Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 7
Sunnudagur 9. okt. 1960 MOnr.lllSHT. 4 fílÐ 7 felli hafi verið í Fíladelfíusöfn- uðinum?“ spurðum við. „Það veit ég ekki, en hann hjálpaði mörgum aumingjanum. Fjalla-Eyvindur kom til hans í vandræðum sínum, þegar galdra- púkarnir dönsuðu í prestunum og þeir létu brenna fólk lifandi“. „Heldurðu það sé dansað í prestunum núna, Sigmundur minn?“ „O — það er ball í þeim sum- um, já — já. Útskúfunarkenning- in er djöfull og ekkert annað“. „En er hún ekki samkvæmt bib!íunni?“ „Þeir segja þetta sé allt það- an, jú það segja þeir, en ég hef bara ekki rekizt á það. Hvað Segir Páll postuli: Frá Honum, fyrir Hann og til Hans eru allir hlutir. Og hvað segir hann um kærleikann? Og samt á þessi al- gæzka að vera svo grimm að hún j sendir fólk, sem er dæmt til að j flækjast á henni jarðarboru { beina leið til helvítis Nei, þetta i var hægt í gamla daga, en —“ „Þú ert ekki hrifinn af öllum prestum?“ „Það eru brjósk og bein í þeim eins og okkur hinum, of mikið . af brjóski stundum." „Þú ert ekki orðinn kaþólskur ennbá?“ „Nei — nei, en ég virði gamla páfann, hann blessaði mig í hitt- 1 iðíyrra, þegar ég skrapp suður til Rómar“. „Heldurðu það hafi haft nokk- Ur áhrif?“ „Það held ég nú ekki. Jæja, hvur veit ef hann hefur nú gert þetta í einlægni og meint eitt- hvað af því. Öll hiýja er okk- ur góð, við vitum ekki hvað við erum sterk, við erum miklu sterkari en við höldum. Þess vegna er nauðsynlegt að vera nógu bjartur í lífi sínu.“ „ „í lífi sínu“, segirðu. En þú hefur ekkert sagt okkur frá því, sem á daga þína hefur drifið“. „Það hefur svona gengið á ýmsu, eins og ég hef sagt ykkur. Ég ólst upp í Gerðahreppi og byrjaði að stunda sjóróðra 8 ára gamall. Þegar ég var 12 ára, varð j ég formaður, og hafði með mér stráka sem voru yngri en ég“. „Og hvað voruð þið að gera á í sjónum?“ I „Nú, við vorum auðvitað að fiska í soðið á smábátum". „Og það hefur gengið vel?“ „Já, það gekk ágætlega. Einu sinni vorum við svo sem eins og hálfa mílu út af landi með ýsulóð og nýbúnir að leggja hana. Þá kemur allt í einu helj- arstór reyðarfiskur og rennir sér fram með bátnum og fyrir hann og endurtekur þessar kúnstir þrisvar sinnum. Það var gamalla manna mál, að reyðarfiskar gerðu þetta stundum til að verja smábáta fyrir stórfiskavöðum. Þetta hafði ég heyrt og fór var- lega og það kom á daginn, að hvalavaða öslaði inn fjörðinn og stefndi í áttina til okkar, en við gátum róið undan. Skömmu seinna sáum við 15 eða 20 feta létti, eins og við kölluðum þá í gamla daga, stökkva upp úr sjón- um stutt frá bátnum og fór svo hátt í loft upp, að við sáum Esj- Una undir hann. Storar hvala- vöður voru algengar á þessum slóðum í mínu ungdæmi og einu ' sinni sagði faðir minn, að það hefði tekið hann hálfan dag að komast út úr slíkri vöðu.“ „Og þú hefur haldið áfram á sjónum?“ „Já, þegar ég var 14 ára, var ( ég í fullu skipsrúmi hjá Snorra | bróður mínum, ósköp lítill og pervisalegur kubbur og sjósjúk- ur í þokkabót, en þegar ég gubb- aði kom hann með blautan sjó- vettling og sló á munninn á mér, svo spýjan fór yfir mig allan.“ „En lagaðist sjóveikin nokkuð við það?“ „Nei, hún lagaðist ekki fyrr en ég var orðinn formaður sjálf- ur og hafði tekið við þeirri á- byrgð sem starfinu fylgdi. Á- byrgðin er bezti læknirinn". „En þú varst ekki byrjaður að ' biðja fyrir fólki, þegar þú varst á sjónum?“ „Nei, það var ekki fyrr en J löngu seinna að ég tók upp á því“. „Okkur er sagt þú hafir beðið fyrir Stalin?“ „Já, það er rétt.“ „En hefurðu nokkurn tíma beðið fyrir honum Hannibal?" „Nei, það ætti ég eiginlega að gera“. „En segðu okkur, hvert held- urðu við förum nú eftir dauð- ann?“ Sigmundur „1 umhverfi sem er ákaflega líkt okkar umhverfi hér á jörð- inni. Og hver þangað sem hon- um hæfir. Við verðum settir í þau störf sem eiga bezt við okk- ur og við höfum vanizt í þessu lífi. Peningamenn safna íbúðum, pólitíkusar halda ræður og safna skuldum á ríkissjóð og spekú- lantar kaupa skuldabréf með af- föllum. En svo lagast þetta með j tímanum og menn vaxa upp úr . veiklyndi sínu og þar kemur að | Sigurður Berndsen skrifar upp á víxil fyrir hvern sem er. Þegar við erum hættir að halda í þann | jarðneska munað, sem okkur þykir girnilegastur erum við eig- 1 inlega fyrst dauðir fyrir alvöru. ; Og þá byrjar nýtt líf.“ „En hvernig var með kirkj- una?“ „Ja, það kom stybba í allt málið og séra Einar hætti að hugsa um það. Þegar gamli Krist- \ leifur dó, vildi ég endilega fylgja honum til grafar og ætlaði að ná í séra Einar og Björn Jakobsson við jarðarförina. Ég hitti þá og spurði, hvort þeir ætluðu að halda málinu til streitu. Ég var j mjög ákveðinn: „Hvernig er það, ' eruð þið hættir við Húsafell?" j spurði ég. Einar svaraði dálítið höstugur: „Ég get ekki skroppið uppeftir núna, því ég þar? að fara suður, áður en skólinn byrj- ar“. Og Björn tók í sama streng. Þá varð ég reiður og sagði: „Jæja, ég fer uppeftir og þið samþykkið það sem ég geri“. Þeir gengu að því Svo fór ég um kvöldið upp að Húsafelli í flutningabíl með Krist leifi Þorsteinssyni, nú bónda þar, og talaði við hann í tvo daga um málið. Að lokum kom okkur saman um að Ásgrimur málari skyldi ráða, hvort þarna yrði reist kirkja eða eitthvert annað hús og hann teiknaði húsið. Ég treysti Ásgrími vel, því ég vissi hann var trúmaður. Ég hafði kynnzt honum, þegar hann var að byrja að mála á Þingvöllum á sínum yngri árum. Ég sagði við sjálfan mig: „Svona getur eng- inn málað nema sá sem á sterka trú“. Það var lika raunin. En bíðið þið nú við, nóttina áður en ég fór upp í Borgar- fjörð, sá ég Húsafellspiltinn í snörunni og móður hans hjá hon- um. Ég veit ekki hve lengi ég sá þessa sýn, en ég fékk sterka löngun til að biðja fyrir piltin- um, það man ég. Þegar ég var búinn að því, ætlaði ég að fara, en þá kom móðir hans, sem var mjög geðug og aðlaðandi kona, og varnaði mér útgöngu. Þá heyri ég sjálfan mig segja: „Nú, ég á að halda áfram að biðja“. Það gerði ég. Þegar ég kom suður, lá Ás- grímur í Lan^sspítalanum og var þar fram að jólum, að mig minn- ir. Ég kom oft til hans og hann lofaði mér, að hann skyldi teikna kirkjuna, þegar hann kæmist á ról. Eftir áramót sagði hann við mig: „Ja, ég er ekkert farinn að gera, Sigmundur minn, en komdu til mín um miðjan febrúar.“ Nokkrum vikum síðar lagði ég mig eftir matinn eins og ég var vanur, og þá sé ég að við mér blasir írampartur af kirkju með turni og þaki eins og á dóm- kirkjunni okkar, svo ég ségi si- sona við sjálfan mig: „Þetta get- ur ekki verið Húsafellskirkja, þetta hlýtur að vera stærri kirkja". Seinna um daginn fór ég til Ásgríms. Hann segir við mig: „Ég er byrjaður að teikna, komdu og sjáðu“ — og svo sýndi hann mér það sem hann hafði lokið við. Ég hrökk við: „Hvað er þetta Ásgrimur," segi ég, „ég sá þessa kirkju, þegar ég lagði mig eftir matinn í dag“. Hann leit á mig undrandi. Ég endurtók það sem ég hafði sagt og þótti honum mikið til koma og segir mér að hann hafi fengið hugmyndina úr einni hljómkviðu Mózarts. Árið eftir var kirkjan komin undir þak, en síðan höfum við hjakkað í sama farið. Þó get ég bætt þvi við til gamans að Húsa- fellspilturinn kom til mín ekki alls fyrir löngu með unglegt and- lit og snúið skegg og var allur hinn fegursti á að líta. Sá ég strax að honum leið mjög vel. Engin snara var í herberginu, en Snorri gamli stóð álengdar í hempunni sinni. Svona hefur þetta gengið til og bezt ég segi ykkur ekki meira, því þá haldið þið kannski karl- inn sé ekki með öllum mjalla. Þó er bezt þið fáið dálitinn glaðn- ing i lokin, ef þið gætuð eitt- hvað af því lært: Fyrsta kvöldið sem konan mín stóð uppi á Laufásveg 17 lá ég inni í herberginu hjá líkinú og hugsaði um alla þessa unaðslegu daga sem við höfðum átt sam- an. Það var breitt yfir líkið eins og venja er og allt með eðlileg- um hætti. Þá sé ég allt í einu að á milli mín og kistunnar stendur ógurlega ljót beinagrind og glott- ir við mér. Hún hafði uppmjóan haus og gat ég séð, að þetta var karlmaður. Hann horfir sem snöggvast á mig en bendir svo með feiknarkrafti á iíkið, siðan á mig eins og hann vildi storka mér. Ég lá í rúminu hálfmátt- laus og undrandi, þangað til allt í einu aó það fer einhver straum- uj/ ctixctll bivl’OlvKiliil Og Ut 1 a vaug og eg íyitr upp uend- iuxiA, micxuua og £>e^i meo a tua; „i cUUU Ut iiCiVitlO . jt'oi bivtcxui licuin. sig enn, —.... at i iiom og hvarf. ActiiiioL uCiUUr lCid- u6 vuui engum segja xra i-uui öuiiiL xctt ao bivi\_ppa *o.viiá joiibsoiiar, Kunmiieja ...—j. oj uuictociiliici^iiiu, po ViO vw^^.ii anciötcéoiiifcar i uumai- c...., ..diiii aiiugaactiiiur spínusíi og miðill. Hann segir við mig: ,,/E, bigmunaur minn, nú gerð- iröu rangt. Þetta hefur verið einhver aumingi svo neðarlega að engin góð vera hefur komizt að honum og hefur ætlað að sundra ykkur hjónum. Þú hefðir átt að biðja fyrir honum, en ekki reka hann út.“ Þessi vera hefur komið á minn fund fjórum sinnum og alltaf í breyttum myndum, og ég hef dregið af útliti hennar að hún væri á uppleið. Seinast sá ég hana í gipsi og þegar ég fór að biðja fyrir henni, sprakk gipsið frá augum hennar og hún leit glaðlega á mig. Þá vissi ég að góðar verur höfðu náð til vesa- lings mannsins og hann hefði nú loks fengið þá hjúkrun, sem hann þurfti með. Af þessu getið þið séð drengir, að það verður engum útskúfað, hversu djúpt sem hann er annars sokkinn. En þeir þurfa aðstoð sumir og það hefur verið mín stærsta gleði, þegar ég hef fundið að mitt auma bænakvak hefur komið ein- hverju góðu til leiðar. M. Stærstu laxarnir N í NÝÚTKOMNU riti SVFR, ,,Veiðimanninum“ er birt yfirlit um laxveiðina í nokkrum helztu laxveiðiánum. Stangaveiðin hafði víðast hvar verið í meðallagi, en sumstaðar meira. Elliðaár og Miðfjarðará eru mestu veiðiárnar með 1350 laxa hvor, Norðurá 939, Laxá í Kjós 890 og Bugða 208. Síðar segir að stærsti laxinn í Norðurá hafi verið 19 pund, ; stærsti laxinn í Elliðaánum 20 ipund .. Stærsta laxinn á árinu, 28 p. hæng, veiddi Magnús Andrésson stórkaupmaður í svonefndum Lundahyl í Þverá, 8. sept s.l. Meneghini kyssir á hönd Callas . . . Hin nýja Callas SVO sem títt er um frægt fólk, hafa blaðamenn fylgzt nákvæmlega með öllum ferð- um þeirra Battista Meneghini og Maríu Callas, síðan þau skildu að skiptum. Nýlega bárust fregnir um, að Meneghini hefð: uppgötvað aðra efnilega söngkonu, engu síðri frú Callas. Heitir sú Silv ana Thumicelli og er 23 ára að aldri. Er það sögð . -n Menegh inis, að hún verði arftaki Mar- iu Callas sem dramatisk óperu söngkona. Ráðgert er al hin nýja söngkona komi fram í óperuhlutverki á næsta ári, en ekki hefur verið gefið upp hvar það verði. Það fer ekki hjá því, að söngunnendur hugsi til Batt- ista Meneghini með nokkru þakklæti, ef hann Jieldur á- fram á þessari braut. . . . og hér er hann með Silvana Thumice’’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.