Morgunblaðið - 23.06.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.06.1960, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. júní 1960 Útg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Au'glýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. KOMMÚNIST AR Á GÖNGU 1>ÚSSNESKIR kommúnist- ar hafa notað listamenn og þá einkum rithöfunda, eins og hverja aðra fóta- þurrku. Rithöfundana hafa þeir svipt mál- og prentfrelsi og sveigt þá undir alræði sitt, jafnvel nóbelsskáld hafa þeir geymt eins og dýr í búri. Nú hefur sænskur blaðamaður skýrt frá því, að það hafi ver- ið skoðun Boris Pasternaks, að Nóbelsverðlaunin hafi bjargað lífi hans. Þetta er ófögur saga og ótrúlegt að nokkur v listamaður í lýð- frjálsu landi skuli ljá nafn sitt þeim mönnum, sem ganga erinda Moskvustjórnarinnar. Því miður kemur það enn fyrir, þó þessum mönnum fækki ár frá ári hér sem ann- ars staðar í V-Evrópu. En furðulegt er, að nokkur ísl. rithöfundur skuli styðja þá til valda, sem hafa það að tak- marki að svipta hann sjálfan mál- og prentfrelsi. Kommúnistar reyna oft að villa mönnum sýn með því að þykjast vera einu unnendur frelsis og mannréttinda. En auðvitað vita allir, sem ekki eru blindaðir af trúarofstæk- inu, að þetta er ekki annað en yfirvarp hjá kommúnist- um, til þess eins að lokka hálfvolga stefnuleysingja und ir merki sitt. Á þetta er m. a. minnzt í síðasta Félagsbréfi AB, þar sem segir: „------ Bæði einstakir vest- rænir rithöfundar, samtök þeirra og fjölmörg önnur vestræn öfl, hafa mótmælt harðlega og vinna kröftug- lega gegn öllu því ofbeldi, sem framið hefur verið í þessum löndum. Hvort ætli t. d. hin fasistiska stjóm Suð- ur-Afríku óttist meira í dag rithöfundasambönd Sovétríkj anna marflöt við fætur Krús- jeffs eða hinar frjálsu mót- mælaöldur, sem risið hafa gegn kynþáttakúgun hennar á Vesturlöndum. Vissulega hið síðarnefnda, og það af þeirri einföldu ástæðu, að Sovétrithöfundar hafa aldrei svo kunnugt sé skrifað staf- krók gegn stefnu stjórnar Suður-Afríku, enda hef ur kommúnistaflokkur Sovet- ríkjanna aldrei pantað hjá þeim slíkt skrif“. Enn einu sinni hafa nokkr- ir íslenzkir listamenn lánað kommúnistum nafn sitt, svo þeim mætti verða meira ágengt en ella í því að vega að rótum varnar- kerfis Vesturveldanna og veikja öryggi íslands, svo rússneskir kommúnistar mættu einn góðan veðurdag gleypa það varnarlaust. Þess- ir menn einblína á þá stað- reynd, að bandarískt varnar- lið hefur bækistöðvar í Kefla- vík, en það er eins og þeir vilji ekki hugsa um ástæðurn- ar fyrir því, hvers vegna þetta lið er á íslandi. Það er eins og þeir viti ekki að Atlantshafsbandalagið var á sínum tíma stofnað til að verja frjálsar þjóðir gegn of- beldi kommúnismans, varnar- liðið er statt hér á landi m. a. til þess að koma í veg fyrir að kommúnistum takist að svipta rithöfunda á Vestur- löndum frelsinu til að hugsa eins og menn, en ekki eins og valdhafarnir í Rússlandi mæla fyrir um hverju sinni. Herstöðvar eru ekki æskileg- ar, það vitum við öll, en þær eru betri en fangabúðir kommúnismans. — íslenzka þjóðin er staðráðin í að leggja eitthvað af mörkum í varnarsamstarfi Atlantshafs- ríkjanna, unz ein helzta for- senda þess að varnarsamtökin voru stofnuð, útþenslustefna kommúnismans, er úr sög- unni. Á meðan kommúnista- hættan vofir yfir frjálsum ríkjum, getur ástandið í heim inum ekki orðið eðlilegt. Með- an svo er, ættu íslenzkir rit- höfundar og aðrir listamenn, ekki að láta lokka sig inn í kommúnistabúrið að óþörfu. í gær var sú saga rakin hér í blaðinu, hvernig kommún- istar hafa viljað verzla með hlutleysi Islands. Þegar það er rússneskum kommúnistum í hag, vilja þeir varpa hlut- leysisstefnunni fyrir borð, nú heimta þeir „ævarandi hlut- leysi“. Haustið 1956 gerði ungverska þjóðin byltingu gegn kúgun kommúnistanna. Eins og allir vita var frelsis- þrá Ungverja kæfð í blóði. Ríkisstjórn Imre Nagy ætlaði m. a. að segja Ungverjaland úr Varsjábandalaginu og gera það að hlutlausu ríki. Hvað sögðu kommúnistar og Þjóð- viljinn þá? Allir muna við- brögð þeirra. Það voru „ung- verskir fasistar“ sem höfðu gert byltinguna. Það var svar Þjóðviljans þá. Og hvenær íiefur Þjóðviljinn síðar tekið undir þá kröfu ungversku þjóðarinnar, að rússneska inn rásarliðið verði flutt burt úr landinu? Menn fara með misjafnlega gott nesti í sína göngutúra. IITAN UR HEIMI Hversvegna Magnani og Brando hatast Anna Magnani ÞAÐ tók langan tíma að fá Marl- on Brando til að leika gegn Önnu Magnani í kvikmyndinni The Fugitive Kind, sem gerð er eftir leikriti Tennessee Williams Orpheus Descending. Og nú þeg- ar því er lokið, er ég sannfærður um að þau munu áldrei leika saman aftur. Kvikmyndin verður frumsýnd í London eftir nokkrar vikur, og í auglýsingum um hana hefi ég m. a. rekist á eftirfarandi gull- korn: „Magnani og Brando kölluðu fram hið bezta hvort í öðru. í>au mynduðu tvímælalaust þessa árs óvæntasta samband gagnkvæmr- ar aðdáunar". Þetta, skal ég segja ykkur, er eintóm vitleysa. Þau hötuðust. BRANDO segir: „Ég mundi ekki leika móti henni aftur nema ég hefði grjót í hendinni“. MAGNANI segir: „Brando er eigingjarn sadisti“. ★ Hvernig upphófst þessi fjand- skapur? Ég ímynda mér fjórar hugsanlegar skýringar: — V*gna þess að hlutverk Brand- os var gert stærra en hlutverk Magnani, meðan á kvikmyndun stóð. Vegna þess að allar beztu nær- myndirnar (closeups) voru af honum. Vegna þess að hann var meira auglýstur en Magnani. Vegna þess að Magnani telur að hann hafi verið betur mynd- aður en hún. MEST í HEIMI • Tennesse Williams segir: „Þeg- ár Magnani kom til Bandaríkj- anna sagðist hún vera mesta leik kona Evrópu og kvaðst hlakka til að li:.tta mesta leikara Banda- ríRjanna". (Magnani er ekki þjáð af neinni óþarfa feimni. Þegar hún var síðast í Hollywood, smeygði hún bréfi undir dyrnar á næstu íbúð, þar sem stóð. „Vinsamleg- ast notið ekki baðherbergið á morgnanna. Þér ónáðið mestu leikkonu veraldar".) Tennessee Williams segir enn- fremur: „Þegar hún og' Brando voru að æfa, muldraði Brando, og Magnani -k sem ekki talar enskuna of vel — skildi ekki hvað hann var að segja. Svo hún muldraði bara enn meira“. SANSKRIT! Arangurinn — eftir því sem New York blaðamaðurinn Walter Winchell segir — er sá, að „Magn ani-Brando muldrið í T'he Fugi- tive Kind er nærri því jafn óskilj anlegt og Sanskrit". Eftir að hafa séð myndina, lét Magnani út úr sér nokkur vel valm blótsyrði (þau kann hún!) og hélt síðan til Rómar í fússi. En Magnani er ekki vön því að taka hlutunum með þögn og þol- inmæði. SKAPMIKIL Aðdáendur hennar minnast þess að þegar hún komst að því að eiginmaður hennar Geoffredo Allessandrini var með annarri konu, þá ók hún bifreið sinni á fullri ferð á bifreið hans Og að þegar Rossellini yfirgaf hana fyr- Grein þessi, sem hér biriist lauslega þýdd, er eftir Roderick Mann, og biríist í The Sunday Express í London 12 þ.m. ir Ingrid Bergman, þá lét hún leirbúnaði rigna yfir höfuð hans. En hún hefur verið einkenni- lega þögul varðandi fjandskapinn við Brando. Hún hefur hvíslað að nánustu vinum sínum: „Ég gæti drepið dj, . . . tíkarsoninn" En það eru bara smámunir, komandi frá þessu eldfjalli. Einn vina hennar útskýrir mál- ið þannig: „Magnani er mikil stjarna Henni er sama þótt hún sé sögð blóðheit. En hún þolir ekki að vera sögð afbrýðisöm Og hún er hrædd um að það yrði um hana sagt ef hún réðist á Branao". BARA í STÉTTINNI Fyrir skömmu ræddi ég all- lengi við Magnani í Róm, þar Marlon Brando sem hún er að leika í nýrri kvik- mynd. Hún sagði: „Marlon Brando er mikill leikari. Okkur kom ekki saman, en það mátti búast við því“. Hún horfði á mig, eins og hún væri að bíða eftir að ég segði eitthvað, en sagði svo: ,Þú verð- ur að skilja það að ég er ekki skapmikil. En ég verð bara fok- vond þegar ég kemst að því að einhver er að fara á bak við mig. Ég þoli allt annað en það. Ég treysti fólki. Og þegar það svíkur mig verð ég vond. En skapmikil, nei það er ég ekki, Bara í stétt- inni. BRANDO UPPTEKINN Ég hafði hlakkað til að vinna með Brando. Tennessee Williams hafði skrifað lekiritið The Rose Tattoo handa mér eins og þú' veizt, og hann vildi að Brando léki í því á móti mér á Broadway. En Brando var svo upptekinn, eða svo sagði hann. Þá skrifaði Tennessee Orpheus Descending og aftur óskaði hann eftir mér og Brando. En Brando var enn upp- tekinn. Svo þegar Tennessee Williams umskrifaði Orpheus Descending í kvikmyndina The Fugitive Kind cg Brando samþykkti að leika í henni, varð ég himinlifandi. Eg býst við að ég hefði átt að vita betur. EINS OG BAUNADÓSIR Eitt skal ég segja þér. Það sem ég hef séð af „Aðferðinni", fær mig til að hlæja. Sífellt að klóra sér og muldra. Það má ef til vill útskrifa verkfræðinga eftir að- ferð, en hvernig í fjáranum er það hægt með leikara? Segðu mér það, ha, segðu mér það“. Hún hló upphátt, sitjandi á legubekknum í búningsherberg-. inu. „Ég ætti ekki að tala. Þótt þetta sé tilfinningamál. Of mikið af svonefndum leik í dag er bara grín. Þeir framleiða leikkonur á sama hátt og þeir framleiða baunadósir. En þeir framleiða engar Magnani, er það? Ég þarf enga aðferð. Allt sem mig vant- ar er ást. Og það er svo lítil ást í heiminum í dag. Nú eru meir að segja Olivier hjónin skilin! Það getur komið mér til að gráta. Því líf án ástar er óbærilegt". B/EDI I.EITANDI Nokkrum tímum siðar, þegar ég var aftur kominn til nótelsins, Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.