Morgunblaðið - 17.01.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.01.1963, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 17. janúar 1963 MORGV N BLAÐIÐ 13 Jóhann Briem listmálari: MÁLVERKABÚK ÁSGRlMS HIN nýja mynda- og minninga- bók Ásgríms Jónssonar er stór- vdrki í íslenzkri bókagerð og mikið gleðiefni öllum þeim, sem unna fögrum listum. Þegar þess er gætt, að aðeins, eru liðnir tveir áratugir, síðan fyrst var gerð tilraun til að litprenta eft- irmynd af olíumálverki hér á landi, er það hreint og beint furðulegt, hve glæsilegur árang- ur hefur náðst á þessu sviði á ekki lengri tíma. Fyrsta mál- verkið, sem litprentað var á ís- landi, er sjálfsmynd Kjarvals, sem birtist í tímaritinu Helga- felli, okt.-des. 1942. Það var ekki talið til stórviðburða, en raun- verulega var hér að hefjast nýr þáttur í íslenzkri menningar- starfsemi, sem nú þegar hefur haft mikla þýðingu, og á eflaust fyrir sér enn glæsilegri fram- tíð. Hin fyrsta tilraun í þessa átt heppnaðist miklu betur en gert hafði verið ráð fyrir. Samt varð enn nokkur bið á því, að þessi starfsemi yrði almenn. Allar myndirnar í bók Kjarvals eru prentaðar erlendis, einnig flestar myndir í bók Jóns Stefánssonar og hinni fyrri bók Ásgríms, en þær, sem hér eru gerðar, bera þess augljós merki og þekkjast úr. En hin nýja bók Ásgríms stendur fullkomlega jafnfætis hliðstæðum bókum erlendum, þeim sem mest er yandað til. Hér hefur ekkert verið sparað, hvorki kostnaður né fyrirhöfn, ef von var um betri árangur. Flestar myndirnar eru prentað- ar hver í sínu lagi og aldrei fleiri en tvær í einu. En til þess að slíkur árangur náist er ekki nóg QíQHÍHiHÍHtHÍHiHQ'QHÍHQ SPILDÐ, sem hér fer á eftir, var spiíað í tvímenningskeppni og var lokasögnin sú sama á báð- um borðum, en árangur varð ekki sá sami. Á öðru borðinu gengu sagnir þannig: Suður Vestur Norður Austur 1 ¥ pass 2 4> pass 2 ¥ pass 3 ¥ pass 4 ¥ pass pass pass * A D 6 ¥ D10 8 + K 7 * 10 743 2 * 10 8 5 3 2 * K 9 4 V 532 ¥ 7 ♦ D 10 6 4 ♦ G 9 8 5 2 ♦ 9 * ÁDG8 A G7 ¥ ÁKG964' ♦ Á3 * K 6 5 Vestur lét út laufa 9, sem austur drap með ásnum og lét þvínæst út laufadrottningu. Á öðru borðinu drap sagnhafinn með kónginum, vestur trompaði og lét út spaða. Spilið tapaðist, því A-V fengu til viðbótar einn slag á lauf og einn á spaða. Á hinu borðinu var sagnhaf- Inn varkár og gaf laufadrottn- inguna. Austur lét næst út laufa 8, sagnhafi drap með kóngi og vestur trompaði. Nú lét vestur út spaða, en sagnhafi drap með ásnum, tók trompin af andstæð- ingnum og trompaði síðan eitt lauf úr borði og gerði þannig fimmta laufið gott og kastaði í það spaða gosa. Spilið vannst þvi S þessu borði eingöngu sökum þess að sagn- bafi sá fyrir hættuna, a8 spaða jrrði spilað Sður en hann gæti gert laufið í borði gott. að vilja vel og veita vel. Fjár- fúlgur einar saman geta ekki gert kraftaverk, þegar um menningarstarfsemi er að ræða. En allur frágangur á bók Ás- gríms ber vitni um þekkingu og örugga smekkvísi, það á jafnt við um myndasíður, lesmálssíð- ur, titilblað og hlífðarkápu. Á kápunni er gömul sjálfsmynd eftir Ásgrím, ein af allra beztu myndum hans, og hefur prentun á henni tekizt með hreinum á- ágætum. Og fjólublái liturinn á litaspjaldinu, sem umlykur myndina, gæti ekki verið betur valinn til að undirstrika heita liti myndarinnar. Titilblaðið, sem prentað er í rauðum og svörtum lit, er stílhreint og sér- kennilegt, en einfalt og laust við tilgerð. Kápu og titilblað hefur teiknað Tómas Tómasson. Nokkur mistök hafa orðið á prentun á Heklumyndinni stóru, sem er í Listasafni ríkisins (bls. 54), en það er eina myndin í allri bókinni, sem slíkt verður sagt um. Og orsökin er án efa sú, að hún er miklu meira minnkuð en nokkur önnur af myndunum, en því fylgja tækni- legir örðugleikar. (Prentmyndin er á hvern veg aðeins einn t£- undi hluti af stærð frummynd- arinnar). En jafnvel þótt prent- un takist vel, gefur mjög smá litprentun aðeins takmarkaða hugmynd um fyrirmyndina. Þess vegna hafa tvær myndir í bók- STEINDÓR Steindórsson: On the Age and Immigration of the Ioelandic Flora. (Um aldur og innflutning íslenzku flórunnar). Gefin út af Vísindafélagi íslend- inga. Prentsmiðjan Leiftur, 1962. Bók þessi lætur ekki mikið yfir sér. Hún er 10 arkir að stærð og prentuð á góðan bóka- pappír í Skírnisbroti. Bókin er ekki aðgengileg fyrir aðra en þá, sem hafa gaman af gróðri lands- ins og kunna nokkuð í grasa- fræðL Samt er það ekki aðeins spá mín heldur vissa, að þegar allar aðrar bækur ársins 1962 eru gleymdar, mun þessarar bókar minnzt. Þessi bók er lykill að því, að við íslendingar getum flutt land okkar sunnar á hnött- inn í gróðurfarslegu tilliti en það hefur hingað til verið stað- sett. Fyrri tíma náttúrufræðingar, m. a. Þorvaldur Thoroddsen og Stefán Stefánsson, litu svo á, að islenzka flóran eða íslenzka gróð- urríkið væri allt flutt hingað til lands eftir ísaldarlok. Þeir töldu að landið hefði verið ördauða og gróðurvana þegar jöklar hurfu af landinu fyrir einum 12 — 14 þús- und árum. íslendingar voru ekki einir um slíka skoðun. Hún var líka studd ag erlendum vísinda- mönnum, og sumir þeirra drógu víðtækar ályktanir af þessu. Við samanburð á flóru íslands og Skandínavíu kom í ljós, að ís- lenzkum gróðri svipaði einna mest til þess, sem er í allra nyrstu héruðum Noregs og í há- fjöllum Noregs og Svíþjóðar. Þetta gaf auðvitað auga leið, og menn skipuðu því íslandi á bekk með heimskautalöndum og næsta nágrenni þerira í gróðurfarslegu tilliti. Á þeim bekk hefur ísland setið I vitund flestra frá því um síðustu aldamót, og þannig hefur inni verið prentaðar yfir heila opnu. Slíkt er að vísu alltaf neyðarúrræði, þar sem kjölurinn kemur yfir miðja myndina og truflar heildaráhrifin. En ein- mitt þessar tvær myndir sýna handbragð Ásgríms og vinnuað- ferð miklu betur en hinar, þar sem þær eru ekki minnkaðar eins mikið og pensilförin sjást því betur. Þær hafa svipaða þýð •ingu og þegar prentaðir eru hlutar úr myndum í stórum mælikvarða, en það er algengt í listaverkabókum. Minningar Ásgríms hafa verið gefnar út áður (Myndir og minningar, Rvík 1956). Þær eru færðar í letur af Tómasi Guð- mundssyni, skáldi, á síðustu ævi- árum Ustamannsins. Það var mikill fengur íslenzkri listasögu, að sú bók var skráð, og mátti það ekki seinna vera. Frásögnin öll er snilldarleg, það eitt tekið með, sem þýðingu hefur, og sú mynd, sem lesandinn fær af listamanninum, er bæði skýr og sönn. Hann sá íslenzka náttúru alla tíð með sömu augum og á barnsárum sínum austur í Flóa. Hin víðtæka þekking hans og á- hugi á erlendri list ruglaði hann aldrei í ríminu. Þess verður meira að segja varla vart, að ferð Ásgríms um Mið-Evrópu og dvöl h’ans á Ítalíu hefði nein sýnileg áhrif á list hans. Meðan hann dvaldi í Róm, teiknaði hann myndir í íslenzkar þjóð- það verið sett á gróðurkort um allan heim. Bók Steindórs Steindórssonar kippir alveg stoðunum undan hinni gömlu skoðun, og skal nú að því vikið. Höfundur skýrir svo frá, að þegar hann tók þátt í móti náttúrufræðinga í Hels- ingfors árið 1936, hafi fyrirlestur prófessors Nordhagens um fjallá- flóru Skandínavíu veikt skoðanir sínar á ördeyðiskenningunni hér á landi. Nordhagen sýndi þá fram á, að ýmsar plöritutegundir hefðu lifað ísaldirnar af í Noregi og Steindór Steindórsson Svíþjóð. Upp frá þessu lagði Steindór stund á að kynna sér útbreiðslu hinna ýmsu plöntuteg- unda um land allt. Sumar eftir sumar í meir en aldarfjórðung hefur Steindór gert sínar athuganir í flestum héruð- um landsins og á öræfum. Og nú liggja niðurstöður athugan- anna löks fyrir í bókarformi. Af þessu má sjá, hvílík feikna vinna getur legið að baki lítilli bók. Að vísu hefur Steindór ritað um þetta efni áður í tímaritsgrein- um, en hér er allt komið á einn stað. sögur, eins og Raffael og Michel- angelo væru ekki til, en samt dáðist hann að verkum þeirra og kynnti sér þau eftir beztu föngum. En hugurinn var alltaf heima í Íslandi. Þannig eyddi Ásgrímur ævi sinni, starfsglað- ur og yfirlætislaus, sá allt, en veitti aðeins viðtöku því, sem honum sýndist. Því miður var minni Ásgríms farið að bila, þegar minningar hans voru skráðar, og hann hafði engin minnisblöð né dag- bækur til að styðjast við. Af því stafar nokkur ruglingur á ártöl- Nú er það einróma álit jarð- fræðinga, að á ísöld hafi ávalt verið einhver jökullaus svæði á nokkrum stöðum á íslandi, svip- að og við þekkjum frá Vatnajökii og Grænlandsströndum. Á þess- um svæðum voru því skilyrði fyrir lífi plantna svo framarlega sem þær voru nógu harðgerðar til að þola harðæri ísaldar. Talið er að hin íslausu svæði hér á landi hafi verið á Vestfjörðum, í Dalasýslu, umhverfis Eyjafjörð, í Austfjarðafjöllunum, við Hval- fjörð og éf til vill undir Eyja- fjöllum. Hér að auki koma ýms minni svæði til greina, t. d. á Snæfellsnesi, við Vopnafjörð og víðar. Við athuganir Steindórs Stein- dórssonar kemur í ljós, að fjöldi plöntutegunda hnappar sig ein- mitt á þessum svæðum og í nánd við þau, alveg eins og að þær hafi breiðst þaðan út í árdaga. f bókinni er lýst útbreiðslu 304 tegunda plantna af þeim 434, sem taldar eru innlendar, en það eru nærri þrír fjórðu alls íslenzka gróðurríkisins. Til þess að gera málið ljósara eru birtar myndir af útbreiðslu nærri 100 tegunda um landið. Af þessum 304 tegundum telur Steindór að 214 tegundir hafi lifað ísaldirnar af. En 94 teg- úndir telur hann að hafi borizt hingað með mönnum, aðallega sem slæðingar, eftir að ferðir hófust til íslands. Höfundur tekur ekki 130 tegundir til meðferðar í bókinni en getur þess, að af þeim kunni 12 að vera slæðingar. Um þessar tegundir verður ekkert sagt að sinni, en þær geta ýmist hafa lifað af eða borizt til lands- ins eftir ísöld. Mér virðist Steindór færa svo gild rök fyrir máli sínu, að héðan af verður ekki vefengt að meiri hluti íslenzku flórunnar . hefur verið ‘kominn til landsins fyrir ísaldir. Sá gróður, er nú er hér. um á fyrra hluta ævinnar, en það verður ekki rakið hér. Sá sem sér hina nýju bók Ás- gríms, myndi ekki ætla, að myndprentun á íslandi ætti sér svo skamma sögu. Það er kannski hægt að stofna lýðveldi á einum degi, en ekki menning- arríki, og fullkomnun næst aldrei nema með langri þróun. Að lokum þökk til allra þeirra, sem unnið hafa að bók- inni. Hún er ekki aðeins lista- manninum og þeim sjálfum til sóma, heldur landi og þjóð. er aðeins lítilfjörlegar leifar þess gróðurs, sem var hér fyrir þerm- an tíma. Á kuldaskeiðum ísaldanna hef- ur urmull plöntutegunda látið lífið og horfið af landinu, en sakii einangrunar þess, gat fátt eitt komið í staðinn af sj álfsdáðun. Þegar þetta er haft í huga mun flestum ljóst að það sé engin furða þótt ísland sé gróðurfá- tækt og hrjóstrugt. Og það el líka fásinna að ætla, að menn geti fundið hver gróðurskilyrði lands- ins eru, með því að dæma þati af þeim tegundum, sem nú vaxa hér. Hinsvegar ætti að mega ráða nokkuð af ýmsum tegundun, hvernig veðráttan hafi vei ið þegar hún var allra verst á ísö.d- unum. Ég tel víst, að grasafræðinga og líffræðinga geti greint á utn tilkomu einstöku tegunda hér á landi, en það eru engin líkir dl til að heildarniðurstöðu höfund ir verði raskað. Enda eru niðurstoð ur hans í samræmi við margt það, sem menn höfðu áður fund- ið varðandi uppruna ýmissa teg- unda í Skandínavíu. Hér er þvi ekki um nýja kenningu að ræ "'a, en það skiptir engu máli fyrir okkur. Aðalatriðið er, að við höf- um fengið vissu fyrir því, að fyrri tíma hugmyndir um uppruna ís- lenzku flórunnar voru rangari Og af því að þær voru rangar, hafa menn dæmt gróðurskilyrði ís- lands rangt. Þau munu eitthvað betri en menn hafa haldið. Til þess að finna þau, verður að þræða aðrar og nýjar leiðir, en það er önnur saga. Útkoma þessarar bókar markar tímamót í náttúrusögu fslands. Bókin er undirstöðuverk, sem lengi verður vitnað til og aukið við. Af þeim sökum hef ég leyft mér að kalla hana merkustu bóik ársins 1962Í upphafi greinar minnar. Hákon Bjarnason Jóhann Briem. Hákon Bjarnason: Merkasta bók ársins 1962

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.