Morgunblaðið - 18.09.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.09.1960, Blaðsíða 22
22 MORCl]l\BLAÐlÐ Sunnudagur 18. sept. 1960 Flugfélagið vann SAS 4:0 Björgvin Daníelsson skoraði 3 mörk STARFSMENN SAS í Oslo og Flugfélags íslan-ds þreyttu með sér knattspyrnukappleiik hér á Melavellinum í gærkvöldi, og fóru Fluigfé 1 agsme nn með sigur frá leiknum, skoruðu 4 mörk, en Norðmennirnir fengu ekki skor- að. í gærdag var oft hringt til starfsmanna Melavallarins, og spurzt fyrir um, hvað um væri að vera á vellinum, þvi erlendir fánar blöktu við hún yfir aðal- innganginum. Gekk það svo langt að einn spurði hvaða landsleikur væri á vellinum í kvöld. Hátíðasvipur Fánarnir sem starfsmenn vall- arins höfðu dregið að hún voru islenzki og norski fáninn og einn- ig blöktu þar félagsfánar SAS og flugfélagsins. Þegar leikurinn hófst kl. 5 e.h. var margt manna og kvenna mætt á vellinum, svo að mörg 1. deild- arliðin mættu vel við una, ef eins vel væri mætt á leifcum þeirra. Leikurinn hófst einnig með hin- um föstu formsatriðum millirdkja leikja. Leikmenn voru í skraut- legum búningum og dómarinn, Hannes Sigurðsson (milliríkja- dómara-umsækjandi í nokkur ár) flautaði fyrirliða til sín, sem um milliríkjaleik væri að ræða. — Fyrirliðar heilsuðust og skiptust á blómvöndum, sem aðstoðar- menn báru út af vellinum áður en leikur hófst. Fjörugir áhorfendur Efíir að leikurinn hófst var glögglega hægt að sjá hvort lið- ið var að leika á heimavelli. Flug félagsmenn voru kvattir ákaft og af festu mikilli. Öll þessi hróp og köll voru þó í hinum léttasta tón og höfðu menn gaman af. Áber- andj var að heimsfréttirnar fara ekki framíhjá Fl-ugfélagsstarfs- mönnum, né áhrif þeirra, því merkja mátti að Flugfélagsstarfs mennirnir áttu bæði „Lumumba" og „Kasavubu“ í flökki sínum. Léttur leikur. Leikurinn var allur mjög Iéttur og fjörugur, þó að í síðari hálf- leik væri farið að sjást að leik- Frosti, siglingafræðingur er í loftinu, enda hafði hann í send- ingum kunnað glögg skil á að stórbaugur er stytzta leið milli tveggja staða. menn hefðu ekki knattspyrnu að aðalatvinnugrein. Fyrri hálfleikinn léku Flug- félagsmenn undan vindi og unnu hálfleikinn með 1:0. Er þeir léku á móti vindinum gerðu þeir enn betur og skoruðu 3 mörk o/g unnu því leikinn 4:0. Markahæsti mað- urinn var Björgvin Daníelsson (Val) sem skoraði 3 mörk og Eðvarð Geirsson skoraði eitt. — Betri hluti flugfélagsliðsins var þó vörnin, með Jón Stefénsson (Akureyri) og Einar Val (ísaf.) sem sterkustu menh. Norðmennirnir voru mjög sam hentir og gerðu heiðarlegar til- raunir til samleiiks, en úthaldið var ekki að sama skapi gott. — Áberandi var og að ef FÍ hefði ekki haft Björgvin, Jón og Einar, er mjög vafasamt hvor aðilinn hefði farið með sigur frá þessum leik. Norræna keppnin í frjálsum SL. 2—3 vikur hafa íslenzkir íþróttaunnendur eðlilega hugsað mest um stóru stjömurnar á ÓL og þá fáu Islendinga, sem fengu tækifæri til að fara til Rómar. Þó megum við ekki gleyma alveg þeim fjölda íþróttakarla og kvenna, sem urðu að sitja heima, en heyja þó keppni við hin Norðurlöndin — á pappírn- um. Er hér átt við norrænu kvenna- og unglingakeppnina í frjálsum íþróttum, en stigaút- reikningur hennar er svo hag- stæður fyrir Island, að það ætti að vera metnaðarmál allra ís- lenzkra frjálsíþróttastúlkna og unglinga (fæddra 1940 og síðar) að koma í veg fyrir að ísland reki lestina í þeirri keppni. Á þessu sumri hafa íslenzku stúlkurnar tekið svo stórstígum framförum í öllum 6 greinum keppninnar, að þær vantar nú aðeins herzlumuninn til þess að hækka um sæti. Hjá unglingun- íþróttum um hefur róðurinn verið nokkru þyngri og er jafnvel hætta á að ekki náist einu sinni full tala keppenda (10) í helming keppnis greinanna (110 m grind (106 sm), 3 km hlaupi og sleggjukasti, 6 kg.) í þrístökki og stangarstökki virðist hafa náðst mjög fram- bærilegur árangur, en kúluvarp- ið gefur enn ekki rétta mynd aí hinni raimverulegu getu, þar eð svo fáir unglingar (tvítugir eða yngri) hafa reynt við kúlu full- orðinna (7,257 kg.) Annars torveldar það mjög allt yfirlit og útreikninga varðandi unglingana hversu héraðssam- böndin og félögin eru treg til að senda FRl venjulegar móta- skýrslur og þá ekki sízt upplýs- ingar um það hverjir keppenda séu á unglingaaldri og hverjir ekki (þ. e. a. s. fæddir 1940 og síðar eða fyrir 1940). Fyrir bragðið er hætta á því, að afrek, Framhald á bls. 23 Miðsumarsmótin í knuttspyrnu FYRIR skömmu er lokið miðsum, arsmótunum í knattspyrnu, e«n í þeim keppa Reykjavikurfélögin i öllum aldursfloibkum, en hér er um að ræða B-lið félaganna, þar sem A-liðin eru á svipuðum tirna að keppa í landsmótunum. í 1. aldursflotoki vann KR, í 2. fl. B vann Valur, í 3. fl. B Fram, í 4 fl. B KR og í 5. fl. B vann Fram. Einstakir leikar í hverjum flokki fóru sem hér sagir: 1. flokkur: Fram:Valur 2:0. KR:Þróttur 3:0. Frami:KR 0:2. Þróttur:Valur 1:2. KR:Valur 3:1. Fram:Þróttur 1:1. — KR hlaut 6 stig, Fram 3, Valur 2 og Þróttur 1. 2. flokkur B: KR:Fram 2:4. KR: Valur 3:4. Fram:Valur 2:2. — Val ur og Fram höfðu því hlotið 3 stig hvort og KR ekkert. f úr- slitaleik vann Valur Fram 1:0. 3. flokkur B: Valur:Fram 2:5. Valur:KR 0:5. KR’:Fram 0:1. — Fram hlaut 4 stig, KR 2 og Valur ekkert. 4. flokkur B: KR.Valur 5:0. KR:Framb 2:0. Valur:Framc 0:1. Framib:Framc 3:1. Framb:Valur 6:0. KR:Framc 4:2. — KR hlaut 6 stig, Framb 4, Framc 2 og Valur ekkert. 5. flokkur B: Valur Víkingur b 1:4. KR:Fram 0:2. Fram:Valur 2:0. KR:Vákiingur c 2:0. Viikingur b:Víkingur c 5:0. KR:Valur 3:1. Fram:Víkingur b 5:0. Valur:Vík- inigur c 2:0. FramiVíkingur c 3:0. KR:Víkingur b 3:1. — Fram hlaut 8 stig, KR 6, Víkimgur b 4, Valur 2, Víkimgur c ekkert. Valur — ÍBK í dag kl. 3 e.h. keppa meistara flokkur Keflavíkur og Vals á grasvellinum í Njarðvík. ♦----------------------♦ EKKERT ELDRÚS ER FRELKOMIÐ ÍN K/EEISKÁPS >Ór Kelvínator kælískápurínn er árangur áratuga þróunar bæði tæknilega og að ytra útliti 0^^ ■ isa. KELVINATOR k ’L ceíiálíí un.A Fullkorniu 5 ára ábyrgð er tekin á mótorum í Kel- vinator kæliskápnum. — Ársábyrgð er að öðru leyti. Höfum eigið viðgerðarverkstæði að Laugavegi 170. Sími 17295, sem annast allar viðgerðir og vara- blutasölu. Htifum nú fyrirliggjandi eftirtaldar stæðir: 6,—7,7, og 10,1 rúmfet. Kynnið yður hina hagkvæmu afborgunarskilmála. — G/ör/ð svo v e / oð lita i nn Jfekla Austurstræti 14 Sími 11087.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.