Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 2
2 MORCVNBL'AÐIÐ Fimmtuclagur 23. ma! 1957 Drotfningu fagnað í Hofn Einkaskeyti frá Reuter—NTBI Kaupmannahöfn 22. maí. ELÍSABET Bretadrottning og Filippus maður hennar heim- sóttu í dag Carlsberg-ölgerðina í fylgd með dönsku konungshjón- unum. Starfsmennirnir tóku á móti hinum tignu gestum með mikilli viðhöfn, og höfðu þeir m. a. myndað fangamark Elísabet- ar með 5.300 flöskum af „eksport öli“. Efnahagsmálastefna vinstri stjórnarinn- ar leiðir til gengislækkunarogkyrrstöðu Or ræðum Sigurðar Bjarnasonar og Jóns Kjarfanssonar í Efri deiid í gær FRUMVARP ríkisstjórnarinnar nm stóreignaskatt var til 1. um- ræðu í Ed. Alþingis í gær. Fylgdi fjármálaráðherra því úr hlaði. Hann kvað frv. vera lið í efnahagsmálaráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar. — Sigurður Bjarnason og Jón Kjartansson töluðu af hálfu stjórnarandstæðinga. Hóf Sigurður mál sitt á því að rekja nokkuð þróun efnahagsmálanna síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Hann kvað það almenna skoðun hér á landi að skattar væru nú orðnir svo háir, að þeir lömuðu framtak ein- staklingsins að miklum mun. Sívaxandi fjölda fólks fyndist það ekki lengur borga sig að leggja verulega að sér til þess að treysta hag sinn, spara og safna því, sem afgangs væri frá daglegri eyðslu. Þetta væri stórhættaleg af- staða sagði Sigurður Bjarna- son, ekki sízt fyrir ungt þjóð- félag, sem skorti fjármagn til margskonar uppbyggingar. — Vitanlega yrðu þeir, sem hefðu háar tekjur að borga háa skatta. En skattheimtan mætti aldrei ná svo langt, að gjaldþoli einstaklinganna væri ofboðið og ábatavonin frá þeim tekin. BITNAR A SJÁVARÚTVEGI OG IÐNAÐI RæSumaður kvað það þó ekki alvarlegast við þá löggjöf, sem ríkisstjórnin væri að knýja fram um nýjan stóreignaskatt, að hún þröngvaði mjög kosti þeirra manna, sem yrðu fyrir barði hans. Hitt væri alvarlegra að hann bitnaði fyrst og fremst á atvinnuvegunum, sjávarútvegi og iðnaði og gæti auðveldlega haft í för með sér samdrátt og kyrr- stöðu. Sjávarútvegurinn bærist þegar í bökkum og leggja yrði fram hundruð milljóna króna af almannafé til stuðnings honum. Nú hyggðist ríkisstjórnin taka milljónir króna árlega af þessari atvinnugrein i stóreignaskatti. Sigurður Bjarnason spurði hvort sjávarútvegsmálaráð- herra hefði gert sér það ljóst, HLUTUR EIMSKIPS OG FLUGFÉLAGANNA Jón Kjartansson vakti athygi á því, að þessi nýi skattur kynni að hafa mjög óheillavænleg áihrif á rekstur og afkomu íslenzku flugfélaganna og Eimskipafélags íslands. Þessi samgöngufyrir- tæki hefðu unnið mikið og gagn- legt starf í þágu þjóðfélagsins. Nú kæmi ríkisstjórnin hinsvegar og krefði þau um skatt, sem ör- ugglega myndi valda þeim mikl um erfiðleikum að greiða. Síðar í dag heimsóttu Elísabet og maður hennar einnig hinn heimskunna kjarnorkuvísinda- mann Niels Bohr í heiðursbústað nálægt Carlsberg-ölgerðinni og ræddu við hann lang stund. Enn fremur heimsóttu þau nýtízku bgrnaheimili, þar sem 400 börn tóku á móti þeim með fánum og blómum. Hinni opinberu heimsókn Bretadrottningar lýkur á morg- un, en þau hjón munu verða um kyrrt fram á laugardag, sem gest- ir dönsku konungshjónanna. Birtfðastö&var kai- báta neðansfávar BONN, 22. maí. A SAMKVÆMT áreiðanlegum skýrslum, sem borizt hafa til Bonn, eru Rússar nú að gera víð- tækar tilraunir undan ströndum Austur-Þýzkalands með kafbáta, sem hafa skip í eftirdragi. Kaf- bátarnir eiga að geta „stungið skip Morskt hertekið Osló, 22. maí. Frá Reuter: NORSKA sendiráðið í Moskvu hefur tilkynnt utanríkisráðu- neytinu í Osló, að norska vél- skipið „Flid 181“, sem er 18 smál., hafi verið hertekið af Rússum og sé nú í Port Vladi- mir. Á skipinu er þriggja manna áhöfn. að svo kynni að fara að hann yrði að afla nýrra tekna til þess að láta ríkissjóð borga skattinn fyrir útgerðina!! Þannig væri sú hringavitleysa, sem ríkisstjórnin beitt sér nú fyrir í skattamálunum. Þetta sæju fleiri en Sjálfstæð- ismenn. Einn af þingmönnum Al- þýðuflokksins hefði nýlega lýst yfir andstöðu sinni við skattaæði stjórnarinnar. LEIÐIR THL GENGISLÆKK- UNAR Sigurður Bjarnason lauk máli sínu með því að draga saman nokkur meginatriði um fram- kvæmd stjórnarstefnunnar í efna hagsmálum. Stjómin hefði þrátt fyrir gef- in loforð engin ný úrræði eða leiðir bent á til lausnar vanda efnahagslífsins. Hún hefði enga „úttekt" látið fram fara á efna- hagsástandinu og meira að segja harðneitað þingi og þjóð um leyfi til þess að kynnast álits- gerð erlendra séfræðinga er hún hefði kvatt sér til aðstoðar. Hún hefði lagt á stórfellda nýja skatta og tolla og imdir forystu hennar stæði nú yfir hratt kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags, ásamt kaupdeilum og verkföll- um. Dýrtíð og verðbólga magn- aðist með mánuði hverjum og jafnvel stuðningsmenn stjórnar- innar lýstu yfir því, að gengis- lækkun væri yfirvofandi sem bein afleiðing af hinni skamm- sýnu og röngu efnahagsmála- stefnu. Kóróna þessa sköpunarverks væri svo það, að stjórnin berð- ist nú fyrir skattlagningu, sem bitnaði fyrst og fremst á atvinnu lífinu og hlyti að leiða til sam- dráttar og kyrrstöðu. Loks benti Sigurður Bjarna- son á, að nauðsynlegt væri að fá úr því skorið, hvort þessi fyrirhugaða löggjöf færi ekki í bága við ákvæði stjórnar- skrárinnar um vernd og frið- helgi eignarréttarins. — Meinuð þiragsela Frh. af bls. 1. næstur er á listanum og ekki var áður varamaður. — Vara- menn landskjörinna þing- manna taka sæti eftir hlið- stæðri reglu“. Eftir þessu ákvæði er það ljóst, að dr. Gunnlaugur Þórð arson, sem er fyrsti vara-upp- bótarþingmaður Alþýðuflokks ins hlýtur að eiga sæti á Alþ., þangað til hann tilkynnir for- föll á meðan Alþfl. þarf á varamönnum að halda, — og nú vitum við, að svo er. Vel má vera, að það hafi farið fram hjá mér, þótt forföll hafi verið tilkynnt af hálfu dr. Gunnlaugs Þórðarsonar og hann hafi óskað eftir því, að annar varamaður flokksins tæki sæti. En ef svo er ekki, þá virðist það vera auðsætt, að hér hafi einhver mistök átt sér stað, og vildi ég óska leiðbeiningar hæstv. forseta um það, svo að við gætum vit- að, hver er réttkominn i þenn an sal, jafnvel eftir þessum nýjustu lögum, sem hv. stjórnarlið hefur sett um skip an Alþ. Það er þó það minnsta, að við höfum um það einhverja leiðbeiningu, hverjir það eru, sem kallaðir eru réttkomnir inn í þingsal- inn. Forseti (Gunnar Jóhannsson): Eins og hv. 1. þm. Reykv. (B Ben) mun vera kunnugt, þá er ég varaforseti Sþ. og hef ekki kynnt mér þetta mál, en mun eiga viðræður við kjörbréfanefnd um málið og óska eftir frekari upplýsingum og við fyrsta hent- ugt tækifæri gefa umbeðnar upp lýsingar, ef einhverjar eru. Bjarni Benediktsson: Herra forseti. Eg heyri það, að hæstv. forseta er ekki kunn- ugt frekar en mér um þann hátt, sem hér hefur verið á hafður og kann á honum eng- það ar skýringar, og skil eg mjög vel. En það er eitt atriði, sem a. m. lc. er hægt að fá upp- lýst nú þegar, og það er vegna þess að ég sé að hinn ágæti skrifstofustjóri Alþ. er hér viðstaddur, hvort Alþ. hefur borizt nokkur beiðni frá Gunnlaugi Þórðarsyni um, að hann yrði leystur frá þing- störfum, vegna þess að hann hafi ekki færi til þess að sinna þeim og óskað þess, að annar varamaður tæki við þeirri hvimleiðu skyldu að sitja á Alþingi? Forseti (Gunnar Jóhannsson): — Eg vil taka það'fram, að ég held mig við þá skýringu, sem ég gaf áðan; og mur- eiga við- ræður við kjörbréfanefnd um málið og lofa hv. 1. þm. Reyk- víkinga (B. Ben.) því, að hann fái fullnægjandi skýringar á þessu dularfulla fyrirbrigði! — að hans dómi. Bjarni Benediktsson: Eg heyri það, að þetta mál verð- ur — eins og forseti sagði — þeim mun dularfyllra, sem það er meira rætt, en það er þó eitt, sem hlýtur að vera hægt að fá ákveðna staðfest- ingu á, af því að skrifstofu- stjórinn stendur við hægri hlið hæstv. forseta, og það er, hvort Gunnlaugur Þórðarson hafi, eða einhver fyrir hans hönd, skrifað Alþ. eða skrif- stofu þess og óskað að sleppa við þingstörf. Eg játa að vísu, að hugsanlegt er, að forseti S.þ. hafi tekið með sér bréfið til útlanda, en ólíklegt er það þó. Rétt er að geta þess að dr. Gunnlaugur sat hjá við þá at- kvæðagreiðslu um stóreigna- skattinn, sem fram fór áður en hann hvarf af þingi. Telja ýms- ir, að ágreiningur hans við flokk inn í því máli sé skýringin á hinu dularfulla hvarfi dr. Gunn- laugs. sér“ með eðlilegum hætti, enda þótt þeir hafi skip í eftirdragi. A Menn hafa orðið varir við þessar tilraunir úti fyrir Warne- miinde, sem er ein af flotahöfn- um Rússa við Eystrasalt. Það þykir ekki ólíklegt meðal kunn- áttumanna í Bonn, að kafbátarnir geti tekið eldsneyti og jafnvel skotfæri úr skipinu sem þeir draga án þess að koma upp á yfirborðið. ic Þá hefur gengið orðrómur um, að Rússar séu að reyna að byggja sér birgCastöðvar úr plasti neðansjávar. Hefur þessl orðrómur nú verið staðfestur. —. Hér er um að ræða plast-hylki, sem eru fyllt af alls konar stríðs- varningi og síðan sökkt í sjó, þar sem þau eru „tjóðruð". A Stjórnin í Bonn varð að játa það á mánudaginn, sem menn hafði lengi rennt grun í, nefni- lega að Rússar hefðu flutt kjarn- orkuvopn til Austur-Þýzkalands. Þykir ástæða til að ætla, að Rússar séu nú að búa öll lepp- ríkin kjarnorkuvopnum. Fjölmeimi verður í hvítasunnu- för L R. LÚÐRASVEIT Reykjavíkur er nú að búa sig undir sumarstarf- ið og er æft af kappi og áhugi sveitarmanna mikill. Það hefur verið skýrt frá því að Lúðrasveitin ætli að efna til hópferðar vestur til Stykkis- hólms og ísafjarðar um hvíta- sunnuna. Auk þess sem Lúðra- sveitin mun sjá ferðafólkinu fyr- ir hljómleikum meðan á ferðinni stendur, en farið verður með Esju, þá verður dansað á skips- fjöl og í landi, sungið og ýmis skemmtiatriði önnur. Til slíkra hvítasunnuferða hefur Lúðra- sveit Reykjavíkur efnt undanfar- in ár og hafa þótt hinar ánægju- legustu. Hafa þar komizt að miklu færri en vildu, og þykir forráðamönnum Lúðrasveitarinn ar sýnt, að svo muni einnig verða í þessari hvítasunnuferð. Ættu þeir sem tryggt hafa sér miða að sækja þá í síðasta lagi í dag, því annars eiga þeir á hættu að þeir verði seldir þeim sem á biðlistum eru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.