Morgunblaðið - 23.06.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.06.1960, Blaðsíða 2
A 2 MORCVNBLAÐIÐ Fimmfudagur 23. júní 1960 ASalfundur Sambands norrœnna sölutœkni- félaga haldinn í R.vík STJORN sambands norrænu sölu tæknifélaganna — Nordisk Salgs- og Reklameforbur.d — mun halda aðalfund í Reykjavík 2. og 3. júlí nk. Fund þ^nan munu sækja for- vígismenn ofangreindra samtaka í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. í þeim hópi eru m. a. þeir Leif Holbæk-Hansen, pró- fessor við verzlunarháskólann í Bergen og Paul Fabrieius, fram- kvæmdastj. Sunlight verksmiðj- anna í Danmörku. Báðir eru menn þessir góðkunnir fræði- menn í sölutækni. Leif Holbæk- Hansen, nú forseti norræna sölu- tæknisambandsins, hefur farið víða sem ráðgjafi í markaðsmál- um á vegum Efnahagssamvinnu- stofnunarinnar í Evrópu, og hef- ur hann m. a. haldið námskeið hér á landi. Paul Fabricius, fyrr- verandi forseti sambandsins, á að baki merkan starfsferil í marg- víslegum viðskipta- og menning- Síldin ekki söltunnrhæf ennþd MBL. barst í gærdag eftirfar- andi tilkynning frá Síldarút- vegsnefnd: Síldarútvegsnefnd og Síld- armat ríkisins láta daglega rannsaka síld þá, er nú berst að Iandi norðanlands, og bef- ur sildin ennþá ekki "staðizt þær gæðakröfur, sem gera verður til saltaðrar sítdar. Siidarútvegsnefnd leyfir íöltun, strax, þegar hún tel- ir síldina söltunarhæfa. Á sl. ári urðu margir fram- leiðendur fyrir tilfinnanlegu tjóni vegna ónógrar vöruvönd- unar, auk þess sem mörkuðum íslenzkrar saltsildar er stefnt í voða með útflutningi lélegr- 1 ar siidar. Próí. R. Beck ávarparRegliiþing 60. ÞING góðtemplarareglunnar var fram haldið í gær. Var þá rædd fjárhagsáætlun Stórstúk- unnar og ýmsar tillögur varðandi bindindismálin í landinu. Dr. Richard Beck var mættur á fundi í gær og flutti kveðjur Stórstúkunnar vestan hafs. Gat ræðumaður þess að það væri sín mesta gæfa að hafa gengið Regl- unni á hönd. Kvað það aldrei þakkað til fulls hversu miklum verðmætum hún hefði bjargað, þar sem hún hefði starfað. Áfeng isbölið væri mesta böl sem allar þjóðir ættu við að stríða. Hvatti próf. Richard Beck til átaka í btndindis- og hugsjónamálum Reglunnar. Jónsmessuferðir Farfugla NOKKIJR undanfarin ár hafa Farfuglar efnt til tveggja, ódýrra ferða, um Jónsmessuna. í kvöld verður sú fyrri farin, og er það miðaæturferð á Vífils fell. Farið er frá Búnaðarfélags- húsinu kl. 8, en komið aftur til bæjarins, laust eftir miðnætti. Síðari ferðin verður farin um næstu helgi, 25.—26. júní og nefnist hún „Jónsmessuferð út í bláinn“, AUar aðrar upplýsing- ar en um áfangastað í þeirri ferð, eru veittar á skrifstofu Farfugla að Lindargötu 50. armálasamtökum, bæði innán og utan Danmerkur. Hefur stjórn Söultækni ákveð- ið að nota þetta tækifæri tíl þess að gefa íslenzkum kaupsýslu- mönnum kost á að kynnast við- horíum þessara tveggja manna til mála, sem vitað er að þýðing- armikil eru fyrir viðskiptalíf okkar. Hefur því verið ákveðið að boða til hádegisverðarfundar í veitingahúsinu Lido, inánudag- inn 4. júlí nk. kl. 12 á hádegi. Á þessum fundi munu þeir pró- fessor Leif Holbæk-Hansen og Paul Fabricius, forstjóri, halda erindi um gildi auglýsinga fyrir útflutningsvörur. Aðrir þátttakendur í stjórn- inni Nordisk Salgs — og Rekl- ameforbund eru: Torolf Becker, forstjóri og frú, Noregi, P. H. Taucher, Finnlandi, Sven A. Hansson, verkfr., Svíþjóð; Frans Lohse, forstj. og frú, Svíþjóð; Gösta Walldén, forstjóri Svíþjóð; Sv. Villemoes, sendiherra, Dan- mörku; Peter Olufsen, ritstj. Danmörku og Aase Reinhard, skrifstofustj, Danmörku. Laugardaginn 2. júlí mun stjóm Nordisk Salgs — og Reklameforbund snæða hádegis- verð í boði ríkisstjórnarinnar. Sunnudaginn 3. júlí mun stjórnin snæða hádegisverð í boði Morg- unblaðsins og mánudaginn 4. júlí í boði bæjarstjórnar Reykjavík- ur. Norðlendingur sleginn d 8,2 milljónir króno ÖLAFSFIRÐI, 22. júni — Togar- inn Norðendingur var boðinn upp á skrifstofu bæjarfógetans á Ólafsfirði í dag, samkvæmt kröfu Stofnlánadeildar ríkisins. Ríkissjóður átti hæsta boð, 8,2 milljónir króna. Ólafsfjarðarbær og Sauðárkrókur buðu sameigin- lega 8,1 milljón, og Lýsi og mjöl í Hafnarfirði bauð 8 milljónir kr. Norðlendingur lagðist hér að bryggju kl. 5 í dag, en hann var boðaður hingað frá Sauðárkróki vegna uppboðsins. Þar lá tog- arinn inni vegna lítilsháttar bil- unar. — Fréttaritari. Andspyrnan dvínat Kommar sögdu 20Qr bús., en aðeins 17 þús. komu Tókió, 22. júní. 1 DAG skipulögðu kommún- istar og jafnaðarmenn mót- mælafund utan við þinghúsið í Tókíó. Enn var mótmælt varnarsamningnum nýja við Bandaríkin, en aðeins um 17 þúsund manns. voru þar sam- an komnir, þegar mest var. Verður opnuð við Vestmunnu- eyjor? ÞEGAR þetta er ritaff, er ekki enn vitaff hvort drag- nótaveiði verffur Ieyfff inn- an fiskilögsögunnar á viss- um svæðum á tilteknum árstímum. Mótmæli gegn opnuninni hafa borizt af öllu Norðurlandi og mest- öllu Vesturlandi, en fyrir sunnan hafa skoffanir manna veriff skiptar. — Stokkseyringar og Vest- mannaeyingar eru eindreg- ið fylgjandi opnun, og er taliff, aff jafnvel komi til mála, aff veiffisvæffi verffi opnuð eingöngu viff Vest- mannaeyjar. /* NAIShniiar S SVSOknHor ¥ Snjétomo »Oéi - 7 Séirir iC Þrumur ms& KuUatkí! Hihtki! H Hmi VINDUR er nú mjög hægur á höfunum kringum landið, eins og ráða má af því, hve fáar þrýstilínur eru á kortinu. Grunnar lægðir koma hver eftir aðra úr SV, og fylgir þeim S-læg átt og hlýindi, einkum þó A-lands, þar sem sólar nýtur. Kl. 15 í gær var 22 stiga hiti á Egilsstöðum, en 12 stig í Rvík. Kaldast var lands var nokkur rigning, en á Galtarvita 8 stig. Vestan- bjartviðri A-lands og a. m. k. austan til á Norðurlandi. Veðurhorfur kl. 10 í gærkvöldi SV-land til V-fjarða og SV- mið til A-fjarðamiða: S-gola, þokuloft og rigning. N-mið: S- gola, þokuslæðingur á djúp- miðum og dálítil rigning vest an til, en bjart á grunnmáðum. vestan til. NA-land, Austf. og Norðurland: S-gola, skúrir NA-mið: Hægviðri, hlýtt og bjart. SA-land, A-fjarðamið og SA-mið: SA-gola, þokusúld. Höfðu kommúnistar áður boð að, að um 200 þús. manns mundu mæta á þessum fundi. Verkföllin út um þúfur Virðist ró vera að færast aftur yfir borgina, því þrátt fyrir geysiharðan áróður kommúnista var fundurinn mjög fámennur lengst af. Sögðu fréttamenn, að fundarmenn hefðu vart verið fleiri en lögreglumennirnir þegar á daginn leið. Um 8.000 lögreglu- menn gættu í dag þinghússins og bústaðar Kishi. Verkföll, sem kommúnistar og jafnaðaVmenn höfðu skpulagt í dag, fóru einnig að mestu út um þúfur nema þá helzt meðal póst- manna, þvi um 14 þúsund bréf- berar gerðu klukkustundar verk- fall. Kishi sagffur á förum Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að Kishi muni út- nefna eftirmann sinn í næsta mánuði. Kawashima, ritari frjáls lynda lýðræðisflokksins, sem er flokkur Kishi, sagði í dag, er hann gekk af fundi forsætisráð- herrans, að Kishi mundi flytja útvarpsræðu jafnskjótt og geng- ið yrði frá ýmsum formsatriðum í sambandi við fuilgildingu varn- arsamningsins við Bandaríkin. Almennt er talið, að þá muni Kiáhi tilkynna, að hann hyggist láta af embæbti. „AUt effa ekkert“ Kawashima sagði í dag, að ef annar maður tæki við forsætis- ráðherraembættinu mundi Kishi boða til fundar með stjórnarand- stöðunni áður. — Stjórnarand- staðan hefur ekki mætt á þing- fundi siðan 10. maí, en margsinn- is komið í veg fyrir að þingmenn stjórnarinnar kæmust til þing- sala. Formaður jafnaðarmannaflokks ins sagði í dag, að krafa stjóm- arandstæðinga væri, að Kishi segði af sér fyrir sig og alla stjóm sína. Það væri ekki nóg að skipt yrði um mann í em- bætti forsætisráðherra. Jafnaðar- menn vildu „allt eða ekkert“. FYRIR skömmu gáfu sendi- herrar Norffurlanda Eisenhow er, Bandarikjaforseta, bóka- flokkinn „Skandinavia, fortíff og nútíff“ sem þakklætisvott Norðurlandaþjóða fyrir lilut- deild Bandarikjanna i alþjóða málum í og eftir síðusbu heims styrjöld. Wiley T. Buchanan, jr., fulltrúi Bandarikjaforseta, tók viff gjöfinni fyrir hönd Eisenhowers, sem gat ekki sjálfur veitt gjöfinni viðtöku vegna anna. Thor Thors, sendi herra, hafði orff fyrir sendi- herrum Norðurlandanna. — Myndin er tekin við afhend- ingu gjafarinnar. Taliff frá vinstri: Kield Gustav Knuth- Winterfield, scndiherra Dan- merkur, Gunnar Jarring, sendi herra Svíþjóffar, Thor Thors, sendiherra íslands, Mr. Wiley T. Buchhanan, jr. fulltrúi Bandaríkjaforseta, Paul Koht, sendiherra Noregs og Richard R. Seppala, sendiherra Finn- iands. Fjórar öræfa- ferðir Iijá F. í. FERÐAFÉLAG íslands efnir til fjögurra ferða um helgina. Þrjár taka lVz dag. Eru það ferðir í Þórsmörk, Landmannalaugar og norður Kjalveg. En sú fjórða, á Eiríksjökul. 1 Eiríksjökulsferðinni verður ekið upp hjá Húsafelli, um Kal- manstungu og svo lagt inn með Strútnum sem komizt verður, og gengið á jökulinn seinni hluta dags og fram á nótt. í ferðinni inn á Kjöl verður gist á Hvera- völlum sunnudagsnótt, en geng- ið á Kerlingarfjöll á sunnudag. Tveir | hnettir í sama flugskeyti CANAVERALHÖFÐA, 22/6 _ Bandaríkjamönnum tókst i dag að skjóta tveimur gervi hnöttum út i geiminn meí sama flugskeytinu — og era báffir hnettirnir nú komnir i braut umhverfis jörðu. Það var 84 feta langt Thor Able fhigskeyti, sem skotit var. Keflavíkurflugvöllur lok- aður síðan á sunnudag KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 22. júní: — Frá því á survnudag hef- ur verið stöðug rigningarsúld og þoka á Keflavíkurflugvelli. Hef- ur flugvöllurinn verið lokaður af þessum orsökum og aðeins ein farþegaflugvél gétað lent hér síðan snemma á sunnudagsmorg- un. Áætlunarflugvél Pan Ameri- can á sunnudagskvöld varð að snúa frá og lenda í Prestwick og í gærdag varð bandarísk Sky- mastervél að lenda í Reykjavík. DC-8 farþegaþotur Swiss Air, sem áttu að hafa hér viðkomu á mánudag og í dag, urðu að fljúga um Gander. Mjög óvenjulegt er að flugvöllurinn sé lokaður hér svo lengi á þessum tíma árs. B.Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.