Morgunblaðið - 12.11.1960, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.11.1960, Blaðsíða 19
Laugardagur 12. nóv. 1960 MORGUNBLAÐIÐ 19 — Alþingi Framh. af bls. 8 rétt fyrir sér en við rangt. Það var í ljósi þessa, sem þáv. hæst- virtur forsrh. (Hermann J.) vildi ekki kæra eða a. m. k. hef ég ekki getað fundið aðra skýringu á athafnaleysi hans þá. Það gefst vonandi síðar betra tækifæri til þess að ræða þá hlið málsins. Og ég hygg, að ástæðan til þess að þessir hv. þm. hafa nú ekki tekið undir $>a&, sem þó kommúnistar a. m. k. eða Alþýðubandalagsmenn hafa mjög haft á oddi öðru hverju, að við ættum að kæra fyrir Sameinuðu þjóðunum, að skýringin á þvi, að þessir hv. þm. hafi ekki tekið undir þá till. sé sú, að þeir vita, að yfirgnæf- andi meiri hluti Sameinuðu þjóðanna er á annarri skoðun um réttarstöðu málsins heldur en við íslendingar. Okkur kann að þykja þetta hart og við vild- um, að þetta væri allt öðru vísi. En þetta er því miður ein af þeim staðreyndum, sem við komumst ekki hjá að taka tillit til í þessu máli. Ágreiningsefnið minna En einmitt þess vegna horfir málið nú mun betur við og er hægara til samninga heldur en áður var, að ágreiningurinn er nú orðinn miklu lítilvægari held ur en hann var. Áður var deitt um það, hvort yfirleitt mætti fara út fyrir 4 eða 6 mílur með fiskveiðilögsögu og jafnvel út fyrir 3 mílur á vissu stigi, og síðar var deilt um, hvort eilíf söguleg fiskveiðikvöð ætti að haldast. Nú eru þessi miklu ágreiningsefni úr sögunni. Ég skil ákaflega vel, að það var erf- itt að finna lausn á þessu máli meðan staðið var bjargfast á þessu atriðum af hálfu okkar gagnaðila, en eftir að þeir hafa fallist á að hin sögulega fisk- veiðikvöð eigi í lengsta lagi að vera 10 ár — og við vitum allir, að þeir eru fáanlegir til þess að semja um miklu skemmri tima og sennilega með skilmálum, sem að öðru leyti eru okkur hag- kvæmir, — þá horfir málið allt öðru vísi við heldur en það áð- ur gerði. Og ég skora nú mjög á þessa hv. þm., sem, þó að ég deili hart við þá stundum, ég veit, að eru engir skynskiptingar. (Gripið fram i. Við höfum ekki tækifæri til að svara). Nei, ekki svara, mér datt það nú ekki í hug, að ég fengi svar út úr þeim. En mér datt kannske í hug, að ég gæti fengið þá til þess að hugsa. (Gripið fram í: Nei, ég get ekki svarað nú hér í hv. d.) Ný umræða á að byrja í Sam- einuðu þingi eftir nokkra daga Þá geta þeir hugsað sig um þangað til og komið með skrif- aðar ræður. Það ætti ekki að vera svo ákaflega mikill vandi fyrir þá. íhuga málið öfgalaust! En ég vil biðja þá um að íhuga efni málsins öfgalaust og gera okkur þá grein fyrir, af hverju það á nú að vera óverjandi og ósæmilegt að leita eftir hag- kvæmari skilmálum heldur en kv. 2. þm. Vestf. (Hermann J.) bauð hvað eftir annað 1958 og að Því, er nú er komið upp i fyrsta skipti, sem hann bauð, með vit- und og samþykki hv. 5. þm. Reykn. (Finnbogi R.). Af hverju er alveg fráleitt að Ieita eftir því nú, hvort við getum leitt málið til lykta á sams konar grundvelli en þó okkur hagkvæm ari? Jú, sagt er: Bretar hafa farið með ðfrið á hendur okkur. Þeir hafa beitt okkur ofbeldi. l*að er mikið til í þvi, að Bretar hafa beitt okkur ofbeldi. En getum við vænzt meiri sig- urs yfir ofbeldismanninum held- ur en að geta eftir á sett sömu friðarskilmála og við buðum fyrirfram? Eitt mesta stórveldi í heimi leggur í deilu við máttarminnsta ríki veraldar og henni lyktar þannig, að eftir rúmra tveggja ára viðureign er hægt að fá hag- kvæmari friðarskilmála heldur en boðnir voru af hæstv. þáv. forsrh. (Hermanni J.) áður en deilan hófst, að vísu undir of- beldishótun Breta í seinna skipt- ið, þegar hann ítrekaði tilboð sitt. Ég mundi segja, að í venjuleg- um alþjóðadeilum og ef við rennum augum til þeirra marg- földu ógæfuríku styrjalda, sem háðar hafa verið í heiminum, þá mundu slík endalok ekki vera talin til skammar eða svívirðu, heldur til sæmdar fyrir þann, sem kynni að taka þeim sigri, sem þannig er unninn. Lögfesting æskileg Þegar dómsmálaráðherra hafði lokið máli sínu, bað Ólafur Jó- hannesson um orðið. — Hann ræddi einkum um frumvarpið sjálft og taldi, að strax í upp- hafi hefði átt að lögfesta ákvæð in um víðáttu fiskveiðilögsög- unnar, en ekki setja um hana reglugerð, sem einn ráðherra hefði á sínu færi að breyta. — Eðlilegt væri, að Alþingi hefði svo mikilvægt mál í sínum höndum. Ekki kvaðst Ó. J. telja hættu á, að lögfesting reglugerðarinnar nú yrði af öðr- um þjóðum talin staðfesting um að víðátta fiskveiðilögsögunnar væri með því endanlega fast- sett. Óskaði ræðumaður eftir því, að dómsmálaráðherra gerði grein fyrir andstöðu sinni við frumvarpið. Ó. J. vék einnig nokkuð að landhelgismálinu almennt og undangengnum umræðum um það. Hann kvaðst m. a. vera viss um, að ef þjóðir Atlants- hafsbandalagsins hefðu viljað viðurkenna 12 mílna fiskveiði- lögsögu okkar gegn því að fá þau réttindi til veiða innan þeirra, sem rætt hefði verið um fyrir útfærsluna, mundi meiri hluti íslenzku þjóðarinn- ar hafa kosið þá leið. Ekki myndi heldur hafa verið hægt að tala um samninga, þó að þessi hefði orðið niðurstaðan í tíð vinstri stjórnarinnar. Vegna viðræðnanna við Breta taldi ræðumaður æskilegt að fá greini lega vitneskju um hver hlutur Alþingis yrði. Áð síðustu ræddi Ó. J. enn um frumvarpið, sem hann kvað hyggilegt að samþykkja, enda þótt reglugerðin um 12 mílurn- ar hefði að sínu áliti nægilega lagastoð. Vanhugsaður mála- tilbúnaður Dómsmálaráðherra, Bjarni Ben ediktsson, tók síðan að gefnu til efni aftur til máls og vék fyrst að frumvarpinu. Hann sagði í því sambandi m.a., að því hefði ver ið berlega lýst í ræðum ýmissa stjómarandstæðinga, að frv. væri í rauninni ekki flutt af mál efnalegum ástæðum, heldur vegna vantrausts þessara þing- manna á núverandi ríkisstjórn. Enginn véfengdi, að þeir hefðu fullan rétt til þess, að bera það vantraust í brjósti. En hann teldi það mjög vanhugsað, að blanda því saman við löggjöf um fiskveiðilögsögu íslendinga, og það því fremur, sem fram hefði komið hjá sumum þeirra, að gera þyrfti nú þegar veigamiklar breytingar á henni. Færði dóms- málaráðherra fram nokkrar fleiri röksemdir fyrir afstöðu sinni, og sagði síðan: — Loks vil ég minna á það, að nokkuð snemma í þessum umræð um lýsti hv. 2. þm. Vestf. (Herm. J) því yfir, að hann hefði vissu- lega fengið setta löggjöf um þetta efni á árinu 1958, ef honum hefði dottið í hug, að nokkrum kæmi til hugar að hvika frá eða semja um minna en það, sem í reglu- gerðinni er tilskilið, eins og hann telur nú vera í hugum ríkisstjórn arinnar. Þetta sagði hv. þm., þó að hann hljóti þá að hafa haft Jí huga oig vitað um skeytið frá 20. ágúst 1958, þar sem hann sjálfur bauð fram frávik frá reglugerðinni, sem hans stjórn hafði sett um vorið. Og hann bauð þau frávik, að því er manni skilst, án þess að hafa fengið til þess samþykki þáv. sjútvmrh., sem einn réði því stjómskipulega hvernig reglugerðin var. En þessi tvískinnugur, bæði í afstöðu, 1958 og í málflutningi nú. sýnir að allur er málatilbúnaður við samningu og flutning þessa frv. vanhugsaður, a.m.k. af hálfu sumra flutningsmanna. Ég segi engan veginn að það sé af hálfu allra, en það er sízt ofmælt að það sé af hélfu sumra, og var því ekki ofmælt af minni hálfu. Hefði verið samningsbrot Síðan ræddi B.B. það atriði, hvort hægt hefði verið að telja það samning, ef einhver aðildar ríki Atlantshafsbandalagsins hefðu, eftir umleitanir vinstri stjórnarinnar, sem lýst hefði ver ið í umræðunum nú, tilkynnt ís- enzku stjórninni, að þau viður kenndu 12-mílna fiskveiðilögsögu að því áskildu, að þau hefðu fisk veiðirétt um t.d. 3ja ára bil inn an takmarkanna — og reglugerð in síðan verið gefin út samkvæmt því. Sagðist hann alveg hiklaust telja, að ef íslenzka ríkisstjórnin hefði síðan meinað þessum ríkj- um fiskveiðar á umtöluðu svæði á hinum áskilda tíma, þá hefði ísland þar með brotið samninga við þessi ríki. Á því gæti enginn vafi leikið. í sambandi við fyrirspum frá Ól.Jóh. minnti dómsmálaráð- herra á það, að Ólafur Thors, forsætisráðherra hefði þegar við þingsetningu lýst því yfir, að samráð yrði haft við Alþingi áð ur en úrslitaákvarðanir í málinu yrðu teknar. — Þetta er skýr og ótvíræð yfirlýsing, sagði Bjarni Benediktsson. Undir mati komið Að lokum sagði ráðherrann, að þar sem þessar umræður um land helgismálið hefðu leitt margt í ljds, bæri að fagna því, að þær skyldu hafa átt sér stað. Sá ann marki væri þó á, að í öllum þess um löngu umræðum væri talað um það, sem ekki væri fyrir hendi ennþá, þ. e. samninga við Breta. Þeir væru ekki hafnir. Það eina sem gerzt hefði í mál- inu væri það, að verið væri að kanna, hvaða möguleikar væru I fyrir hendi. Það hefði að vísu þegar komið fram, að hægt mundi vera nú að ná eins hag- kvæmum kjörum og ríkisstjórn Hermanns Jónassonar hefði boð ið árið 1958. En þrátt fyrir það, væri málið engan veginn kannað til hlýtar ennþá. Og að lokum hlyti svo allt að verða komið und ir mati á þeim kostum, sem völ yrði á til að eyða deilunni. Það væri þess vegna af auðskildum og ótvíræðum ástæðum sem ríkis- stjómin hefði ekki enn talið tíma bært, að hafa það samráð við Alþingi, sem hún hefði ætíð ásett sér að hafa og marglýst yfir, að hún mundi hafa. Umræðunni var enn frestað, þar eð Ólafur Jóhannesson hafði kvatt sér hljóðs að nýju. Ingibjörg Jónsdóttir Siglufirði — sjötug Flestir, sem eitthvað hafa dvalið í Siglufirði, munu kannast við hin vinsælu merkishjón, Ingi- björgu Jónsdóttur og Andrés Hafliðason, kaupm. I dag á frú Ingibjörg 70 ára afmæli og munu margir vinir þeirra hjóna senda þeim hlýjar kveðjur og árnaðaróskir í tilefni af þessum merkisdegi húsfreyj- unnar. Ingibjörg er fædd á Akureyri 12. nóv. 1890, og voru foreldrar hennar þau hjónin, Jón Jónsson, síðast síldarmatsmaður og Jó- hanna Gísladóttir, voru þau ættuð úr Skagafirði og voru myndar og merkishjón. Þau lét- Leiksýning að Hvoli Lisikynning Mbl. Kristján Davíðsson í GÆR hófst sýning á málverk- um eftir Kristján Davíðsson í sýn ingarglugga Morgunblaðsins. Mái verkin eru fjögur, ný, nema eitt, sem er frá árinu 1948. Kristján sýnir einnig um þessar mundir tólf ný málverk í Mokkakaffi við Skólavörðustig. Myndirnar í sýningarglugga Mbl. eru allar til sölu. Upplýsing ar hjá afgreiðslu blaðsins eðá listamanninum sjálfum. ust bæði í hárri elli á heimill þeirra Ingibjargar og Andrésar. Ingibjörg ólst upp á Akureyri, en fluttist þaðan til Siglufjarðar og giftist þar Andrési Hafliða- syni, en hann var þá verzlunar- maður við verzlun Gránufélags ins. Hafa þau búið allan sinn bú- skap í Siglufirði, og ekki þykir mér trúlegt að þau flytji þaðan burtu. Þau eiga þrjú uppkomin börn, Hafliða, fulltrúa í Reykja- vik, Jóhönnu, húsfreyju, í Hafn- arfirði og Hinrik, afgreiðslu- mann í Siglufirði, sem öll eru gift. Ingibjörg og Andrés Hafliða- son hafa jafnan notið mikilla vin sælda í Siglufirði, og ber margt til þess. Verksvið frú Ingibjarg- ar hefur þó að mestu verið innan veggja heimilisins. Húsið þeirra stendur við Aðalgötuna, svo að enginn krókur hefur þótt að koma þar inn og þiggja góð- gerðir. Gestrisni og reglusemi hefur jafnan verið ríkur þáttur í heim ilislífi þeirra og svo hafa þau verið heimilisrækin og heima- kær, að þau hafa sjaldan verið langdvölum utan heimilisins. Frú Ingibjörg er löngu kunn orðin í Siglufirði fyrir gjafmildi sína og góðvild við börn og ungl- inga, börnin hændust að henni og vildu allt fyrir hana gera og þó að þau dveldu ekki nema skamma stund á heimili hennar urðu þau tryggða vinir hennar. í félagslífi Siglufjarðar hefur frú Ingibjörg tekið töluverðan þátt og lagt alls staðar gott til mála. Með þessum örfáu línum vildi ég senda frú Ingibjörgu beztu þakkir mínar og fjölskyldu minn ar fyrir alla vinsemd í okkar garð, á þeim árum, er við dvöld- um í Siglufirði, og árna henni, ástvinum hennar og heimili allra heilla á ókomnum árum. Undir það veit ég að margir vilja taka. Ó. J. Þ. Hjartans þakkir færi ég ykkur öllum, sem glöddu mig á sjötugsafmæli mínu. — Guð blessi ykkur öll. JÞórunn Guðjónsdóttir, Skólavörðustíg 15. Mitt hjartans inr.ilegasta þakklæti færi ég elskulegum börnum mínum, tengdabörnum, systkinabörnum og öðr- um vinum fyrir alla þá sæmd og vinarhug, er það allt sýndi mér sjötugri. — Guðsblessun fylgi því öllu. Með Ijúpu þakklæti. Hólmfríður Kristjánsdóttir frá Arnardal. í KVÖLD kl. 9 verður sjónleik- urinn Saklausi svallarinn eftir Arnold og Bach sýndur í nýja félagsheimilinu að Hvoli í Hvol- hreppi. Það er Ungmennafélagið Baldur, sem stendur fyrir þessari I leiksýningu. Leikstjóri er Hösk- [ uldur Skagfjörð, en með aðal- j hlutverk fara Bjarnj Helgason og [ Einar Benediktsson. Leikurinn verður sýndur næstu helgar. MALFLUTNINGSSTOFA Finar B. Guðmundsson GuSIaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, HI. hæð. Símar 12002 — 13202 — 13602 TRÚLOFUNARHRINGAR Afgreiddir samdægurs H A L L D Ó R Skólavörðustig 2, 2. hæð. Móðir okkar og fósturmóðir GRÓA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Súðavík andaðist í sjúkrahúsi ísafjarðar 10. þ.m. Börn og fósturdætur Systir okkar DAGMAR ÞORBJÖRG CAMILLA BJARNASON, kennari andaðist 11. þ.m. Guðrún Bjartmarz, Stefán Bjarnarson Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma ANNA ANIKA JAKOBSDÓTTIR sem lézt 5. nóv. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 14. nóv. kl. 2 e.h. Vilborg Stefánsdóttir, Ingólfur Gissurarson Bjarney Stefánsdóttir, Ágúst Guðmundsson Kristjana Kristjánsdóttir, Júlíus Kristjánsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.