Morgunblaðið - 02.04.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.04.1960, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 2. apríl 196C Vistheimili Bláa bandsins í Víffinesi. Gera verður skógræktar- áætlun fram í túnann FULLTRÚAFUNDUR skógrækt- arfélaganna var haldinn í Rvík dagana 25. og 26. marz sl. Fundinn sóttu 27 fulltrúar viðsvegar af landinu. Hákon Guðmundsson, hæsta- réttarritari, setti fundinn og stjórnaði honum. í byrjun fundar flutti Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, er- indi um veðurfar og skógrækt. Hákon Bjarnason, skógræktar- stjóri, skýrði frá starfsemi skóg- ræktarinnar á sl. ári og ræddi um framtíðarhorfur í skógrækt- armálunum. I því sambandi kvað hann höfuðatriði, að gerð yrði skóg- ræktaráætlun fram í tímann. semi þeirra. 4) Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því, að Vegagerð ríkisins hefur nú hafizt handa um að græða upp aftur meðfram þjóðvegum, þar sem jarðýtur hafa valdið spjöllum á gróðri. — Væntir fundurinn þess, að þessum umbótum verði hald- ið áfram. Að kvöldi síðari fundardags sátu fulltrúar og gestir kvöld- vöku í boði Skógræktarfélags Is- lands, Skógræktarfélags Reykja- víkur og Skógræktar ríkisins. — Suður-Afríka Þriðjungur sjúklinga Bláa bandsins fær fulla bót Áfengismálin tekin Á MORGUN er fjársöfnunar- dagur Bláa bandsins, félags- skapar þess, sem hefur á stefnuskrá sinni frjálsar Iækn ingar drykkjusjúklinga. Að tilefni þessa boðaði stjórn Bláa bandsins biaðamenn á sinn fund og skýrði þeim frá starfsemi félagsins, sem um þessar mundir hefur starfað í 5 ár. Jónas Guðmundsson, formaður stjórnar félagsins, skýrði í stór- um dráttum frá starfsemi þess. Það er stofnað „af nokkrum fyrr- verandi fyllibyttum“, eins og Jónas komst að orði, félögum í AA-samtökunum. Þar sem þau samtök geta ekki haft afskipti af neinum fjármálum, því það er andstætt lögum þeirra og regl- um, var sérstakt félag stofnað í þeim tilgangi að veita drykkju- sjúklingum hjálp og lækningu, ef þeir óskuðu þess sjálfir. Tveir hópar drykkjusjúklinga Jónas kvað mega skipta drykkju sjúklingum í tvo hópa. Annars vegar þeim, sem sjálfviljugir vilja reyna að losna undan böli drykkjuskaparins og hins vegar — Genf raunhæfum tökum þeim, sem algerlega eru búnir að missa fótfestuna í lífinu og eru orðnir að viljalausu rekaldi, en þá verður hið opinbera að koma til og taka slíkg sjúklinga á hæli. Á fimm ára starfstíma hjúkr- unarhælisins á Flókagötu 29 hafa rösklega 1000 manns notið þar hjúkrunar, sumir oftar en einu sinni. Það hefir hins vegar kom- ið í ljós að hjúkrun um nokk- urra vikna skeið hefir ekki nægt m. a. af þeim ástæðum, að þegar vistinni á hjúkrunarhælinu er lokið, eiga sumir hvergi höfði sínu að halla og lenda því mjög brátt í sömu ógöngunum á nýjan leik. Til þess að bæta úr vandræð- um þessara manna hefir félagið tekið á leigu húsið Flókagötu 31 og eru þar vistherbergi fyrir 15 menn og er fullsetið. Menn þessir stunda atvinnu sína og greiða dvalarkostnað, sem stillt er í hóf. Hljóta þeir alla þá aðhlynningu, sem þeir þarfnast, fæði og hús- næði. Svo og reynt að leiðbeina þeim til batnandi lífernis m. a. með trúarlegum áhrifum. — A dvalarheimilinu á Flókagötu 31 eru menn í minnst 3 mánuði, en fyrir kemur að sá tími nægir ekki ekki. Víffines heimiliff hópinn verður að setja á lokuð hæli. Mikill kostnaffur Bláa bandið hefir lagt mikið fé í þessa starfsemi sína. í hjúkr- unarstöðiná og vistheimilið á Flókagötu hefir verið lögð rúm milljón króna en í Víðinesi um 1% milljón. Starfsemin í Víði- nesi er fyrirhuguð að verði iðn- aðarvinna á verkstæði og í fram- tíðinni landbúnaðarvinna. Þá hef ir félagið keypt þangað trillubát og er ætlunin að stunda þaðan sjóróðra, hrognkelsveiði til að byrja með. Blaðamönnum gafst kostur á að skoða byggingar félagsins við Flókagötu, en þar dveljast nú í báðum húsunum 45 manns og sögðu forráðamenn Bláa bands- ins að þar væri jafnan fullskipað Á morgun verður myndarleg árbók Bláa bandsins seld í Reykjavík og nágrenni og á nokkrum stöðum út um land. Þá verður einnig selt merki félags- ins, sem er mynd af blárri svölu í ávarpi stjórnar Bláa bands- ins segir svo um merki þess: „Bláa svalan er merki félags- ins. Við trúum því að henni fyigi blessun í hvern þann bæ, sem veitir henni viðtöku.“ Er ekki að efa að fjársöfnun þessa þjóðþrifafélags verður vel tekið. Snorri Sigurðsson, erindreki, ræddi um framkvæmdir félag- anna á sl. ári og gat sérstaklega um þau verkefni sem biðu óleyst. Sigurður Blöndal, skógarvörð- ur, flutti erindi um staðarval við gróðursetningu. Eftirfarandi tillögur voru sam- þykktar á fundinum: 1) Sakir þess að vöxtur skóga tekur áratugi, en flest önnur ræktun miðast við árlega upp- skeru, telur fulltrúafundur Skógræktarfélags íslands aug ljósa nauðsyn þess, að gerð sé áætlun um framkvæmdir við skógrækt nokkur ár fram í tímann, og að fjárveitingum til skógræktar sé hagað sam- kvæmt þvi. — Beinir fundur- inn því eindregnum tilmæl- um til ríkisstjórnarinnar, að hún leggi fyrir Alþingi slíka áætlun, er miðist við 8—12 ár, og sé markið eigi sett lægra en svo, að gróðursettar verði 3 milljónir plantna á ári við lok áætlunartímabilsins. 2) Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir þeim upplýsingum, sem fram komu hjá skógræktar- stjóra varðandi verksmiðju til spónplötugerðar. — Telur fundurinn þetta svo þýðingar- mikið mál, að leita beri allra ráða til þess, að framkvæmd- ir geti hafizt þegar er rann- sókn hefur leitt í Ijós, að ör- uggur grundvöllur sé fyrir rekstri slíkrar verksmiðju. 3) Fundurinn áréttar samþykkt síðasta aðalfundar um gagn- kvæm kynni héraðsskógrækt- arfélaganna, t. d. með heim- sóknum til hvers annars og öðrum þeim samskiptum, sem verða mætti til eflingar starf- NA 15 hnúfor SV50hnútar Snjókoma » ÚSi \7 Skúrír fC Þrumur mss KuUaski! Hitaski! H Heti L LaqÍ Frh. af bls. 1. — hinn tímabundna sögulega rétt. Margir telja, aff ef Bandaríkin hefðu haft ákvæffi um slíkt í til- lögu sinni 1958, hefffi hún hlotið nægan meirihluta á ráðstefnunni. Hins vegar sé óvíst, að meiri- hlutafylgi fáist við bandarísku tillöguna nú, jafnvel þótt ákvæffi um þetta atriði væri tekiff upp í hana. ★ PÓLITÍSKAR DEILUR Nokkuð er nú farið að bera á pólitískum deilijm hér á ráð- stefnunni. — Áður en fundi lauk, kom til allsnarpra orðaskipta milli fulltrúa Breta, Guatemala og Mexíkó um það, hverjir ættu Brezka Honduras. — Þá bar deiluefni Israels og Jórdaníu og á góma. Jórdanski fulltrúinn sagði, að borgirnar Jaffa og Haifa væru eign Jórdaníu, en fulltrúi ísraels lét svo um mælt, að Jórdanir væru „aprílfífl" að láta sér slíkt um munn fara. — ★ — Fulltrúi Suður-Afríku er nú í slæmri klípu. Hann er á mæl- endaksrá, en þorir ekki að tala, þar sem vitað er, að fulltrúar allra Afríku-ríkjanna og sumra Asíuríkja ætla að ganga af fundi, ef hann tekur til máls. Síðasta framtak Bláa bandsins er því kaupin á jörðinni Víðinesi í Mosfellssveit en þar byrjaði starfsemi í nóv. sl. og eru þar nú 8 vistmenn. Þeir menn sem þar dveljast þurfa að vera lengri tíma undir eftirliti og læknis- hjálþ. Ganga þeir sjálfviljugir að samningi þar um og samkvæmt honum má algerlega svipta þá frelsi og flytja nauðuga á hælið ef þeir strjúka þaðan. Ákvörðun um að fara þangað eru þeir ekki látnir taka fyrr en eftir nokkurn umhugsunarfrest. Einn þriffji læknast alveg Forráðamenn Bláa bandsins hafa gert athugun á því hvern árangur læknishjálp þeirra hefir borið með því að fylgjast með þeim mönnum, sem frá þeim hafa útskrifazt. Reynslan hefir orðið hér mjög svipuð og erlendis þar sem líkar stofnanir eru reknar. Um einn þriðji sjúklinganna hef- ir hlotið algeran bata. Annar þriðjungur hefir hlotið veruleg- an bata, en hefir af og til orðið að njóta aðstoðar í nokkur ár en loks er einn þriðji sem engan bata hefir fengið. Af þessu er dregin sú ályktun að % sjúklinga má lækna af drykkjusýki með frjálsum lækningum, en þriðja 5 1 DAG vantar margt þeirra \ stöðva, sem vanalega eru S fregnir frá á kortinu. Þar á 'í meðal eru Gander og Goose ^ bay, veðurskipunum Balier og S Coco, Þórshöfn í Færeyjum, i Kaupmannahöfn o. fl. Veldur J þessu ókyrrð eða gos á sólinni, S sem truflar útvarpsbylgjur S þær, sem vanalega færa okkur ■ veðurfregnir frá fjarlægum S stöðum. S Annars virðist veðurlag S óbreytt að mestu. Víðáttu mikil en nærri kyrrstæð lægð S samfara háþrýstisvæði yfir I Grænlandi veldur A-átt og; hlýviðri hér á landi. S s Veðurhorfur kl. 22 í gær-' kvöldi: S SV-mið: Allhvass austan S skýjað. SV-land til N-lands, • Faxaflóamið til NA-miða: s Austan kaldi, bjartviðri. Aust- S; firðir, SA-land, Austfj.mið og \ SA-mið: Suðaustan gola skýj- s Framhald af bls. 1. mönnum og lögreglusveitum á svæðinu umhverfis Durban. Seint í kvöld lýstu stjórnar- völdin yfir „undantekningar- ástandi“ í 31 lögregluum- dæmi, en áður höfðu sams konar reglur verið settar í 80 umdæmum. Landið skiptist í 300 lögregluumdæmi. — o — Ekki liggja fyrir ljósar fregnir af ástandinu í Höfða-héraðinu, en í Transvaal virtist atvinnulífið vera að færast í eðlilegt horf í dag. Fréttamenn benda þó á, að það sé fyrst 'og fremst vegna hörku stjórnarvaldanna, að meiri ró virðist nú ríkja en áður —- raunverulega sé ástandið jafn- alvarlegt og fyrr og spennan hafi ekki minnkað. ★ Þrír féllu Milli fjögur og fimm þúsund blökkumenn söfnuðust í dag saman í hæðardrögunum um- hverfis Durban. Hófu þeir síðan skipulagða göngu til borgarinn- ar, en þá komu fjölmennir lög- regluflokkar á vettvang — og kom til harðra árekstra milli þeirra og blökkumannanna. Lög- reglumennirnir skutu af vél- byssum að mannfjöldanum, og féllu a. m. k. tveir karlmenn og ein kona, en margir særðust. — í kvöld var blökkumannahópur- inn tekinn að dreifast, og virtist sem ekki mundi koma til frek- ari átaka að sinni. ★ Samþykkt í Öryggisráffinu Á fundi Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna um Suður- Afríkumálið seint í kvöld var samþykkt ályktunartillaga Ekva- dors, en þar er lýst áhyggjum vegna kynþáttastefnu stjórnar Suður-Afríku og skorað á hana að falla frá aðskilnaðarstefnu sinni og vinna að jafnrétti kyn- þáttanna í landinu. — Var tillag- an samþykkt með 9 atkvæðum, en Bretland og Frakkland sátu hjá. — ★ Brú í staff múrveggs Cabot Lodge, fulltrúi Banda- ríkanna, lét svo um mælt, að með ályktunartillögunni væri stigið skynsamlegt skref í mál- inu, reynt að byggja brú í stað múrveggs, eins og hann tók til orða. ★ Mótmæli enn Aheyrnarfulltrúi S-Afríku í Öryggisráðinu, Fourie, hafði fyrr í dag enn mótmælt því, að ráðið væri bært að fjalla um þetta mál — um tilraunir stjórnarinnar til þess að halda uppi lögum og reglu í landinu, eins og hann komst að orði. — Kvað hann stjóm sína hafa falið sér að lýsa því yfir, að hún myndi líta það mjög alvarlegum augum, ef ráðið gerði ályktun um málið — og ef til nýrra átaka kæmi í sambandi við samþykkt slíkrar ályktunar, vildi stjórnin taka það fram, að Öryggisráðið yrði að bera sinn hluta ábyrgðar- innar á þvL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.