Morgunblaðið - 02.04.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.04.1960, Blaðsíða 23
Laugardagur 2. apríl 1960 MORGVTSBLAÐIÐ 23 Önnur kjarnasprengja Frakka — sprakk á meðon Krúsjeff svaf í höll de Gaulles París, 1. april. (Reuter-NTB) FRAKKAR sprengdu aðra kjarnorkusprengju sína í til- raunastöðinni Reggan í Sa- hara-eyðimörkinni í dögun í morgun, er Krúsjeff, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, var enn í fastasvefni í höll de Gaulle forseta, Rambouill- et, skammt frá París. Þar gisti hann í nótt og ræðir við de Gaulle í dag og á morgun, en Krúsjeff heldur heimleiðis á sunnudag. — Sprengjan, sem sprengd var í morgun Handknattleiks- mótið í kvöld FIMM leikir verða leiknir í Hand knattleiksmótinu í kvöld að Há- logalandi, og hefst fyrsti leikur- inn kl. 8.15 e.h. —. Leikirnir eru þessir: 3. fl. K.A.a FH—ÍBK. 3. fl. K.B.b. ÍBK—Haukar. í 2. fl. K.A.a. leika ÍBK og Ármann. Síðasti leikur kvöldsins verður í 2. deild K. milli SBR og ÍA. 15 milljónir golfleikara GALLUPSTOFNUNIN í Banda- ríkjunum hefur eftir allumfangs- mikla rannsókn tilkynnt að yfir 8 milljónir manna þar í landi hafi árið 1958 leikið að minnsta kosti einn hring á golfvelli. Golfsamband Bandaríkjanna segir að árið 1959 hafi yfir 4 milljónir manna þar í landi leik- ið 10 hringi á golfvelli eða meir. Sama heimild segir, að samtals hafi golfmenn og konur í Banda- ríkjunum leikið 81.250.000 hringi á golfvöllum, en samsvarandi tala var fyrir 1958 72.000.000 hringa. Styttri vinnutími, aukinn íþróttaáhugi og aukinn fólks- fjöldi er orsök þessar miklu aukningar. Og vegna þessarar öru aukningar hafa fyrrgreindir aðilar spáð því að yfir 15 millj. manna muni leika golf í Banda- ríkjunum árið 1970. var miklu aflminni en hin f y r r i kjarnorkusprengja Frakka, sem þeir sprengdu á sama stað hinn 13. febrúar sl. * VIÐ YFIRBORÐ JARÐAR Samkvæmt opinberri tilkynn- ingu var sprenging þessi fram- kvæmd við yfirborð jarðar, en ekki í háum turni eins og hin fyrri. Þá segir, að allar hugsan- legar ráðstafanir hafi verið gerð- ar til þess að koma í veg fyrir, að geislavirkt ryk frá sprenging- unni geti orðið hættulegt íbúum nálægra landa. í tilkynningunni ■segir og, að allar mælingar, sem gerðar verði í sambandi við sprenginguna í athugunarstöðv- um víða í Afríku, muni birtar síðar. Talsmaður frönsku kjarn- orkumálanefndarinnar sagði, að sprenging þessi væri liður í til- raunum til að framkvæma „litl- ar“ kjamasprengjur, sem hand- hægar væru í hernaði. * FÁHEYRT TILL.ITSLEYSI Skörpum skeytum hefur ver- ið beint að Frökkum í ýmsum Afríkulöndum í dag vegna sprengingaiinnar. Þannig sagði t. d. Búrgíba, forseti Túnis, að sprengingin bæri vott um mikiö kæruleysi og fáheyrt tillitsleysi við íbúa Afríkulandanna. — For- sætisráðherra Marokkó sagði, að Frakkar hefðu hér gengið í ber- högg við almenningsálitið í heiminum. * KOM KRÚSJEFF EKKIÁ ÓVART Gert er ráð fyrir, að þeir Krúsjeff og de Gaulle hafi rætt um kjarnorkusprenginguna á fundi sínum í dag, en annars hef- ur lítið sem ekkert af honum frétzt. — Þá telja fréttamenn, að Krúsjeff hafi ekki komið þessar fréttir á óvart — hann muni hafa fengið að víta fyrir um spreng- inguna. — Að öðru leyti er talið, að þeir de Gaulle hafi rætt almennt um afvopnunarmál, Þýzkalandsmálið og þá sér í lagi Berlín, og um sambandið milli austurs og vesturs almennt. — o — Meðan á fundi þeirra stóð, ræddust einnig við utanríkisráð- herrarnir de Murville og Gromy- ko — sennilega til að undirbúa sameiginlega yfirlýsingu Krús- jeffs og de Gaulle, sem gefin verður út á morgun. — Þá mun Krúsjeff og halda blaðamanna- fund á morgun og tala í útvarp og sjónvarp annað kvöld, en heimleiðis heldur hann á sunnu- dagsmorgun, sem fyrr segir. Tryggvi Helgason Erindi um nýjustu aðferðir við lífgun úr dauðadái Flugvél í góðar þarfir ÍSAFIRÐI, 30. marz: — Tryggvl Helgason, sjúkraflugmaður frá Akureyri, hóf flug til ísafjarðar laust fyrir síðustu mánaðamót en þá var Katalínuflugbátur Flugfélags íslands tekinn í skoð- un og mun þeirri skoðun ljúka eftir nokkra daga. Hættir Tryggvi þá fluginu vestur og heldur norður til Akureyrar á ný. Tryggvi hefur flogið til Isa- fjarðar um 30 ferðir í þessum máiiuði og einnig hefur hann lent á Arngerðareyri, Melgraseyri og Þingeyri. í einni ferðinni frá ísafirði lenti hann á Þingeyri og tók þar 3ja ára dreng með sprunginn botnlanga og flutti hann til Reykjavíkur, þar sem hann var skorinn upp. Menn hafa verið mjög ánægðir yfir flugferðum Tryggva hingað, enda liefur það bætt úr brýnni þörf, því það er ekki einasta fólk, er flutt hefur verið, heldur einnig allskonar varningur, sem legið hefur á, svo sem varahlut- ir í skip og vélar. — J.P. RAUÐI KROSS íslands hefur beitt sér fyrir því, að einn af upphafsmönnum nýjustu áðferð ar við lífgun úr dauðadái (blást- ursaðferðarinnar) dr. Arne Rub en, kemur hingað til lands n. k. sunnudag og flytur erindi í Reykjavík á sunnudag kl. 1,30, Akureyri á mánudag, Keflavík á þriðjudag og Akranesi miðviku- dag. Skagstrendingor mótmæla flntningi síldarverksmiðja SKAGASTRÖND, 1. apríl. — Byrjað er nú að lima í sundur síldarpressu þá, sem taka á hér úr verksmiðjunni. Vegna atburðar þessa hefir hreppsnefnd Höfða- hrepps samþykkt eftirfarandi til- lögu og sent verksmiðjustjórn- inni: „Fundur í hreppsnefnd Höfða- hrepps haldinn 29. marz átelur harðlega þá fyrirætlun síldar- verksmiðjustjórnar að flytja burtu vélar úr verksmiðjunni hér Víkingui heimsótti Keflavíb Á SUNNUDAGINN var fór Knattspyrnufélagið Víkingur í Iheimsókn til Keflavíkur. Var hér um að ræða handknattleiksfólk, konur og karla alls 65 að tölu. Handknattleikur er nú mjög vin- sæll meðal Víkinga, í hinum nýju heimkynnum þeirra. Sama er að segja um Keflvíkinga, áhugi fyr- ir íþróttinni er mikill þar í bæ, þótt tiltölulega stutt sé síðan byrj að var fyrir alvöru að æfa og keppa í handknattleik. Keflvík- ingar eru í ár í fyrsta sinn þátt- takendur í Handknattleiksmóti Islands. Farastjóri Víkinganna var Pét- ur Bjarnason, formaður félags- ins (Núverandi Landsliðsþjálfari kvenna). Leikirnir fóru fram í leikfimi- sal barnaskólans í Keflavík, en stærð hans leyfir ekki nema 6 manna lið. 1 kvennaflokkunum kepptu þrjú lið, en fimm lið í karla flokkunum. Víkingar báru sig- ur úr fimm leikjum, Keflavík vann einn leik og jafntefli varð í tveimur leikjum. XJrslit í leikj- unum urðu sem hér segir: Keflavík vann 1. fl. kv. 9:5, en Víkingur vann 2 fl. kv. B 15:2, 3 fl. karla A 21:18, 3 fl. karla B 11:9. 3 fl. karla D 11:2 og 2 fl. karla A 21:15. Jafntefli varð í 2 fl. kvenna A 6:6 og 3 fl. karla C 7:7. Víkingar róma mjög alla förina og gestrisni Keflvíkinga, og vænta þess að þeir geti boðið Keflvíkingum í bæinn, sem allra fyrst. á staðnum og skorar jafnframt á stjórnina að opna verksmiðj- una til móttöku strax og síld fer að veiðast". Einnig sendi hreppsnefndin verksmiðj ustj órninni eftirfarandi tillögu: „Með tilvísun til þeirrar hug- myndar að hefja tilraunir með heymjölsvinnslu hér á landi vill hreppsnefnd Höfðahrepps vekja athygli síldarverksmiðjustjórnar á góðum skilyrðum til þess að fá hráefni til þeirrar vinnslu hér í grennd við verksmiðjuna. Tel- ur hreppsnefndin æskilegt að til- raun verði gerð með þetta á kom andi sumri hér í verksmiðjunni, þar sem Vilhjálmur Guðmunds- son framkvæmdastjóri telur möguleika á þessari vinnslu án verulegra breytinga á verksmiðj unni“. Hér leggja upp níu bátar sem stendur ,en afli þeirra er mjög tregur. — Fréttaritari. Jafnframt erindinu verður sýnd kvikmynd um Hjálp í við- lögum og einnig flóttamannakvik mynd, ef þess verður kostur. Að- gangur að erindaflutningnum og kvikmydasýningunum verður ó- keypis, en framlögum til flótta- mannahjálpar veitt viðtaka við innganginn. Heræfinpr hjá NATO PARÍS, 1. apríl. (Reuter): — Lauris Norstad yfirhershöfðingi Atlantshafsbandalagsins i Evrópu tilkynnti hér í dag, að allvíðtæk- ar heræfingar yrðu haldnar með- al herja bandalagsins í þessum mánuði. — Ekki skýrði hershöfð- inginn nánar frá því, hvenær æfingar þessar myndu fara fram. Hillir undir bann við kjarnavopnatilraunum ? GENF, 1. april. — Bandaríkin og Bretland hafa lagt fram jákvætt svar við tillögum Sovétríkjanna og biðskák. Áttunda umferð á ráðstefnunni um bann við kjarnorkuvopnatilraunum, sem sovézki fulltrúinn Tsarapkin bar fram fyrir nokkru, en þar i meg- inatriðum fallizt á fyrri tillögur Bandaríkjanna í málinu. Segja fréttamenn, að nú muni hefjast samningaumleitanir um ýmis „smærri“ atriði varðandi eftirlit, sem Vesturveldin leggja mikla áherzlu á. Er þar t. d. um að ræða, hve oft eftirlit skuli framkvæmt, hvernig eftirlits nefndir skuli skipaðar o. s. frv. — Ef samningar um þessi efni ganga greiðlega, segja frétta- menn, má búast við, að sam- komulag um bann við hvers konar tilraunum með kjarna- vopn verði undirritað, áður en mjög langt líður. Hjartanlega þakka ég öllum sem auðsýndu mér vin- semd með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á 70 ára afmæli mínu 24. marz sl. Guðbjörg Oliversdóttir, Arnarhrauni 44, Hafnarfirði. Hjartanlega þakka ég öllum sem sendu mér heilla- skeyti og færðu mér gjafir á 80 áfa afmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Kristrún Jónsdóttir. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför ÓLAFS Þ. BJARNASONAB skrifstofustjóra Ragnheiður Bjarnadóttir og börn, Helgi Bjarnason og aðrir aðstandendur. Flóttamaima- fjársöfnun DAGANA 6.—13. apríl n.k. munu deildir Rauða krossins veita við- töku fjárframlögum til hjálpar flóttafólki. Fé þessu verður varið í samráði við alþjóða flóttamanna stofnunina. I tilefni af þessu mun Próf. Guðmundur Thoroddsen flytja erindi í útvarpið 8. apríl um flóttamannavandamálið. Útför föður míns og tengdaföður VILHJÁLMS BENEDIKTSSONAR fer fram frá Fossvogskirkju þriðjud. 5. apríl kl. 1,30. Sigríður Vilhjálmsdóttir, Karl Þorfinnsson. Jarðarför móður njjnnar, tengdamóður, ömmu og langömmu JÓNU AgústInu jónsdóttur Bjargi, Grindavík, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 4. apríl kl. 2 eftir hádegi. Fyrir hönd aðstandenda. Gyða Waage, Ragnar Jóhannsson. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför sonar okkar. ÞÓRIS LOFTS Steinunn Jónsdóttir, Kjartan Ólafsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og útför móður okkar og ömmu SÓLVEIGAR BERGSVEINSDÓTTUR Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.