Morgunblaðið - 24.08.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.08.1961, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. ágúst 1961 Mínar innilegustu þakkir til allra er sýndu mér marg- háttaða vináttu með heimsóknum, gjöfum og skeytum á sjötugs afmæli mínu 17. ágúst sl. Guð blessi ykkur öll. Ágústa Þórðardóttir, Einkofa, Eyrarbakka Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér vinar- hug á áttræðis afmæli mínu 11. ágúst sl. Karólína Hallgrímsdóttir ,Fitjum Skorradal Innilegustu þakkir sendi ég öllum þeim vinum mínum, sem glöddu mig á margvíslegan hátt á áttræðis afmæli mínu. — Lifið heil. Baldvin Ryel Lítil vefnaðarvöru- verzlun nálægt Miðbænum til sölu. Tilboð merkt: 5315“, send- ist afgr. Mbl. fyrir laugardag. A gamla verðinu Gyptex: Vz“ Brenni: 1“ — 1V4“ — 214“ —3“ Eik: 2“ — 2y2” — 3” Álmur: 1“ — 2“ Honduras mahogny: 1” _ iy4« _ i%“ Teak: 3x5“ og 2x5“, kr. 571,00 ten.ft. Nýkomið: Steypumótakrossviður 15 m/m.: Stærð 4’xlO’ Væntanlegt: Olíusoðið harðtex: %“ Tökum á móti pöntunum. Til sölu eru mjög ódýrar íbúðir í smíðum í sambyggingu við Stóragerði. íbúðirnar eru 3ja herb. og eru nú með miðstöð, einangrun, hlöðnum milliveggjum og lagt hefur verið í gólf. Innanhúss múrningu á sameiginlegu er lokið. Stigahandrið komið. 1 veðréttur laus Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÖNSSONAR Austurstræti 9 — Sími 14400 Mánudaginn 21. ágúst andaðist maðurinn minn GlSLI BRYNJÓLFSSON Haugi í Gaulverjabæjarhreppi Jarðarförin auglýst síðar. Kristín Jónsdóttir og börn hins látna Fóstra mín SOFFlA G. GlSLADÓTTIR andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, miðviku- daginn 23. ágúst. Anna Sigurðardóttir Jarðarför ÓLAFS GEORGSSONAR fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. ágúst kl. 1,30. — Þeir, sem vilja minnast hans eru vinsamlega beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Augusta Ólafsson, Georg Ólafsson Alda Hansen Innilega þökkum við þeim, sem heiðruðu minningu, JÓNS KRISTINS GUNNARSSONAR frá Gunnarshúsi, Eyrarbakka Vandamenn Ólafur CuBmunds&on verkstjóri — Minning ENDÁ þótt nokkuð sé liðið síðan frændi minn lézt, langar mig til að minnast hans með nokkrum orðum. Hann varð bráðkvaddur þann 30. júlí og var jarðsunginn 8. ágúst. Eréttin um andlát hans kom sem reiðarslag yfir frænd- ur og vini og sízt hafði það hvarfl að að mér er óg hitti hann tveim- ur dögum áður hressan og kátan, að þetta yrði okkar síðasti fund- ur. Ólafur hafði að vísu eikki ver- ið heill heilsu um nokkurt skeið, en þrátt fyrir það tekur það nokk urn tíma að átta sig á þeirri staðreynd að hann er horfinn af sjónarsviðinu. Þessi hægláti mað- ur, sem var svo trausstur og hjálp samur að um hann má segja með sanni, hann var góður maður. Ólafur var fæddur 24. ágúst Ljósmæður Sjúkrahúsið í Keflavík vill ráða tvær ljósmæður til starfa frá 1. okt. n.k. Umsóknir sendist skriffstofu sjúkrahússins fyrir 15. sept. — Nánari upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan, sími 1401. Sjúkrahúsið í Keflavík íbúðir tíl sölu Hefi til sölu 2ja, 3ja, 4ra 5 og 6 herbergja hæðir fullgerðar og í byggingu á ýmsum stöðum í Reykja- vík. Kaupið, áður en verðið hækkar. ÁRNI STEFÁNSSON, hrl., Málflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4 — Sími 14314 Duylegt afgreiuslufólk oskast Viljufn ráða 2 duglegar og ábyggilegar stúlkur til afgreiðslustarfa í matarbúð okkar á Akranesi. — Umsækjendur þurfa helzt að hafa einhverja reynslu við afgreiðslu. SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS Akranesi. Til sölu er 3ja herb. nýleg íbúð á II. hæð í sambyggingu við Laugarnesveg. Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR Austurstræti 9 — Sími 14400 íbúðir í smíBum 1 herb., 2ja herb., 3ja herb., 4ra herb og 5 herbergja íbúðir til sölu í sambýlishúsuín, sem eru í bygg- ingu. Seljast í því ástandi, sem hentugast er fyrir kaupendur. Sameign úti og inni að mestu fullfrágeng- in og í 5 herb. íbúðunum alveg. Verð hvergi betra. Teikningar til sýnis. — Nánari uppl. gefur MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA Ingi Ingimundarson hdl. Tjarnargötu 30 — Swni 24753 Skrifstofustúlka Dugleg stúlka óskast til starfa á skrifstofu okkar við Skúlagötu. Umsækjandi þarf að hafa góða æf- ingu. í vélritun og geta annast íslenzkar og enskar bréfaskriftir. Nánari upplýsingar í skrifstofu okkar. SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS Skúlagötu 30 1906 að Þyrli á Hvalfjarðar- strönd og hefði þvi oröið 55 ára í dag ef hann’hefði lifað. , Hann var yngsta barn hjón- anna Guðmiundar Magnússonar og konu hans Kristínar Einars- dóttur frá Flekkudal í Kjós, en þau hjón voru bæði af Flefcku- dalsætt. t Systkin Ólafs eru séra Magnús í Ólafsvík, Hermann bóndi í Eyr- arkoti, látinn, Kristján, vann síð- ast hjá Rúgbrauðsgerðinni, lát- inn, Jón, bakarameistari, Krist- mundur, prentari, látinn og Ulf- hildur, ekkja Jólhannesar Gríms- sonar, verkstjóra. Þagar Ólafur var fjöigurra ára að aldri flytja foreldrar hans til Reykjavíkur ásamt börnum sín- um. Skömmu eftir fermingu hóf hann vinnu hjá Ullarverksmiðj- unni Álafossi, en árið 1924 fer hann til Danmenkur til þess að nema ullariðnað og meðferð prjónavéla. í Danmörku dvelur hann síðan í tvö ár við nám. Eftir heimkomuna er hann ráð- inn sem verkstjóri hjá Ullar- verkamiðjunni Framitíðinni, þar sem hann vann til dauðadags. 4 Ólafur heitinn kvæntist eftir- lifandi konu sinni Bergþóru þann 25. júní 1932. Bergþóra er dóttir mektarhjónanna Jóns Jónssonar fyrrverandi kaupmanns í Súða- vík og konu hans Margrétar Bjarnadóttur. Þau hjónin eign- uðust tvær dætur, Kristínu og Margréti, sem voru mjög sam- rýmdar foreldrum sínum. Þær systur eru báðar giftar hér í Reykj avík. Ólafur heitinn hafði sérstak- an áhuga á vélfræði. Hann var afburða hæfileikamaður á þvi sviði. Hægt er að nefna mörg dæmi þess að honum tókst að lagfæra vélar, sem jafnvel er- lendir sérfræðingar höfðu gefizt upp við. Hann var nýbúinn að koma í framkvæmd því hugðar- efni sínu að kaupa mjög full- komna prjónavél. Þessa vél var hann búinn að setja saman og endurbæta og ætlaði hann sér að vinna við hana í framtíðinni. Ólafur hafði mikið yndi af góðri tónlist og hafði sjálfur góða söngrödd og söng með Karla- kórnum Geysi á Akureyri um tíma. Frístundir sinar notaði hann oft til ferðalaga og hafði hann ferðazt um mikinn hluta landsins. Þau hjón, Ólafur og Bergþór, keyptu sumarbústað nálægt Ell- iðavatni nokkrum árum eftir að þau fluttust til Reykjavíkur, og var umhverfi hans þá urð og grjót. I dag er mjög fallegur: garður umhverfis bústaðinn. Ól- afur heitinn sagði að garðurinn væri verk konunnar sinnar enda munu ótaldar þær stundir sem frú Bergþóra hefur unnið við byggingu og fegrun garðsins. En hún naut líka hjálpar eiginmanns síns og í garðinUm er fallegur lítill foss, sem hann byiggði af hugkvæmni sinni. Með Ólafi frænda mínum er ekki aðeins horfinn góður og tryggur vinur, heldur einnig einn mesti hæfileika maður á sínu sviði hérlendis. Eftirlifandi konu hans, dætr- um, tengdasonum og barnabörn- um, færi ég mínar innilegustu. samúð ar k veðj ur. Úlfar Kristmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.