að Lynnast þjóðháttum og efnahags- lífi íslendinga og samverunni með íslenzkum samstarfsmönn- um mínum og þeim mörgu vin- um og kunningjum, sem ég hef eignazt hér á landi. — FERÐALÖG Á ÍSLANDI Mr. Stanford sýnir mér, áður en við skiljum íslandskort, sem liann hefur merkt á þær leiðir, sem hann hefur farið um landið. Hann hefur komizt hringinn í kringum það, að Vestfjörðum og inni ii! Sfykkishélms STYKKISHÓLMI, 24. janúar: — Allmiklum snjó hefur kyngt nið- ur hér vestra síðustu daga. Eru leiðir allar í byggð ógreiðfærar vegna ófærðar og fjallvegir víða algjörlega tepptir. Áætlunarbilarnir sem lögðu af stað hingað vestur á laugardag- inn, komu til Stykkishólms kl. 10 á sunnudagsmorguninn og höfðu verið 23 tíma á leiðinni. Urðu þeir víða að fá hjálp og í Kerlingarskarði fór ýta á undan þeim. í dag er Kerlingarskarð ófært með öllu og halda bílarnir kyrru fyrir hér í Stykkishólmi. Þá er vegurinn til Grundarfjarðar einn ig ófær í dag. — Árni. A. Stanford Vestmannaeyjum fráteknum. — Ég hef með mér heim 3—400 lit- myndir, sem ég hef tekið hér á ferðum mínum — segir hann að lokum, sem ég vona að geti orðið til að fræða vini mína og kunn- ingja heima fyrir, um ísland og íslendinga. ★ Vér þökkum Mr. Stanford fyrir ánægjuleg kynni og óskum hon- um góðrar ferðar og framtíðar í heimalandi hans, og hvar sem leiðir hans kunna að liggja. Carl Olsen kjörmn heimursfélagi Fél. ísl. siórkaupmanna STJÓRN Félags íslenzkra stór- kaupmanna heimsótti Carl Olsen á 75 ára afmæli hans s.l. laugar- dag og tilkynnti honum, að hann hefði verið kjörinn heiðursfélagi ! félagsins. j Carl Olsen er einn af stofnend- um Fél. ísl. stórkaupmanna og I átti í fjöldamörg ár sæti í stjórn I þess. Stúlka í björtu báli á dansleik SÁ einstæði atburður átti sér stað á dansleik í einu sam- komuhúsi bæjarins á laugardags- kvöldið, að eldur kviknaði í stújku er þar var stödd. ÆTLAÐI AÐ SÚPA Á Stúlkan var þarna ósamt kunn ingja sínum, er hafði meðferðis úblandaðan vínanda. Hafði hann hellt honum í glas stúlkunnar, en hún tók við og ætlaði að dreypa á. Kallaði þá einhver sem hafði séð þetta, aðvörunarorðum til hennar um að dreypa ekki á drykk þessum. MISSTI GLASIÐ Stúlkan mun hafa talið, að að- eins sódavatn væri í glasinu. Er húh heyrði þetta, brá henni og missti glasið í kjöltu sína, með þeim afleiðingum að kjóllinn, serp var úr næloni, vöknaði frá mitti niður í kjólfald. BAR ELD AÐ Hófst nú þræta við borðið um þaS hvort heldur hefði verið vatn eða vínandi í glasinu. Ekki voru menn á eitt sáttir um það. Kvaðst þá einn borðfélaganna skyldi .gapga úr skugga um það fljót- lejfa. Kveikti á eldspýtu og bar að kjólnum. í BJÖRTU BÁLI Skipti það engum togum, að pils stúlkunnar stóð í björtu báli á samri stundu. Var farið að reyna að slökkva eldinn, en það heppnaðist j ekki. Hljóp nú kunningi stúlk • unnar með hana við hönd sér :! sút úr danssalnum, en gola yar a; Er út -irmHr bert h»ft kom magnaðist eldurinn í pilsinu. Hugkvæmdist manninum á síðustu stundu að sveipa fell- ingu úr pilsinu, sem var tals- vert vítt, yfir logann og kæfa þannig eldinn. SLASADIST EKKERT Þótt merkilegt megi teljast, brendist stúlkan ekkert við þetta. Hafði loginn ekki farið inn úr kjólnum, aðeins læst sig eftir vín- andanum utanfrá. Má þetta kalla einstaklega vel sloppið. — Fléðm Skákþing Reykja- víkur á siimuidag FYRSTA skákmótið á nýbyrjuðu ári er nú verið að undirbúa. Er það Skákþing Reykjavíkur, sem Taflfélag Reykjavíkur gengst fyrir. Hefst þetta fjölmenna skák- þing á sunnudaginn kemur. Verð- ur það háð í vistlegum sölum Þórskaffis við Hverfisgötu Auk agt þeim er Qrðig hafa f ir fjár. bikara, scm keppt er um i hverj- hagslegu tjóni vegna flóðanna. um flokki, verða veitt serstök j ____________________ verðlaun og væntanlegur Skák- meistari Reykjavíkur 1955, fær t. d. 1000 kr. í peningum, sem aukaverðlaun. Núverandi Reykja víkurmeistari er Ingi R. Jóhanns- son. Skákþingið mun verða fjöl- mennt og á miðvikudagskvöld kl. 8, eiga væntanlegir þátttak- — Boðskapurlnn af bls. 1 Framh. ★ ÓÁNÆGJA Á Formosu eru menn óánægð- ir með boðskap forsetans. Þó er því yfirlýst að ekki verði birt , , opinber ummæli um tillögu for- endur að mæta í fundarsal Slysa- setans að svo komnu, en aug- varnafélagsins,. en þá fer fram ljóst er að ráðámenn þar eru skránirig skákmanna til keppn- óánægðir. Mun það einkum stafa innar. Þgir, sem ekki mæta til af því að Bandaríkjamenn binda skráningar umrætt kvöld, verða1 „varnarskuldbindingu” sína við ekki teknir inn á keppendaskrá Formosu og Pescedoreseyjar, en síðar. ....... — *...........•sieppar Quemoy og- Matsu. • - - ■ ■ Árni G. Eylands (t. h.) afhendir dr. theol Ásmundi Guðmundssyni hciðursskjalið. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. _ ¥©sliiar ísleDdmgor beiðra ísDiuod Gaðmimdssðn Mskup HERRA biskup Asmundur Guð- mundsson dr. theol. hefir ver- ið kosinn heiðursverndari Hins Evangeliska Lútherska kirkjufé- lags íslendinga í Vesturheimi, en forseti þess er sr. Valdimar J. Eylands, dr. theol. í Winnipeg. | Árni G. Eylands, stjórnarráðs- fulltrúi, sem er nýkominn að vest an, var af stjórn kirkjufélagsins falið að tilkynna biskupinum heiðurskjör þetta og afhenda hon um skrautritað ávarp þar að lút- andi. Fór afhending þess fram á heimili biskups s.l. föstudag. Ávarpaði Árni G. Eylands biskup inn og flutti honum kveðjur prest. anna og kirkjufélagsins vestra. Herra Ásmundur biskup þakk- aði þann heiður og vinsemd, sem honum er sýnd með kjöri þessu og sagðist með gleði leggja höndi að verki að knýta og treysta bönd milli kirkjufélaga vestra og þjóð~ kirkjunnar hér heima fyrir. Noregur: Slefnan lífr og áður OSLÓ, 24. jan.: — í dag var norska þinginu flutt skýrsla um stjórnarskiptin og skipun hinnar nýju stjórnar. Samtímis fór fram ! forsetakjör Stórþingsins og var Oscar Torp kosinn. Hann var einn íí kjöri en fékk þó ekki öll at-. kvæðin. Gerhardsen forsætisráðherra ræddi um stefnu stjórnarinnar og sagði að hún yrði mjög lík stefnu hinnar fyrri stjórnar eink- um í utanríkismálum. Síðan flutti Halvard Lange utanrikisráðherra yfirlit um utanríkismálin. — NTB-Reuter Bíla- og viðgerðarverk- stæðið á Holsvelli skemmist í eldi SÍÐASTLIÐINN laugardag vildi það til á Hvolsvelli, að eldur kom upp í bilaverkstæði kaupfélagsins þar. Tókst að slökkva eldinn á skömmum tíma. Skemmdir urðu nokkrar, en mest af völdum vatns og reyks. Framh. af bls. 1 herlið bæði franskt og bandarískt hjálpar hinum nauðstöddu. Er reynt að forða búpeningi frá dauða og bjarga öðru verðmæti, ef hægt er. í S-Frakklandi flæðir Garon- fljótið yfir bakka sína í Toulouse héraðinu og flóð eru einnig mikil í Rhondalnum. Nemur tjón af völdum þeirra milljónum króna. BOÐSKAPUR PÁFANS Páfinn hefur sent boðskap til erkibiskupsins í Parísarborg, þar sem hann lætur í ljós harm yfir þeim náttúruhamförum sem dun- ið hafa yfir Frakkland. Hann hefur einnig mælt svo fyrir að skjót fjárhagsleg hjálp megi ber- Mbl. átti tal við kaupfélags- stjórann á Hvolsvelli, Magnús Kristjánsson í gær. Kvað hann eldinn hafa komið upp einhvern tíma á milli 7.30—8.30. Höfðu menn verið að vinna á verkstæð- inu um kvöldið, en fóru í mat á þessum tíma. Er þeir komu aftur var eldurinn, sem kom upp í efri hæð hússins, í vörugeymslu þar sem geymd eru bílagúmmí og efni til raflagna, orðinn talsvert magnaður. Þetta herbergi var e.innig viðgerðarstofa fyrir raf- vélar og raftæki ýmiss konar. Svo vel vildi til, að kaupfélag- ið var ný.búið að kaupa öflugt kolsýruslökkvitæki, og var það geymt á verkstæðinu. Var strax gripið til þess, og tæmt úr því á logann sem hafði þá læst sig um mikinn hluta herbergisins. — Á Hvolsvelli er ekkert slökkvilið starfandi, en menn bar þarna fljótlega að og var slanga sett í samband við vatnskrana í hús- inu og nægði það til þess að ráða niðurlögum eldsins eftir að búið var að tæma kolsýruslökkvitæk- ið. Mun hafa tekið um eina klst. að kæfa eldinn. Kvað kaupfélagsstjórinn, að tiltölulega litlar skemmdir hafi orðið af völdum eldsins sjálfs, Voru þær aðallega á þaki húss- ins, en eins og fyrr segir kom eldurinn upp á efri hæð húss- ins. Sviðnuou talsvert viðir og klæðning upp yfir viðgerðarstof- unni. Eitthvað Íítilsháttar af efni sem þar var inni mun einnig hafa brunnið. Aftur á móti skemmdist talsvert á báðum hæðum hússins af vatni og reyk. Ekki er vitað með hverjum hætti eldurinn kom upp, en álitið er að kviknað hafi í af völdum rafmagns. Form. Æsknlýðsdeildor Alþjdla- róðs kirkja stoddor í Bvík ASUNNUDAGSKVÖLDIÐ kom hingað flugleiðis sænski prest- urinn Bengt-Thure Molander. Hann er forstöðumaður Æsku- lýðsdeildar Alþjóðaráðs kirkna, er hefur aðsetur sitt í Sviss. Hafa samtök þessi vakið vaxandi athygli um allan heim undanfaiin ár. Hefur ekki sízt verið mikið um þau rætt síðastliðið ár, vegna heimsþings þess, sem samtökin höfðu í Evanston í Bandaríkjunum. GEKK I ÞJONUSTU GYÐINGATRÚBODSINS Séra Molander er sænskur eins og fyrr segir, en er fæddur í París. Hann stundaði nám í Sví- þjóð og nam fyrst trúarbragða- heimspeki og tók cand. fil. próf í þeim fræðum við háskólann í Uppsölum. Að því loknu snéri hann sér að guðfræðinámi við sama háskóla og lauk þaðan em- bættisprófi í guðfræði. Tvö ár starfaði hann sem prestur í Visgy stifti á Gotlandi, en gekk að því loknu í þjónustu Gyðingatrúboðs- ins og starfaði fyrir það í París. Árið' 1950 var hann kjörinn rit- ari- • -Æskulýðsdeildar- - -Alþjóða1- kirkjuráðsins og í fyrra var hann skipaður forstjóri þeirrar deildar. Hann er nú á leið til Ameríku og á að dveljast þar út febrúar- mánuð. Staðnæmist hann hér fjóra sólarhringa að þessu sinni, til þess að komast í tengsii við kirkju og kristileg féiög. Meðan hann dvelst hér mun hann tala tvisvar fyrir almenning. í kvöld, heldur hann erindi í Hallgríms- kirkju um tefnið „Endurnýjun kirkjunnar“, og annað kvöld tal- ar hann á almennri samkomu í húsi KFUM og K við Amtmanns- stíg. Hann mun balda för sinni áfram vestur yfir haf á fimmtu- dagskvöldið.-.................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.