Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 23. maí 1957 MORGVNBLAÐIÐ 11 Skógræktin hér á landi stendur nú á tímamótum ^KÓGRÆKT á íslandi er nú komin yfir fyrsta tilrauna- stigið og ætti sem fyrst að taka hana upp sem sérstakan tið í ræktun landsins. Frá 1899 og fram á þennan dag hefur meira og minna verið unnið að gróðursetningu er- lendra trjátegunda og reynsl- an af því starfi hef- ur sýnt að skógrækt »r möguleg víðast hvar á landinu. Ennfremur hefur reynslan sýnt, hvert Ieita beri tll að afla fræs unz okkar eig- in skógar fara að bera fræ. Reynslan af innflutningi sumra tegunda, eins og t. d. sitkagrenis, hefur verið á þann veg, að það virðist und- ir flestum kringumstæðum vera harðgerara en íslenzka birkið. Þetta ætti ekki að koma á óvart, því að með saman- burði á veðurfari og gróðri á íslandi og ýmsum öðrum n-erðlægum stöðum sést, svo að ekki verður um deilt, að fjöldi trjátegunda og margs konar annar nytjagróður vex við jafnerfið og erfiðari skil- yrði en hér eru í byggðum landsins. Hér fer því saman reynsla og kenningar en slíkt er undirstaða þess, að sér- hvert starf megi bera ávöxt. Þannig fórust Hákoni skóg- ræktarstjóra orð er ég hitti hann að máli um daginn í skógrækt- arstöðinni í Fossvogi. Hann var að skoða fallegar plöntur af sitkagreni, sem stóðu þar í beð- um í þúsundatali. Hvert eiga þessum plöntur að fara, spurði ég. í HEIÐMÖRK „Þeim verður dreift nú eftir rokkra daga milli skógræktar- félaga, en þessar plöntur fara aðallega upp í Heiðmörk.“ „Hvernig lízt þér á landnáms- starfið þar efra?“ „Mér lízt ágætlega á það, og nieð hverju árinu sem líður batna skilyrðin í Heiðmörk, því að landið verður frjórra og betra Geru þnrf skógræhtina eftirsótta og að föstum lið í búskaparhóttum Samtal v/ð Hákon skógræktarstjóra ár frá ári. Annars getur Einar Sæmundsen gefið þér betri upp- lýsingar um Mörkina, því að hann er þar hæstráðandi. En eins og kunnugt er hefur bæjar- stjórn Reykjavíkur falið Skóg- ræktarfélaginu hér í bæ að ann- ast allar framkvæmdir þar, en Einar er framkvæmdastjóri þess.“ FÉLAGATALA OG AFKÖST „Úr því að þú minnist á skóg- ræktarfélög, — hve mörg eru þau á landinu?" „Þau eru nú 29 með tæplega 8000 manns innan vébanda sinna. Þótt Skógræktarfélag Reykja- víkur sé stærst, þá eru mörg hinna mjög athafnasöm og mikil- virk. Og það fer ekki ávallt sam- an, félagatala og afköst, því að sum hinna fáliðaðri félaga hafa unnið frábært starf. Þannig er t. d. skóggræðslan á Holtsdal á Síðu til fyrirmyndar, þótt hún hafi verið unnin af litlu félagi, skógræktárfélaginu Mörk undir forustu Siggeirs Björnssonar. Þá eru og ljómandi fallegir reitir hjá Mýrdælingum, þótt þeir séu einn ig fáliðaðir. En svo má ekki gleyma stóru félögunum eins og t. d. Eyfirðingum og Suður-Þing- eyingum, Borgfirðingum og Ár- nesingum. Eyfirðingar og Suður- Þingeyingar eru langafkasta- mestir og eiga langa starfssögu að baki. Fyrir atbeina þeirra eru nú að vaxa upp heilir skógar og ótal trjálundir." FRAMTÍÐARSKÓGARNIR „Eru nú þessir skógar og lund- ir að vaxa upp á þeim stöðum, sem þú telur að framtíðarskóg- arnir eigi að vera?“ „Sumir, en aðrir ekki. Fram- tíðarskógarnir eiga fyrst og fremst að rísa í gömlu skóg- og kjarrlandi, og þeir þurfa auk þess að verða eins samfelldir og kostur er. Þess vegna verðum við nú þegar að gera okkur grein fyrir, hvar heppilegast sé að þeir rísi og byrja eins fljótt og unnt er að gróðursetja á þeim stöðum. T. d. er þegar hafin töluverð gróðursetning í Haukadal í Bisk- upstungum og á Laugarvatni, en á milli þessara staða er óhemju víðlent skóglendi. Eg tel ekki áhorfsmál að vinna að því, að þetta land allt verði tekið undir barrskóga eins fljótt og kostur er, en auðvitað tekur það tugi ára að gróðursetja í slíkt flæmi. En það verður ólíkt byggilegra í Árnessýslu þegar bændurnir þar geta sótt viðinn upp í hálend- isbrún Suðurlands en þurfa ekki að fá hann úr skipum í Þorláks- höfn eða Reykjavík. Sama gildir um Skorradalinn og ýmis önn- ur skóglendi í Borgarfirði, enn- fremur skóglendi í Þingeyjar- sýslu og á Héraði. Þá geta og ungir bændasynir stundað vetr- arvinnu á þessum stöðum í stað þess að fara til langdvala að he.iman í vinnuleit. ® ® ® ,Mér skilst þá, að skógræktin sé stödd á merkilegum tímamót- um eins og nú standa sakir?“ „Vissulega eru það tímamót, þegar öruggt er að við getum ræktað hér barrskóga af ýmsum tegundum með góðum árangri, sem hafa mun í för með sér að landið „eldist til bóta“ eins og Stephan G. kvað. Eg get nefnt þér sem dæmi, að sibiriska lerkið á Hallormsstað vex nú sem svar- ar 5 teningsmetrum af viði ár- lega á hektara lands. Þá hefur sitkagreni náð nærri 9 metra hæð á 19 árum þar sem bezt lætur. Hæsta lerkið var orðið röskir 12 metrar í fyrra, þá 35 ára, en ísl. björkin er um 11 metrar þegar hún er 50—70 ára. Þá hafa sum barrtrén borið þroskað fræ á und anförnum árum, svo sem blá- greni, sitkagreni, broddfura og fleiri. Og við höfum nú í vor í fyrsta sinni fundið sjálfsána sitkagreniplöntu í brekkunni of- an við Tumastaði. Hún er senni- lega 3 ára, bústin og pattaraleg en ekki há í loftinu. Þá eru hér Hákon Bjarnason og sjálfsánar fjallafurur á Þing- völlum og margt mætti* fleira telja upp, sem yrði alltof langt mál.“ t FRAMTÍÐINNI „Hvernig hugsar þú þér að skógræktarstörfunum verði hag- að í framtíðinni?" „Verkefnið er svo feikilega mikið og óþrjótandi að hér þyrftu helzt allir að vinna að, sem vettl- ingi geta valdið. Skógrækt ríkis- ins verður að hafa forustuna og gefa allar leiðbeiningar. Við erum nú að taka saman áætlun um næstu árin og munum leggja hana fyrir stjórnarvöldin nú á þessu sumri. Þar verður gert ráð fyrir, að bæði skógræktarfélög og einstaklingar geti lagt fram sinn skerf á þann hátt, að menn verði fúsir til að vinna að þessum mál- um. Ef slík starfsáætlun finn- ur náð fyrir augum stjórnarherr- anna og verður samþykkt, þá má vænta mikils framgangs skóg- ræktarinnar á næstu áratugum. ÞAÐ ÞÆTTI SAGA „Er það nokkuð fleira, sem þú vildir sagt hafa, Hákon, áður en við skiljúm?" „Eg skal segja þér það, að það þætti saga til næsta bæjar, ef við hættum allt í einu að rækta kartöflur, en veiztu hvað það kostaði þjóðfélagið? Nei, þú veizt það ekki góði, það mundi ekki kosta nema um 11—12 milljón króna innflutning. En allt timbr- ið, sem við flytjum inn kostar okkur nú um 60—80 milljónir, og þyrfti að vera miklu meira, því að hér eru menn sífellt í spýtna- hraki. Finnst þér nú í sannleika ekki tími til kominn að fara að setja undir þennan peningaleka, karl minn, með því að fara að planta trjám í stórum stíl og •koma upp álitlegum barrskóg- um?“ Sv. Þ. Mercier vísað úr landi Maðurinn stendur vio »iuin stærsta sitkagrenitrésins í Múlakoti, en tré þetta var gróðursett 1937. Reyndar er myndin tekin fyrir nokkrum sumrum. BERN, 22. maí. TFIRMAÐUR upplýsingadeildar franska sendiráðsins í Svisslandi, Marcel Mercier ofursti, er farinn frá Svisslandi samkvæmt óskum stjórnarinnar þar. Hann var yfir- lýstur „persona non grata“ í fyrri viku. Hann er talinn hafa verið höfuðpaurinn í njósnamáli, sem leiddi til þess að hinn opin- beri svissneski saksóknari, René Dubois, framdi sjálfsmorð 23. marz sl. Mercier og Dubois yoru persónulegir vinir og höfðu skipzt á leynilegum upplýsing- um. Nokkuð af þessum upplýs- ingum á að hafa farið á milli þeirra með vitund svissnesku stjörnarinnar. En Mercier hafði betri sambönd en Dubois. Ann- an maí var lögreglustjórinn Max Ulrich handtekinn fyrir að hafa selt Mercier leynileg samtöl til og frá egypzka sendiráðinu, sem hann hafði tekið á stálþráð. — Álitið er, að upplýsingarnar sem Mercier komst yfir með þessu móti hafi leitt til handtöku margra leiðtoga serkneskra upp- reisnarmanna bæði í Alsír og Frakklandi. Upplýsingarnar, sem Dubois fékk með samþykki sviss- nesku stjórnarinnai, vörðuðu einnig starfsemi uppreisnar- manna í Alsír, en þær voru ekki jafnverðmætar Frökkum og upp- lýsingarnar, sem Ulrich gaf þeim. „Keisaraskurður" HÚSAVÍK, 21. maí: — í gær voru sjómenn frá Húsavík staddir austur í Axarfirði við loðnuveið- ar. Urðu þeir þar varir við tölu- vert af sel og skaut Þorgrímur Maríusson landssélskæpu. Þegar hann hafði innbyrt kæpuna tók hann eftir hreyfingu á kvið henn- ar. Gerði hann þá þegar „keis- araskurð" á kæpunni og náði frá hinni dauðskotnu skepnu lifandi kóp. Urðu sjómennirnir að sinna þarna venjulegum ljósmóður- skyldum, hnýta fyrir naflastreng og skilja á milli. Tókst þetta svo vel að kópinn sakaði ekki. Var hann fremur dasaður fyrst eftir fæðinguna, en hresstist fljótt, eftir að hituð hafði verið mjólk handa honum sem hann drakk af beztu lyst. Kópurinn var síðan fluttur til Húsavíkur og lifir hann þar bezta lífi eftir því sem séð verður. STAKSTEI!\EAR Borgun fyrir banka' stiórastöður Kommúnistar segjast alltaf vera mjög mótfallnir gengis- lækkun. En nú leikrur sterkur grunur á því, að þeir hafi verið keyptir til fylgis við slíka ráð- stöfun, þegar haustar, með nokkr um stöðum í bönkunum. Arugljóst er að miklar ráða- gerðir eru uppi um gengislækkun innan stjórnarherbúðanna. Emil Jónsson sagði í þingræðu fyrir nokkrum dögum að einungis tvær leiðir hefðu verið fyrir hendi í efnahagsmáhunum sl. vet- ur, gengisbreyting eða styrkja- stefna. Hin síðarnefnda hefði ver ið valin. En framkvæmd hennar væri háð því skilyrði, að stjórn- inni tækist að koma í veg fyrir áframhaldandi kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags. Ef henni tækist það ekki, blasti ekkert annað við en gengislækkun. Nú vita allir, að kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags er í fullum gangi. Dýrtíðin vex með hverjiam mánuði. Þetta vita vinstri stjórnar menn. Þess vegna ráðgera þeir nú gengislækkun með haustinu, eftir að hafa svikið öll sín lof- orð um nýjar leiðir og úrræði í þessum málum. Og margt bend ir til þess að kommúnistar hafi lofað að styðja gengislækkunina í staðinn fyrir bankastjórastöð- urnar, sem þeim era nú ætlaðar. Stjórnarmyndun í Danmörku Jafnaðarmenn töpuðu eins og kunnugt er verulega í dönsku kosningumum um daginn. Ekk- ert liggur ennþá fyrir endanlegt um möguleika til nýrrar stjórnar myndunar annað en það, að H. C. Hansen getur ekki myndað meirihlutastjórn á breiðum gnandvelli. Við það hefur hann þegar gefizt upp. Róttæki flokk- urinn mun einnig tregur til stjómarmyndunar með jafnað- armönnum. Og við kommúnista vilja jafnaðarmenn alls ekki tala, hvorki um stjórnarsamvinnu né sluðning í einstökum málum. Mikið gætu leiðtogar íslenzkra jafnaðarmanna lært af flokks- bræðrum sínum í Danmörku. Hér sitja Alþýðuflokksmenn í ríkis- stjórn með kommúnistum og leiða þá til áhrifa á öllum svið- um þjóðlífsins. Nú þessa dagana era þeir að bisa við að koma tveimur kommúnistum í banka- stjórastöður. íslenzkir jafnaðarmenn hafa einir allra jafnaðarmannaflokka hins frjálsa heims tekið þessa af- stöðu. Ólgandi óánæffia Stjórnarflokkarnir loga nú að innan af óánægju með stjórn sína og stefniu hennar. Bragi Sigur- jónsson lýsti vonbrigðum kjós- enda þeirra úti á landi með fram kvæmd hennar og á Alþingi sagði Áki Jakobsson henni hlífðarlítið til syndanna. Einnig leik- ur grunur á að Alþýðuflokkurinn hafi rekið einn varaþingmann sinn af Alþingi, vegna þess að hann var tregur til fylgis við skattafrumvarp stjómarinnar og bankamálastefmi. Uti á meðal almennings er óá- nægjan þó miklu almennari. Þingmennirnir og forystulið vinstri flokkanna hangir nú fyrst og fremst saman á sameiginleg- um vonum um ný embætti og bitlinga. Annar ráðherra Alþýðu flokksins mun nú hafa skipað marga tugi manna af flokks- bræðrum sínum og stuðnings- mönnum stjórnarinnar í nefndir til þess að föndra við alls konar „endurskoðanir".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.