Morgunblaðið - 17.01.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.01.1963, Blaðsíða 15
''■‘Flm'lrttú&agur ITtfah&af' *i§63 M O R tf 'tJ /V B t jtiÍÐ Þekkinq og skilningur SAMMÁLA er ég andmælum andatrúarmanna um það, að andahyggja sé ekki vísinda- hyggja, og er þó ekki þar með sagt, að allar athuganir anda- trúarmanna á því, sem þeir hyggja ályktanir sínar á, þurfi endilega að vera óvísindalegar. Skilningur andatrúarmanna er að vísu á engan hátt framhald (þeirrar þekkingar, sem hinir á- gætu frumherjar í heimsfræði og líffræði hafa byggt upp á liðn- um öldum. En fyrirbæri þau og alla þá reynslu, sem við anda- trú hefir verið kennd, nær hins vegar engri átt að meta einskis og er furðulegt að sjá lærða nú- tímamenn halda því fram, að á þeim fyrirbærum og þeirri reyn- slu beri alls ekki að leita skiln- ings, heldur eigi menn varðandi allt, sem snert geti trúarbrögð, að láta sér nægja kenningar trúar- bragðanna einar saman. Verður varla annað sagt en að með þessu sé verið að nálgast þann and- vísindalega hugsunarhátt, sem stóð að galdrabrennum og trú- arbragðaofsóknum fyrri alda, og er í þessu sambandi mikil á- stæða til að minna á, að þótt nú um skeið hafi t.d. heimsfræði þótt koma vísindum einum við, þá var einu sinni ekki sVo. Einu sinni þótti það sérstaklega varða trúarbrögðin að leita þekkingar é stjörnunum, eins og saga þeirra Brúnós og Galileis sannar bezt, og vænti ég þess, að fáir muni nú telja, að réttara hefði þeim verið að halda sig við trúarkenn- ingarnar. Að ekki beri í hvívetna að leita þekkingar og skilnings, ætti því öllum að geta verið Ijóst, að er einungis fjarstæða og hörf- un af braut framsækni og hugs- anafrelsis, enda ættu engir ó- möguleikar að vera til þess, að þekking og skilningur geti að öllu leyti komið í stað trúarbragð anna. En það voru annars ekki þessi deiluefni fré 4. nóv. sl., sem ég einkum ætlaði að víkja hér að, heldur einnig annað. Vegna til- efnis af hálfu Sigurjóns Björns- sonar sálfræðings skrifaði ég grein, sem birtist í Alþýðublað- inu í haust, og vék ég þar að draumaskýringum S. Freuds. Nú vil ég skora á nefndan sálfræð- ing, að hann sýni fram á það, að ég hafi þar haft rangt fyrir mér. Ég bið hann að gera grein fyrir því, hvernig það megi vera, að' einar saman hugrenningar geti orðið mönnum að sýnum eins og jafnan ber fyrir í draumum. Og ennfremur vil ég spyrja: Er nokk ur skynsamleg leið til að skýra það út frá dulvitundarkenningu Freuds, að móðir próf. Níelsar P. Dungals skyldi skynja það í svefni hér heima á íslandi, sem þá stundina var að gerast suður á Þýzkalandi, en um raunveru- leika þessa atviks mun sjálfur prófessorinn geta borið? Eins og ég hefi svo marg- sinnis tekið fram, þá er það alveg óumdeilanleg staðreynd, að Guðrún Sigurbjörns- dóttir sjötug 11. jan. SJÖTUGSAFMÆLI Stti hinn 11. f.m. frú Guðrún Sigurbjörns- dóttir, fyrrum húsfreyja og ljós- móðir á Hrappsstöðum í Laxár- dal í Dalasýslu. í full 40 ár gerð/ hún og maður hennar, Sigtrygg- ur hreppstjóri Jónsson, þann garð frægan, en árið 1959 fluttust þau hingað til Reykjavíkur og eru nú búsett að. Tómasarhaga 20. Frú Guðrún er fædd á Svarf- hóli í Laxárdal, en þar bjuggu um langa tíð foreldrar hennar, Sigurbjörn Bergþórsson. söðla- emiður, og kona hans, Kristín Guðbrandsdóttir frá Sáimsstöðum Halldórssonar. Þau hjón hófu bú- skap í hörðu árferði á níunda tug fyrri aldar, komu upp mörg- um bornum, urðu þó vel bjarg- élna, eignuðust ábýlisjörð sína og bættu hana mjöig að húsum og ræktun. Góða arfleifð veittu þau börnum sínum: hógvœrt glað- lyndi, vinfesti, trúmennsku í störf um, og hafa þær dyggðir reynzt évaxtaríkar. TTm tvltugsaldur nam Guðrún Ijósmóðurfræði og gerðist síðan Ijósmóðir í heimabyggð sinni. Hinn 29. apríl 1917 giftiist hún sveitunga sínum og æskuvini, Sigtryggi Jónssyni frá Hömrum í Laxárdal. Þau keyptu jörðina Hrappsstaði, sem liggur nálægt miðsvæðis milli Hjarðarholts og Búðardaiskauptúns og er því hið bezta í sveit sett. Þangað filutt- ust þau vorið 1919. Var brátt haf izt handa um umbætur, byggt myndarlegt iDúðanhús úr stein- steypu og unnið að aukningu ræktaðs lands, hægum skrefum framan af, vegna þess hve jarð- vinnslutæki voru þá ófullkomin, en síðar i þeim mun stærri stíl, sem tæki urðu stórvirkari. Þeir, sem dvalið hafa í sveit, vita, að öll umbótastarfsemi, þótt utan- húss sé, eykur umsýslu og erfiði húsmóðurinnar, og verðskuldar hún á því sviði sama heiður og bóndl hennar. Húsmóðirin fré Hrappsstöðum, sem nú er að stiga fyrstu sporin á áttunaa áratug ævinnar, hefir afkastað miklu dagsverki, sem varð enn fjölþættara fyrir þá sök, að mað- ur hennar var oft að heiman, á fyrri árum vegna kennslustarfa, á seinni árum vegna margvíslegra opinberra starfa, og var hún þá að sjálfsögðu bæði bóndinn og húsfreyjan heima fyrir. Og við þetta bættust svo Ijósmóður- störfin, sem hún gegndi í 30 ár, í víðlendn sveit og erfiðri yfir- ferðar á fyrri árum, einkum á vetrum. Fyrir þau störf veittu konur í Laxárdal henni fagran vott viðurkenningar og virðing- ar á 25 ára ljósmóðurafmæili hennar og eins þegar hún lét af þeim störfum. Þeim bjónum, Guðrúnu og Sig- tryggi, varð þriggja barna auðið. Þau eru: Jón, fulltrúi í Iðnaðar- bankanum, Sigurhjörn, forstöðu- maður Austurbæj ar-útibús Lands bankans, Margret, verzlunarmær í Reykjavik. Ég vil enda þessi fátæklegu orð ineð því að óska frú Guð- rúnu og ástvinum hennar allra heilla á þessum merku tímamót- um í ævi hennar. Ég þakka forn og ný kynni og ánægjulegar stundir á heimili þeirra hjóna. draumsýnir manna eru jafnan meira og minna frábrugðnar því, sem þeir í svefninum ætla þær vera, og vil ég hér enn reyna að vekja athygli á þessu. Og auðn- aðist fræðimönnum að gera sér þetta ljóst, þá vildi ég spyrja þá um ályktanir þeirra af þvi. Mín ályktun er, að óhugsandi sé, að sjálfur skapi maður sér í svefninum þær minningamynd- ir, sem í ósamræmi væru við minningar hans, og þess vegna hljóti utanaðkomandi áhrif að koma þarna til greina. En geti sú ályktun ekki staðizt, þó bið ég hvern, sem getur, að sýna mér fram á það. Þorsteinn Jónsson frá Úlfsstöðum Ný hár- og snyrtlstofa og snyrtivöruverzlun A LAUGARDAGINN var opnuð ný hárstofa, snyrtistofa og snyrtivöruverzlun að Laugavegi 25. Er þetta allt á sömu hæð og nefnist fyrirtækið Valhöll hf. Og eru eigendur þeir Einar Elías son og Ágúst Kristmanns. Þarna vinna sjö stúlkur, sem eru sérmenntaðar í sinni grein og voru til dæmis tvær þeirra á námskeiði í París hjá fyrir- tækinu Coryse Salomé, en það framleiðir aHar snyrtivörur, sem Valhöll hefir á boðstólum. Snyrtistofan og verzlunin er í nýju húsi við Laugaveginn og er öllu þar mjög haganlega fyrir komið. Hörður Ágústsson teikn- aði innréttingu en yfirsmiður var Gunnar Gunnarsson. Fyrir- tækið hyggst veita viðskipta- vinum sínum ýmis konar nýjung air, og verða þar t. d. gefnar allar ráðleggingar 1 fegrun og snyrtingu. Þar getur kvenfólk fengið lagað púður eftir smekk og ýmislegt annað sem viðkem- ur fegrun og snyrtingu. Þá geta karlmenn fengið andlitssnyrt- ingu. ☆ kvensokkar Eiga meiri vinsældum að fagna hér á landi en nokkur önnur sokka- tegund. Þeir eru vandaðir og endast lengi. Þeir eru fallegir og fullnægja kröfum hinna vandlátustu. Þeir eru í tízkulitum í fallegu úrvali. Þær konur, sem kaupa ÍSABELLA hafa tryggingu fyrir góðri vöru, sem reynslan hefur sýnt að megi treysta. Veríið stenzl ala samkeppai Fást um allt land ISABELLA Skrásett vörumerki. Jón Guðnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.