Morgunblaðið - 25.01.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.01.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. jan 1955 EFTIRLEIT EFTIR ECON HOSTOVSKY ÍL Framh’aldssagan 3 Jjetta á skrifstofunni og líka heima, ég sef ekki meira en fimm tíma, þegar ég geri það þá, ég hef óteljandi störf í ráðuneytinu og önnur óteljandi fyrir flokk- inn, það eru fimm ráðstefnur á liverjum degi, og sú næsta er alltaf þýðingarmeiri en sú síð- asta, og svo virðist Pesek vera undrandi, ef ég mæti ekki á ein- um fundi. Þegar allt kemur til alls, hef ég ekki nema tvo fætur. Ég hefði gaman af að segja Pesek meiningu mína!“ „Bíddu, farðu að mínum ráð- um og ségðu ekki neitt. Þetta eru viðsjárverðir tímar, Eric, og sér- hver okkar verður að hafa marga fætur. Enginn spyr að því, hvort það sé mögulegt, heldur hvort það sé nauðsynlegt. En meðal annarra orða, hvað sagði Masa- ryk við þig, þegar hann talaði við þig við dyravarðaríbúðina?" Spurningin var sakleysisleg og eins og með seimingi. Husner gekk fram og aftur í herberginu með dansandi göngulagi, og hend urnar í vösunum. Hann var grannvaxinn ungur maður með svart vfirskegg og líktist einna helzt brúðu í klæðaverzlun. Hann var í hversdagslegum, dökkum fötum, en það mátti skera sig á brotunum í buxunum hans. Hann bafði spjátrungslegt, rósótt háls- bindi og þumlungs langa barta í vöngunum. Eric horfði á Husner, þar sem íiann gekk fram og aftur, en liann horfði á hann með gætni og óróleik. Hann reyndi eins og hann gat að láta ekki á því bera, hve hann var æstur. Hann gat aldrei þolað menn með barta. „Tala um? Þú veizt, hvernig Masaryk er! „Eric hefurðu heyrt söguna um Gottwald og skjald- bökuna?“ „Það hef ég, herra“, svaraði ég. Jæja, það var allt og sumt“. Hvers vegna ertu að búa til þessa sögu? ásakaði röddin hann. Og hvers vegna ert þú að gorta af því, að Masaryk kallaði þig Eric? Eric fór aftur að lesa bréfið frá scndiráðinu í París. Husner stanz- aði fyrir framan hann, hann stóð gleiður og sté í fæturna til skipt- is. Því næst geispaði hann án þess að reyna að dylja það, hann var enn með hendurnar í vösun- um, og sagði því næst syfjulega. „Sögurnar hans eru orðnar held- ur lélegar upp á síðkastið. Hvað sem því liður, treysti ég honum ekki.“ „Heyrðu nú, Husner, hvað hef- ur þú á móti honum? Verða allir að ganga í fiokkinn til þess að þú treystir þeim?“ „Einn góðan veðurdag, munu þeir koma í svo stórum hópum, að við munum ekki vita, hvar við eigum að byrja“, svaraði Husner, en Eric ræddi við sína innri rödd: Hvers vegna gerir hann aldrei neitt? Hvers vegna þolir flokkur- inn að hafa hann svona aðgerðar- iausan?“ „Hvað varstu að segja, Husn- er?“ „Ekkert merkilegt, Eric. Láttu mig ekki tefja þig.“ „Hefurðu mikið að gera sjálf- ur?“ „Beina skrifstofuvinnu — nei, ekki mjög mikið.“ Það hijómaði glettnislega, ieyndardómsfullt. Eric þurfti að herða sig upp til að geta einbeitt sér við bréfið um frönsku blaða- mennina, sem langaði svo mjög til að sjá Prag. Híð hrokkna hár ainkaritará Erics birtist í dyrunum. „Hvað er það ungfrú Hlavs- ova?“ „Hingað er kominn ameríkani Johnson að nafni, sem langar til að tala við yður, herra. Hann tal- ar tékknesku mjög vel.“ j „Johnson? Frá hvaða blaði?“ I „Hann er ekki blaðamaður. Ég held, að hann sé verzlunarmað- ur.“ | „Jæja, hvað vill hann mér?“ „Ég veit það ekki “ ' „Sendið hann inn“, skaut Husner inn í drafandi röddu. 1 Hann beit í yfirskeggið og hringl aði nokkrum lyklum í vasanum. „Heyrðu nú, Husner“, sagði Eric og var nú orðinn reiður. I „Svolitlar samræður við ameríkana er alltaf mjög lær- dómsríkt, hvort sem þeir eru blaðamenn eða í leyniþjónust- unni, sérstaklega þegar þeir tala tékknesku og ég skil ekki ensku. En meðal annars, þú ættir að hafa auga með ungfrú Hlavsova. Hún talar of mikið, hún á ókun.na vini, og við getum ekki skilið, af hverju þú valdir ekki einhvern félaga sem einkaritara." Þetta hljómaði ekki ásakandi, en umhyggjusamlega, vinalega og jafnvel smjaðrandi, rétt eins og kjass. Eric gat ekki haft stjórn á sér lengur. Hann hvæsti, „Bjáni!“ „Hver?“ „Hérna — þessi — þessi blaða- fulltrúi okkar í París. Hann er bjáni, latur og undirförull.“ „Hvers vegna ertu allt í einu svona reiður við hann? Lofaðu mér að sjá bréfið hans.“ Eric roðnaði og sagði síðan lágri röddu. „Þetta er trúnaðar- bréf, Husner!“ Hann greip fast um það þvölum höndunum. „Hvað er með það?“ Hættunni á alvarlegum árekstri var bægt frá og inn kom herra Johnson. Hann var grann- vaxinn, lítill maður um fimmtugt með stórt, rautt nef og umgerðar- ilaus gleraugu, sem sátu ekki beint. Augun voru fjörleg, hreyf ingarnar kvikar og röddin var góðlátleg, eins og hann vildi sýna öllum að minnsta kosti einhverja ástúð. Hann var í stórköflóttum fötum. Á öðrum handleggnum hélt hann á skinnfóðraðri kápu, en á fingurgómunum á hinni hendinni hélt hann á barðastór- um Stetson hatti. Hann var vel rakaður, allur mjög hreinn og ilmaði af Kölnarvatni. „Ég heiti Johnson, herrar mín- ir, Stanley Johnson frá Nebraska eða öllu fremur frá Omaha, til þess að vera nákvæmur — Nebraska er ríki, skiljið þér, og Omaha er borgin. Ég kom hingað frá París fyrir viku síðan. Það var ágætt ferðalag, mjög skemmtilegt og það er alveg ábyggilegt, að Prag er jafnvel enn fallegri en París. Ég bý á Alcron, og í París bjó ég á Ritz. Hver ykkar herrar mínir, er herra Brunner? Stjórn- arráðsfulltrúi Brunner? Við Ameríkanar notum ekki eins mikla titla, jafnvel forsetinn okk ar er bara herra Truman, en hérna hafa allir titla. Jæja, ég segi alltaf, hver hefur sinn smekk. Er það ekki svo?“ „Setjist niður, herra Johnson. Ég er Brunner. Þetta er félagi minn, herra Husner. Hvað getum við gert fyrir yður?“ „Það er gaman að kynnast ykk- ur, herrar mínir, en svo að ég sé alveg hreinskilinn, það er bölv- aður kuldi hérna inni.“ Husner rannsakaði litla mann- inn frá hvirfli til ilja, og því næst dró hann stólinn alveg að hon- um, eins og læknir, sem ætlar að fara að rannsaka sjúkling. „Það eru ekki til nóg kol, en við kvört- um ekki, herra Johnson. Við verð um að komast af af eigin ramm- leik, og þá verður allt gott aftur, sannið til“. „Þér segir það, Husner, Jæja, allt kemst í lag aftur, og verður eins og fyrir stríðið." „Það verður betra“, leiðrétti Husner hann mjög sjálfsánægður. „En herra Johnson, hvar lærðuð þér tékknesku?" Jóhann handfasti INSK SAGA 92 neinn grun um það þá, að það var aðeins fyrir Guðs náð að þessi fundur okkar varð ekki hinn síðasti. í . Ekki leið á löngu að ég kæmist á fætur aftur, og færi að stjála um, því að ef það er nokkuð til, sem sál mín hefur andstyggð á, þá er það að taka inn læknislyf. En af því að ekkert skip fór til Akre í nokkra daga, varð ég að taka á allri þeirri þolinmæði, sem ég átti til og halda kyrru fyrir í Joppe. Ef satt skal segja, þá leiddist mér annars ekkert,1 því að hún Blanckfleur litla, vinstúlka mín, var í borginni með frú de Columbiéres, húsmóður sinni. Við Blanckfleur tefldum skák saman og ég reyndi að leika á gýgju aftur til að skemmta henni, en þegar ég fór að syngja, tók hún fyrir j eyrun og baðst vægðar. j Setuliðið í Joppe var skipað 5000 mönnum, en þar eð margir þeirra voru veikir, gátu varnir borgarinnar ekki talizt sterkar. — Það var sunnudaginn fyrir Pétursmessu þegar! kirkjuklukkurnar voru að hringja til kvöldsöngs, að ákafur j lúðraþytur kvað við frá varðturninum. Hvað eftir annað voru lúðrarnir þeyttir af miklu afli, svo að til þeirra heyrðist í gegn um hinn friðsæla klukknahljóm. Við skunduðum út I úr kirkjunni og íbúðarhúsunum í miklu fjölmenni og fyllt- um götur borgarinnaar. „Saladín sækir að borginni!“ kvað (við úr öllum átt.um. Ég þaut upp á virkisvegginn í einni svipan. Sléttan var alþakin hermönnum — fótgönguliði og riddaraliði — svo langt sem augað eygði. Jörðin virtist kvik af þeim eins og af engisprettum. Við lokuðum hliðum borgarinnar í voðalegum flýti og Beztu ávextirnir sem komu fyrir hátíðarnar: Appelsínur (merki Flugfiskur) DeHcious Epli. Vínberja klassar, ennfremur ódýrir ávaxtasafar, fást enn í Unglingspiltnr óskast til snúninga. Honeywell eftir sjálfvirkum hitastillitækjum á hitaveituna. Einarsson & Pálsson h.f. Laufásvegi 2 — Sími 4493. iMTrmiyiTHi■■riT*~■ tnnm¥ ■ 7 ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ J ■!■■■■■■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■■■ ■■■■■■■■■■■ i■ri■ éiiiimitrmmi rnTrrnc11iui■■■■■■■ ■ ■ i■ í■ ■ ■ ■ i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.