Morgunblaðið - 02.07.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.07.1958, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 2. júlí 1958 MOKCVISBI 4Ð1Ð 3 Það þarf víst margar byssur Nokkur orð um geit- ina, sem vex í Tyrol NÚ ER mikið í húfi. Sumarleik- hús Heimdallar er að hefja starf- semi sína og ætlar að sýna bráð- skemmtilegan gamanleik. Það veitir ekki af í rigningunni. Þegar við hittum Lárus Páls- son, leikstjóra, að máli ekki ails fyrir löngu, sagði hann, að ef við fylgdumst með æfingum á Heim- dallarleikritmu,- mundum við kynnast bæði sérkennilegu og skemmtilegu umhverfi: -— Við byrjum klukkan 10 á niorgnana og æfum okkur þangað til ,kl. 2 síðdegis. í hádeginu fáum við okkur mat í Síld og Fisk. Þar er ágætur kokkur, eins og þið getið séð af því, að við kaupum jafnvel af honum „biximat“. I eldhúsi Sjálfstæðishússins getið þið svc fundið einhvern allra bezta bak- ara hér í bæ, hann er að vísu ákaflega önuglyndur um þessar mundir, því að hann getur ekki fengið sumarfrí fyrr en leikhúsið hefur hætt sýningum. Þegar við byrjuðum aö æfa kallaði hann á mig og sagði: Heyrðu Lárus, helduröu að þetta taki langan tíma? Á meðan ég hugsaði mig um, svaraði hann sjálfum sér með þessum orðum: Nei, það er ómögu legt, það getur ekki verið, að þetta verði sýnt meira en fjórum til fimm sinnum. Ja, þá hef ég lítið vit á leiklist, ef þeir kom- ast upp í sex sýningar — og svo brosti hann og hélt áfram að baka vínarbrauð, því að það starf hef- ur hann einkum með höndum. Við létum Lárus ekki segja okkur þetta tvisvar. Okkur lang- aði nefnilega til þess að kynnast svolítið miðjunni á miðbænum, en hún liggur víst einhverstaðar á milli eldhúsanna í Sjálfstæðis- húsinu og Síld & Fisk. — Þegar við komum niður í Sjálfstæðis- hús í gærmorgun kl. 10,30 voru leikararnir nýfarnir. Á sviðinu stóðu þrír ungir menn, hömruðu og mældu og gerðu allar hunda- kúnstir. Við spurðum, hvort þeir væru aðstoðarleikarar, þorðum ekki að fara lengra í sakirnar, svona fyrst í stað. Þeir litu á okk ur og svöruðu einum rómi: — Ónei, ekki er það nú. Við erum yfirsmiðir. Svo héldu þeir áfram að smiða, eins og ekxert hefði í skoiizt. Við spurðum, hvort ieik- ararnir væru ekki við. Nei, þeir fóru víst upp í útvarp. Nújá, hugsuoum við, það er undarlegt, hvað leikarar þurfa oft að skjót- ast upp í útvarp. Þeir virðast hafa mikið dálæti á þeirri stofnun. En upphátt segjum við: Hvað er þetta þarna uppi á veggnum? Ja, það er víst einhverskonar er dálítið óvenjulegt starf eins og vera ber; þeir eru að breikka legubekk. Nújá, svo þetta er franskur gamanleikur, segjum við. Hárrétt. — En hvað á að gera við dívaninn? — Hvað er gert við þá yfirleitt, svara yfirsmiðirmr hálfhneykslaðir. Það á auðvitað að sofa á honum. Hér eiga leik- Magnús Pálsson mættur með sitt fallega Búlganinsskegg. Hann gekk til yfirsmiðanna, þar sem þeir lágu yfir dívaninum, benti á viðbótarsmíðina og spurði: — Með hverju ætlið þið svo að fóðra þetta? Með grasi, svöruðu þeir. — Nújá, þið verðið þá að sjá um, að geithafurinn hlaupi ekki í það. f þessum svifum birtist Lárus Pálsson í eldhúsdyrunum. Hann er nýkominn aftur og byrjaður að leggja á borð. Við köilum til hans: — Þið voruð farnir, þegar við komum. — Já, svaraði hann. Rúrik er að byggja. Helga Val- týsdóttir og Rúrik Haraldsson voru nú komin í mat. Við gengum til Helgu og sögðum við hana: — Svo þú ert hérna líka. Hvað leikur þú? — Kvenhlutverk! Hvernig átti okkur að geta dott- ið það í hug, svona á stundinni? Svo er setzt að snæðingi, sumir fengu bollur aðnr „bixirnat", en við borðuðum aðeins vínarbrauð til.að þóknast bakaranum. Talið barst að leikritinu. Einn af að- stoðarmönnunum lýsti því yfir, að hann hefðj fengið lánaða skammbyssu hjá lögreglunni. Jú auðvitað, datt okkurr í hug, það hlýtur að þurfa margar byssur í gamanleik, þar sem legubekkur er í aðalhlutverkinu En við sögð um auðvitað ekkert, vorum kómn ir til að hlusta, en ekki tala — Nú var farið að ræða um mat- inn. Hvað skyldi eiginlega vera í þessum bollum? Yfirsmiðirnir litu upp á leiksviðsvegginn. Jú, geitin var á sínum stað. Þetta var þá óhætt og svo stungu þeir upp í síg bita, en varlega. Af hverju hættið þið ekki blaðamennskunni farið að leika með okkur? Aðalleikendur í Sumarleikhúsi Heimdallar: Helga, Lárus, Rúrik — og Iegubekkurinn. ararnir að liggja . . . Allan tím- ann, spyrjum við: Ekki er það nú ætlunin, svara yfirsmiðirnir. Svo brosa þeir kankvíslega hver til annars og einn þeirra bætir við: Annars veit maður aldrei hvað getur gerzt. Eins og af þessum stutta inn- gangi má sjá, tóku yfirsmiðirnir okkur tveim höndum, svo að við söknuðum leikaranna ekki á nokkurn máta. — Nú, þið getið bara snúið þessu upp í blaðavið- tal við okkur, sagði einn þeirra, en félagi hans þaggaði niðrí hon- um og sagði, að hann skyldi halda áfram að vinna. — Það er meira hvað þú ert áhugasamur þenn- an hálftíma, sv’araði hinn, og sló hamrinum af alefli á vísifingur vinstri handar. Þér var nær, sögðu hinir, en hann stóð upp og sagði: — Það er svona, þegar maður vinnur dag og nótt fyrir hugsjónir sínar, og svo er ég ekki vanur að vinna eftir svona litlum vinnuteikningum. Svo skrapp hann niður í búningsher- bergið og var þar nokkra stund. Þeir fóru þangað nokkrum sinn- um, svo að það vakti athygli okkar. Við eltum þá og sáum, að þeir laumuðust í stóra ferða- , geit-1 tösku. Við höfðum enga hug- hafur, svara yfirsmiðirnir hróð- mynd um_ hvað þeir voru að ugir. Svo bætir einn þeirra við: ! sækja_ en eitt var víst> að það — Ég held þetta sé sérstök tegund , var ekki svefnmeðal. Okkur vantar t. d. einhvern til að leika náunga, sem heitir Rú- bert. Hann sést aldrei á sviðinu, en það er ekki laust við, að hann tali ^indum í símann. Þið hafið æfingu í að tala í símann, er það ekki? Jú auðvitað, það gerir blaðamennskan. Svo súpum við á glasinu og hámum í okkur vín- arbrauð. Lárus Pálsson stendur upp:—Eigum við ekki að skreppa fram í eldhús, spyr hann. Jú, auðvitað. Þegar við komum í eld- húsið var bakarinn þar fyrir. Hann var ákaflega virðulegur, benti okkur á vínarbrauðsstafla og sagði: — Gjörið þið svo vel, vínarbrauð. Við þökkuðum fyrir og bitum í. Kurteisi okkar skein af hverjum bita: — Það er augljóst að þér þykir skemmtilegra að baka vínarbrauð en vera í sumarleyfi. Wilhelm Ó. Bernhöft bakari hristi höfuðið og settist upp á eldhússkáp. Eftir stundarkorn sagði hann: — Ég er vanur að baka mínar kökur af umhyggju. Morgunblað- ið sagði einhvern tíma, að þetta væru beztu vínarbrauð í bæn- um. Mér er víst óhætt að trúa því, sem þar stendur. — Og hvernig lízt þér nú á leikritið’ — Minnist ekki á það, minnist ekki á það. Hér standa þau all- an morguninn, æpandi og vein- andi á sviðinu, og svo þegar ég kem hlaupandi fram í salinn, þá hefur ekkert gerzt. Sennilega eru þau bara að kitla hvert annað. jú, ætli það ekki. Og svo hlær Vilhelm bakari af öllu hjarta og bendir á Rúrik, sem skýzt með vínarbrauð inn í salinn: — Þarna ur nú hinn höfuð- paurinn, segir hann, hjáleigan. Og við hlæjum allir, en í því kemur ljósamaður inn í eldhúsið og veður inn í skáp einhverra erinda: — Gott á meðan þeir fara ekki með lúkuna ofan í mann. segir Vilhelm bakari. En við kveðjum. Ferðinni er heitið í eld- húsið í Síld og Fisk. Þið skuluð vara ykkur á kokknum, sagði Lárus á leiðinni. Ég held hann hafi ekki heldur fengið sumarfrí. Hann er ákaflega gramur yfir því, ég gæti bezt trúað, að hanr. gæti tekið út úr sér tanngarðinn og greitt sér með honum, ef sá gállinn er á honum. En þetta var mikill misskilningur hjá Lárusi, því að kokkurinn í Síld og Fisk er mesta ljúfmenni og lék við hvern sinn fingur, á meðan við röbbuðum við hann. Hann var meira að segja svo kurteis að lýsa því yfir í heyranda hljóði, að leikarar væru dásam- legt fólk, ákaflega skemmtileg- ir, enda fæddir til þess. Við sögð- um honum, að hann mundi ekki vera svona kurteis, ef hann vissi, hvernig þeir hefðu baktalað hann. Hann hló góðlátlega og sneri kálfasteikinni á pönnunni, benti okkur síðan á mæli, sem þar var upp á vegg og sagði: — Hérna getið þið séð, 40 gr. á Celsíus. í þessum hita þarf ég að standa allan guðslangan dag inn; það rennur af manni — svit inn á ég við. En það gerir ekkert til, það lendir að minnsta kosti ekik á „kúnnunum“ onei, hér er búinn til góður matur, eins og þið getið séð af því að 300 manns borða hér á hverjum degi í hádeg inu. Það var augsýnilegt, að hann kunni vel við sig á þessum stað. Hér var hann konungur í ríki sínu, já, svo fastur í sessi, að óhugsandi er, að um hann verði sagt eins og segir í sögu alnafna hans Tryggvasonar; „Þá mælti Ólafr konungr: „Hvat brast þar svá hátt?“ Einarr svarar: „Noregi ór hendi þér, konungr". — Framh. á bls 14 af geit, ég held þetta sé stein- geit, hún vex víst í Týrólf Svo halda þeir áfram starfi sínu. Það Vinnuteikningu? Eru þær nú líka notaðar við smíði leiktjalda? Ójú, ekki bar á öðru, og nú vai allir fá kaffi hjá Vilhelm bakarr. Afsakaniir Tímanu Mikill ágreiningur var a. m. k. innan Alþýðuflokksins um þaS, hvort Alþingi íslendinga, elzta löggjafarþing í heimi, ætti ai verða fyrsta stofnunin meðal frjálsra þjóða, scm sendi full- trúa í heimboð til Kreml eftir að kunnugt varð um réttarmorðin og griðsvikin i Ungverjalandi. Fram sóknarmenn hafa og vafaiaust orðið varir megnrar óánægju af þessum sökum í liði sínu. Afsak- anirnar, sem birtast sl. sunnudag í Tímanum eru vafalaust miðaðar við þetta. En þar segir m. a.: „Ef menn íhuga þessi mál í ^ ljósi sögulegrar reynslu, mun , aukin einangrun og enn öflugra járntjald milli austurs og vesturs, tæpast verða til þess að veikja kommúnismann. Hitt er miklu líklegra, að vaxandi samskipti, menningarleg og verzlunarleg, geti smátt og smátt haft heppileg áhrif austan járntjaldsins, ®g styrkt hin friðsamlegri og frjáls- lyndari öfl þar. Það er líka eina leiðin til að draga úr tortryggn- inni, sem á mestan þátt í stríðs- hættunni. Þess vegna mega vest- rænir stjórnmálamenn ekki gef- ast upp við það að sýna sig jafnan reiðubúna til samskipta og sátta, jafnhliða því, sem þeir verða að gæta vöku sinnar og flana ekki að neinu, sem er ótryggilegt.“ Ferð Stevensons annars eðlis en alþingis- mannanna. Allar fara þessar afsakanir á svig við það, sem hér skiptir máli. Engum íslending hefur dott ið í hug að slíta stjórnmálasam- bandi við Rússa eða hætta eðlileg um viðskiptum við þá. Sjálfur segir Tíminn t. d. í sama blaði frá för Adlais Stevensons til Rúss- lands nú á þessa leið: „Adlai Stevenson hinn banda- ríski er nú á leið til Rússlands í erindum bandarískra rithöfunda ... ætlar að semja fyrir þá um höfundarlaun í Ráðstjórnarríkjun um ... íslenzkir og aðrir evrópsk ir höfundar gætu notið góðs af þeim samningum .. ..“ Af þessari lýsingu sjá menn hversu ósambærileg för Steven- sons er við ferðalag íslenzku al- þingismannanna. Hann fer ekki á kostnað kommúnista né í heim- boði þeirra heldur til að leysa ákveðið mál, sem úrlausnar þarf við. Alþingismennirnir fara hins vegar í boði og á kostnað þeirra, sem ábyrgir eru fyrir réttarmorð- unum í Ungverjalandi. Enginn vafi er á, að flestir íslendingar eru sama sinnis og Helgi Sæm. undsson um að þcir vildu vera lausir við þann veizlufagnað. Orð og framkvæmd í hugleiðingum sínum um „sam skiptin við kommúnistalöndin“ segir Tíminn um réttarmorðin: „Allir eru sammála um að for- dæma þau og fordæma þau svo ákveðið, að eftir því verði tekið austan járntjaldsins“. Þjóðviljinn hefur hins vegar í gær eftir Emil Jónssyni forseta Samcinaðs Alþingis undir mynd af honum, þar sem hann stendur blómum skrýddur milli rpssr- neskra valdamanna í Moskva: „Við íslendingar eigum ágæt samskipti við Sovétríkin, bæði í efnahagsmálum og menningar. málum. Ég er þess fullviss að heimsókn okkar og sovézk endur- gjaldsheimsókn munu efla þá vin samlegu sambúð, sem er með löndum okkar“. Heyrist mönnum hátt látið um „fordæminguna" í þessum orðum foiseta Sameinaðs Alþingis?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.