Morgunblaðið - 02.04.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.04.1960, Blaðsíða 24
V EDRID Sjá veðurkort á bls. 2. ri— pí>r0íi»l»Wi|i 78. tbl. — Laugardagur 2. apríl 1960 Genfarráðstefnan er á bls. 13. Akranessjdmenn farn ir að flokka fiskinn í GÆR átti Rafn Pétursson, verkstjóri í Hraðfrystihúsi Haraldar Böðvarssonar á Akranesi, tal við blaðið út af netafiskinum, sem borizt hef- ir á iand þar síðustu daga. Rafn tók það fram að sjó- menn þar á Akranesi hafi sýnt góðan skilning á nauðsyn þess að vanda vöruna meir en gert hefir verið. —Nú hafa sjómenn tekið þann hátt upp hér síðustu daga að flokka fiskinn um borð í bátnum, þannig að sér er látinn allur fiskur, sem kemur lifandi upp á þilfar, og í annan stað sá fiskur sem dauður er, og er aflanum þann ig skipað upp í tvennu lagi. Lifandi fiskurinn er svo not- aður til flökunar í frystihúsi, en hinn til annarrar verkun- ar eftir gæðum hans. Reyndin hefir orðið sú, að hráefntð er miklum mun betra. Rafn kvaðst álita að þetta væri sú leið, sem fara ætti. Að vísu munu vera nokkur vandkvæði á þessu, þegar um mikinn afla er að ræða, en það telja sjómenn að leysa megi að mestu með auknum mannafla á bátunum, sé ekki um mjög óvenjulega mikinn afla að ræða. Afleiðing þessara aðgerða er sú, að mér finnst, segir Rafn, að hærra verð ætti að greiða fyrir betri fiskinn. Rafn kveðst vilja benda á þetta framtak sjómannanna, sem sé til mikillar fyrirmynd ar. NÝjum úrskurði áfrýjað til Hæstaréttar: Er lögreglunni skylt að gefa upp nöfn á heimildarmönnum sínum? ENN er á dagskrá hjá sakadóm- araembættinu mál Arnljóts Öl- afssonar Péturssonar leigubíl- etjóra, þess er áfrýjaði á dögun- cm til Hæstaréttar úrskurði saka dóms um leit að áfengi í bíl þeim, er flann ekur. Hefur Arnljótur eða cllu heldur talsmaður nans. Sigurgeir Sigui jcnsson nrl., nú skotið til Hæstaréttar öðrum úr- skurði mál þetta varðandi. Er |>að um þagnarskyldu lögregl- unnar. FullTrúi Iögregiustjóra fyrir dómi A miðvikudaginn var, var dóm jþing það háð, sem hinn nýi úr- skurður var kveðinn upp. Þá kom fyrir dóminn Ólafur Jónsson, full itrúi lögreglustjórans. I'alsmaður bílstjórans beindi til hans nokkr- um spurningum varðandi þetta kærumál. 1 því sambandi skýrði lögreglufulltrúinn frá því að eng inn séistakur grunur um áfengis- sölu hefði beinzt að Arnljóti Ö. Péturssyni frekar en öðrum sem voru með bíla á stæði Borgar- bílastöðvarinnar í umrætt skipti (sl. iaugarlagskvöld er áfengis- leitin var gerð í bílum þar). HvaS heitir vitnið I>á bar hæstaréttarlögmaður- ínn fram spurningu um hvort lögreglufulltrúinn viti um nafn á bílstjóra þeim á Borgarbílastöð- inni, sem gefið hafði í skyn að á þeirri bílastöð væri almennt stunduð ólögleg vínsala. Þessari spurningu kvaðst lög- reglufulltrúinn ekki telja sér fært að svara. Umræddur maður bafði óskað eftir því við sig að hann færi leynt með nafn sitt. — Og lögreglufulltrúinn bætti því við, að vegna almennra higs- muna lögreplunnar sé því hvor ti rétt né skylt að láta í té nafn iþessa heimildarmanns síns. Hæstaréttarlögmaðurinn taldi að þessari spurningu bæri lög- reglufulltrúanum að svara. Ekk- ert trúnaðarsamband sé milli lög reglunnar og heimildarmanns D----------------------□ VARÐARKAFFJ i Valhöll í dag kL 3—5 síðd. hennar og geti lögreglufulltrú- inn ekki notið undanþáguréttar til að svara spurningunni samkv. ákvæðum laga um meðferð opin- berra mála. Taldi hann rétt að úrskurður falli um það, hvort lögreglufulltrúanum sé skylt að Ekki skylt aff svara Ármann Kristinsson, sem er rannsóknardómari í þessu máli, tók málið til úrskurðar. Komst hann að þeirri niðurstöðu að Ólafi lögreglufulltrúa, bæri ekki skylda til að svara spurningunni varðandi heimildarmann lögregl- unnar um áfengissölu á Borgar- bílastöðinni. „Dóminum er ljós nauðsyn ríkrar vitnaskyldu í meðferð opinberra mála og ákvæði um frávik hennar lúti þröngri lög- skyldu. Fjórða bmdið komið út OT ER komið fjórða bindi af Gyldendals Opslagsbog. — Er í því eíns og hinum þremur fjöldi mynda til skýringar efninu, en slíkt gefur slíkum bókum að sjálfsögðu miklu meira gildi. Er bindi þetta prentað á sér- lega góðan pappír og allur frá- gangur ágætur. 4. bindi er 592 bls. Hins vegar væru í veði stór- felldir þjóðfélagslegir hagsmun- ír, gætu borgarar ekki í trúnaði veitt löggæzlu vitneskju til varn- ar lögbrotum eða v;ð rannsókn þeirra, án þess að eiga á hættu að baka sjálfum sér óhagræði. Dómurinn verður að telja síð- argreinda hagsmuní svo veiga- mikla, að þrátt fyrir vöntun á brýnu lagaákvæði, er taki til til- viks þess, er hér er til úrskurð- ar, hljóti að leiða af eðli laga nr. 27 frá 1957 og þeirri meginreglu, sem fram kemur í 93. gr. þeirra, að vitnið Ólafur Jónsson, full- trúi lögreglustjórans í Reykjavík, verði ekki skyldað til að nafn- greina heimildarmann sinn, enda ekki séð, að sú nafngjöf geti haft úrslitagildi í áðurnefndu kæru- máli. Breytir engu um, enda kærumálinu óviðkomandi, þótt segja megi, að vitnið hafi þegar verulega sérgreint heimildar- mann sinn“. Þessum úrskurði var áfrýjað til Hæstaréttar samstundis. Fjölmenni var viff útför Karls Ó. Bjarnasonar, varaslökkviliffs- stjóra, í gær. Slökkviliðsmenn stóðu heiðursvörð við slökkvi- stöðina og gengu síðan fyrir líkfylgdinni tii kirkju. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Bílfært til ísafjarð- ar fyrir páska? Vestfirðingar krefjast þess, að /íe/ð- arnar verði mokaðar MIKILL áhugi ríkir nú á Vestfjörðum fyrir því að heiðarvegirnir verði gerðir færir sem fyrst, en óvenjulítill snjór hefur verið á þeim í vetur. Fyrir nokkrum dögum var byrjað að moka Breiðadalsheiði, sem er milli ísafjarðar og Önundarfjarffar, og Rafnseyrarheiði er orðin fær bifreiðum. Að austan var í síðustu viku orðið fært alla leið vestur í Gufudalssveit. En þarna á milli, yfir Þingmannaheiffi og áfram Vestfjarðaveginn, hefur ekki enn verið mokað. Þó mun bifreið hafa farið um hana fyrir skömmu. Blaðið spurði vegamálastjóra um það í gær, hvenær horfur væru á að vegurinn yrði fær á Piltur slasast á skíðaæfingu Húsavíkur- laxinn - ÞAÐ lyftist brúnin á lax- veiðimönnunum, þegar þeir sáu myndina af „stórlaxin- um“ hans Silla á Húsavík í blaðinu í gær. „Bölvuð fífl- in,“ varð einum að orði, um leið og hann sló í borðið, „það á aldrei að blóðga lax. Þeir hafa eyðilagt hann.“ — Já, það er margt, sem ger- ist á þeim merka degi — 1. apríl. SIGLUFIRÐI, 1. apríl: — Það bar til tíðinda hér í dag að 19 ára pilt- ur slasaðist á skíðaæfingu. Til- drög slyssins voru þau, að þrír ungir trésmíðanemar hafa und- anfarna daga farið til skíðaæf- inga upp úr hádegi og unnið upp síðdegis þann tíma, sem þeir eru að æfingum. I dag voru þeir við æfingar í Hvanneyrarskál. Voru þeir á leið úr skálinni og" staddir nyrzt á skálarbrúninni, þar sem Hvann- eyraráin rennur fram af. Renndu þeir sér niður mjóa snjórönd, en einn þeirra, Kári Edvaldsson fór út af röndinni og féll niður í kletta og stórgrýti, sem undir var. Fallið mun hafa vérið 10 til 15 metrar. Kári mun hafa misst meðvitund um stund, fengið skurð á höfuð og brotið í sér tennur. Er mikil mildi að ekki skyldi hljótast meiri meiðsli. Maður nokkur, sem staddur var við vinnu sína niður í bæ, fylgd- ist með ferðum piltanna og sá, þegar Kári féll. Gerði hann lög- reglunni aðvart og kom hún þeg- ar á slysstað. Var pilturinn'flutt- ur til læknis, sem gerði að meiðsl um hans. — Stefán. w Lítið skánar veðrið“ SIGLUFIRÐI, 1. apríl. — Hér er nú sólskin og sumarblíða dag hvern og snjóa tekur upp. Skíða- menn telja þó enn næga fönn á fjöllum .til Skíðalandsmótsins á páskunum. Þó eru þeir orðnir langeygir eftir hríð og er það orðtak þeirra er þeir hittast í blíðunni „að lítid skáni veðrið“ Þá heyrast raddir í þeirra hópi um að hefja þurfi þegar í stað snjóruðning á Siglufjarðarskarði, en það þykir öruggur fyrirboði hríðar á vori hverju, er snjóýtur halda á Siglufarðarskarð. — Stefán. þessum kaf la. Hann sagði að ekki hefði verið full-rannsakað, hve mikill snjór væri á þessum veg- um. Á Vestfjarðaveginum væri snjór í giljunum, en lítill á veg- inum sjálfum. Þingmannaheiðin væri venjulega ekki fær fyrr en í júní, en ef tíðin héldist svona, ja þá.... Sennilega mundi hann vita meira um þetta í næstu viku. Enn sem komið er, þyrði hann engu að lofa um þetta. Stórkostlegt hagræði Það sætir vissulega engri furðu þótt mikill áhugi ríki fyrir því á Vestfjörðum að heiðarnar þar verði sem fyrst mokaðar og gerð- ar bílfærar. Svo snjólétt hefur verið á Vestfjörðum í vetur, að auðvelt hefði verið að halda heiðunum milli ísafjarðar, Súg- •andafjarðar og Önundarfjarðar opnum með tiltölulega lítilli fyr- irhöfn. En það hefði haft í för með sér stórkostlegt hagræði fyr- ir almenning og atvinnulífið í þessum byggðarlögum. Ekki er að búast við öðru en að Vestfirðingar geri svipaðar kröfur og aðrir landsmenn í þessum efnum. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.