Morgunblaðið - 17.01.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.01.1963, Blaðsíða 10
8. MOR GZJNB V A Bt B ' FimíhtudíagWr 1?; janúar 1963 «10 „Eg held að Tsvetajeva eigi eftir að hljóta uppreisn og viöurkenningu" RÉTT fyrir áramótin hermdu fregnir frá Sovét- ríkjunum, að rithöfunda- klúbburinn í Moskvu hefði haldið sérstakan fimd til þess að heiðra minningu rússnesku skáldkonunnar Marinu Tsvetajevu — merkrar skáldkonu, sem aldrei hefur verið viður- kennd af sovézkum ráða- mönnum, m. a. fyrir þær sakir að hún gerði á sínum tíma hinar margvíslegustu tilraunir varðandi ljóða- form og tjáningarmáta. Þessi fundur vakti þeim mun meiri athygli, sem hann var haldinn rétt eftir hinar harðskeyttu árásir sovézkra kommúnistaleiðtoga á þá rússneska listamenn, er sýnt hafa tilhneygingu til þess að sveigja út af braut sósíal- realismans — hinni lögboðnu listastefnu — og gert sig seka um þá óhæfu, að verða fyrir áhrifum af abstraktlist og öðrum vestrænum avant- garde hugmyndum. Þessar árásir hófust að marki, sem kunnugt er, eftir að Nikita Krúsjeff, forsætis- ráðherra, skoðaði sýningu á verkum ungra sovézkra mál- ara og myndhöggvara og for- dæmdi list þeirra. Þessum árásum hefur haldið áfram sleitulaust í sovézkum dag- blöðum og þær orðið tilefni ákafra umræðna manna á meðal í Moskvu og víðar. Fundur rithöfundaklúbbs- ins til minningar um skáld- konuna Tsvetajevu þykir benda tjl þess, að sovézkir listamenn og rithöfundar hafi ekki í hyggju að beygja sig orðalaust fyrir herferð ráða- mannanna í Kreml, þeir hafi risið öndverðir gegn henni og krafizt þess að fá að láta til sín heyra — og varað flokks- leiðtoganna við því að endur- vekja aðferðir og anda Stal- íns-tímabilsins. Minningarfundur þessi var haldinn á 70 ára fæðingar- degi Marinu Tsvetajevu. í forsæti á fundinum var rit- höfundurinn Ilya Ehrenburg. Hann hafði þekkt skáldkon- una lengi og lýkur lofsorði á skáldskap hennar í nýútkomn um æviminningum sínum — en raunar má segja, að leiðir þeirra hafi legið saman, þá er Ehrenburg gaf út fyrstu ljóða bók sína „Ljóð“ í Farís síðla árs 1910. Sumarið eftir, 1911, birtust fyrstu ummæli um bókina í Russkie Vedomosti (Rússnesk tíðindi), ásamt ummælum um ljóðabók Mar- inu Tsvetajevu, er þá var rétt innan við tvítugt. Á fundi klúbbsins voru ennfremur flutt ljóð, er ort voru til skáldkonunnar lífs og liðinnar, þar á meðal tvö ljóð eftir Boris Pasternak, sem ritar um þessa vinkonu sína í æviminningunum, sem út hafa komið hjá Helgafelli í íslenzkri þýðingu Geirs Kristj ánssonar. ★ Marina Tsvetajeva fæddist í Moskvu árið 1892 og var faðir hennar prófessor við listaháskólann þar. Hún var andvíg byltingunni og flýði land árið 1921, þá 29 ára — og settist að í Prag ásamt manni sínum, er barizt hafði með hvítliðum í byltingunni. Síðar bjuggu þau lengi í París. Flest beztu ljóð hennar eru frá árunum 1920—30. Ár- ið 1939 sneri hún aftur heim til Rússlands og hafði þá við- urkennt kommúnismann sem þjóðlega rússneska hreyfingu. En fjölskylda Tsvetajevu lenti í ýmsum örðugleikum, er heim kom. Maður hennar var tekinn og dæmdur fyrir fortíð sína og haustið 1941 framdi Tsvetajeva sjálfs- morð, hengdi sig. Þá hafði hún verið flutt frá Moskvu, sem þá var í yfirvofandi hættu fyrir árásum Þjóð- verja. Dauða hennar var hvergi getið í sovézkum blöð- um. Ljóð Marinu Tsvetajevu voru fyrst gefin út í Sovét- ríkjunum fyrir 1—2 árum, á „hláku“-tímabilinu svonefnda, sem fylgdi í kjölfar árásanna á Stalín, en tímabilið var nefnt eftir skáldsögu Ilya Ehrenburgs, „Hlákan". Þótti útgáfa þessi tíðindum sæta og töldu menn að þá færi verulega að birta í heimi sovézkra bókmennta og lista. En sem fyrr segir, hefur skáldskapur Tsvetajevu aldrei fallið í kram sovézkra ráða- manna, sem fordæma með öllu tilraunir í ljóðagerð á borð við hennar. ★ Svo sem frá var skýrt í Morgunblaðinu fyrir nokkr- um dögum, birtist harðorð árásargrein í garð Ilya Ehren- burg’s í Pravda 4. janúar sl. Þar var hann ásakaður fyrir að hafa haldið uppi vörnum fyrir aukningu vestrænna áhrifa í rússneskri list. Grein- in var rituð af Alexander Laktionov, sem er einn af þekktustu málurum Rússa og fylgir dyggilega hinni viður- kenndu sósíalrealísku stefnu. í greininni segir Laktionov, að Ehrenburg sé að hrinda list Sovétmanna fram á hengiflug, „þaðan, sem hún hæglega getur hrapað niður í algert menningarleysi". Annar málari, Alexander Gerasimov, hefur nú tekið undir þessi orð Laktionovs. Gerasimov er 81 árs að aldri, fyrrum formaður sovézku listaakademíunnar og um margra ára skeið eftirlætis- málari Stalíns. Varð Gerasi- mov sér úti um a.m.k. fjögur heiðursmerki fyrir framlag sitt til sovézkrar listar, með- an Stalín var enn hið eina rétta í Sovét. Undanfarið hef ur Gerasimov verið harðlega gagnrýndur fyrir ákafa per- sónudýrkun, sem mjög hafi einkennt list hans. Gerasimov þessi birti í síð- ustu viku grein í verkalýðs- ritinu „Trud“, og fer hinum hörðustu orðum um Ehren- burg og rithöfundana Paust- ovskij og Juri Nagibin. — Ehrenburg hefur yfirleitt tekizt að sigla milli skers og báru og halda sínu skinni heilu, þótt allt í kringum hann hafi logað pólitískt hatur og Pasternak. valdabarátta. Því hefur sú hugmynd komið fram, að hann, og e.t.v. fleiri, hafi hald ið leysingarnar í Rússlandi meiri en raun er á og fyrr- greindur fundur til minning- ar um Tsvetajevu, — þar sem Ehrenburg var í forsæti og tók undir lofsyrði um skáldkonu, sem er langt frá því að vera hugþekk sovézk- um ráðamönnum, — hafi orð- ið tilefni til þessara árása. Daginn, sem grein Lakti- onovs birtist í „Pravda“ fór Ehrenburg til London, og við komuna þangað dundu á hon- um spurningar blaðamanna. Hann neitaði með öllu að ræða greinina og sagði: „Ég ætla ekki að koma af stað ritdeilum til hagsbóta fyrir blöðin . . . Laktinov er lista- maður og skoðanir hans vel kunnar. Ég ætla ekki að deila við hann. Ég er sjálfur gam- all blaðamaður og veit að ykkur langar alla að skrifa um stjórnmálalega deilu“. Hann neitaði þá einnig að skýra frá umræðufundum, sem sovézkir listamenn áttu nýlega með flokksleiðtogun- um í Moskvu — en þeir fundir voru haldnir eftir að fréttir tóku að berast um ein- dregna andstöðu listamanna við tilraunir ríkisstjórnarinn- ar til að berja niður það, sem ' hún nefndi: „Áhrif undir- lægjuhugmynda borgarastétt- arinnar". ★ Sem fyrr segir voru á fundi rithöfundaklúbbsins i Moskvu flutt tvö ljóð ti) Tsvetajevu eftir Boris Past- ernak. Pasternak segir í æviminn- ingum sínum, að Ehrenburg hafi komið sér í kynni við skáldskap Marinu Tsvetajevu. Þeir kynntust árið 1917, er Ehrenburg var nýkominn heim frá Sviss. Hann sýndi Pasternak ljóð Tsvetajevu og lofaði hana mjög. Pasternak segir að örlög Tsvetajevu og skáldanna Paolo Jashvíli og Tabidza hafi verið með þyngstu sorgum sínum. Um Tsvetajevu skrifar Pasternak: „Ég hafði einu sinni heyrt hana lesa upp kvæði sín á fundi, um það leyti sem bylt- ingin hófst; hún var þar ein af mörgum sem stigu í stól- inn. f annað skipti að vetrar- lagi, á stríðskommúnisma-ár- unum, fór ég og heimsótti hana einhverra erinda; ég talaði um eitthvað nauða ó- merkilegt, og hún svaraði mér í sama dúr. Skáldskapur hennar var mér lokuð bók. Á þessu tímabili höfðu hringekjur orðsins spillt heyrnarskyni mínu og sú af- skræming og sundurlimun á öllu gamalkunnu sem tízka Brjóstmynd þessi af N. Krúsjeff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, var ein af örfáum verkum, sem á sýningu nútímamálara í Moskvu hlaut náð fyrir augum kommúnísku flokksleif jganna. U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.