Morgunblaðið - 24.08.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.08.1961, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 24. ágúst 1961 MORGUNBLAÐIÐ 5 MENN 06 == AML£FN/= ÁRNESI, 14. ágúst. — í gær var messað í Neskirkju í Að- aldal og var þar saman.komið mikið fjölmenni. Þar fór fram kirkjubrúðkaup, en slíkar hjónavígslur eru frekar fátið- ar í okkar þjóðfélagi og því frásagnarverðar. Gefin voru saman ungfrú Guðrún Bjartmarsdóttir, kenn ari frá Sandi og Þorkell S. Ellertsson, kennari, Snorra- -braut 73, Reykjavk. Sókn- arpresturinn á Grenjaðarstað, Sigurður Guðmundsson gaf brúðhjónin stiman, en kirkju- kór Neskirkju söng með undir leik Högna Indriðasonar. Var þessi athöfn fögur og virðu- leg. Að lokinni messu höfðu for- eldrar brúðarinnar boð inni á heimili sínu á Sandi og var þar fjölmenni. Veðrið þennan dag var það bezta, sem komið hefur í sum- ar, logn Og hiti, og má segja að sveitin hafi skartað sínu fegursta við þetta tækifæri, til heiðurs hinum ungu brúðhjón- um. — Fréttaritari. Brúðhjónin koma út úr kirkjunni ásamt svaramönnum, Ellert Magnússyni, föður brúðgumans, t.v., og Bjartmari Guðmunds- syni, föður brúðarinnar. N Læknar fjarveiandi Alfreð Gíslason frá 8. ágúst í óákv. tíma. (Bjarni Bjarnason). Arinbjörn Kolbeinsson til 1. sept. (Bjarni Konráðsson). Árni Björnsson um óákv. tíma. — (Stefán Bogason). Árni Guðmundsson til 10. sept. — (Björgvin Finnsson). Bjarni Jónsson 24. júlí í mánuð. (Björn JÞ. t»órðarson, viðtalst. 2—3). Bergsveinn Ölafsson til 27. ágúst. (Pétur Traustason. Eggert Steinþórsson óákv. tíma. (Kristinn Björnsson). Erlingur Þorsteinsson til 4. septem- ber (Guðmundur Eyjólfsson). Gísli Ólafsson frá 15. apríl í óákv. tíma. (Stefán Bogason). Guðjón Guðnason frá 28. júlí til 10. ©kt. (Jón Hannesson). Gunnar Benjamínsson frá 17. júlí til 81. ágúst. (Jónas Sveinsson). Gunnar Guðmundsson frá 2. jan. í óákv. tíma (Magnús Þorsteinsson). Haraldur Guðjónsson i óákv. tíma. (Karl S. Jónassonj. Jóhannes Björnsson frá 8. ágúst til 86. ágúst. (Grímur Magnússon). Karl Jónsson frá 29. júlí til 2. sept. (Jón Hjaltalín Gunnlaugsson). Kristin Jónsdóttir 1. ágúst til 31. égúst (Björn Júlíusson). Kristján Jóhannesson, 3 vikur frá 18. júlí. (Olafur Einarsson). Kristjana Helgadóttir frí 31. júlí til 30. sept. (Ragnar Arinbjarnar, Thor- valdsensstræti 6. Viðtalst. kl. 11—12. gímar: heima 10327 — stofa 22695). Kristján Sveinsson til 1. september. (Sveinn Pétursson). Kristján Þorvarðsson til 12. sept. (Ofeigur J. Ofeigsson). Ólafur Helgason frá 8. ágúst til 4. fept. (Karl S. Jónasson). Ólafur Jónsson frá 15. ágúst til 31. égúst (Björn Júlíusson, Hverfisg. 106 ®ími 1-85-35, viðtalstími 3—4) Páll Sigurðsson til septemberloka. (Stefán Guðnason sími 19300). Richard Thors til septemberloka. Sigurður S. Magnússon í óákv. tími. (Tryggvi Þorsteinsson). Skúli Thorddsen frá 29. maí til 30. eept. (Guðmundur Benediktsson, heim ilisl., Pétur Traustason, augnl.). Stefán Björnsson frá 14. júlí til 31. égúst. (Jón Hannesson). Stefán Ólafsson frá 10. ágúst I óákv. tíma. (Olafur Þorsteinsson). Tryggvi Þorsteinsson frá 15.—29. ág. (Halldór Arinbjarnar). Valtýr Albertsson til 17. september. (Jón Hjaltalín Gunnlaugsson). Víkingur Arnórsson frá 21. febr. í óákveðin tíma (Björn Júlíusson) Þórður Möller til 17. sept. (Ölafur Tryggvason). Þórður Þórðarson til 27 ágúst (Tóm- as A. Jónasson). Hver sem að aldrei át sinn mat með iðrunar- og sorgar-tárum, og aldrei náttlangt svefnlaus sat á sænginni með beiskum tregasárum, hann þekkir ykkur ekki, himins-regin! Þið leiðið oss í lífið inn, og látið sekan verða hin arma, og einan svo með angrað sinn þið yfirgefið hann við sína harma; því ofgert allt sín hefnir hérna megin. Stef h'örpuleikarans eftir Goethe. (Þýðandi: Grímur Thomsen). Það er hörmulegt til þess að vita, að engir skuli kunna tökin á konum nema piparsveinar. — G. Colman. Svipur mannisins ber nægilegt vitni um hamingju hans og óhamingju, án þess að hann sé um það spurður. — Kínverskt. Ef þér finnst þú ekki Ijóma eins skært og skyldi, skaitu þurrka af per unni, áður en þú varpar sökinni á aflstöðina. — H. Redwood. Gengið um bæinn Skógarmaðkarnir eiga víst fáa vini í mannheimi. Ekki er þeim þó alis varnað. Þeir hafa lag á því að naga trjálauf svo haganlega, að það vex utan um þá og búa þeir síðan í lauf skála! Einn kyrran morgun var verið að úða trjágarð í Austurbænum til eyðingar skordýrum. Sumir skógar- maðkarnir björguðu sér þá á flótta með því að spinna silki- þráð í skyndi og láta sig síga í honum til jarðar. Nokkrir létu sig síga niður í toppa á | sitkagrenihríslum, sem voru að vaxa upp í bjarkaskjólinu. Og viku síðar voru þeir búnir að naga greinatoppana til veru legra skemmda. Hafið þið ann ars nokkurntíma horft á skóg armaðka að verki? Sumir spinna sig áifram hægt og há- tíðlega, þ.e. skjóta upp kryppu og teygja síðan úr sér líkt og þeir væru að mæla vegalengd ina. Þetta eru „verkfræðing- arnir“ í flokki skógarmaðka. Aðrar tegundir bugða sig á- fram með líflegum hreyfing- um og eru mjög duglegir að spinna saman trjálauf. Það eru vefararnir. — Sumar blaðlýs búa líka um sig í laufhúsi. Má sjá það hvarvetna nú á rifsi og álmi. Er allt iðandi af lús innaní laufknútunum og næst varla til hennar með lyfjum. „Grasafræðingar“ eru einnig til meðal skordýra. Kálmaðk urinn nagar t.d. aðeins jurtir af krossblóma-ætt, kartöflu- hnúðormurinn nagar t.d. að- eins jurtir af kartöfluætt o.s. frv. Orsakirnar eru líklega efnafræðilegar- lykt eða bragð, sem heilum ættum er sameiginlegt. Styðja maðkarn ir með þessu kenningar grasa fræðinganna um ættaskipun jurtaríkisins. — Bjarki. í Húsgögn Seljum sófasett frá kr. 6.650,-. 5 ara ábyrgð. Klæð um og gerum við húsgögn. Húsgagnav. og vinnustofa Þórsg. 15. Sími 12131. Góður sendibíll óskast. Tilb. er greini verð, 1 aldur og ásigkomulag, sendist afgr. blaðsins fyrir 1. sept., merkt. ,;Stað- greiðsla — 5294“. Rennibekkur á tré, 135 cm, milli spíssa, til sölu. Uppl. í síma 11321 kl. 10—12 og 1—5. Vil kaupa notaðir borðstofu „mublur“. — Uppi. í síma 17973 milli kl. 5 og 6 í dag. íbúð óskast Mig vantar íbúð, 2—3 herbergi. Er í góðri stöðu. Örugg greiðsla. Sími 22437. Keflavík Rösk og ábyggileg stúlka óskast í maivöruverzlun í Keflavík. Uppl. í síma 1455, Keflavík. Stúlka eða kona sem fengizt hefur við mat- reiðslu, óskast. Haggóður vinnutími. Silfurtunglið. Sími 19611. Herbergi Gott herbergi óskast, helzt forstofuherbergi Tilb. Ænd ist blaðinu fyrir föstudags- kvöld, merkt. „Reglusemi 5404“. íbúð íbúð óskast í 1—2 mánuði. Má gjarnan vera í Hafnar- firði. Uppl. í síma 35582. Hafnarfjörður 1—2 herbergi og eldihús óskast. Uppl. í síma 50792. Stúlka óskast til heimilisstarfa í vetur, sér herb., mætti hafa með sér bam. Uppl. í síma 14845, milli kl. 5—7. Eldri kona óskar eftir 1 herb. og eld- imarplássi. Húshjálp rem- ur til greina. Uppl. í dag í síma 32315. Stúlka eða kona óskast til afgreiðslustarfa. Austurbar. Sími 19611. 2—3 herbergja íbúð (60—80 ferm.) óskast til leigu sem fyrst fyrir einn af starfsmönnum okkar. Uppl. í skrifstofunni. Sími 18670. Fálkinn hf., Laugav. 24. Stúlka vön saumaskap óskast. — Fyrirspurnum ekki svar- að í síma. Guðmundur Guðmundsson, Kirkjuhvoli Bifvélavirki óskast til að veita forstöðu stóru bifreiðaverkstæði Tilboð merkt: „Reglusamur — 5103“, sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld. Véli itunarstúlka Stúlka vön vélritun óskast. Góð íslenzkukunnátta áskilin. — Umsóknir sendist afgr. Mbl. fyrir 1. sept. n.k. merktar: „Framtíðarstarf — 5295“. Sendisveinn óskast Kexverksmiðjan Frón Skúlagötu 28 Stúlkur óskast Okkur vantar stúlkur nú þegar. Upplýsingar í dag hjá verkstjóranum á Laugavegi 16 (Laugavegs Apótekshúsinu 2. hæð. — Upplýsingar ekki veitt- ar í síma. Efnagerð Reykjavíkur h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.