Morgunblaðið - 18.09.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.09.1960, Blaðsíða 14
14 MORCIJNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. sept. 1960 Husqvarna Er til gagns og ánægju á heimilinu. Saumar venju- legan saum, Zig-Zag, stoppar í fatnað, saumar hnappagöt, festir á tölur, saumar fjölda myndstra til skreytinga. Cunnar Ásgeirsson Suðui landsbraut 16 —- Sími 35200 Atgreiðslustúlka Rösk og ábyggiJeg stúlka óskast til afgreiðslu starfa. — Upplýsingar á mánudag kl. 6—7 í verzluninni. Læltjarbúðin Laugarnesvegi 50 Röskur ungUngur 16—17 ára óskast til innheimtustarfa um óákveðinn tíina. — Vinnutími frá kl. 10—6 eða 1—6 e.h. Uppl. á skrifstofunni kl. 1—3 e.h. á mánu- dag, ekki svarað í síma. — Reykjavíkurbréf Framh. af bls. 13. sem lýstu andúð á flokki sínum og aðdáun á vinstri stjórninni. f>etta áttu hinir ónafngreindu Sjálfstæðismenn jafnvel að gera samtímis því, sem þúsundir venjulegra vinstri kjósenda yfir gáfu flokka sína til að lýsa van- trausti á vinstri stjórninni, eins og þeir gerðu i bæjarstjórnar- kosningum 1958. f>ví ömurlegra er fyrir Tím- ann og Framsóknarbroddana, að jafnkunnur og skeleggur Fram- sóknarmaður og Rnnólfur á Komsá, skuli hafa kvatt sér hljóðs á héraðsmóti Sjálfstæðis- manna og lýst fráhvarfi sínu frá Framsókn. Nafn Runóifs er mik ilsvert, en meira er þó vert um hitt, ,að ástæðurnar fyrir for- dæmingu hans á hans gamia flokki eru svo sannfærandi, og þess eðlis, að líkiegt er, að hann eigi þúsundir akoðar.abræðra um land allt. Stuðningur við við reisn stjórnarflokkanna og and- úð á vist Framsóknarbroddanna í austurdyrunum er miklu meiri heldur en flestir hefðu ætiað. Of an á þetta bætast minnkandi möguleikar Framsóknarhöfðingj anna til að hygla sínum mönnum eins og þeir hafa haldið fylgi sínu við á. Að svo komnu er ekki kyn þótt vaxandi fari uggur í .liði þeirra um framtíð fiokksins. Verðlag á land- búnaðarafurðum Eitt af happasæiustu verkum núverandi ríkisstjóruar er að eyða þeim ágreiningi, sem fyrir ári ríkti um verðlagningu land- búnaðarvara. Eitt af því, sem V- stjórnin lét eftir sig, var upp- lausn þess verðlagningarkerfis, er fylgt hafði verið um langa hríð. Langvarandi deilur, mála- ferli og jafnvel fjandskapur var risinn milli þeirra aðiia, sem þessi mál höfðu með höndum. Framsóknarbroddarnir reru að því öllum árum, að það ófremd- arástand héldist og vonuðu í lengstu lög, að það yrði stjórn- inni að falli. Svo varð ekki.Þvert á móti hefir nú í skjóli hinnar nýju löggjafar, sem sett var á sl. þingi, tekizt að leysa málið með betra samkomulagi en nokkru sinni fyrr. Verðlagsgrund völlur- inn hækkar um rúm 7%%. Sú hækkun stafar ein.göngu áf hækkuðum rekstrarkostnaði, en rennur ekki að neinu leyti til bænda sem hækkað kaup þeim til handa. Það helst í fuiki sam- ræmi við kaupgjald annarra landsmanna .Bændur eigi þess vegna fulia sanngirniskröfu á þessum bótum fyrir útiagðan kostnað, enda var á nana failizt að öllu leyti af fulitrúum neyt- enda, Eðvarði Sigurðssyni, fuil- trúa Dagsbrúnar, jafnt sem öðr- um. Ríkisstjórnin hefur með öðru fyrirkomulagi á niðurgreiðslum fengið því áorkað að nýmjólk hækkar ekki um einn eyri. Með því eru tryggð mikilsve.-ð hlunn indi fyrir neytendur, því að nýmjólkin er sú vara, sem al- menningur má sízt án vera og hvert einasta heimiii þarf að kaupa dag hvern. Hefur því enn í verki verið sýnt, að allt er gert sem unnt er til að trvggja hag almennings og létta lífsbaráttu hans. Loft mettað ryki og öðrum óhreinindum, er oft samfara fram- leiðslu í vélum og í ýmsum tilfellum er beinlínis ekki hægt að forðast það með ölíu. En þó er til ráð, sem leysir vandann og hreinsar loftið, en það er að setja upp loftviftur okkar, sem hafa áunnið sér hylli í öllum iðngreinum. Þessi sérstaka gerð ioftræstingar — mótora er það fullkomin, að hversu slæmt sem loftið er og rykmettað, má hreinsa það auðveldlega. Gjörið svo vel að senda okkur fyrirspurnir. Við munum fús- lega senda yður gagnlega myndalista yfir viftur ýmissa tegunda og útvega yður einmitt þá Thurm-loftviftu sem þér leitið að. VEB ELEKTROMOTOREMWERKE THURM - THURM/SACHSEN tlN BETRIEB DER DEUTSCHEN DEMOKR ATISCHEN REPUBLIK Umboðsmenn á Islandi: K. ÞORSTEINSSON & Co., umboðs- og heildverzlun Tryggvagötu 10, Reykjavík Sími: 193-40 INiýíung á markaðnum BLUE BELL buxumar frá Heklu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.