Morgunblaðið - 18.09.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.09.1960, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐIh Sunnudagur 18. sept. 1966 U O I Segulbandstœkin KB 100 II. hafa sannað ágæti sitt hér á landi Ábyrgð á endingu AiJir varahlutir fyrirliggjandi Sendum í kröfu um land allt. Sendið fisk yðar með leiguflugvél frá Reykjavík til Bret- lands eða Evrópu. Gott verð. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „1589“ Útsvarsskrá Njarðvíkurhrepps 1960 Skrá yfir niðurjöfnun útsvara í Njarðvíkurhreppi fyrir árið 1960 ásamt reglum um niðurjöfnunina og fjárhagsáætlun liggja frammi til sýnis í skrifstofu Njarðvíkurhrepps að Þórustíg 3, Ytri-Njarðvík og verzlunni Njarðvík hf., Innri-Njarðvík, frá og með föstudeginum 16. sept. til föstudagsins 30. sept. 1960. Kærufrestur er til föstudagsins 30. sept. og skulu kærur yfir útsvörum sendar sveitarstjóra fyrir þann tíma. Njarðvík, 16. september 1960. Sveitarstjórinn Njarðvíkurhreppi .lón Ásgeirsson Áttræð í dag: Rakel Bessadóttir HÚNAÞING með hinum skjól- ríku og búsældarlegu dölum sín- um ,hefur í ríkum mæli látið ásannast orð Eggerts Ólafssonar er hann segir: „Guð hefir margt til matarbóta, mönnum gefið í landi hér“. En hagsæld hefur oft gefið mönnum tóm til að líta upp frá striti daganna og auðga anda sinn með lestri góðra bóka, eða setja saman vísnaflokk, þannig má segja að meðal Hún- vetninga hafi oft haldizt í hend- ur mikið gegni á veraldlega og andlega vísu. Ein er sú sveit Húnaþings er margt mætra manna á ætt sína og uppruna að rekja til, en það er Norðurdalur. Er hann minnst- ur byggðra dala í Húnavatns- sýslu að eins 6 km. á lengd, en þó eigi eins afskekktur og ætla má, því löngum lá þar þjóðbraut um milli Skagafjarðar og Húna- vatnssýslu. Er bílaöldin hefst þverra nokk- uð mannaferðir um hann, en hafa nú hafizt að nýju, er orðið er bilfært milli nágrannasýslna og ökufært er kring um Skaga. Hafa þeir eigi verið fáir er fara þessa leið til að heilsa upp á sól- arlagið við hið yzta haf, og hand- leika steina í Glerhallavík. Lengi vel voru fjögur býli í Norðurdal, en eru nú aðeins tvö, Neðsti-Bær og efsti bærinn, Þverá. í dag er húsfreyjan á Þverá áttræð að aldri, en það er Rakel Þorleif Bessadóttir, fædd 18. september 1880 að Ökrum í Vest- ur-Fljótum, voru foreldrar henn- ar Bessi Þorleifsson frá Stórholti i Fljótum, og Guðfinna Einars- dóttir Andréssonar frá Bólu. Ar- ið 1883 fluttu þau hjón sig bú- ferlum eftir hin tvö hörðu ár að Sölvabakka í Austur-Húna- vatnssýslu, mun það hafa dregið Bessa með öðru fleiru að hann var sjósóknari góður, og hefur vænt sér bjargræðis með róðr- um. Fjögur voru börn þeirra hjóna er upp komust. Anna er lengi bjó á Sölvabakka, Kristj- ana búsett á Siglufirði, Kristján er fór til Ameríku og Rakel á Þverá. Hún ólst upp með foreldrum sínum á Sölvabakka, og fór ung á Ytri-Eyjarskóla. Árið 1911, 20. apríl, giftist hún Guðlaugi Sveins syni frá Ægissíðu á Vatnsnesi, bróður Jóseps Húnfjörðs. Þau hjón hófu búskap á Þverá 1913, og hafa búið þar síðan. Eigi var aðkoman góð að Þverá, máttu þau reisa þar flest að nýju, og byggðu íbúðarhús úr steini 1930, ræktun hefur verið þar talsverð, einkum hin síðari ár. Þeim hjónum varð sjö barna auðið, Bessi, húsgagnasmiður í Reykjavík, kvæntur Hólmfríði Sigurðardóttur, Guðrún gift Sig- urmar Gíslasyni, sjóm. í Reykja- vík, Heiðrún gift Halli Jónssyni, bifreiðarstjóra í Keflavík, Mar- grét húsett í Reykjavík, Einar á Blönduósi kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur og Þorlákur ókvænt- ur, er alla tíð hefur verið á Þverá, og búið þar með foreldr- um sínum. Einn sonur þeirra hjóna andaðist 1952 á bezta aldri, Kári vélsmiður á Blöndu- ósi, kvæntur Sólveigu Bjarna- dóttur, en einn sonur þeirra, Bragi, hefur alizt upp hjá afa sínum og ömmu eftir lát föður- ins. Hlutskipti þeirra hjóna, Rak- elar og Guðlaugs, var erfiði ein- yrkjans á víðlendri fjallajörð, og þó margt hafi breyzt i dalnum í þeirri 47 ára búsetutíð, hafa þau haldið tryggð við hann. — Margur tekur þann kostinn, er börnin eru farin til fjarlægra staða að leita í skjól þeirra, en þau hjón hafa kosið að dvelja kyrr, enda hafa þau notið ieið- sagnar Þorláks sonar síns hin síðustu ár.* Þverárheimilið lá lengi i þjóð- braut hins gamla tíma, fótgang- andi manna og ríðandi. Var það oft fólk í lækniserindum á vor- in til hins þjóðkunna læknis Jónasar Kristjónssonar á Sauð- árkróki, skólapiltar, vermenn og gangnamenn haust og vor. — Fóstra óskast við barnagæzluna á Álafossi. Upplýsingar í Alafossi Þingholtsstræti 2 kl. 1—2 daglega Stangave’.Zimót í U.S.A. Félagi voru hefir borizt boð frá World Series of Sport Fishing Inc , Fresh water division, í Michigari um að senda 2 menn á alþjóða stangaveiðikeppni, sem þar verður haldin vikuna 15. til 23. október n.k. Allar upplýsingar gefur formaður SVFR, sími 13166. Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur Stundum komú þingeýskir ferða- langar á skíðum. Margir þágu greiða, aðrir gistu. Sumir voru veðurtépptir dögum saman. Öllum var vel tek- ið og hestum gefið. Rakel Bessa- dóttir er mikil búsýslukona, enda þarf enginn að bíða tímunum saman eftir góðgerðum á Þverá. því húsfreyjan er verkahröð. En hún er líka góðu andlegu atgerfi búin, hefir ánægju af samræð- um við fólk og er hlutgeng við háa sem lága, enda minnist hún ýmissa mætra þjóðkunnra manna, er hafi borið að hennar garði. Einn slíkur er hafði um áratugi komið á hennar heimili, er hann hætti slíkum ferðum, reit henni að skilnaði meðál ann- ars þetta: „En skýrast heid ég sé í huga mínum mynd gömlu daia- húsfreyjunnar, konunnar sem maður heilsaði fyrst, er mað- ur hafði fjallið að baki og kvaddi síðast er maður hafði fjöllin framundan. Stundum brosandi og mild, en stundum líka grettin og úfin, full af alls konar erfiðleikum, en þá var sannarlega gott að vera hress og endurnærður, ekki einungis í líkamanum, heldur einnig í sál- inni af þeirri alúð og hlýju, sem þeir einir geta í té látið, sem búa yfir hinni rammíslenzku gestrisni“. Margur mun á þessa leið hafa minnzt húsfreyjunnar í dalabæn- um, við heiðarbrún. Þó þrekið sé nokkuð farið, þá er andlega fjör- ið hið sama, að ræða um menn og málefni, enda er hún minnug og fróð. Rakel er prýðilega skáldmælt eins og hún á kyn til og hefur yndi af ljóðum. Hún er félags- lynd og var lengi góður kraft- ur í Kvenfélagi Höskuldsstaða- sóknar, stundum formaður þess. Eitt af áhugamálum hennar er kirkja og kristindómur. Hún er í tölu hinnar elztu kynslóðar er hefur mikla virðingu á Höskulds- stöðum og ann hinni gömlu kirkju þar. En kirkjuhús þetta var lengi í tölu hinna stærri og vönduðustu timburkirkna í sveit- um þessa lands, og hið stærsta í Húnaþingi um áttatíu ár. Rakel lagði oft mikið é sig fyrir kirkju sína, og er hún sá hvað fara gerði um þetta guðs- hús, stofnaði hún með peninga- gjöf Nýbyggingarsjóð Höskulds- staðakirkju. Það má segja að hún hafi lagt grundvöllinn að þeirri nýju kirkju, sem nú er risin af grunni á Höskuldsstöðum og langt er komin. 'Þann 11. sept. að lokinni messugjörð í Höskuldsstaða- kirkju, hélt Kvenfélag Höskulds- staðasóknar Rakel Bessadóttur samsæti á staðnum, því á af- mælisdaginn sinn, gangna- sunnudaginn, vildi Rakel sitja heima að búi sínu. Var fjöidi sóknarbúa í þessum fagnaði og fél þar margt hlýlegt orð í henn- ar garð. Pétur Þ. Ingjaldsson. SÍ-SLÉTT POPLIN (N0-IR0N) MINERVAc/W«<«>» STRAUNING ýÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.