Morgunblaðið - 18.09.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.09.1960, Blaðsíða 6
MORCU1VB* AÐIÐ Sunnudagur 18. sept. 1960 t' Vandamál finnsku verka- lýðshreyfingarinnar Eftir Karl August Fagerholm YFIRSTANDANDI erfiðleik- ar finnsku verkalýðshreyfing arinnar stefna stjórnmála- og efnahagslífi Finna í voða, ekki síður en verkalýðsfélög- unum sjálfum. Ástæðurnar fyrir þessum erfiðleikum eru: 1) Úrsögn ýmissa verkalýðs- félaga sem fylgja Alþýðu- flokknum, úr heildarsamtök- um verkalýðsfélaganna (S. A. K.), og 2) klofningur í Al- þýðuflokknum (S. D. P.) • VERKALYPSSAMTÖKIN KLOFNA SAK tók að klofna í tvo að- skilda hópa fyrir nokkrum mán- uðum, þegar róttækur vinstri armur þess undir forystu Vihtoii Rantanen, gekk í lið með komm- únistum um að neita fjórum verkalýðsfélögum Alþýðuflokks- manna um inntöku. Varð það til þess að mörg félög Alþýðuflokks manna sögðu sig úr heildarsam- tökunum og forseti SAK, Reino Heinonen, sagði af sér i mót- mæiaskyni gegn áhrifum komm- únista. Heinonen var hluflaus leið togi, kjörinn fyrir 15 mánuðum til að halda jafnvægi milli vinstri armsins og Alþýðuflokksmanna. Sennilega tekur Rantanen við af hcnum. • ALVARLEGAR AFLEIÐINGAR Það lítur því út fyrir að í Finnlandi verði nú um s'keið tvenn heildarsamtöik verkalýðs- félaga, öðrum þeirra stjórnað af róttækum vinstri mönnum og kommúnistum, hinum af alþýðu- flokksmönnum. Kommúnistar munu nú hafa yfirstjórn yfir eig- in verkalýðshreyfingu, sem styrk ir verulega stjórnmálaaðstöðu þeirra. í öllum atvinnugreinum verða nú tvö verkalýðsfélög og á það áreiðanlega eftir að skapa mikil átök, stefna fjálmálum Finnlands í voða og hafa alvar- legar afleiðingar á sviði stjórn- málanna. • KOMMÚNISTAR ÖFLUGIR Kommúnistar munu nota sér átökin um verkalýðsfélögin. Þeir eru öflugri í Finnlandi en á hin- um Norðurlöndunum, m. a. vegna þess að rússneska byltingin hafði mikil áhrif á ýmsa finnska verka lýðsleiðtoga, sem heimsóttu Sovétríkin á árunum milli 1920 og 1930, og sneru heim ákveðnir kommúnistar, og einnig vegna þess að Finnland stendui hinum Norðnriöndunum að baki. hvað varðar efnahagslega þróun Og í norðurhéruðunum hefur komm- únistum, sem ávalt hafa einbeitt áróðri sínum að verkamönnum, tekizt að vinna fylgi meðal smá- bænda. • „SÍMONÍTAR“ Klofningurinn í Alþýðuflokkn- Um getur einnig orðið jafn af- drifaríkur fýrir Finnland. Orsak- aðist hann vegna ágreinings er fyrirsjáanlegt að Alþýðuflokk- urinn ykji þingmannatölu sína, en ,,Símonítar“ töpuðu mórgum þingsætum. • BREYTT STEFNUSKRÁ Þess ber að geta að finnski Al- þýðuflokkurinn er samþ/kkur þeim breytingum, sem nýlega hafa verið gerðar á stefnuskrá jafnaðarmannaflokkanna í Sví- þjóð, Austurríki og Vestur-Þýzka lands. Við teljum að þessir flokk- ar hafi breytt stefnunni til góðs og þótt við höfum ekki gert jafn róttækar breytingar á stefnuskrá okkar flokks, eru skoðanir okk- ar va: ðandi Marxisma þær sömu og pe:rra. um hefur að sjálfsögðu gert að- stöðu hans erfiðari. Flokkurinn hefur þó óskað eftir því að þing- ið verði leyst upp, en forseti lýð- veldisins ekki samþykkt að efnt verði til nýrra kosninga. Ég tel samt sem áður að núverandi rík- isstjórn reynist ókleift að halda völdum óstudd til sumarsins 1962, þegar nýjar kosningar eiga að fara fram. Og fyrir þann tíma verði að finna einhverja bráða- birgðalausn á vandamálum Finn- lands. (Þ‘tt úr „New Leader“) „Vegurinn“ í endnrbættri útgnfu Karl August Fagerholm hefur í mörg ár verið leiðtogi íinnska Alþýðuflokksins. Frá því árið 1947 hefur hann fimm sinnum gegnt embætti forsætisráðherra. „Símoníta“, sem nefndir eru eftir leiðtoga sínum, Aarre Sim- onen. Vilja þeir mynda andstóðu flokk, róttækari en Alþýðuflokk- inn, milli kommúnista og SDP. En þetta er mjög illa til fundið. í Finnlandi eru ekki möguleikar íyrir flokk með þessa stefnu. • ÓVÍST UM FYLGI Auk þess er erfitt að gera sér grein fyrir því hver hluti kjós- enda styður „Símoníta". í kosn- ingunum 1958 hlaut Alþýðuflokk urinn 48 þingsæti, „Símonítar" 3. Eftir kosningar gengu 11 þing- menn Alþýðuflokksins í lið með Símonítum, og hafa þeir nú 14 þingmenn en Alþýðuflokkurinn 37. Ef kosningar færu fram nú, • SAMSTEYPUSTJÓRN ÆSKILEG Lausn yfirstandandi stjórnmála kreppu í Finnlandi liggui ekki Ijós fyrir. Frá því í janúar 1959 hefur minnihlutastjórn Bænda- flokksins (Agrar flokksins) farið með völd í landinu, og hefur sú stjórn aðeins stuðning rúmlega fjórðungs þingsins. Samsteypu- stjórn Alþýðuflokksins og Bænda flokksins, sem farið hafði með vöidin svo til óslitið frá því 1937, var raunhæfari fulltrúi kjósenda, en Alþýðuflokknum hefur ekki tekizt að koma þessu samstarfi á að nýju. • BRÁÐABIRGÐALAUSN Klofningurinn í Alþýðuflokkn VEGURINN, námskver í kristn- um fræðum til undirbúnings fermingar eftir séra Jakob Jóns- son, er nýlega kominn út I breyttri útgáfu. í formála fyrir kverinu segir höfundur, að um alimiklar treytingar frá fyrri út gáfu sé að ræða og endursamn- ingu á miklum hluta. Síðar seg- ir: — „Reynslan hefur kennt mér, að börn eigi auðveldast með að hugsa um þessi efni, eins og önnur, út frá því áþreyfanlega, sem þau þekkja til, sjá og heyra. Ég hef því, hvar sem því var við komið, tengt námsefnið sem mest við sýnilegar og heyranleg- ar athafnir kirkjunnar, og síðan við það, sem börnin þekkja til í þjóðfélagi því, sem þau lifa f-. Kverinu er skipt í 23 kafla. Þá fylgir kafli um kirkjuárið og Frh. á bls. 23 • Eldrijclanslögj^ laugardagskvöldum Kona skrifar: — Góði Vel- vakandi! Viltu nú ekki vera milligöngumaður milli mín og blessaðs útvarpsins okkar. Svo er mál með vexti, að mig langar til að koma þeirri frómu ósk á framfæri, að meira væri leikið af góðum danslögum á laugardagskvöld um, sérstaklega gömlu döns- unum. Við erum nokkur mið- aldra hjón, sem höfum lítil og fá tækifæri til að fara út-að skemmta okkur, en komum oft saman heim§_ hjá hvert öðru á laugardagskvö idurn. Okkur þykir öllum gaman að dansa, en danslögin á laugar- dagskvöldum eru oftast svo herfileg að það er ekki dans- andi eftir þeim. En mér finnst að þar sem allir nýjustu „slag ararnir” glymja í eyrunum á manni á hverjum einasta degi um miðjan daginn þá ætti út- uppáhaldslög. dansæði. — Ein með varpið að geta komið til móts við okkur eldra fólkið á laug- ardagskvöldum. Þá er unga fólkið flest komið út að „rokka” og heyrir enn sin .•^ír^kkjíHtókvikj jn^ndahúsi^ Kvikmyndahúsgestur kom að máli við Velvakanda um daginn og hafði kvörtun fram að færa, eins og raunar flest- ir, sem við Velvakanda tala. Ég fór i tíó, sagði hann. Á aftasta bekk sat hópur ungs fólks, sem ekki virtist kom- inn til að horfa á kvikmynd- ina, heldur til að halda drykkjuveizlu. Unglingar þessir fóru inn með kókakóia flöskur í höndunum og gat engan, sem sá, blandazt hugur um hverskonar drykkur var í flöskunum. Þegar sýningin byrjaði hófst hávært tal og hlátrasköll frá öftustu bekkj- unum, sem mjög truflaði okkur hin. Jókst hávað- inn er leið á myndina en eng- inn eftirlitsmaður sýndi sig og unglingunum var ekki hent út úr húsinu tins og rétt hefði verið og skylt. Það er kraía kvikmyndahúsgesta. að for- ráðamenn húsanna sjái til þess, að mönr.um sé ekki leyft að vera með drykkjulæti á sýningum, sjálfum sér tjl skammar og spiilandi sýning- unni fyrir öðrum, sagði kvik- myndahúsgesturinn um leið og hann kvaddi • Lögreglunni þakkað íbúi við Miklubraut færir lögreglustjóra sérstakar þakk ir að hafa lögreglumenn stað setta á Snorrabrautinni, sem bregða bæði íijótt og vel við þegar þeir eru kallaðir. Lög- reglan hefur aðsetur í Skáta- heimilinu við Snorrabraut á venjulegum skrifstofutíma, en nú spyr þessi sami Miklu- brautarbúi, hvort nokkur leið sé að hafa þarna vakt leng- ur, helzt yfir helgar. • Ganga á grasinu Úr því að rmnnzt er á Miklu brautina er ekki úr vegi að nefna einn ávana sem þar tíðkast að sögn kunnugra. Þrátt fyrir breiðar og void- ugar gangstéttii, sem þarna hafa verið settar, gengur all- ur þorri vegfarenda á gras- reitunum sem geðir eru miili akbrautanna. Vill Velvakandi beina þeim tilmælum til veg- farenda. sem þarna eiga leið um, að nota sér hinar ágætu gangstéttir, en leyfa grasinu að gróa í friði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.