Morgunblaðið - 02.04.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.04.1960, Blaðsíða 15
Laugardagur 2. apríl 1960 M n n r. n \n r 4ÐIÐ 15 1 /£\ N.k. MÁNUDAG, þann 4. apríl, verður Oscars-verðlaunum út- hlutað í Hollywood. Þá setjast hinir 2332 meðlimir kvikmynda- akademíunnar á rökstóla og ákveða, hverjir hljóti hnossið að þessu sinni. Mörgum getgátum hefur ver- ið að því leitt, hverjir séu sig- urstranglegastir sem Oscars-verð launahafar í ár og skal hér vikið að þeim helztu, sem komið hafa til greina. ★ Almennt er talið, að stórmynd- in „Ben Húr“ gangi með sigur af hólmi sem bezta kvikmyndin í U.S.A. ,Anna Frank* og ,Nunn- an‘, koma einnig sterklega til Charlton Heston er í miklu uppáhaldi og þykir líklegur að hreppa Oscar fyrir Ben Húr. I»ó segja sumir, að það væri algert hneyksli, þar sem hann leiki eingöngu með tönnunum! greina, en eins og kunnugt er, eru Ameríkumenn taldir veikir fyrir öllu stórkostlegu, meta það stundum meira en gæðin, og „Ben Húr“ er vitanlega langstærsta og íburðarmesta kvikmynd sem framleidd hefur verið í Banda- ríkjunum sl. ár. Stórmyndin ,,Ben Húr'4 í efsta sœti Hörð keppni milli Simone Signoret og Liz Taylor Fœr Charlton Heston verðlaunin fyrir tennurnar ? Rœkjumjölsverksmiðja ÍSAFIRÐI, 30. marz: — Nýlega var lokið við að byggja hér a Torfnesi verksmiðju til að vinna mjöl úr rækjuskel. Verksmiðjan hefur nú hafið vinnslu úr þessu hráefni, en þetta er þó enn á byrjunarstigi. Mjöl það, sem verksmiðjan vinnur úr skelinm, er ætlað sem fuglafóður. Verð fyrir þetta mjöl er ifrekar lágt, helmingi lægra en fyrir fiski- mjöL 600 þúsund krónur Eigandi hinnar nýju verk- smiðju er Torfnes hf., en fram- Aðrar myndir, sem koma til greina“ er sakamálamynd- in „Skipulegt morð“, „Topp- staða", „Enginn er fullkominn", „Kvennaþvaður", Danny Kaye- kvikmyndin „Fimm penny“ og „Porgy & Bess“. ★ Af þeim kvikmyndaleikkon- um, sem í efstu sætunum eru, ber fyrst að nefna frönsku leikkon- una Simone Signoret fyrir leik sinn í „Toppstöðunni". Þó vonast menn í Hollywood eftir því, að Elízabeth Taylor fái verðlaunin fyrir leik sinní„Síðastasumarið“. Audrey Hepburn kemur einnigtil greina fyrir „nunnuna", og kæmi það engum á óvart, þótt hún hreppti verðlaunin, þar sem stjarna hennar skín mjög skært og hún á óhemju vinsældum að fagna, bæði meðal kvikmynda- leikara og bíógesta. Doris Day hefur í fyrsta sinn komið til greina sem verðlaunahafi fyrir leik sinn í „Kvennaþvaðri“, einn ig Katharine Hepburn fyrir „Sið- asta sumarið". Kvikmyndaleikarinn Lawrence Harvey sýnist sjláfkjörinn fynr leik sinn í „Toppstaða". Þó er Paul Muni harður keppinautur og hefur hann fengið afburða góða dóma í „Síðasti reiði mað- urinn", en þar lék hann Gyðinga- lækni. Charlton Heston er - öllum minnisstæður úr hinni litfögru mynd „Ben Húr“, og finnst mörg um sjálfsagt að hann fái verð- launin Öðrum finnst það hlægi- iegt, og segja, að Heston sé eini kvikmyndaleikarinn í Holly- wood, sem leiki. með tönnunum einum saman. Hann er mjög glæsilegur maður, en það er ekki það, sem verðlauna á. James Stewart og Jack Lemm- on hafa líka möguleika, en þeir léku báðir í „Skipulegt morð“ Hugh Griffith þykir líklegur að fá verðlaun fyrir bezta aukahlut- verkið fyrir túlkun sína á Inder- im sjeik í „Ben Húr“. Af erlendum kvikmyndum hafa eftirtaldar myndir komið til greina: Danska myndin„Paw“, fransk-brasilíska myndin „Grf- V erblaunastyttan OSCAR Oscar verður 32 ára við þessa afhendingu. Oscar var stofnáður af The Academy of Motion Picture. • Oscar fékk ekki nafn fyrr en fjórum árum eftlr „fæðinguna“. Oscar öðlaðist ' nafn sitt, þegat einn meðlimur akademíuhnar, frú Margaret Herric koni í fyrstá sinn auga á styttuna og hrópaði: — Hún minnir mig á Oscar eamla f^amda. gefið henni hafn og skírt hana í höfuðið í fv í’: 1 i cigin mar.ni sínum: Oscar Neísön. Oscar • er stéýptur úr brönzr, þakihn riieð _ þíinnri eúlihúð. Hann kostt' eus svarti“, hollenzka myndín „Þorpið við fljótið“, ítalska myndin „Styrjöldin mikla“ og þýzka myndin „Brúin“. kvæmdastjóri félagsins er Böðv- ar Sveinbjörnsson. Vélsmiðja Njarðvíkur smíðaði vélar í verk- smiðjuna og annaðist uppsetn- ingu þeirra. Hákon Kristinsson og Árni Jónsson unnu verkið. Kostnaðarverð verksmiðjunnar er áætlað um 600 þúsund krónur. . 5 tonn á dag Fjórar rækjuverksmiðjur eru nú starfræktar hér á ísafirði og því talsvert hráefni, sem til fell- ur á degi hverjum. Er áætlað að það muni vera nálægt fimm tonnum á dag. Þær fimm líklegustu, talið frá vinstri: Simone Signoret, Audrey Hepburn, Thelma Citter, sem gerði vini sínum, framleiðandanum, þann greiða að leika drykkfellda þjónustustúlku í „Kvenna- þvaður“, með þeim afleiðingum að hún komst í röð verðlaunahafa, Susan Kohner hefur mögu- leika að ná í Oscar fyrir bezta aukahlutverkið með skínandi leik sínum í „Imitation of life“, og Elizabeth Taylor. — Páskaferð í Öræfi á vegum ferðaskrifstofu Páls Arasonar ÖRÆFAFERÐ um páskana er nú orðinn fastur liður í starfsemi Ferðaskrifstofu Páls Arasonar og mun nú verða farið í þessa ferð í fjórða sinn um páskana. f ferð- um þessum hefur verið mikil þátttaka og voru 121 farþegar í síðustu páskaferð í öræfin. f sum ar er fyrirhuguð svipuð starf- semi á vegum Ferðaskrifstofu Páls og hefur verið undanfarin sumur, en það eru bæði langar og stuttar ferðir. Öræfin eru einhver einangrað asta sveit á íslandi, en þangað er ekki mögulegt að komast land- veg á bifreiðum nema snemma á vorin og síðla hausts. Tilhögun þessarar páskaferðar Ferðaskrifstofu Páls Arasonar verður að mestu hin sama og í fyrri ferðum. Lagt verður af stað frá Reykjavík á Skírdagsmorgun og ekið sem leið liggur austur í Vík í Mýrdal, en þar verður þeim, er þess óska séð fyrir heit- um mat. Síðan verður haldið á- fram austur að Kirkjubæjar- klaustri og gist þar. Daginn eftir verður svo farið austur yfir Skeiðarársand að Hofi í Öræfum og gist þar. Daginn eftir sem er laugardagur, verður ekið austur Breiðamerkursand. Verður víða stanzað á leiðinni og m.a. gengið á Kviárjökul, ekið að Hofi og gist þar. Páskada'gsmorgun verð- ur svo haldið af stað heimleiðis og komið við í Sandfelli, Svína- felli og Skaftafelli. Síðan haldið áfram að Kirkjubæjarklaustri og gist þar. Mánudaginn er svo síð- asti dagur ferðarinnar og þá ek- ið til Reykjavíkur. Sendisveinn Duglegur og ábyggilegur sendisveinn óskast strax. TJpplýsingar á skrifstofu Verkfræðideildar Raf- magnsveitunnar, Hafnarhúsinu 3. hæð. Rafmagnsveita Reykjavíkur. Uppboð Uppboð verður haldið n.k. mánudag 4. apríl kl. 10 ár. við Nýju bílastöðina í Hafnarfirði. — Seldur verður 2ja tonna trillubátur með nýlegri vél, eign dánarbús Bjarna Árnasonar Hafnarfirði. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. „JÖRÐIN LJÓMAÐI AF DÝRB HANS“ nefnist 8. erindið um boð- skap Opinberunarbókarinn- ar, sem Júlíus Guðmunds- son, skólastj., flytur í Að- ventkirkjunni sunnudaginn 3. apríl, kl. 5 síðd. Einsöngur: Jón H. Jónsson. Allir velkomnir. Skrifstofustúlka Viljum rúða stúlku til skrifstofustarfa. Kristján Ó. Skagfjörð h.f. Ferðafólk Páskaferð í Öræfasveit. Guðmundur Jónasson Sími 11515. Fermingarblóm í miklu úrvali Ég fór í gær að ganga og lenti í Vesturver vildi blómin fanga, sem hentað gætu mér. Það brást mér heldur ekki, því valið virtist gott þar voru blómaskreytingarnar ákaflega ,,flott“. Ég sá að ferðin mundi verða mér #vo mjög í hag. — mundi að átti að ferma næsta sunnudag. (Aðsent). Blómaverzlunin Rósin Vesturveri — Sími 23523. — ORKIDEUR —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.