Morgunblaðið - 02.07.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.07.1958, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 2. júlí 1958 m n r c fiw n r aðið 9 Bókasöfn og rithöfundar ÞAÐ ber stundum við, að sjálf- kj irnir menningarfrömuðir, eink um úr hópi bókaútgefenda, finna sér það til dundurs, að reka hornin í almenningsbókasöfnin. Þetta nöldur hefur verið látið afskiptalaust, enda varla ástæða til að elta ólar við það, þótt hvorki beri það vitni víðsýni né skilningi. Núna á dögunum rakst eg á tvær ritgerðir sama daginn, þar sem vikið er að bókasöfnum mið- ur vinsamlega. Indriði Þorsteins- son víkur að þessu efni í Tíman- um og segir þar orðrétt: „Hér er verið að borga listamannalaun, en á sama tíma er haft stórfé af rithöfundum með útlánum á bókum úr bókasöfnum, án þess að höfundar fái nokkuð fyrir. Hið opinbera þykist vera ákaf lega greiðugt á fé til listamanna, sem það kannski er, en það lætur samt viðgangast, að bókasöfn taki hugverk rithöfunda traustataki, án þess að nokkrum finnist sið ferðinu(J) misboðið með þeim að ferðurn." — í síðasta hefti Nýs Helgafells er nokkuð vikið að bókasöfnum og þar er þeim jafn vel fundið það til foráttu, að þau reki beinan áróður gegn menn- ingu og höfuðskáldum þjóðar- innar! Höfundur þeirrar rit- smíðar mun vera Ragnar Jóns son í Smára. Segja má, að ekki séu sakar- giftirnar skornar við nögl, bóka söfnin hafa stórfé af rithöfund- um, segir Indriði. Ekki getur hann þess, hvort hann vilji leggja bókasöfnin niður eða láta þau greiða rithöfundum skatt. Upplag bóka mun nú sjaldar. hærra en 2500 nema hjá Ragnari, þar kemst það upp í 50.000 að sjálfs hans sögn. Ekki mun of lagt, að söfnin kaupi 500 eintök eða % upplagsins. Er það einsk- isvirði fyrir útgefendur, að eiga vísa kaupendur að einum fimmta hluta upplags flestra bóka, sem út eru gefnar? Á svo að krefja bókasöfnin eða lánþega um visst gjald af hverri bók íslenzkri, sem út er lánuð? Er nú svo komið, að vissu fólki finnist tímabært að sekta almenning á íslandi fyr- ir að lesa bækur, eða öllu held- ur þá, sem hafa ekki efni á að kaupa bækur? Er hér kannski í uppsiglingu ný menningarsókn á borð við þá, er Jón Leifs hef- ur hafið? Verða menn sektaðir fyrir að lesa hugverk Indriða & Co. og fyrir það, að raula lag- stúf í heimahúsum, ef uppvíst yrði? Nú hlýtur sú spurning að vakna, hvort rithöfundarnir hafi í raun og veru ástæðu til að kvarta. Þeir munu selja handrit sín sæmilegu verði ef þau eru einhvers virði. Samfélagið greiðir þeim listamannalaun, jafnvel þeim, er ekkert hafa látið frá sér fara fagurfræðilegs efnj^ ár- um saman. Og Indriði viðudkenn- ir, að þessi laun, er þjóðfélagió greiðir séu ekki skorin viðl nögl. Svo koma sumir útgefem|ur og rithöfundar og amast beÍrlínis við því, að bókasöfnin kaujn bæk ur og láni þær út. Virðist þá helzt svo komið, ef þeir mættu ráða, að það skuli vera sérrétt- indi hinna efnameiri borgara að lesa bækur. Dálítið undarleg sjónarmið hjá mönnum, sem bera alþýðumenningu svo mjög fyrir brjósti. Nú væri ekki úr vegi að at- huga lítils háttar, hvort útlár, bókasafna skaða rithöfunda og útgefendur svo mjög, sem þeir vilja vera láta. Á það hefur verið bent, að eigi mun of í lagt, að bókasöfnin kaupi % flestra bóka, sem út eru gefnar ár hvert. Að vísu munu útgefendur láta af hendi skyldueintök til 4—5 safna samkv. lögum, en þar sem bóka söfn og lestrarfélög munu vero á þriðja hundrað í landinu, ætti það ekki að skipta miklu máli. Sannleikurinn er sá, að bóka- söfnin eru þýðingarmiklar kynn ingarstöðvar fyrir bókmenntir. Því fólki, er skiptir við bóka- söfnin má skipta í tvo flokka Annars vegar fólk, sem kaupir ekki bækur og mundi ekki gera það, þó það ætti ekki kost á að fá bækur lánaðar á söfnum, með- fram af því, að það hefur ekki efni á því. Hins vegar skiptir líka fjöldi fólks við bókasöfn- in, sem á ágæt einkasöfn og eyk- ur þau árlega. Fæstir kaupa allt, sem út er gefið, söfnin auðvelda þeim valið. Menn kynna sér efn; bóka, kaupa þær síðar ýmist handa sjálfum sér eða vinum til tækifærisgjafa, því það er vit- að mál, að mikill hluti bókasól- unnar byggist á sölu jólagjafa- bóka. Sú þróun hefur valdið því, að meginhluta bókaframleiðsl- unnar er beint að tveim síðustu mánuðum ársins og er sá háttur sízt til bóta. Skal nú vikið nokkuð að þeirri fullyrðingu Ragnars Jónssonar, að skýrsla bókasafnanna sé nán ast áróður fyrir miðlungsbók menntum. Þá fór eitt Rvikur- blaðanna úr jafnvægi út af skýrslunni og leiðari skrifaður um mólið, Helzt virðist bögglast fyrir brjósti leiðarahöf. að Nóbels skáldið Laxness skuli ekki vera með hæsta útlánatölu. Þó er það svo, að Laxness má sæmilega við una, ef borið er saman við hlið- stæðár tölur almenningssafna i Svíþjóð, en Svíar eru taldir bókamenn meiri en almennt ger- ist. Nóbelsskáldið alkunna Selma Lagerlöf er þar í 27. sæti og Par Lagerkvist í 93. sæti. Til frekari fróðleiks skal nefnd röð nokk- urra sænskra skálda er margir hér á landi kannast við og hafa lesið. Moberg er í 7. sæti, Ivar Lo-Johansson í 25, Strindberg 46., Harry Martinsson 60., Eyvind Johnson 108., Heidenstam 168.. Bo Bergman í 263. sæti. — Auðvitað er það hreint og klárt vindhögg, að skýrsla bóka- safnanna sé áróður fyrir miðl- ungsbókmenntum. Varla verður því neitað, að fleiri eru fram- bærileg skáld en Laxness og Da- víð. í bókasafni því, er eg er kunnugastur eru t. d. þessir rit- höfundar með háa útlánatölu' Þórbergur, Guðm. Daníelsson, Þórunn Elfa, Guðm. G. Hagalín, Ragnheiður Jónsdóttir, Stefán Jónsson, Jón Björnsson, Gunnai M. Magnúss og Kristmann, svo nokkrir séu nefndir. — í sambandi við útlánatölur safna er svo þess að gæta, að höf., er hafa skrifað margar bækur fá að sjálfsögðu hærri lánatölur en sá, er eina eða tvær bækur hefur skrifað, þó báðir kunni að vera mikið lesnir. Ein- takafjöldi hefur lika áhrif tií hækkunar eða lækkunar. Þó munu öll kaupstaðasöfnin eiga nægilegt af bókum ísl. höfunda. íslendingar lesa mikið. Þeir hafa verið kallaðir mestu bóka- menn í heimi. En eru íslending ar nútímans vandlátari lesendur en aðrar þjóðir? Því er erfitt að svara, en margt bendir til, að svo sé ekki. Það skyldi þó aldrei vera, að við mættum þakka'fyr- ir, ef bókmenntasmekkur lands • manna yfirleitt væri ekki lakari en skýrslur bókasafnanna sýna. Hvað les unga fólkið helzt nú til dags? Það mun ekki venja mjög komur sínar á bókasöfn- in og of lítið sækjast eftir því, er þau hafa bezt að bjóða. Reynslan er sú, að það er eink- um fróðleiksfúst alþýðufólk, er fór á mis við skólaskemmtun, er les beztu bækurnar. Það ber bókaþjóðinni heldur laklegt vitni, að klám- og glæparit í þús- undum eintaka skuli rifin út úr bókabúðum og krám jafnóðum og þau koma út (þess mætti kannski geta svona innan sviga, að sum eiga rit þessi fínt for- eldri og heimkynni á ólíklegustu stöðum). I fjöllesnu tímariti var því haldið fram nýlega, að allstór muni sá hópur vera er velur sér lesefni, sem á harla lítið skylt við menningu. Þetta fólk seðji sitt andlega hungur með miður upp- byggilegum tímaritalestri, þ. e. amors- og glæparitum. Fer grein- arhöf. vinsamlegast fram á, að ósóminn sé falinn, er gesti og gangandi beri að garði. Annars gæti svo farið, að menn vildu slá striki yfir ýmislegt ,er sagt hefur verið á hátíðis- og tyllidög- um um bókmennt íslendinga. Og nú er svo komið málum hjá „bókaþjóðinni", að vilji menn tíæta sér upp eyður hinnar ein- hæfu bókaframleiðslu hér á landi og kaupa erlendar bækur þá er verð bókanna reiknað sam- kvæmt skráðu gengi ó því herr ans ári 1958 og svo má gjöra svo vel að borga þar að auki 55% yfirfærslugjald til útflutnings- sjóðs. En kaupi bissnessmaður pappír í amorsrit eða glæpa, þá skal hann ekki borga nema 30% yfirfærslugjald! Vel skal nú séð fyrir skattheimtunni og stór- mannlega. Eða hvað finnst hæst- virtum menntamálaráðherra? Eg skal svo að lokum draga saman helztu niðurstöður þessa spjalls. Sjálfsagt er, að ríkið búi vel að þeim skáldum, sem eru launaverð. Verkum skáldanna á að dreifa meðal fólksins fyrir milligöngu bókasafna og bóka- verzlana. Þar eiga engin lág kúruleg aurasjónarmið að koma til greina. Skólar, almennings- Sendiherrahjónin frú Helg* og Stefán Jóh. Stefánsson höfðu móttöku heima hjá sér 17. júní. Var þar húsfyllir. Stofurnar voru skreyttar fjölda blóma í litum íslenzka fánans. Jafn- vel veitingarnar voru með þjóðlegum svip, þar sem m. a. brauðsneiðar með hangikjöti voru á borð bornar. — Á mynd- inni sjást sendiherrahjónin taka á móti nokkrum gestanna. söfn og fleiri stofnanir þurfa að vekja áhuga fólksins fyrir því bezta í innlendum og erlendum bókmenntum. Bókaútgáfan þarf að verða miklu fjölbreyttari og sjálf bókagerðin að batna til muna. Bókasöfnin þarf að efla til mikilla muna. Hækkandi bóka- verð má ekki verða til þess að þau dragi saman seglin. Öll stærri söfnin þurfa að eignast gott safn af mikrofilmum. Yfir- færslugjaldið af erlendu bókun- um er til skammar og á tafar- laust að fella það niður eða stór- lækka. Sum lestrarfélögin gömlu eru rótgrónar menningarstofnanir svo sem Bókasafn Þingeyinga og Flateyjarsafn. Flest almennings- söfn gegna tvenns konar hlut- verki, að sjá fólki fyrir skemmti- efni og fræða það. Of mörg hafa þau lagt of mikla áherzlu á hið fyrrnefnda. Bókasöfnin eiga fyrst og fremst að vera mennta- og menningarstofnanir. Haraldur Guðnason. Ný deild í raunvísindum við menntaskólana FÉLAG Menntaskólakennara hélt aðalfund sinn að Laugar- vatni dagana 21.—23. júní. Mörg mál voru til umræðu á fundinum, svo sem ýmis skipulagsmál skól- anna, launamál, stofnun 3. deild ar (eða miðdeildar) við skólana, lágmarkseinkunn . til framhalds- náms eftir landspróf o. m. fl. í ályktun fundarins um launa- mál er m. a. bent á, að laun ann- arra kennara, ailt frá barnakenn urum til prófessora, hafi hækkað hlutfallslega meir undanfarin 20 ár en laun menntaskólakennara. Sé slík þróun mjög varhugaverð með 'tilliti til þess, að kennara- skortur er tekinn að gera mjög vart við sig í menntaskólunum, einkum í hinum raunvísindalegu greinum. Cefin verði út nokkur kvœði Einars Benediktssonar með skýringum NÝLEGA var haldinn aðalfund- ur útgáfufélagsins BRAGA, en það félag hefir með höndum út- gáfu á öllum verkum Einars Benediktssonar. Félagið hefir á stefnuskrá sinm mörg verkefni, er öll beinast að því marki að halda minningu skáldsins og hugsjónum á loft og að útbreiða verk þess með þjóðinni. A síðasta ári gaf Bragi út Sýn- isbók af verkum Einars, ljóðum og sögum, og hafði samstarf við Almenna bókafélagið um útgáf- una. Bókin náði þegar mikilli útbreiðslu og vinsældum og hafa nú verið seld af henni yfir 7000 eintök. Sýnisbókin var sérlega vönduð að allri gerð, og skreytt listaverkum eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval. Þá gengst félagið fyrir því, að Einari Benediktssyni verði reist- ur minnisvarði í Reykjavík, og hefir Ásmundur Sveinsson mynd höggvari tekið að sér að gera varðann. Vinnur listamaðurinn nú að því að steypa hann í gips, og er gert ráð fyrir, að því verki verði lokið á þessu sumri. Síðar verður svo myndin, sem er um 3 metrar á hæð, st.eypt úr var- anlegu efni, og henni valinn við eigandi staður í höfuðborginni. Einar Benediktsson Aðalfundurinn ákvað að félag ið gengist fyrir sérstakri útgáfu á nokkrum hinna viðamestu og torskildustu kvæða Einars Bene- ditkssonar, ásamt skýringum við kvæðin, þannig að þau verði óll- um auðskilin og aðgengileg. — Verður nú leitazt við að fá hæf- an mann til að takast þetta vanda sama verk á hendur. Ákveðið var einnig að minn- ast Einars Benediktssonar með sérstakri dagskrá í Ríkisútvarp- inu á afmælisdegi skáldsins hinn 31. október n. k., en útvarpsstjór- inn, Vilhjálmur Þ. Gíslason, hafði góðfúslega heitið félaginu fuil- tingi sínu í þessu sambandi. Auk þess, sem nú hefir verið talið, er í athugun hjá stjórn út- gófufélagsins Braga, að gangast fyrir ýtarlegri rannsókn heim- ilda um forystu Einars Bene- ditkssonar fyrir margháttúðum umbótum í atvinnumálum Islend- inga, og auk þess hefir félagið hug á að koma upp safni til minn ingar um skáldið. Stjórn Braga var endurkosin, en hana skipa: Magnús Víglundsson, ræðis- maður, formaður. Dr. phil. Alexander Jóhannes- son, prófessor. Pétur Sigurðsson, prófessor og Jón Eldon fulltrúi. Samþykkt var ályktun um, að æskilegt væri að stofna nýja deild við menntaskólana og gera jafnframt breytingu á skipan mála- og stærðfræðideildar frá því, sem nú er. í hinni nýju deild yrði sérstök áherzla lögð á nátt- úrufræði og aðrar raunvísinda- legar greinar. Var skólastjórum menntaskólanna falið að hafa for göngu um framkvæmd málsins og þess • vænzt, að tillögur um hina nýju deild væru komnar fram fyrir næsta vor, þannig að kennsla með nýrri skipan gæti hafizt haustið 1959. Loks var samþykkt ályktun til Menntamálaráðuneytisins um, hvort eigi væri ráðlegt að hækka lágmarkseinkunn til framhalds- náms í menntaskólum eftir lands próf, svo og, að hækka lágmarks einkunn milli bekkja í mennta- skólunum. Kristinn Ármannsson, rektor, sem verið hefur formaður Félags menntaskólakennara allt frá stofnun þess fyrir réttum 20 ár- um, baðst eindregið undan endur kosningu. Þökkuðu fundarmenn honum langt og óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Þess má geta, að Félag menntaskólakennara á nú einn fulltrúa af fimm í stjórn al- þjóðasambands menntaskólakenn ara (FIPESO), og mun Kristinn Ármannsson sitja fund þeirra samtaka í Róm í næsta mánuði. Núverandi stjórn Félags mennta skólakennara skipa: Gunnar Nor land, formaður; Þórhaliur Vil- mundarson, ntari og Guðmund- ur Arnlaugsson, gjaldkerj. Með- stjórnendur: Árni Kristjánsson og Ólafur Briem. (Frá Félagi menntaskóla- kennara). Sækir vatn til Siglufjarðar SIGLUFIRÐI. — Síðastliðna t sólarhringa hefur legið hér \ bryggju rússneskt tankskip. Þ kom hingað til að lesta 1100 to af vatni handa rússneska síl veiðiflotanum hér við land. Hv sá floti nú heldur sig, hafa el borizt fregnir um. — Guðjón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.