Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 8
8 MoncmsntAÐiÐ Fimmtuctagur 23. maí 1957 Þegar rauðu b'ilarnir koma þjóiandi: „Við reynum ab kæfa allan eld í fæðingunni" Spjallað um Sltfkkviliðið í Reykjavík menn á hverri þeirra. Fara 4—5 ar í stað, áður en hann breiðist menn á staðinn með bílunum JjAÐ er ekki víst, að jafnvel þeir Reykvíkingar, sem enn búa í gömlum, eldfimum timburhúsum viti, að líklega eru í engri borg Evrópu öflugri eldvarnir og annan brunastað, ef annar eldur kemur upp skömmu eftir að bíl- arnir hafa farið að þeim fyrsta. Hefir þetta og í för með sér að frá bílnum, sem fyrstur kemur á tveimur þegar kallið kemur; hin- ir bíða á stöðinni. Þess má og geta, að á þeim tveim árum, sem radíósímarnir hafa verið í notk- un hafa þeir þegar borgað sig IT'INN merkur þáttur I starfi ^ slökkviliðsins er enn ótalinn. Það eru sjúkraflutningarnir. Þeir hafa farið gífurlega vaxandi * brunalið en hér í bæ. Slökkvilið Reykjavíkur tók löngu á undan öðrum slökkviliðum í nálægum löndum í notk- un háþrýstidælur, en þær eru mjög fljótvirkar og mikil- virkar við að slökkva eld, og hefir nú fleiri slíkum dælum á að skipa en slökkviliðin í höfuðborgum Norð- urlanda. Allt slökkvistarfið er miðað við það að geta kæft eldinn í fæðingu, en þar ríður á góðum tækjum og viðbragðsflýti slökkviliðsins á nóttu sem degi. Eng- inn stórbruni hefir heldur orðið hér í Reykjavík um nokkurra ára bil og allt er gert sem unnt er til þess að koma í veg fyrir að til eldsvoða komi bæði á heimilum og vinnustöðum. Rauðu brunabílarnir eru komnir á fleygiferð, með flauturnar hvínandi, innan einnar mínútu frá því kallið kemur. Og á einni ijiínútu getur Slökkviliðið dælt 14 þús. lítrum af vatni í ólgandi •ldhafið. Þannig er reynt að tryggja það svo sem kost- ur er, að enginn þurfi að líða líkams- eða eignatjón í Elzti og yngsti brunabíllinn fyrir framan slökkvistöðina í Tjarnargötu, sem nú er orðin allt of lítUL eldsvoða. STÆRSTA mál okkar nú, sagði Jón Sigurðsson slökkviliðs- stjóri, þegar ég átti tal við hann fyrir fáum dögum, er að fá nýja slökkvistöð. Við erum búnir að vera hér í húsinu við Tjarnar- götuna í 45 ár, eða síðan fastar vaktir byrjuðu allan sólarhring- inn, árið 1912. Nefnd er nú að at- huga hvort unnt er að nota gömlu Gasstöðina fyrir slökkvi- stöð, eða hvort hagkvæmara er að byggja annars staðar. Vilji er nægur fyrir hendi, en ekkert fjár festingarleyfi hefir enn fengizt, þótt oft hafi verið um það sótt. Þá myndum við samstundis fjölga bílum okkar, en þeir eru nú sjö og svo mikil eru þrengslin hér að við verðum að geyma tvo þeirra annars staðar í bænum, og er augljóst óhagræði að því. Og einn bílinn urðum við að stytta til þess að koma honum hér inn í húsið. ^Mesta framförin í starfi slökkviliðsins síðustu árin er sú, að 1955 kom radiósími í bruna- bílana. Var það stórt skref fram á við, reyndar ómetanlegt, segir slökkviliðsstjóri. Nú er unnt að stjórna þeim þráðlaust frá slökkviliðsstöðinni og senda þá á brunastaðinn, er þegar í stað hægt að tilkynna hvort þörf sé á fleiri bílum eða meira liði. Hefir þetta haft það í för með sér að varaliðið er nú fimm sinnum sjaldnar kallað út en áður, en í því eru um 20 menn. Um 97% af brunatilkynningum koma til slökkvistöðvarinnar í gegnum síma, en fáar frá bruna boðunum, sem enn eru við lýði í elzta hluta bæjarins. Fara þá að jafnaði þegar í stað 2 dælubílanna á vettvang, og er þá brugðið hart og skjótt við. Ef eldsvoðinn er alvarlegur eru fleiri bílar strax kvaddir á stað- inn og ef þörf gerist er hægt að leita til slökkviliðs Reykjavíkur- flugvallar, en það er aðeins gert í alveg sérstökum tilfellum. Það hefur komið fyrir að slökkviliðið hefur þurft að vinna á fleiri en einum eldstað í einu, en það er vel hægt, sé ekki um stórbruna að ræða. Sést af því hve öryggið er mik- ið og vel fyrir öllu séð. Einn há- þrýstidælubíll bættist í hópinn 1955 og eru háþrýstidælubílarnir nú 3 talsins. í slökkviliðinu sjálfu eru alls 33 menn, fyrir utan varaliðið. Er sólarhringnum skipt í þrjár vakt- ir á slökkvistöðinni og eru 9 Bruiiaverðirnir stytta sér stundir við spil og bíða þess að kallið komi, sökum þess hve varaliðið þarf nú sjaldan að kalla út. Þannig fylgir tækninni ekki alltaf auk- inn kostnaður. síðustu árum. Bílana leggur Rauði krossinn til, en bæjarsjóð- ur annast rekstur þeirra og felur hann slökkviliðinu. 2—4 menn úr slökkviliðinu á hverri vakt Brunavörðurinn tekur á móti tilkynningum um að eldur sé laua á nóttu sem degi, í gegnum síma eða frá brunaboða, og hefir þráð- laust samband við brunabílana og sjúkravagnana. k RIÐ 1955 var slökkviliðið I kvatt 450 sinnum á vettvang,' og nokkru oftar í fyrra. Tíðast kemur eldur upp á tímabilinu frá kl. 6—9 á kvöldin, en þar næst frá hádegi fram eftir deginum. Er ástæðan vafalaust sú, að á kvöldin er matseld í algleymingi og menn mjög heimavið. Fæstir eldsvoðarnir verða síðarihluta nætur og á morgnana frá 3—9 f.h. Með hverju árinu er unnið meira að því að koma í veg fyrir að eldsvoðar verði og um sjálfs- íkviknun eigi sér stað. Þrír menn frá slökkviliðinu eru á sífelldri ferð um bæinn alla daga í þágu þessara brunavarna. Einn lítur eftir eldfærum, annar fer í verk- smiðjur og vinnustaði og sá þriðji lítur eftir olíukynditæký um. í fyrrasumar fóru slökkviliðsmenn í öll timburhús í Reykjavík, til þess að líta eftir því að þar væru til taks brunakaðlar og annar nauðsynlegur öryggisútbúnaður. Og þeir, sem eiga háaloftið fullt af gömlum fatnaði og alls kyns varningi ættu að sjá að sér í tíma og fjarlægja það, því oft verður þar sjálfsíkveikja. — Þannig ger- um við allt sem við getum, segir Jón Sigurðsson, til þess að koma í veg fyrir eldsvoðana, en ef eld- ur brýzt út að slökkva hann þeg- annast sjúkraflutningana, en til þeirra eru notaðir alls þrír bílar, og hafa 2 þeirra radiósíma. Árið 1955 voru um 4.000 sjúkra flutningar, en þeir fara mjög vax andi eins og áður segir. Geta þeir nú orðið allt upp í 15 á vakt Ljóst er, segir Jón Sigurðsson, að bæta þarf aðstöðuna til sjúkra flutninga frá því sem nú er, og mun ójhákvæmilegt að viS verðum að bæta 1—2 mönnum á hverja vakt frá því sem nú er, áður en langt um líður. ★ ESS sem hér hefir verið getiS varð blaðamaðurinn áskynja í stuttri heimsókn í Slökkvistöð- ina hér í Reykjavík. Það er mjög mikilvægt að vel sé á öllum þessum málum hald- ið, og öryggi og líf íbúa bæjarins veltur að nokkru á því að slökkvi liðið sé ötult og vakandi. Því er gott til þess að vita, að slökkvi- tæki þess skuli vera svo fullkom- in sem raun ber vitni um, og ár. vekni og viðbúnaður svo sem bezt verður á kosið. Því rólegri verður nætursvefninn, — eink. um þeirra sem í gömlu timbur- núsunum búa! — ggs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.