Morgunblaðið - 02.07.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.07.1958, Blaðsíða 6
o MORCUWfí! 4 Ð IÐ Miðvikudágur 2. júlí 1958 LÍNUDANS POLVERJA Gomulka frjálsræði og FTIR að það varð lýðum Ijóst, að eins konar end- ■i urvakning hinna gömlu stalinistaaðferða hefði orðið í Rússlandi, beindist athyglin mjög að Póllandi. Mörgum kom til hug ar að nú mundi Pólverjum ekki lengur vera látið haldast uppi að búa að við það frjálslyndi á ýms- um sviðum, sem Rússar hafa leyft þeim, síðan í október 1956. Bent er á, að forsætisráðherra Pól- verja, Gomulka, sé til þess neydd ur að dansa eins konar línudans án þess að nokkurt öryggisnet sé fyrir neðan, þannig að ef liann falli, þá boði það fall ekki annað en dauða. Gomulka er milli tveggja elda. Á annan bóginn er logandi hatur almennings í Pói- landi gegn Sovétstjórninni, sem hlyti að brjót- ast út í ljósa loga ef Go- mulka léti of mikið undan kröfum Moskvu. En sé Gomulka hins vegar of eítir- gefanlegur gagnvart kröf- um almennings í Póllandi um sjálfstæði, þá á hann á hættu að Moskva komptil skjalanna og steypi honum af stóli. Því var veitt mikil athygli, hvernig viðbrögð Pólverja yrðu við aftökunum í Búdapest. þegar Nagy og félagar hans voru myrt- ir. Daginn eftir að fregnin birtist, logaði mjög undir niðri i PóUsndi en stjórnin lét þá ekki strax uppi, hvaða afstöðu hún tseki. En sam- kvæmt því sem frétzt hefur. greip flokksstjórn kommúnista í Var- sjá til þess ráðs að síma til hinna ýmsu flokksdeilda úti á landi og skýra þeim frá, að miðstjórnin í Varsjá tæki afstöðu gegn af- tökunum. Hins vegar var það lát- ið í ljós, að flokksstjórnin teldi, að það væri rétt, sem Rússar og kommúnistar í Ungverjalandi héldu fram, að af hálfu Nagy og félaga hans hefði verið um að ræða „andbyltingu“, og var því þess vegna ekki lýst yfir af haifu Pólverja að þeir væru í sjalíu sér samþykkir gerðum þessara manna, þótt þeir fordæmdu af- töku þeirra. Þannig reyndu pólsku kommúnistarnir enn að dansa á línunni, millr Rússa ann_ ars vegar og almenningsálxtsins i Póllandi hins vegar. Svo virðist sem pessi viðbrögð Gomulka hafi mæizt vel fyrir meðal almennings í Póilandi og nokkuð er það, að Gomulka tókst algerlega að koma í veg fyrir að andúð Pólverja á aftökunum kæmi fram í fundarhöldum, mót- mælagöngu eða öðru slíku, sem þá var talin hætta á. ★ - Nú berast þær fregnir að Gom- ulka hafi á laugardaginn haldið ræðu, þar sem hann talaði um aftökurnar í Ungverjalandi, og lýsti því yfir að hann teldi að Nagy hafi verið fjandmaður ung- versku þjóðarinnar. Jafnframt þessu réðist hann svo allharka- lega á stjórn Títós í Júgóslavíu. Þetta kom mönnum mjög á óvart, eftir þær fregnir, sem höfðu bor- izt um afstöðu pólska kommún- istaflokksins og getið er um hér á undan. Að vísu er a pað bent, að Gomulka hafi í ræðu sinni ekki beinlínis teifið það fram, að hann teldi að aftökurnar hefðu verið réttlætanlegar, en pau orð lét hann þó falia um Nagy, að hann hefði verið „endurskoðunar sinni“ og mjög nálgazt að vera það. sem kallað er á málx komm- únista, „gagnbyltingarmaður , og afturhaldsseggur". í framhaldi aí þcssu, kom svo árás á Tító, eins og vikið er að hér á undan og sagði Gomulka að sú afstaða júgó slávnesku stjórnarinnar að vilja ekki vera þátttakendur í hinni kommúnisku blokk væri fjand- samleg friðinum í heiminum og beinlínis til þess fallin að „grafa undan frelsinu," eins og haft er eftir Gomulka. Ekki er ennþá vitað, hvað ligg- ur á bak við að Gomulka skyldi halda slíka ræðu. En þess er getið til, að ræðan hafi verið hald in tii þess að koma í veg fyrir, að hinir gömlu stalinistar fengju færi á honum. Þegar Gomulka komst til valda í október !956 og stalinistum var vikfð til hliðar, voru þessir andstæðingar Gom- ulka ekki drepnir, heldur voru þeir settir 1 ýmsar stöður og sum ar.allmikilvægar, svo sem í sendi herraembætti. Þessir menn eru enn við lýði og bíða færis að geta steypt Gomulka úr stóli. Svo virð ist sem Gomulka hafi nú þótt ráð legast að taka opinberlega af- stöðu á móti Tító til þess að forð- ast, ef unnt mætti verða, að stal- inistarnir kæmust aftur til vaida í Póllandi með aðstoð Moskvu. Annars er engan veginn gott að segja hvaða ástæður haía verið hér fyrir hendi, því margt er það sem óljóst er í valdabaráttunr.i austan járntjalds og þá ekki sízt Póllandi, þar sem Gomulka og flokkur hans hefur sífelldlega reynt að þræða eins konar með- alveg og hlaupið til hægrj eða vinstri, eftir því sem ástæður hafa legið til hverju sinni. Gjöf til Slysa- varnafélagsins FORSETI Slysavarnafélags ís lands voru nýlega afhentar kr. 5000.00 sem gjöf til Slysavarna- félagsins frá Sambandi ungra Starf lögreglunnar hér í Reykja- vík er í ýmsu fólgið. Það kemur stundum fyrir snemma sumars, að lögreglan verður að skerast í leikinn, þegar blessaðar endurn- ar taka upp á því að verpa inni á milli húsanna og birtast svo einn góðan veðurdag á götunni með barnahópinn. Þá vilja verða mörg ljón á veginum áður en ákvörðunarstað, Tjörninni eða sundiunum, er náð. Á laugardag- inn var, varð lögreglan t.d. að koma til skjalanna. Það gerðist inni i Skipasundi. Þar var bústin andamóðir á ferðinni með 9 unga sína. Fólkið sá að það ferðalag gat asiðveldlega endað með skelf- ingu. Þvi var leitað til lögregl- unnar, sem sendi þegar einn af bílum sínum á vettvang. Lögreglu mönnunum tókst eftir dálítinn eltingarleik að safna allri fjöl- skyldunni saman upp i lögreglu- bílinn. Ungarnir voru settir í kassa, en vissara þótti að hafa hendur á þeirri gömlu. Hér á myndinni sjást lögreglumennirnir leggja af stað í bílnum með fjöl- skylduna niður á Reykjavikur- tjörn. — (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.). Framsóknarmanna. — Gjöfinni fylgdi svohljóðandi bréf: „1 tilefni af 20 ára afmæli Sam- bands ungra Framsóknarmanna vill 7. þing sambandsins, haldið í Reykjavík dagana 13.—15. júní 1958, votta sjómannastétt lands- ins þakklæti sitt og virðingu fyr- ir vel unnin störf í þágu þjóðar- innar með þyí að færa Slysa- varnafélagi Islands kr. 5.000.00 að gjöf til eflingar slysavarna í framtíðinni". Stjórn Slysavarnafélagsins þakkar þessa myndarlegu gjöf og þá sérstaklega þá viðurkenningu á málefnum Slysavarnafélagsins og starfsemi sjómannastéttarinn- ar, sem gefendurnir vilja með þessu láta í ljós. ,<S>- shrifar úr daglega lífinu j Yfirvofandi þrengsli á jarðkringlunni ERLENDUR maður, staddur hér á landi, átti tal við Velvak- anda um daginn. Það sem honum fannst mest til um á íslandi voru hvorki mislitu húsaþökin eða feg urð íslenzku stúlknanna. Hvort tveggja virtist hafa farið alger- lega framhjá honum. Sennilega hefur enginn Islendingur vakið athygli hans á því. En þ«ð var annað sem hann kvaðst öfunda okkur af, og það efast ég um að fslendingar kunni að meta sem skyldi. Allt þetta ónotaða land- rými hér og allir þeir möguleikar sem það veitir fannst honum'al- veg ómetanlegt. Þetta eru ekki innantóm glam- uryrði. Eitt mesta vandarnál heimsins í dag er fólksfjölgunin og yfirvofandi þrengsli á jarð- kringlunni. í nýútkomnum sxýrsl um frá Sameinuðu þjóðuuum segir, að nú séu um 2.700 millj. manna á jörðinni, og að með sama áframhaldi muni su tala vera komin upp í 5.700 millj. um næstu aldamót. Þá verða aðeins nokkrir fermetrar til har.da hverju mannsbarni, jafnvei þó eyðimerkur og fjöll séu reiknuð með. Og hvar á þá að framleiða fæðu handa öllum þessum skara? Ef ekki verður eitthvað að gert, þurfum við engar kjarnorku- sprengjur til að úti sé um mann- skepnuna í veröldinni. Nóg olnbogarúm á íslandi AÐ er því ekki svo lítið dýr- mætt fyrir þjóð að eiga nóg land, jafnvel þó mikið af því séu fjöll og nratin- flákar. Framfarir eru svo miklar, að ekki er að vita hvenær slíkt verður talið allra byggilegasta land. Já, við höfum vissulega nóg olnbogarúm á Islandi. Það liggur við að hver þriggja manna fjöl- skylda geti haft 2 km2 til umráða. Velvakandi hefur ekki í hyggju að birta hér langa töludálka úr skýrslum. En ef gefa á nokkra hugmynd um ástandið, er óhjá- kvæmilegt að vitna í skýrslur. Mest fjölgar íbúunum í Asíu enda er nú þegar þrengst þar. Á síðastliðinni öld voru Asíubúar tvisvar sinnum fleiri en Evrópu búar, en nú eru þeir orðnir fjór- um sinnum fleiri. Þrengsiin í sum um Asíulöndunum, eins og á Ind- landi og í Japan, eru orðin svo mikil, að ástandið er orðið óvið- unandi. Stjórnarvöld þessara landa hafa því stð sig tilneydd að gangast fyrir takmörkun barn- eigna. Jafnvel í Evrópulöndunum fjölgar fólkinu iskyggilega mikið. A árunum milli 1924 og 1930 fækk aði barnsfæðingum að vísu í Evrópu, en síðan 1930 hefur þeim aftur fjölgað í öllum þeim lönd- um, sem öruggar skýrslur eru til um. Mæður yngri en áður 'ITIÐ rannsókn á barnsfæðing- * um í Evrópulöndunum heiur komið í ljós að mæður eru nú yngri en áður. Sennilega mun óhætt að fullyrða að sama máli gegni hér á landi. Aftur á móti verður það sífellt sjaldgæfara að konur eignist börn eftir 35—40 ára aldur. Börn fæðast nú yfir- leitt snemma í hjónabandinu, og það er meira að segja að verða sjaldgæft í Evrópu að börn fæð- ist í hjónabandi, sem siaðið hefur í 10—15 ar. íslendingúm fjölgav mjög ört. Samkvæmt siðustu skýrslum fjölgaði þeim uxn '1% á árinu 1956. Annars er petia að verða æði mikið svartsýnishjal. Ef til viil er ekki ástæða til að mála skratt- ann á vegginn. Á öliurn öldum hafa menn verið að sjá fyrir heimsendi. Og löngu áður en þrengslin eru orðin óbærileg á jörðinm, verðum við kannske bú- in að fá landrými á öðrum hnött- um. Þrátt fyrir það er ósköp nota- legt að hafa svona rumt í kring- um sig. Gagníræðoskól- inr á Akronesi GAGNFRÆÐASKÓLANUM á Akranesi var sagt upp laugardag- inn 31. maí. Nemendur voru í vetur 195 í 9 deildum. Fastakenn- arar eru 7, auk skóiastjóra. Skólastjóri flutti skólaslita- ræðu og skýrði frá skólastarfinu á liðnum vetri. Hafði starfið gengið furðuvel, þegar á það er litið, að skólinn býr við hin hörmulegustu húsakynni, var kennt á eigi færri en 7 stöðum alls. Dregur þetta, að sjálfsögðu mjög úr ýmsum greinum skóla- starfs, einkum þó félagslífs. Vonazt er eftir, að byrjað verði á nýju skólahúsi í sumar. Gagnfræðaprófi luku að þessu sinni aðems 12 nemendur. Eftir-- taldir gagnfræðingar hlutu verð- laun: 1) Guðmundur Vésteinsson, fyrir hæstu einkunn á gagnfræða prófi: I. 8.17 (Gefandi: Stúdenta- féiagið á Akranesi). Sami nem- andi hlaut einnig 2) verðlaun fyrir siðprýði (Gefandi: sr. Jón M. Guðjónsson sóknarprestur) og 3) viðurkenningu frá skólanum fyrir umsjón og forystu í félags- málum. 4) Verðlaun fyrir hæsta einkunn í móðurmálinu: Guð- björg Ólafsdóttir (Gef.: Rótary- klúbbur Akr.) 5) Fyrir mestu námsframfarir á skólaárinu: Tómas Runólfsson (gef.: Rotary- klúbburinn), 6) Fyrir beztu handavinnu stúlkna: Guðrún Vaitýsdóttir (gef.: frú Þóra Hjart ar). — Verðlaun fyrir beztu handavxnnu stúlkna í 1. békk hlaut Hlín Daníelsdóttir. Hæstu exnkunn í skólanum hlaut Guðrún M. Sveinsdóttir, 1. A: 1 ág. 9.02. Við skólaslit voru staddir 10 ára gagnfræðingar, sem jafn- framt eru fyrstu gagnfræðingarn- ir, sem núverandi skólastjori, Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.