Morgunblaðið - 23.06.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.06.1960, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. júní 1960 ^Liplro tóm enn 38 EFTIR W. W. JACOBS Frú Penrose greikkaði sporið og gekk beint að bátnum, og fjórir kindarlegir sjómenn báru hönd að húfu er Carstairs kom og ýttu bátnum á flot. Daufleg- ur á svip lét Knight hinum eft- ir sætin í skutnum og settist sjálf ur fram í barka. Þegar báturinn kom fyrir tangann óg skipið kom í ljós, tók hann eftir þvi, sér til ánægju, að þau hjónaleysin voru æði vandræðaleg á svipinn. •— Engin merki um óstjórnlega hrifningui sagði hann og hóstaði um leið og þau komu að skipinu, og frú Penrose gat ekki annað en skolfið er hún sá röðina af far þegunum við borðstokkinn. Hún veifaði hendi og einhver svaraði í sama, en án allrar hrifningar. Fólkið skipaði sér nú í hóp við uppgöngustigann og hrærigraut- ur af spurningum hljómaði í eyr um frúarinnar, er hún steig upp á þilfarið, einkum var rödd frú Jardine áköf, — Spyrjið hann, sagði Carsta- irs og benti skjálfandi vísifingri á Knight sem kom hægt upp stig ann. — Ha? sögðu Talwyn og Toll- hurst, einum rómi og með mikilli áherzlu. Knight stanzaði við stigann og brosti vandræðalega. — Þetta var bara leikúr hjá mér, sagði hann, — til þess að gera ein- hverja tilbreytingu fyrir farþeg- ana. — Leikur! öskraði frú Jardine og rauf þögnina. Hún sneri sér að Pope. — Og þér sögðuð okk- ur.... — Ég blekkti hann, tók Knight fram í. — Að minnsta kosti bað ég hann að búa ykkur undir nokkuð óvænt. Og þáð kom óvænt, var ekki svo? Frú Jardine rétti úr sér og horfði á Knight með orðlausri reiði, en í skvaldrinu, sem þama var, tók enginn eftir því, gð hún gat engu hljóði upp komið. — Ég kalla þetta einkennilegt uppátæki, sagði Talwyn. — Var það eftir yðajr skipunum að ég var hrakinn fram og aftur um allt þilfarið og að einn hásetinn setti skítugan hnefann undir nefið á mér, og bauð mér að þefa af honum? Ha? — Og að ég var hrakinn um allt og síðan lokaður inni í ká- etu? spurði Tollhurst og horfði á hann manndrápsaugum. — Eintðm gamansemi, svaraði Knight. — Þau voru bara að skemmta sér. — Skemmta sér? át Tollhurst eftir, eins og hann næði ekki and anum. — Hvað ætlið þér að gera í málinu, Carstairs? spurði hann. Carstairs yppti öxlum. — Hvað get ég gert? spurði hann. — Ekki get ég látið kasta honum fyrir borð. Betra að láta hann útkljá málið við sína eigin samvizku — ef slík fyrirfinnst. Mér finnst við mega vera þakklát fyrir, að all- ir skuli hafa sloppið óskaddaðir. — Það er ekki honum að þakka, sagði Maloney með djúpri rödd og gaut augunum til söku- dólgsins. — Ef þú ferð ekki var- lega, muntu þurfa meira á út- fararstjóra en lækni að halda. Nei, hann ætti ekki að ganga laus. — Við skulum vona að hann skammist sín, sagði ungfrú Flack með guðræknisvip. Þetta síðasta virtist vonlítið, og frú Jardine gat ekki stillt sig um að láta það í Ijós. Síðan hóf Talwyn umræður um málið fram og aftur, og meðan á þeim stóð og hávaðanum, sem af þeim leiddi, stakk Knight höndum í vasa og ranglaði burt. Þegar hann birtist við kvöld- verðarborðið, þögnuðu allar við- ræður snögglega, en það virtist engin áhrif hafa á matarlyst hans. Þegar hann að lokum máltíðarinnar lyfti glasi sinu og bað að drekka skál allra „eigin- kvenna og unnustna", stóð frú Jardine upp, og yfirgaf borðið, en renndi þó löngunaraugum til ábætisins, sem hún varð að skilja eftir. Samt vaf hann svo nærgætinn að verða kyrr um borð daginn eftir, er hinir farþegarnir fóru skemmtiferð tii eyjarinnar og sú sjálfsstjórn gaf honum tækifæri til að bera saman bækur sinar við skipstjórann og koma sam- komulagi þeirra á réttan kjöl aftur. Biggs, sem enn var dálítið hræddur við afleiðingar athafna sinna, kom einnig á fundinn og tok við skipunum. STJARNAN sigldi frá eynni daginn eftir og allt komst í röð og reglu um borð. Dagarnir liðu tiibreytingarlaust og Knight, sem gat nú verið í næði með hugs anir sínar, sást víkja sér kunnug lega að ýmsum af skipshöfninni, en það olli þeim frú Jardine og ungfrú Flack allmikillar órósemi. Þær minntust jafnvel á þessa óró semi sína við Carstairs, og hann, sem hafði ekki sem bezta sam- vizku, sneri sér að útlaganum, sem sat reykjandi uppi á þilfari um kvöldið eftir mat, í þeim til- gangi að hressa hann upp. — S-s-s, hvæsti Knight. — Burt með þig! — Ég hélt .... tautaði Carsta- irs auðmjúkur. — Ég veit það, svaraði Knight. Þið „haldið“ öll-sömun. Það er bölvunin við að vera vinsæll. Ég get varla haldið Fred og hinum frá mér. Og hvað snertir frú Ginnell, varð ég að klípa hana í gær. Carstairs starði á hann. — Frú Penrose heldur .... sagði hann. — Ég veit það. — Það er ein- mitt það, sem ég vil láta hana gera. Farðu nú burt, þá ertu vænn. Lofðu mér að afplána syndir hennar. Ef hún hefur ein- hvern snefil af samvizku.... Glott breiddist út um andlit Carstairs, eins og hann væri nú fyrst að skilja málið. — Þú ert meiri bölvaður.... — Farðu, sagði Knight hátíð- lega. Hugsanir frú Penrose komu í dagsins ljós tveim kvöldum síð- ar. Hún kom út úr upplýstum setusalnum og starði út í myrkr- ið, gekk síðan að einmana manns mynd, sem sat reykjandi úti á þilfari, og eftir ofurlítið hik, settist hún hjá manninum. — Þetta var fallega gert af yð ur, sagði hún eftir nokkra þögn. — O, það var ekki neitt, svar- aði Knight, sannleikanum sam- kvæmt. Aftur varð þögn. — Mér finnst þér hafa komið vel fram, sagði hún dræmt. — Miklu betur en ég hefði búizt við. — öllum getur skjátlazt, svar aði Knight tvírætt. Aftur varð svo löng þögn, að bæði voru orðin óróleg. — Ég er hrædd um, að ég hafi ekki þekkt yður rétt, sagði hún loksins, — og ef Winnie vill enn- þá giftast yður, þá má hún það. Knight tók hönd frúarinnar og lyfti hehni hátíðlega upp að vör- um sér. — Þakka yður fyrir, sagði hann, innilega. — Það gleður mig, að álit mitt á yður reyndist rétt. — (Sögulok).. gJllltvarpiö Fimmtudagur 23. júní 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 ,,A frívaktinni", sjómannaþáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 20.00 Fréttir. 20.30 Breiðfirðingakvöld: a) Tvö breiðfirzk skáld f Vestur- heimi um síðustu aldamót; erindi (Séra Arelíus Níelsson)* b) Ljóðalestur (Guðbjörg Vigfús- dóttir og Steinunn Bjartmarz). c) Einsöngur (Kristín Einarsdótt- ir). — d) Tvær breiðfirzkar sjóferðasög- ur, skráðar af Jens Hermanns- syni (Bergsveinn Skúlason). 21.40 Tónleikar: Músík eftir Lange- Múller við leikritið „Einu sinni var" eftir Drachmann (Aksel Schiötz söngvari, kór og hljóm- sveit konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn flytja; John Hye-Knudsen stj.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Vonglaðir veiði- menn" eftir Oskar Aðalstein; II. Steindór Hjörleifsson leikari). 22.30 Sinfóníutónleikar: Sinfónía nr. 6 í F-dúr op. 68 (Pastorasinfóní- an) eftir Beethoven (Concertge- bouw-hljómsveitin í Amsterdam leikur; Erich Kleiber stjórnar). 23.15 Dagskrárlok. Föstudagur 24. júní: 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 Tónleikar: „Gamlir og nýir kunningjar”. 15.00 Miðdegisútvarp. — • (Fréttir 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Þættir um sjómennsku á Stokks eyri; II: Formenn og vermenn . (Guðni Jónsson próf.). 21.00 Kórsöngur: — Alþýðukórinn syngur undir stjórn dr. Hall- gríms Helgasonar lög eftir Jón Leifs, Sigursvein D. Kristins- son, Hallgrím Helgason o. fl. 21.30 Utvarpssagan: „Vaðlaklerkur'* eftir Steen Steensen Blicher, í þýðingu Gunnars skálds Gunn- arssonar; II. (Ævar R. Kvaran leikari). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Vonglaðir veiði- menn" eftir Oskar Aðalstein; III. (Steindór Hjörleifsson leik- ari). 22.30 I léttum tón: Lög frá útvarpinu í Berlín. 23.00 Dagskrárlok. Laugardagur 25. júní: 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sigur jónsdóttir). 14.00 Laugardagslögin. — (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Tvísöngur: Börge Lövenfalk og Bernhard Sönnerstedt syngja glúntasöngva eftir Wennerberg; Folmer Jensen leikur undir á píanó. 20.45 Smásaga vikunnar: „Sonurinn'* eftir Mariku Stiernstedt, í þýð- ingu Arna Gunnarssonar fil. kand. (Baldvin Halldórsson leikari). 21.15 Tónleikar: — Susse-Romande hljómsveitin leikur forleikinn að „Rakaranum í Sevilla“ eftir Rossini og „Lindina", ballett- svítu eftir Delibes; Victor Olof stjórnar. 21.30 Leikrit: „Húsið í skóginum" eft ir Tormond Skagestad. Þýðandi: Hulda Valtýsdóttir. Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.14) Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Árnesingafélagið í Reykjavík Jónsmessumót Hið árlega Jónsmessumót félagsins verður að Þing- vöHum n.k. laugardag og sunnudag 25. og 26. júní. Mótið hefst í Valhöll kl. 20,30. Meðal skemmtiatriða: Ræða: sfud. mag. Svarvar Sigmundsson frá Hraungerði. Söngur: Tvöfaldur kvartett undir stjórn Kjartans Skúlasonar. — Dans. Á sunnudagsmorgun kl. 11 flytur Sr. Jón Thoraren- sen messu í Þingvallakirkju. Kl. 14 verður farið í land félagsins við Vellankötlu ef veður leyfir. Ferðir verða frá B. S. 1. á laugardag kl. 16 og 20. Þeir sem óska eftir gistingu í Valhöll hringi í síma 17875. STJÓRN og SKEMMTINEFND. 1) Nei, tengdamamma. Þú skalt 2) Sjáðu t. d. þessa töflu um þyngd samkvæmt henni að vera þrír og skella skollaeyrum við öllu þessu oghæð.... hálfur meter á hæð!! þvaðri um vítamín og kaloríur. 3) ... .miðað við þyngdina ættir þú Cl r L ú á ' _ Þetta er skínandi úlpa seml aður hvutti . . . Hefur þú villzt? | Góður hundur! Ó, veslingurinn! ] Þú ert blindur, er það ekki? ég fann. Ég ... Nei, komdu bless- j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.