Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 2
2 MORCVNBL4Ð1Ð Sunnudagur 9. okt. 1960 — Franz Liszt Frh. af bls. 1. einibeitti sér að skyldum sínum sera hljómsveitarstjóri í Weimar- höllinni. Hann gerði hana að mið stöð fyrir tónlist framtíðarinnar. Weimar var helgidómur, sem all- ir gáfaðir ungir tónlistarmenn í heiminum flykktust til — píanó- leikarar, tónskáld, fiðluleikarar, hljómsveitarstjórar, söngvarar. V V V F Y R S T U tónsmíðar Liszts voru í flestum atriðum lítilsverð- ar og það var ekki fyrr en 1845, eða um það leyti, sem hann byrj- aði að semja þau tónverk, sem halda nafni hans á lofti í dag. Öll framleiðsla hans er undra- mikil. Maður á bágt með að skilja það, hvernig honum vannst tími til að skrifa það allt upp, miklu síður semja það. En jafn- vel rneðan hann lifði héldust mörg tónverk hans óþekkt og óleikin, Liszt til mikilla von- brigða. Mörg tónskáld þar á með- al Wagner, tileinkuðu sér ýmsa nýbreytni hans og jafnvel heil- sönglög. Til er saga um æfingu á „Die Walkiire", árið 1876. Þeir Liszt og Wagner sátu saman. Meðan óperan var flutt, hnippti Wagner einu sinni í Liszt. „Nú, pabbi, Lola Mantez, dansmærin, sem einnig var ástkona Ludvigs konungs af Bayern. kemur stef, sem ég fékk frá þér“. Þá er sagt að Liszt hafi brosað gremjubrosi: „Ágætt“, sagði hann — „nú fær heimurinn loksins að heyra það“. Þetta ávarp „pabbi“ er annars furðulegt. Liszt var aðeina tveimur árum eldri en Wagner, tengdasonur hans. Talsverður hluti af tónverkum hans hefur að sjálfsögðu lifað. Miá t.d. nefna tvo píanó-konserta, „Faust Symphonie“, nokkur sin- fonisk Ijóð og fáein píanóverk — „Ungversk Rhapsódía“, „Etu- des Transcendantes", „Années de Pélerinage“ og „Paganini Etudes“ — og auðvitað „Liebestraum". V V V ÞAÐ ER ákveðin framför í píanótónverkum hans. Fyrstu tón smíðarnar eru glæsilegar og fallegar á yfirborðinu, en fánýt- ar. f verkum er hann samdi á miðri ævi, er snilldin studd tón- fræðilegri þekkingu og leikni. Loks eru það svo tónverk elli- áranna — einföld, snilldarlaus, dulræn. Þessi verk er nýlega byrjað að rannsaka og gefa út. Þau eru spámannleg. Flest þessi verk samdi hann sem ábóti. Það átti vissulega vel við hégómaskap hans, að fá leyfi til að klæðast presthempu. Árið 1879 hafði páfinn gert hann að heiðurs-kórbróður St. Alibanon reglunnar. Raunverulega hafði hann ekki leyfi til að kalla sig ábóta, en það gerðu samt allir. Hið prestlega starf hans var naumast erfitt og hann hélt á- fraim að ferðast um alla Evrópu, kenna í Róm, Weimar og Buda- Konur urðu sem bergnumdar, pest, heimsækja London og Bay- reuth, stjórna hljómsveitum og fékkst jafnvel stundum til að setjast við slaghörpuna. V SÍÐASTA ÁRIÐ sem hann lifði, 1886, heimsótti hann London. Sem hinum mikla gamla tónsnilling — er hafði þekkt Beet hoven, leikið fjórhent með Chop- in, sigrað hinn goðsagnalega Thalberg, útbreitt frægð Wagn- ers og tekizt að lifa lengur en þeir allir — var honum tekið með fögnuði. Hann var minjagrip ur, tímatalsskekkja. Ein hreyfing þessa gamla, þrjóskufulla arnar- höfuðs nægði til að vekja lotn- ingu. Hann andaðist fáum mán- uðum síðar og lét eftir sig lítið annað en furðulegt safn af gull- neftóbaksdósum, heiðurspening- um og heiðursmerkjum, lárviðar- sveigum og tónsprotum skreytt- um gimsteinum — minjagriþum sem hann hafði þegið af kon- ungum og aðalsfólki á liðnum ár- um. Peningar hans — og þá hafði hann eignast marga — voru fyrir löngu eyddir eða gefnir. Nemendur hans héldu merki hans uppi. Og þeir skiptu þús- undura. Margir léku einu sinni eða tvisvar fyrir hann og aug- lýstu sig svo sem „nemendur Liszts". En hann framleiddi líka hinn gáfaða Hans von Biilow, hinn ótrúlega Carl Trausig (upp- áhalds-nemandi hans sem dó ár- ið 1873, þrítugur að aldri), hina fjörmiklu og ötulu Annette Essi- pov, hina hetjulegu Sophie Ment- ner og litla risann Eugen d’Al- bert. Margir af nemendum hans lifðu alveg fram á okkar daga. Meðal þeirra voru Emil Sauer, Vladimir de Pachhmann, Moritz Rosenthal, Frederick Lamond, Conrad Ansarge, Artur de Greef, Rafael Joseffy og Alexander Gil- oti — allt saman frægir menn. Síðasti nemandi Liszts, José Vi- ana da Motta, frábær píanóleik- ari, sem lifði lengstan hluta aev- innar í föðurlandi sínu, Portugal, lézt árið 1948, áttræður að aldri. H V E R N IG lék Liszt raun- verulega á slaghörpuna á frægð- arárum sínum, til ársins 1850, eða nálægt því? Satt að segja, vitum við það ekki. Við vitum þó að hann var óviðjafnan’egur nótnalesari. Einu sinni lék hann Piano Concert Griegs eftir hand- riti, í áheyrn tónskáldsins. Og Grieg gat aldrei hætt að tala um afrekið. Við vitum líka, að hann var gæddur þeim undraverða hæfileika að geta leikið flókið tónverk, án þess að líta á nót- urnar, etfir að hafa heyrt það í fyrsta skipti. En hvorugt þetta svarar raunverulega spurning- unni: Hvernig lék hann á píanó? Samtíðarfrásagnir hjálpa til við að finna svarið. Þær benda á, að ef Liszt léki í dag eins og þær heyrðu Liszt leika á píanó. hann gerði um 1840, þá myndi hann ná jafn góðum árangri. Hrifning ábyrgra tónlistarmanna og gagnrýnenda yrði jafn tak- markalaus. öllum ber saman um að hindr- anir eða erfiðleikar hafi ekki ver ið til fyrir honum og að þegar hann hafi slegið á rangar nótur — sem hann gerði oft í einleikj- um sínum, eins og Arthur Rubin- stein síðar — þá hafi það verið af einskærri ógætni, en ekki sök- um ónógrar tækni. V H E I M A fyrir lék hann að sjálfsögðu allt. Opinberlega lék hann ekkert eftir Bach nema end urritað. Mozart og Haydn voru ekki á leikskrám hans. Ekki held ur Schumann. Hann lék fá verk eftir Chopin. Hin stóru viðfangs- efni hans voru tónverk eins og Sjötta og Sjöunda Symphonia Beethovens og „Fantastique" eft- Carolyne prinsessa, sem skildi við manninn fyrir hann. ir Berlioz — í sinni eigin endur- ritun. Það er vafasamt að hann hafi nokkurntíma leikið fleiri en þrjár af sónötum Beethovens op- inberlega, eða nokkurn konsert annan en „Empereur". Hann gekk af þeim dauðum með sínum eig- in „Grand galop charnalique" eða einhverjum tilbrigðum á einni eða annarri óperu. Þegar hann hrakti t.d. Thalberg af hólminum, þá var það með hans eigin fantasíu um „God Save the King“ og samsulli er hann bjó sjálfur til upp úr stefjum úr „Mose“ eftir Rossini. Breyttir tímar, breyttar venj- ur. Með því að leika það sem hann lék og eins og hann lék, var Liszt sem slaghörpuleikari einungis fulltrúi sinnar aldar. Fram að 1850 hafði enginn slag- hörpuleikari (nema e. t. v. Clara Schumann) leikið sónötur Schu- berts eða fúlgur Bachs opinber- lega. Og venjulega kom enginn píanóleikari fram án listamanns sem aðstoðaði hann. Þannig kom hann einungis fram þrisvar eða fjórum sinnum á kvöldi, mjög stutt í hvert skipti og endaði venjulega á einhverju óundir- búnu stefi, sem áheyrendur stungu upp á. Einleikarinn lék næstum alltaf sín eigin tónverk og Liszt hefur áreiðanlega leik- ið þau verk, sem hann vissi að vekja myndu mikla athygli. „Þeg ar ég leik“, sagði hann við ame- riskan nemanda sinn og aðdá- anda, Anny Fay — „þá leik ég ávallt fyrir fólkið á efstu áheyr- endapöllunum". Þetta er sá Liszt sem er dáð- ur og tilbeðinn í dag — sá Liszt sem flutti fagnaðarboðskap Beet- hovens, Schumanns, Chopins og Wagners, sá Liszt sem hjálpaði næstum öllum ungum framsækn- um tónskáldum í Evrópu, sá Liszt sem með píanóleik sínum varð sérhverjum hljóðfæraleikara í heiminum til vakningar og inn- blásturs. V SMEKKURINN breyttist og Liszt breyttist með honum, sem Kalkbrenners, Thalbergs og Henselts fyrri kynslóðar gerðu ekki. Á síðustu æviárum hans varð einleikurinn fast atriði og leikskrárnar færðust í mjög svip- að form og þær eru í dag. Á síð- ari æviárum hans voru þeir Wagner og Schumann viður- kenndir sem meistarar. í öllu þessu lék Liszt þýðing- armikið hlutverk. En þar að auki gegndi hann miklu hlutverki í gjörvöllu tónlistarlífi nítjándu aldarinnar. — Hann var sjálfur að mörgu leyti nítjánda öldln — sem merkir það, að hann muni lifa svo lengi sem hún lifir . . . Námst jórafélag Islands stofnað MÁNUDAGINN 26. sept. 1960 héldu námsstjórar fund með sér Fundurinn var haldinn f Fræðslu skrifstofu Reykjavíkur. Hafði félagsskapur námsstjóra barnafræðslunnar og gagnfræða- stigsins, falið Stefáni Jónssyni námsstjóra, að boða til þessa fundar í þeim tilgangi að stofnað yrði félag með þeim, sem með námsstjórn fara, og settir eru eða skipaðir samkvæmt lögum ura námsstjórn. Stefán Jónsson reifaði málið og gerði grein fyrir því samstarfi sem námsstjórar barnafræðslunn ar og gagnfræðastigsins hafa haft milli sín og benti á gildi slíika samstarfs. Mikill eiruhugur ríkti á fundin- um og var gengið frá stofnun „Námsstjórafélags íslands" og samþykkt lög félagsins. Á fundinum mættu 10 náms- stjórar, en stofnendur eru 12. — Þeir eru þessir: Aðalsteinn Eiríks son, Arnheiður Jónsdóttir, Bjarni M. Jónsson, Halldóra Eggerts- dóttir, Ingólfur Guðbrandsson, Jóhannes Óli Sæmundsson, Jónas B. Jónsson, Magnús Gíslason, Páll Aðalsteinsson, Stefán Jóns- son, Þórleifur Bjarnason og Þor- steinn Einarsson. — í stjórn voru kosnir til eins ár: Aðalsteinn Ei- ríksson, Arnheiður Jónsdóttir og Stefán Jónsson. Háskólafyrirlestur um amerískar bókmenntir NÝLEGA er kominn hingað til lands prófessor David C. Clark frá háskólanum í Massachusetts í Bandaríkjunum. Prófessor Clark starfar í vetur sem sendi- kennari við Háskóla íslands, á vegum Fulbright-stofnunarinnar, og flytur þar fyrirlestra og kenn ir amerískar og enskar bók- menntir. Skiptist kennsla hans og fyrir- lestrahald í þrennt: a) Flokkur fyrirlestra fyrir almenning um amerískar bók- menntir, sem hann nefnir Some Classics af Ameriean Literature. Verða þeir haldnir einu sinni í mánuði, sá fyrsti fimmtudaginn 27. okt. kl. 8,15 í I. kennslustofu Háskólans. Verður nánar auglýst um hina jafnóðum og þeir verða haldnir. í hverjum fyrirlestri verður tekið til meðferðar ákveð ið verk eftir þekktan höfund, og verður reynt að sjá svo um, að þessi verk verði fáanleg í bóka- Veiðiþjóíar í Suður Græn- landi. KAUPMANNAHÖFN, 7. okt. (Frá Páli Jónssyni). — Ólöglegar veiðar útlendinga við Grænland og jafnvel laxveiðar í græiilenzk um ám aukast nú stöðugt. Fyrir nokkru fundust t. d. all miklar birgðir olíu og salti í Suður Græn landi og er ekki vitað til að danskir eða grænlenzkir fiski- menn hafi komið þeim fyrir þar. Einnig sló í brýnu fyrir nokkru milli danskra eftirlitsmanna og norskra fiskimanna á bökkum Apilagtoq í Suður Grænlandi. Áin er góð laxveiðiá og höfðu Norðmennirnir lagt netjum þar. Hinir dönsku eftirlitsmenn hröktu Norðmennina í burtu og urðu að skjóta aðvörunarskotum yfir höfuð þeirra. Síðan gerðu þeir netin upptæk búðum og aðgengileg á söfnum hér, þannig að áheyrendur, sem fyrirlestrana sækja, geti kynnt sér þau fyrirfram. Fyrirlestrarn- ir nefnast: 1. Walden: or, Life in the Woods by Henry David Thoreau (1854), fluttur 27. okt. 19tm. 2. The Scarlet Letter by Nat- haniel Hawthorne (1850), fluttur í nóv. 1960. 3. Moby Dick or The Whale by Herman Melville (1851), fluttur í jan. 1961. 4. Leaves of Grass by Walt Whitman (1855, 1856, 1860), flutt ur í febrúar 1961. 5. The Adventures of Huckle- berry Finn by Mark Twain (1884), fluttur í marz 1961. 6. The Wings of the Dove by Henry Jarmes (1902), fluttur í apríl 1961. 7. American Drama (nánar aug lýst síðar), fluttur í maí 1961. b) Bókmenntanámskeið (í fyr irlestrum og viðtölum), sem hann nefnir Modern Poetic and Experimental Drama. Verður þar fyrst og fremst fjallað um verk W. B. Yeats og T. S. Eliots, en jafnframt vikið að kenningum og verkum annarra rithöfunda á þessu sviði, enskra, ameriskra og evrópskra, m.a. nokkurra nútíma skálda amerískra. Námskeiðið er opið háskólastúdentum og öðr- um, innan eða utan Háskólans, sem nægilega enskukunnáttu hafa. Þeir, sem áhuga hafa á þátttöku, eru beðnir að koma til viðtals við prófessor Clark í IX. kennslustofu Háskólans á þriðju- daginn kemur, 11. okt. kl. 8,15 e.h. Verður þá nánar ákveðið um tíma og útbýtt skrá yfir verk, sem lesin verða. c) Bókmenntasemínar fyrir háskólakandídata og aðra með mikla bókmenntaþekkingu. Verð ur fjallað um sama efni og í (fo). Aðgangur takmarkaður, en þeir, sem áhuga kynnu að hafa, eru beðnir að gefa sig fram við pró. fessor Clark á þriðjudagskvöldið. Verður nánar auglýst ur> betta í Háskólanum. >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.