Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 14
14 MORGVISBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. maí 1957 5 herbergja íbuð óskast helzt á hitaveitusvæði. — Æskilegt að bílskúr fylgdi. — Tilboð fyrir mánudagskvöld merkt: „5336“. Sumarbústaður Sumarbústaður við Þingvallavatn er til sölu. Nánari upplýsingar gefur skrifstofa: Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar & Guíimundar Péturssonar Símar 2002, 3202, 3602. Hœffið að setja kartöfl- ur í hnúðormasjúka mold í GARÐI nokkrum í Reykjavík bar svo við, eigi alls fyrir löngu, að kartöflur hættu að spretta, þrátt fyrir einstaka alúð garð- eiganda við kartöfluræktina. Enda gerði hann allt, sem unnt var til þess að hlúa sem bezt að þessum vinum sínum, sem hann hafði í skjóli sunnan við húsið. En þrátt fyrir það minnkaði upp- skeran með ári hverju. Og á miðju sumri var jafhan mikið af grösunum bleikt og fallið. Garð- eigandinn lét þá fara fram rann- sókn á garðinum. Moldin virtist svo næringarík að hún gæti þrosk að hinn bezta gróður. Það var því ekki henni um að kenna þótt illa sprytti. En kartöflurnar — þar sem einhverjar voru — og rætur grasanna, komu mönnum einkennilega fyrir sjónir, því að þær voru þaktar ljósleitum hnúð um. Á kartöflunum voru hnúðar þessir einkum kringum augun, en sumar ræturnar voru svo al- þaktar að hnúðum þessum, að þær líktust helzt perlufestum. Við nánari athugun sást þó að hér var ekki um venjulegar perlu- festar að ræða, heldur lifandi dýr. Voru þetta afturbolir á kven dýrum kartófluhnúðormanna, sem héngu þarna út úr kartöflum og rótxnn þeirra, og voru úttroðn- ir af eggjum, er síðar urðu að lirfum, og loks að iðandi orma- kös. En frambolir kvendýranna Húseignir Til sölu 5 herbergja hæð í Teigunum. Hitaveita. Einnig einbýlishús við Heiðargerði. Tvær íbúðir í húsinu. Önnur laus til íbúða strax. Góð áhvílandi lán. Fasteignasalan Vatnsstíg 5 — Sími 5535. — Opið kl. 1—7 e.h. Höfum nú aftur fyrirliggjandi okkar þekktu rafmagnsþvottapofta — Verðið óbreytt — Hff. Dvergasteinfi Hafnarfirði — sími 9407 Ffölritari Til sölu er afar fullkominn spritt fjöl- ritari, rafknúinn, automatiskur. Mjög hagstætt verð. G. Helgason & HfeSsted hff. Hafnarstræti 19, sími 1644. B.S.S.R. Til sölu fjögra herbergja íbúð í smíðum. Upplýsingar í skrifstofu félagsins, Hafnarstræti 8. fjtvegum og seljum aff lager Logsuðu- Rafsuðu- Bindi* Blóma- Skógerðar- Gorma- Hanka- 6 ÞðBSIEINSSOIðsJORNSOS? Grjótagötu 7 — Símar 3573 og 5296 Affgreiðslustúlka óskast í vefnaðarvöruverzlun um mánaðarpótin. — Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld merkt: Ábyggileg — 5341. Stúlka sem er vön að sníða, óskast strax. Einnig nokkrar vanar saumasiúlkur. FATAGEKÐIN BURKNI Brautarholti 22, sími 6305. Sumarhattar! 1%- Aldrei meira úrval komið og skoðið 1Jer’zíttnin Skólavörðustíg 13 A Chevrolet '47 til sölu í fyrsta flokks ástandi. — Til sýnis á Rauðarárstíg 24, milli kl. 6—8 næstu kvöld. Steinhús í smíðum 100 ferm. hæð og rishæð á góðum stað í Kópavogskaup- stað, til sölu. Hæðin er tilbúin undir tréverk og málningu. En rishæðin óinnréttuð. Söluverð hagkvæmt. Nýja fasfeignasalan Bankastræti 7, sími 1518 og kl. 7,30—8,30 t.h. 81546 Til leigu 2ja herbergja kjallaraíbúð inn í Langholti til leigu til eins árs. Jafnframt verður til sölu ýmis konar húsgögn svo sem sófasett, borð o.fl. svo og þvotta- vél og rafsuðupottur o. fl. Allar upplýsingar hjá Málflutningsstofu Guðlaugs og Einars Gunnars Einarssonar, sími 82740 og 6573. Fasteignasala, Andrés Valberg. voru grafnir inn í kartöflurnar og rætur þeirra, og þar héldu dýrin sér dauðahaldi og drógu til sín meginhlutann af þeirri næringu, sem kartöflujurtin safnaði handa sjálfri sér og af- kvæmum sínum — kartöflunum. Afleiðingin varð sú, að kartöflu- jurtin varð vanþroska, veikluleg og föl, svo að hún gat tæplega framfleytt sínu eigin lífi, og því síður gefið af sér kartöflur svo nokkru næmi. Þannig hefur kar- töfluhnúðormurinn spillt kartöfiu rækt í fjölda mörgum görðum einkum í Reykjavík og kauptún- um sunnanlands. Gegn kartöflu- hnúðorminum er aðeins eitt ráð, sem gagn er að, og það er að hætta ræktun kartaflna í hnúð- ormasjúkum görðum strax og sýkinnar verður vart. Það gera líka flestir, enda þykir fólki jafnan ógeðslegt að borða kar- töflur þegar það veit að í þeina eru ormar, egg og lirfur, sem ná- skylt er innyflaormum í mönr.um og skepnum, svo sem njálg og bandormum, sem allir hafa haft hina mestu andúð á bæði fyrr og síðar. Hnúðormasjúkum görðum þarf að breyta í graslendi, og inniloka þannig hina sjúku mold. Evðast ormarnir þá smám saman. Garð- áhöld og kartöflugeymslur þarf að sótthreinsa með heitu vatni eða formalínblóndu, áður e.i þau eru notuð í ræktun í nýjum garði. En umfram allt verður að nota heilbrigt útsæði. Þeir sem hafa hnúðormssjúka garða og ætla sér að setja niður kar- töflur í vor, þurfa að fá sér ósjúkt land til ræktunar. Enginn má setja kartöflur í hnúðormasjúka mold í vor. Geir Gigja. Ingibjörg Jóns- dótiir. Kveðja f. 12. ág. 1883 d. 6. maí 1957 ÞÁ ert þú horfin, kæra vinkona, úr jarðvistum þessa heims. Mig setti hljóða við þá frétt. Því þótt við eigum öll víst að verða að skilja, þá er eins og við séum því aldrei fyllilega viðbúin. Nú ert þú komin á fegurri víðsýnis lönd, þar sem þú getur notið kærleika þíns til manna og dýra. Ég veit að nú nýtur þú þar um- hyggju þinnar fyrir þeim, sem þú varst svo góð og kærieiksrík hér á jörð, en ekki gátu launaS þér nema í þögulli bæn, sem heyrð hefir verið af æðra mætti og meiri en okkar manna. Nú bið ég þess, að þú fáir að njóta í þínum nýju heimkynnum alls þess góða, er þú gerðir fyrir mig og mína og þinnar óbilandi tryggðar í 25 ára kynningu. Ég veit, að margir munu minnast þín með sama huga, þótt nú séu þeir dreifðir víðs vegar. Þú gazt aldrei vitað, að neinum liði illa án þess að reyna að bæta úr því, sefa sorgirnar og græða hjartasárin. Það er margs aS minnast, Imba mín, er ég rifja upp endurminningarnar. Oft voru bjartar og glaðar stundir, en gott þótti mér að hitta þig, þegar erfiðleikar lífsins sóttu að, eins og ávallt vill verða í þessum heimi. Og oft vorum við glaðari, er við höfðum talazt við. Enda áttum við svo sérstaklega margt sameiginlegt, eins og þú manst sjálf bezt, kæra vinkona mín. Okkur var það báðum hjartnæmt mál. Nú vil ég með þessum síðustu línum til þín þakka þér allt og allt og fyrir bórnin mín. Bið ég svo góðan Guð að gefa þér bjarta og góða heimkomu í ríki dýrðar og kærleika. Og ég bið einnig Guð að varðveita mann þinr. og eftirlifandi börn, sem sjá nú eftir þér með söknuði. Berðu kveðju nína sameiginlegum vinum okkar þeim mörgu, sem nú eru kommr á undan þér. — Minning þín lifir, kæra vinkona mín, og blessuð sé hún eilíflega í ljósi kærleika og friðar. Eára Ágústsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.