Morgunblaðið - 12.11.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.11.1960, Blaðsíða 16
16 MOnr.r’vnr 4f)|£> Laugardagur 12. nóv. 1960 kæmu í heiminn. (Eg þorði ekki að spyrja mömmu um það). Brenda Frazier og Cobina Wright og ég hvísluðumst á um það, eftir að hafa séð ólétta konu ganga eftir götunni. Við Brenda héld- um að við vissum leyndardóm inn, en vorum þó ekki alveg vissar. — Hversvegna spyrðu ekki mömmu þína um það? sagði ég við Cobinu, því að ég vissi, að hún talaði um hvað sem var við hana. — Eg ætla að gera það, sagði hún, — þegar ég kem úr skólanum í dag’. Næsta dag sagði hún okkur frá því. Hún hafði dregið mömmu sína inn í baðherbergið, læst dyr unum og spurt. — Mamma, Brenda Frazier og Diana Blythe eru að segja mér, að þegar kona sé mjög magamikil ætli hún að fara að eignast barn. Er það satt? — Já, það er satt, hafði mamma hennar sagt. — Guð sáði ‘frækorni, sem óx eins og blóm og varð að fallegu barni. Eg leit á Brendu. — Já, gott og vel, sagði ég. — En hvernig kemst frækornið þangað. Þetta hafði Cobina ekki hugs að um. — Eg skal spyrja mömmu svaraði hún hiklaust, og næsta morgun hafði hún svarið til reiðu. Mamma hennar hafði sagt henni, að Guð gæfi feðrunum mátt til sá þessu frækorni, óg þegar hún yrði eldri myndi hún skilja þetta betur. Hvorki Brenda né ég myndu geta skilið það núna, af því að við værum svo ungar og fáfróðar. En fyrir þann, sem hafði lesið „Elskhuga frú Chatterley", þurfti þetta ekki að vera nein ráðgáta. Mamma lét brjóta niður heilan vegg í húsinu okkar, til þess að geta fengið geysistóra setustofu, sem nægt hefði fyrir gókmennta kvöld, og svo hafði hún útbúið sér nýtt vinnuherbergi, þar sem hún gat ort og undirbúið fyrir- lestrana sina, um „leikhúsið, séð með augum leikkonu". Stundum á laugardögum fór hún með mig í skemmtigöngu fram með Aust uránni og orti þá ljóð upphátt. Eg trítlaði á eftir henni, þegar hún stikaði áfram, berhöfðuð, með göngustafinn sinn og blátt slag, sem kembdi aftur af- henni, en vindurinn ýfði stuttklippt hár ið. Svo hafðj hún líka raddæfing ar: „Ó, vill-ll-ti ves-s-stanvindur, andardrá-á-á-ttur haustsins". Svo gat hún stanzað og beðið eft ir mér, og síðan lagði hún af stað aftur. — Endurtaktu þetta, sagði hún og ég reyndi að hafa við henni og gera mitt bezta. — Þú ert nefmælt, eins og hann pabbi þinn, sagði hún einu sinni. — Eg þarf að láta þig hafa tal- æfingar. Þegar við svo komum heim í íbúðina, settist liún við píanóið og fór að kenna mér, hijóp upp og niður allt tónborð ið og lét mig hafa sérhljóð eftir sér. og kenndi mér að suða eins og býfluga, til þess að hreinsa nefgöngin. Við vorum ekki búin að vera á nýja staðnum nema nokkra mánuði, þegar ég kom heim úr skólanum einn daginn og fann, að mamma beið mín með mikilli eftirvæntingu. — Kisa litla, nú er hann pabbi þinn kominn til borgarinnar, og kemur hingað eftir nokkrar mínútur. Komdu þér úr þessum skólafötum og í bláa kjólinn þinn, og vertu fljót að því. Eg þurfti engrar hvatningar við. Pabbi! Eg þaut upp í her- bergið mitt og flýtti mér að hafa fataskipti og fannst ég vera með eintóma þumalfingur við verkið. Eg, sem hafði aldrei séð hann pabba minn! Eg átti eina mynd af honum úr Sjóskrímslinu, sem hann hafði sent mér þegar ég var átta ára, og ég hafði hengt þá mynd á heiðursstaðinn yfir rúm- inu mínu. En það var ekki mikið á móti því að hitta hann sjálfan. Svo var ég komin niður á svip- — Þetta er alltaf sama tréð, sem þú keyrir á. Þú hefur ekk- ert hugmyndaflug! sttindu og beið þar í ofvæni, á- samt mömmu. Nú kom hann inn um dyrnar, grannvaxinn maður í gráum föt um, sem hallaði ofurlítið við, rétt eins og hann væri að spyrja að einhverju. — Halló, Fig! sagði hann við mömmu. Þau tókust í hendur en kysstust ekki. Svo sneri hann sér og rétti mér báð ar hendur. — Halló, Treepee! sagði hann lágt. Eg gekk tíl hans og hann lagðist á hné og þrýsti mér snöggvast fast að sér. Það var rakspíralykt af honum, lík- ast piparmyntu. Svo hörfaði hann aftur á bak og horfði á mig. — Hverjum er hún lík, Fig? spurði hann. Mamma hristi höfuðið og mál- rómurinn var eitthvað daufur. — Eg veit ekki, Jack. Eg held hún hafi augun mín, en það er eitt- hvað frá þér í munnsvipnum. — Nú skal ég segja þér, Tree pee, sagði pabbi við mig. — Þú ert svolítið lík Ethel frænku. Svei mér ef þú ert það ekki. Mamma sagði: — Eg kem eftir andartak, Jack, og svo var hún þotin út og ég varð ein eftir með pabba. Hann hafði sezt á gólfið og krosslagt fæturna. — Því siturðu ekki í stólnum þarna? sagði hann. Eg tók stólinn og settist, og mér leið illa. — Mér skilst þú hafir gaman af að mála, sagði hann. Hann dró upp vindling, kveykti í honum og leit kring um sig í stofunni. Það var málverk eftir Daumier í öðrum enda henn ar, yfir arninum, og annað eftir Monet af Þinghúsunum í London. Hann benti á þau. — Þykir þér þetta fallegt? — Já, já. pabbi. En það eina, sem ég hugsaði var: — Hann er alls ekki nefmæltur! — Michael segir, að þú teiknir vel, hélt hann áfram. — Hún sýndi mér mynd, sem þú teikn aðir af kastalanum hans Lúðvíks Bæjarakóngs. Mér fannst hún ágæt. Svona var ég líka á þínum aldri. — Já, pabbi, ég veit það. Eg mundi eftir, að mér nafði ein- hverntíma verið sagt, að pabbi hefði viljað verða myndlistarmað ur. -— Langar þig að verða málari? Mig langaði einu sinni til þess. — Já, það held ég, pabbi, sagði ég og þagnaði svo aftur. Það var svo margt, sem mig langaði að segja og gat svo ekkert sagt. Hann hélt áfram að tala um málaralist og hvernig Monet hefði tekizt að ná endurköstuðu timglsljósi á gluggunum í mál- verki sínu. — Það er mikil list, sagði hann Svo kom mamma inn aftur. — Við pabbi ætlum að tala saman, kisa mín, sagði hún, — Hann þarf að ná í lest rétt bráðum. Kveddu hann nú fallega. Eg kyssti hana og næstum hljóp út. Eg hafði varla fengið að tala við pabba minn! Einhvern- veginn hafði ég hugsað mér þenn an fund okkar öðruvísi. Harry Tweed hafði fréttir að færa mér, við morgunverðinn, nokkrum dögum seinna. Mamma var að skrifa leikrit um Byron lá varð, skáldið mikla. — Þessi rit- störf gera Michael svo tauga- óstyrka, hé’t hann áfram. — Það skaltu muna, ef þér finnst hún eitthvað snögg við þig, væna mín. Mamma vann eins og nestur og lokaði sig irni allan daginn. Hver lífsregla mín var hert um helm ing. Hverskyns hávaði, hvort heldur var samtal utan við dyrn ar, bolli, sem datt á gólfið eða glamur í borðbúnaði, gat hleypt henni svo upp, að við gættum þess öll að tala ekki nema í hálf um hljóðum. Undir kvöldið kom hún svo fram, glæsileg og uppstrokin, og í fullu jafnvægi og leit út eins og heimurinn og allt, sem í hon- um var, væri skör lægra en nefið á sjálfri henni. Eftir því sem ég eltist varð mér ijóst, að allir komu fram við mömmu eins og hún ætlaðist til, sem sé eins og jafngilti því að breiða rauðan rennning fyrir fætur hennar. Ennþá get ég munað eitt atvik um hátign hennar og hræðslu mína. Mamma ætlaði að fara með mig og þrjár bekkjarsystur mín ar að sjá óperettuna Roberta. Þetta var feikna hátíð fyrir mig. Eg hafði beðið um að mega bjóða stelpunum vegna þess, að ég átti enga kunningja — og kannske gæti það aukið vinsældir mínar. Eg bjó mig mjög vandlega í her berginu mínu. Eg hafði^verið um sumarið hjá Tibi ömmu, sem var mikið fyrir evrópska kniplinga og ýmislegt smáskraut, og hún hafði ráðið mestu um klæðaburð minn. Mér fannst ég vera voða fal- leg, þegar ég hljóp niður stigann til mömmu, sem beið mín niðri ásamt gestum mínum. Mamma leit snöggvast á mig Hún hleypti brúnum og reigði sig í bakinu, svo að hún stóð eins og stirðnuð. Hægri höndin greip til mjaðmar hennar, svo að hún fór nákvæmlega eins og hún hefði gert í Arnarunganum forð um — og eldur brann úr augun- um. — Hvar í dauðanum hefurðu fengið þessi ósköp, Diana? Eg stóð stjörf. Mamma gat orðið vitlaus af vonzku á einu vetfangi. — Tibi amma keypti þessi föt handa mér, dirfðist ég að segja, og bað um leið til guðs, að hún færi ekki að auðmýkja mig í við- urvist gesta minna. — Og þessa óskaplegu perlu- tösku? Tárin komu fram í augun í mér. — Tibi amma, stundi ég upp. — Diana! Röddin glumdi um stofuna. Telpurnar stóðu eins og steingerðar. — Diana, þú ert eins og sirkusfífl! Eg fer ekki með þig svona í leikhúsið. Farðu und ir eins úr þessum skrípalörfum, og farðu í tyllkjólinn þmn. Þú gætir að minnsta kosti reynt að líta út eins og siðuð manneskja. Eg sneri við og þaut svo upp aftur. Eg hata hana! endurtók ég hvað eftir annað, grátandi. — Hvernig gat hún gert þetta? Eg gat alveg orðið ringluð af þessum snöggu uppþotum hennar og reiðiköstum. Einu sinni, nokkrum mánuðum eftir þetta, bað ég um rauða skó til að nota í samkvæmi. — Nei, svaraði hún, — þú getur notað lakkskóna þína. a r L á ð Á meðan Eva er að skoTa af •ér sápuna í Bifurvatni, tekur golan barkarbát hennar og ber hann írá henni. — En það eru allir í rauðum skóm, mamma, sagði ég. — Þú ert ekki allir og verður aldrei, svaraði hún. — Þú ert dama og verður að klæða þig sam kvæmt því. Eg dirfðist að svara í þetta sinn. — Mér er sama, ég vil vera á rauðum skóm samt! Hún gaf mér svo fast á hann, að mig sveið undan, og datt aft ur á bak, dauðskelfd. Þá þaut hún upp. — Þú gerir svo vel og klæðir þig eins og ég segi þér, telpa mín, og svo ekkert slúður! Röddin magnaðist upp í öskur og hún steig skref áfram. — Eg er listakona, fjandinn hafi það, og vil ekki hlusta á allt þetta bölv að kjaftæði . . . Hún fann engin fleiri orð. Hún snarsneri sér við, þaut út og skellti á eftir sér hurðinni. Eg stóð eftir skjálfandi og var að því komin að öskra upp af öllum mætti, gegn þessari grimmilegu ósanngirni. Andartaki síðar heyrðist fóta- tak úti fyrir ganginum og mamma kom þjótandi inn. Hún skellti sér niður á hnén fyrir framan mig, greip utan um mig heljartaki og snökti: — Æ, kisa mín litla, hvernig gat ég orðið svona vond við þig. Viltu fyrir- gefa mér, kisa mín? Við megum aldrei rífast oftar. Eg elska þig meira en nokkuð annað.í heim- inum! Eg bráðnaði strax, vafði hana örmum og grét með henni. — Eg veit það, mamma, það var mér að kenna, og ég skal aldrei gera það aftur. Og svo þurrkuð um við tárin hvor af annarri og fyrirgáfum allar syndir. Og svona átti það alltaf að ganga til. Eg varð aldrei fyrir ástaratlotum af hendi mömmu, nema hún væri nýbúin að særa mig eitthvað. Það var alltaí kjaftshögg fyrst og koss svo. Jafnvel þegar mamma var al- veg róleg, gat hún verið óútreikn anleg. Við vini sína gat hún ver- ið afskaplega töfrandi — og furðulega gróf. Eg og vinstúlkur mínar gátum kannske setið og skrafað í bezta bróðemi, — mamma líka — og þá gat hún kannske allt í einu þagnað, svo að ekki fékkst orð upp úr henni, nema þá einstaka eiturskeyti á stangli. Svo eftir dálitla stund gat hún staðið upp og gengið út þegjandi. Eg var þá vön að afsaka mig og hlaupa út á eftir mömmu. — Af hverju ertu að fara, mamma? — Æ, þessar kunningjastúlkur þínar eru svo púkó . . . hvers vegna ertu að fylla húsið af þess um lýð? ailltvarpiö — Drottinn minn! Ég vissifbátnum .... Það er vissara að ekki að ég væri svona langt írá | koma sér um borð! 8.09—; 12,00 13.00 14.30 15.20 16.00 16.05 16.30 17.00 18.00 18.25 18.30 19.00 19.30 20.00 20.30 En golan feykir léttum bátn- um með vaxandi haða og brátt fer Eva að þreytast. 22.00 22.10 22.40 24.00 Laugardagur 12. nóvember 10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). Laugardagslögin. — (15.00 Fréttir). Skákþáttur (Baldur Möller). Fréttir og veðurfregnir. Bridgeþáttur (Hallur Símonar- son). Danskennsla (Heiðar Astvalds- son). Lög unga íólksins (Guðrún As- mundsdóttir). Utvarpssaga barnanna: „A flótta og flugi“, eftir Ragnar Jóhann- esson; VII. (Höfundur les). Veðurfregnir. Tómstundaþáttur barna og ung- linga. (Jón Pálsson). Tilkynningar. Fréttir. Balletttónlist: „Medea" eftir Sam uel Barber (Nýja sinfóníuhljóm sveitin leikur; höfundur st.j). Leikrit: — „Eigi má sköpum renna“, þríleikur eftir Eugene O’Neill; fyrsti hluti: „Urður'*. Pýðandi: Arni Guðnason magist- er. — Leikstjóri: Gísli Halldórs- son. Leikendur: 3>orsteinn O. Stephensen, Guðbjörg þorbjarn- ardóttir, Helga Bachmann, Ró- bert Arnfinnsson, Guðmundur Pálsson, Kristbjörg Kjeld, Lárus Pálsson, Valdimar Helgason, Anna Guðmundsdóttir og Hildur Kalman. Fréttir og veðurfregnir. „Ur skemmtanalífinu44 (Jónas Jónasson). Danslög. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.