Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 11
SunnuSagur 9. oKt. 1980 MORCinsniAÐIÐ 11 Prófessor Jóhann Hannesson: Hvað vantar manninn? FORSTJÓRI hjá stórfyrirtæki auglýsti eftjr fjórum fulltrúum í veigamiklar stöður hjá fyrirtæk- imu. Fjöldi umsókna barst og hann leitaði ráða hjá sérfróðum manni hvemig velja skyldi úr umsækjendum eftir hæfni þeirra. Sérfræðingurinn skilaði áliti sínu og var farið að ráðum hans. Eftir allangan starfstíma hjá fyrirtækinu kom það í ljós, sem nú skal greina: Einn starfsmann- anna leysti óaðfinnanlega af hendi allt, sem honum var falið og var aldrei frá verki. Sama var að segja um annan, að því frá skildu að hann var fjarver- andi um skamman tíma sakir veikinda, en varð brátt fullfær um að taka við starfi sínu og halda því éfram. Hinn þriðji var oft fjarver- andi sökum óreglu og slarks og loks rak að því að hann varð að fara á hæli og varð að fela öðrum manni starf hans. Hinn fjórði var ötull í starfi, en stal svo miklu af verðmætum fyr;r- tækisins að mál hans varð \ð fara fyrir dómstóla og lauk þar með starfi hans hjá fyrirlæk- inu. II. Mennimir í ofangreindri dæmisögu höfðu ailir nóga þekk- ingu og nógar gáfur til að gegna starfi sinu. Þeir höfðu allir rétt- indi, próf frá opinberum stofn- unnum, sem að dómi sérfróðra manna var talin nauðsynleg trygging fyrir hæfni þeirra til starfsins. Samt varð reynslan sú, sem að ofan greinir. Og mynd- in er fyrir hendi í mörgum þjóð- félögum heims, vel þekkt einnig hér. En hvers vegna breyttist hinn upprunalega mynd þegar út í lífið var komið? Svarið er að mínum dómi þetta: Myndin, sem hinir sérfróðu menn gerðu sér af hæfni mannanna eða óhæfni, var ekki sönn. Það var mynd af skynsemi þeirra, greindinni, ratio, en ekki af persónugildi þeirra. Uppeldiskerfin eru tröll- riðin af skynsemihyggju, ein- hliða dekri við gáfur og vits- muni, með samsvarandi van- rækslu og vanmati á tilfinninga- lífi og siðgæði. Þar með blekkja þessi kerfi þau þjóðfélög, sem þau eiga að þjóna. Prófin veita sumum mónnum réttindi, sem þeir eiga ekki skilið og sýna ekki hæfni þeirra. í meira en 3 aldir hefir hug- sjúnafræði Vesturlanda verið að m^Last í þessa átt. Nú er svo langt komið að einn af hugsuð- um Vesturlanda hefir látið sér eftirfarandi um munn fara: Vís- indin lækna oss í smásölu, en drepa oss í heildsölu. Sönnu nær væri að segja að vísindin efli all- ar dáðir mætra manna og ódáðir illra. Vísindin ganga ekki laus eins og peningur í haga, þótt menn tali stundum eins og svo væri. Þrátt fyrir allt tal um skyn- samlega hugsun gleymum vér Perluhöfn þegar vér minnumst á Hiroshima. En þar á milli er órjúfanlegt mannsögulegt sam- band. Um sanna hugsun verður ekki að ræða nema gefa gaum að þeirri staðreynd. Friðinn slíta menn sundur af því þeir hafa áður sundur slitið lögin með svikráðum. Nógu lengi hafa menn ýkt gildi vitsmunanna og fótum troðið til- finningar og siðgæði. Ef hér verð ur ekki breyting á og aftur farið að taka tiliit til þess að maður- inn er lifandi sál og andi, þá blasir engin fögur framtíðarvon við manninum. III. Uppeldi tilfinnganna er ekki r forsetaembætti F SIGURVEGARINN í kosning- unum í Bandaríkjunum 8. nóv. n.k. hlýtur forsetaembætti, en um leið á hann ekkj lengur sitt sjálfstæða einkalíf. Frá þeirri stundu byrjar hópur af mönnum, sem hann hefur aldrei áður séð, að fylgjast með hverri hreyfingu hans, aka í bílum hans, sækja kirkju með honum, rannsaka hótel- herbergin hans, skipta sér af matnum, hans, opna pakkana hans, skipuleggja ferðalögin hans, en vera jafnframt reiðu búnir til að láta lífið fynr hann, ef þörf krefur. Hinn nýi æðsti maður rík- isins — Nixon eða Kennedy __ verður tíundi forsetinn, sem „Leyniþjónusta Banda- rikjanna“ legur fram alla sína krafta fyrir. Hún hefur engan forseta misst enn og ætlar ekki að láta það koma fyrir núna. Leyniþjónustan er ópóli- tísk. Starfsmenn hennar eru valdir eins og aðrir embættis- menn, úr hópi þeirra sem ganga undir sérstakt próf hjá fjármálaráðuneytinu', en leyni þjónustan heyrir undir það ráðuneyti. Hafi verðandi starfsmaður ekki sérstaka reynslu í starfinu, verður hann að hafa stúdentspróf, og má hvorki vera sérlega hár eða áberandi lágvaxinn. Þeim mun hversdagslegri og venju- legri sem hann er, þeim mun betra. En lífverðirnir verða að vera líkamlega sterkbyggð- ir og kunna að nota 38-caliber skammbyssu. Þrír myrtir á 37 árum Áður en leyniþjónustan tók að sér þessi skyldustörf hjá Hvíta húsinu, voru þrír for- setar myrtir á aðeins 37 ár- um. Þetta er þó ekki eina starfið, sem leyniþjónustan hefur, en það er auðvitað nr. I af skyldustörfum hennar. Hún á einnig að koma í veg fyrir fölsun á ríkisskuldabréf- um og ávísunum frá rikinu og að hindra fölsun á bandarísk- um dollurum. Síðastnefnda starfið hefur leyniþjónustan haft á hendi síðan hún var stofnuð árið 1865, þegar þriðj- ungur af öllum peningaseðl- um í umferð voru falskir. Að sögn U. E. Raughmans, yfirmanns deildarinnar, fékk leyniþjónustan sennilega sitt umfangsmesta viðfangsefni, þegar henni var falið að vernda Eisenhower forseta á 22 þús. mílna löngu ferðalagi í þremur heimsálfum og um II lönd. Sömu aðferðum var beitt eins og þegar forsetinn ferðast í Bandaríkjunum, líf- verðirnir fara á undan honum, rannsaka þá staði sem hann Eisenhower forsetl umkringdur fólki í Chicago. En nálægt honum eru lifverðir, einn ekur bíln- um, en þrír aðrir sjást næstir honum til hægri. ætlar að dveljast á, þjónustu- lið hótelanna, þakið á bygg- ingunum, lyftustrengina og allar hugsanlegar gildrur á leiðinni. En mannfjöldinn oli lífvörðunum oft áhyggjum. „í Nýju Dehli sá ég t.d. fleira fólk storma að forsetanum en nokkurn tíma fyrr á þeim 33 árum, sem ég er búinn að vera í Leyniþjónustinni, sagði mr. Baughman. Áður átti leyniþjónustan einnig að vernda tigna útlenda gesti, en nú hefur öryggislög- regla utanríkisráðuneytisins það starf á hendi. Lífvarðar- starf deildarinnar er nú með iögum bundið við forsetann sjálfann, nánasta skyldulið hans, frambjóðenda til forseta kosninga ög varaforseta. Þetta táknar það, að á kosninga- kvöldið verða fjórir eða fleiri lífverðir sendir til hvers þess staðar, þar sem Kennedy öld- ungardeildarmaður bíður úr- slitanna. Ef hann sigrar, þá taka þeir strax við störfum. Nixon hefur alltaf sína þrjá lífverði á hælunum, þar sem hann er varaforseti. Óþægileg nærvera Ekki er enn vitað hvort for- setinn mun geta vanizt stöð- ugri nærveru lífvarðar.na. Tru mann forseti gat það t. d. aldrei. „Hversu tillitssamir og þægilegir sem lífverðirnir voru í störfum sínum, þá gat ég ekki að því gert að ég var þvingaður í návist þeirra, seg- ir hann. Það var ekki hægt að ganga fram hjá þeirri stað- reynd að einkalífi mínu og mínu persónulega frelsi voru takmörk sett“. aðeins vanrækt hjá öllum þorra fræðslustofnana. Þaff er beinlín- is eyffilagt begar út í lifið er kom ið með drykkjuskapnum og æðis- gengnu skemmtanalífi. Hin nú- verandi tízka í skemmtanahyggj- unni lítur á menn svo sem hlut- ir væru, markaðsvara, sem á að gefa af sér peninga til þess að skemmtanabúskapurinn borgi sig — eða eins og dýr á sýningu, sem á að temja til að hringsnú- ast öll á sama hátt til þess að þau gefi góðan arð. Vel má vera að ríkisvaldið skipi svo fyrir innan fárra ára að öll börn skuli læra að hringsnúast á sama hátt, eins og elektrónur kring um atómukjarna og hefði þá efnis- hyggjan unmð einn sinna stærstu sigra. Menn kannast við hvernig skemmtanaiifið æsir þá og dasar, menn skemmta sér heilar næt- ur og kvarta þó við bílstjórana, sem aka þeim heim, að þeir hafi ekki getað skemmt sér, en skilja ekki hvað veldur. Og láta heldur troða sig eins og gras undir fót- um en hugsa málið niður í kjöl- inn: Að þeir eru hafðir að leik- soppi. Fýsnir, gerir manninn „eins og heimaöldu lömbin, (svo hann) eltir hvern, sem gefur honum“. Það virðist nú blasa við leið- togum þjóðfélaganna að gjöra annað tveggja: Byggja stórar stofnanir fyrir vandræðamenn og „vændismenn“ þá, sem verið er að ala upp. Þær þurfa með tíamnum að verða álíka stórar og sjúkrahúsin eru nú, þar eð þessir mannflokkar munu, er fram líða stundir, verða fleiri en hinir sjúku. í samræmi við þetta þarf að sérmennta álitlegan hóp gjörvilegra manna. Þar sem þess- ar stofnanir vantar, spillir sá skortur uppeldiskerfunum í heild. Þar sem þær eru fyrir hendi, eru þær allt of litlar. Hinn kosturinn er að snúa við blaðinu í uppeldismálunum. Þegar hin mikla glæpabylgja gekk yfir New York sumarið 1957, þá heimtaði lögreglustjór- inn 5000 manna lögreglulið til viðbótar. (N.Y. Times 27-7-1957). En þetta var aðeins örlítið brot af þeim skatti, sem Bandaríkja- menn hafa orðið að greiða fyrir dekur sitt við lausung, glæpi og ólifnað, í sjónvarpi, kvikmynd- um, glæparitum og annarri ó- menningu, sem þeir láta við gangast. Hinn hlutinn var eyði- legging fjölda mannslífa, bæði þeirra unglinga, sem drepnir voru og limlestir af jafnöldrum sínum og þeirra, sem urðu að fara á betrunarstofnanir. Ekki vantaði vitsmunina, unglingarn- ir, sem brytjuðu hver annan niður, höfðu nógar gáfur. En til- finningalíf og siðgæði var sund- Framh. á bls. 13. Forsetinn og kona hans eru að koma úr frii í Newport, ásamt Barböru Ann, sonardóttur sinni. Lífvörður gengur á eftir þeim upp landganginn. Einn af þremur lífvörðunum, sem eiga að sjá um Nixon, heldur sig nálægt, þegar Nixon stanzar til að heilsa upp á gesti í Öldungadeildarsafninu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.