Morgunblaðið - 12.11.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.11.1960, Blaðsíða 20
LÍÚ-fundurinn Sjá bls. 11. 260. tbl. — Laugardagur 12. nóvember 1960 Iþróttir eru á bls. 18. » ywmfium ■ ' *l* ‘ '%■ Húsið Bergstaðastræti 19 Húseign dánarbús E. Hólm seld á 540 þús. ALLMARGT manna var við töldu sig hnútunum kunnugir, opinbert uppboð, sem íram fór í gærdag á litlu húsi og eignar- lóð, dánarbús Elíasar Hó)m að Bergstaðastræti 19 hér í bæ. Seldist fasteign þessi á 540 þús- und krónur. Húsið Bergstaðastræti 19 er tvílyft verzlunarpláss á gölu- hæð en íbúð á þeirri efri. Er húsið um 80 ferm að stærð. Fór uppboðið fram í íbúðinni. Um 30 menn voru komnir inn í húsið, er borgarfógeti, Kristján Kristjánsson, las mönnum upp- boðsskilmálanna og tók að leita eftir boði í eignina. Jón B. Jónsson bókari fógeta við uppboðið, bauð fyrstur í eignina: Fimm hundruð þúsund krónur! Boðið var strax hækkað um 10 þúsund krónur. Var það Baldvin Jónsson hrl., er bauð í nafni Sigurgeirs Guðbjarnarson- ar starfsmanns hjá Landssiman- um. Enn var boðið hækkað upp í 515 þús. krónur. Var það Jón Bjarnason kaupmaður er bauð. Baldvin hækkaði boðið um 5000 krónur fyrir hönd umbjóðanda síns. Sigurður Bemdsen húseigandi og fjármálamaður sem var með- al nærstaddra gekk um gólf. Spurði Kristján borgarfógeli hann hvort hann ætti lengi að bíða eftir boði frá honum. Sig- urður svaraði: „Það er hin mesta list að kunna að bíða!“ Borgarfógeti hvatti menn til að bjóða og eftir nokkra bið kom enn hærra boð. Nú bauð Jón Bjarnason 535 þús. krónur. „Er þér ekki farið að hitna Sigurður", spurði borgarfógeti. Sigurður virtist ekki vera áhuga mikill, og þó, svipur hans var torráðinn. Enn kom boð frá Baldvin Jónssyni er í nafm Sigurgeirs Guðbjarnarsonar bauð í eigmna 540 þús. krónur. Nú var leitað eftir f'ekari boðum. Jón Bjarnason hafði gengið út úr húsinu. Það komu ekki fleiri boð þrátt fyrir hressileg eggjunarorð borgar- fógeta, en hann beindi þeim einkum til Sigurðar Berndsen. ★ Nærstaddir töldu Sigurgeir hafa gert góð kaup. Að visu muni framtíðarskipulag Berg- staðastrætis gera ráð fyrir breikkun götunnar allverulega á þessum stað og sögðu þeir, sem □----------------------□ VARÐARKAFFl i Valhöll i dag kl. 3—5 síðd -------------□ að svo til allt húsið stæði í hinni væntanlegu götubreidd Berg- staðastrætis. En lóðin öll væri nær 500 fermetrar. SÍS telur siðferðilega ámælis- vert oð vera tengt Fram- sóknarflokknum FALLINN er í undirrétti dómur i kynlegu máli, sem SÍS höfðaði á hendur Baldri Jónssyni, vegna þess að í kosningabaráttunni fyr- ir síðustu þingkosningar hefði hann fest upp SÍS-merki við hliðina á áróðursmerkjum Fram sóknarflokksins. Taldi SÍS hátt- erni þetta varða við 236. gr. al- mennra hegningarlaga, en verkn aður er því aðeins saknæmur samkvæmt þeirri grein að um siðferðilega áimælisvert verk sé að ræða. Samband íslenzkra samvinnufélaga hefur þannig lýst því yfir, að það telji það siðferðilega ámælsvert að vera bendlað við Framsóknarflokk- inn. Dómari í undirrétti taldi hinsvegar að móðgun í garð SÍS væri að ræða samkvæmt 234. gr. almennra hegningarlaga og dæmdi Baldur í 1000,00 kr. sekt. Tillögu kommúnista vísað frá á Iðju-fundi Á FJÖLMENNUM félags- fundi í Iðju, félagi verk- smiðjufólks, í gærkvöldi var samþykkt að vísa frá tillögu Björns Bjarnasonar, um að styðja stefnu kommúnista í stjórn Alþýðusambandsins og að kjósa sérstaka nefnd í fé- laginu, að hálfu skipaða kommúnistum, til að undir- búa kjarasamninga. í stað þess var samþykkt tillaga frá stjórn félagsins um að fela nefnd, sem hún hafði skipað, að annast undirbúning kjarasamninga, eins og tíðkazt hefur. Tillaga stjórnarinnar var samþykkt með 82 atkv. gegn 72. ðist Kommúnistar höfðu mikinn viðbúnað undir þennan fund og höfðu smalað á hann. En fé- lagsmenn stóðu sem fyrr vörð um hagsmuni félagsins. Miklar umræður urðu um málið og kom fram í þeim, að félagsmenn gætu treyst núver- j^lýgur með bjór til Grænlands SÓLFAXI hefur undan- farna daga staðið úti á flug velli og beðið þess að byrj- aði til Grænlands. Hann flytur fjögur tonn af áfeng- um bjór í þessari ferð til Kulusuk, en þar hefur ver- ið óhagstætt veður og ekki lendandi síðan á þriðju- dag. Þessi „sterki“-bjór er vitanlega ekki íslenzkur. Hann er fluttur hingað sjó- leiðis frá Þýzkalandi. — Flugfélagsmenn voru að vona að hægt yrði að fljúga með bjórinn í dag, því bjórbirgðir munu á þrot um í Kulusuk og það þyk- ir slæmt ástand þar í bæ. andi stjórn félagsins til að ann- ast kjaramálin. Á þessum sama fundi voru samþykktar í einu hljóði tvær tillögur um aðild iðnverkafólks að Iðnaðarmálastofnuninni og um launajöfnuð kvenna og karla. Tillögurnar voru svohljóð- andi: Fundur í Iðju, félagi verk- smiðjufólks í Reykjavík, skorar á Alþingi að samþykkja aðild samtaka iðnverkafólks að stjóm IMSl í frumvarpi því til laga um Iðnaðarmálastofnun íslands, sem nú liggur fyrir Alþingi. Fundur í Iðju skorar á Al- þingi að samþykkja frumvarp það um launajöfnuð kvenna og karla, er nú liggur fyrir Alþingi. í forsendum dómsins segir: „Eins og áður greinir hefur stefndi viðurkennt að hafa látið prenta fyrrgreind firma- merki stefnanda og ýmist fest þau sjálfur upp eða látið aðra festa þau upp við áðurgreind á- róðursmerki B-listans í því skyni að vinna gegn framgangi þessa lista við umræddar kosningar til Alþingis. Þessi notkun merkisins var stefnda með öllu óheimil. Verður að telja að hún hafi ver- ið móðgandi fyrir stefnanda og flokk. með þessu hafi stefndi brotið gegn 234. gr. hinna almennu hegningalaga nr. 19, 1940“. Dómari hefur þannig fallizt á þá varakröfu SÍS, að tengsl við Framsóknarflokkinn væri móðg- andi fyrir fyrirtækið og dæmt skv. 234. gr., en ekki fallizt á að tengslin væru beinlínis siðferð- islega ámælisverð eins og SIS lagði þó megináherzlu á. Það á ekki af Framsóknar- flokknum að ganga þessa dag- ana, þegar sjálft fósturbarnið SÍS höfðar mál til að fá það staðfest, að það sé mannskemm- andi að hafa tengsl við þann íslandsmeistarar FH unnu Tékkana ÍSLANDSMEISTARAR FH í handknattleik voru mót- herjar tékknesku meistar- anna í gærkvöldi að Háloga- landi. Áttu liðin geysispenn- andi leik og tvísýnan til síð- ustu sekúndu — en svo fór að íslandsmeistararnir unnu meistara Tékkóslóvakíu með 18 mörkum gegn 17. FH náði góðu forskoti í upp- hafi og við leikhlé skildu þrjú mörk. FH hafði skorað 10 mörk gegn 7. Þetta bil unnu Tékk- arnir upp í fyrri hluta siðari hálfleiks og komust 1 marki yfir, 14:13, þegar 15 mín. (helm- ingur) voru af síðari hálfleik. Hafnfirðingar náðu samt aftur forskoti á næstu 5 mínútum, 16:14. En það bil unnu Tékkar enn af Hafnfirðingum og stóð leikur 17:16 þegar 3—4 mínútur voru eftir. Tóku Tékkar þá upp leiktafir. ★ MAÐUR GEGN MANNI Hafnfirðingar undu illa töfunum — geystust fram North Starlight kveðst ekki viðriðið smyglið í TILEFNI frétta í íslenzkum blöðum um að fyrirtæki í New York m. a. svonefnt North Star- light Export Corporation hafi annazt innkaup á smyglvarningi fyrir sjómenn, hefur fréttaritari Mbl. í New York skyggnzt l.ítil- lega inn í málið. Hann ræddi m. a. við Frank Henderson eiganda fyrirtækis- ins North Starlight Export og kveðst hann ekkert vita um flutn Sleginn í götuna Á TÓLFTA tímanum í gærkvöldi kom til slagsmála í Austurstræti, við Pylsubarinn. Tveir menn átt- ust þar við, liðlega tvítugir, báð- ir ölvaðir. Annar fékk mikið högg á andlitið og féll við. Kom lögreglan á vettvang og flutti hann á Slysavarðstofuna. Meiðsl hans voru ekki rannsökuð að fullu um miðnætti, en hinn dús- aði í „kjallaranum" í nótt. inga á smyglvarningi. Hann kveðst aðeins annast sölu á bíla- hlutum og almennum varningi til íslands. Hinsvegar telur hann að það geti verið að smyglvörur geti komizt framhjá bandarísku tollayfirvöldunum í kössum sem merktir eru sem vélar. Umboðsmaður Eimskips í New York, Frank Cavanagh segir að sér hafi auðvitað algerlega verið ókunnugt um að smyglvamingur hefði verið fluttur um borð í Lagarfoss. Hinsvegar segir hann að það geti verið að smyglarar hafi rangmerkt kassa, sem síðan væri hleypt í gegn án athuga- semdar. NATO-fundur í dag NATO-vinafélagið heldur félagsfund í Naustinu fuppi) kl. 3 í dag. Rædd verða félags mál og síðan verður kvik- myndasýning. maður gegn manni. Náðu knettinum og jöfnuðu mín. fyrir leikslok. Og þeim tókst að skora sigurmarkið nokkr- um sekúndum áður en Karl Jóhannsson dómari dæmdi af. — Leikurinn var geysispenn- andi og hávaði mikill að Hálogalandi. Næst leika Tékkarnir við landsliðið og verður sá leikur í íþróttahúsinu á Keflavíkurflug- velli. Á að beita ofbeldi í A.S.Í.? TVEIR foringjar kommúnista í í verkalýðshreyfingunni láta í / það skína í Þjóðviljanum í J gær, að hugmyndin sé að J hindra inngöngu Landssam- bands ísl. verzlunarmanna í Alþýðusamband íslands. Eins og mönnum er kunnugt af greinargerð L.Í.V., sem birt hefir verið og af blaðaskrif- um, eiga samtökin ótvíræðan rétt til inngöngu í Alþýðu- sambandið. Mundu því vera hin freklegmstu lögbrot og bolabrögð, ef kommúnistar gerðu alvöru úr þessari hótun sinni. Að óreyndu verður því þó ekki trúað, að meiri hluti fulltrúa á ASÍ-þingi láti kommúnista hafa sig til svo gerræðisfullra óhæfuverka. Um þetta mál ræðir Pétur Sigurðsson alþm. í grein á 11. síðu blaðsins í dag. Skemmtifimdur Sóknar Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn í Keflavík heldur skemmtifund að Vík næstkomandi mánudags- kvöld 14. þ. s. kl. 8,30. Matthias Á. Mathiesen, alþingismaður, flytur ræðu, þá verður sameig. inleg kaffidrykkja og kvik- myndasýning. Konur úr Sjálf- stæðiskvennafélögunum í Hafn. arfirði og Kópavogi mæta á fundinum. — Þess er fastlega vænzt að Sjálfstæðiskonur i Keflavík fjölmenni á fundinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.