Morgunblaðið - 17.01.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.01.1963, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 17. janúar 1963 MORGVNBLAÐIÐ II Meðal mynda á sýningunni, sem mesta athygli vakti, var þessi mynð af naktri konu eftir R. Falk, sem lézt í Moskvu fyrir fimm árum. Krúsjeff fardæmdi þessa mynd, sem hann s^gði bera vitni „úrkynjunar formalisma og svartsýni“. F alk málaði myndina fyrir f jörutíu árum. var þá að iðka. Allt sem sagt var á eðlilegan hátt fór fram- hjá mér. Ég var búinn að gleyma, að orð geta haft inn- tak og merkingu útaf fyrir sig, án þess glingurs sem við erum að hengja á þau til skrauts. Einmitt sjálft samræmið í kvæðum Tsvetajevu, hin ljósa merking þeirra, sú staðreynd að þau áttu sér einungis kosti og ekkert var út á þau að setja, einmitt þetta reynd- ist mér hindrun og olli van- mati mínu. Það var ekki kjarni hlutanna sem ég leit- aði að, heldur sú mynd- skerpa sem þeir öðlast fyrir tilviljun. Ég hélt lengi áfram að van- Sagði Past- ernak um sovézku konuna Marínu Tsveta'evu: meta Tsvetajevu, eins og ég af mismunandi ástæðum van- mat ýmsa aðra — t.d. Bagrit- skí, Khlebníkov, Mandel- stamm og Gúmíljov. Ég hef þegar sagt, að á meðan tungutak okkar hinna var enn svo stirt, að við gát- um ekki orðið frumlegir nema óvart og urðum að gera þennan málstirðleika að dyggð, þá töluðu þau Asejev og Tsvetajeva eins og mennsk ar manneskjur og notuðu klassískt mál og stíl. Sá dagur kom, að þau köstuðu bæði þessari leikni sinni fyrir róða: Asejev glæpt ist til að fylgja fordæmi Khlebníkovs, og Tsvetajeva breytti xun stefnu af eigin hvötum. En þá var ég orðinn hrifinn af hinni fyrri, hefð- bundnu og óendurbornu Tsvetajevu. Menn urðu að lesa sig inn 1 verk hennar, og þegar ég hafði gert það, féll ég i stafi yfir takmarkalausum styrk hennar og hreinleika. Hvergi annars staðar var neitt svip- að að finna. Ég get sagt með fullum sanni, að ef Annenskí og Blok eru undanskildir og að vissu marki Béli, þá er skáldskapur Tsvetajevu fram- an af einmitt það sem symb- ólistana, alla sem einn, dreymdi um að gera, en tókst aldrei. Og þegar þeir voru að hrekjast í villu og vanmætti um haf sinna líf- lausu fyrirmynda og dauðu og úreltu forma, þá sveif Tsvetajeva eins og ekkert væri yfir hina raunverulegu örðugleika sköpunarstarfsins, leysti hvern vanda þess á- reynslulaust og af frábærri formsnilld. Það var ekki fyrr en vorið 1922, eftir að hún var farin úr Kússlandi, að ég rakst á bók hennar, „Mílurnar", í bókabúð í Moskvu. Ég varð strax frá mér numinn af þeim geysilega ljóðræna þrótti sem bjó í þessum kvæðum. Þau spruttu ljóslif- andi upp úr persónulegri reynslu — í þeim voru engin andþrengsli, þar var hvergi slakað á milli línanna, allt streymdi þar viðstöðulaust, erindi eftir erindi, með sterku, jöfnu hljómfalli. Ég fann til skyldleika við eitthvað sem lá bak við ein- staklingssérkenni þessara kvæða — kannski höfðum við orðið fyrir svipuðum á- hrifum, þegar skapgerð okk- ar mótaðist, kannski fann ég þarna aftur þau áhrif sem heimili mitt og tónlistin höfðu haft á líf mitt, kannski stafaði þessi skyldleikatil- finning af því, að við áttum skyldan uppruna, skyldan smekk og gerðum skyldar kröfur til lífsins. Tsvetajeva var í Prag. Ég skrifaði henni bréf og átti ekki orð til að lýsa hrifningu minni og undrun á því, að ég skyldi ekki hafa uppgötvað hana fyrr en þetta. Hún svaraði, og upp úr þessu héidum við áfram að skiptast á bréfum. Þessi bréfaskipti okkar urðu tíðari, þegar „Skip“ hennar kom út nokkr- um árum seinna, og Ijóðin „Lokakvæði“, „Fjallaljóð“ og „Rottuveiðarinn“ bárust i handriti til Moskvu. Þessi ljóð voru öll stórbrotin og lifandi og dásamlega ferskur skáldskapur og þannig urð- um við vinir. Sumarið 1935, þegar við lá, að ég truflaðist á geðsmunum eftir næstum tólf mánaða svefnleysi, var ég staddur á and-fasistaþingi í París. Þar hitti ég son Tsvetajevu, dóttur hennar og eiginmann, traust- an mann, viðkvæman og hrífandi, sem mér varð eins vel til og hann hefði verið bróðir minn. Fjölskylda Tsvetajevu lagði þá hart að henni að hverfa aftur til Rússlands. Það var að sumu leyti af heimþrá og að sumu leyti af fylgi við kommúnismann og Sovétrík- in; einnig fannst þeim það ekkert líf fyrir hana að vera þarna í París, þar sem hún væri einangruð frá lesend- um sínum og veslaðist upp í einstæðingsskap. Hún spurði um álit mitt á þessu. Ég hafði enga ákveðna skoðun á mál-inu. Það var erfitt að leggja þeim ráð; ég var hræddur um, að þetta ágætisfólk mundi ekki eiga neina sældardaga heima. En þau döpru örlög sem biðu þar allrar þessarar fjölskyldu fóru langt fram úr því sem ég óttaðist". ★ „Ef ég ætti að segja hér frá vináttu okkar Tsvetajevu, rekja þá sögu lið fyrir lið með öllum þeim vonum og áhugamálum sem við áttum saman, yrði ég fljótt kominn út fyrir þau takmörk sem ég setti mér í upphafi. Það yrði efni í heila bók, svo margt var það sem við reyndum saman — svo margar breyt- ingar, gleði og sorgir sem ávallt voru óvæntar og ávallt urðu til að víkka sjóndeildar- hring okkar. En ég ætla nú, eins í því sem á eftir kemur, að sneiða hjá öllum einkamálum og drepa aðeins á höfuðatriði. Tsvetajeva átti sér fjör- mikla, karlmannlega og gunnreifa sál, ákveðna og ó- bugandi. Bæði í lífi sínu og list hafði hún ákafa, næstum gíruga þörf fyrir skilgrein- ingu og endanleika, og eftir þessu sóttist hún meira en nokkur annar. Auk þeirra fáu verka sem eru kunn samdi hún mörg önnur sem óþekkt eru í Rúss- landi, stórbrotin verk og stormasöm, sum í anda rúss- neskra þjóðkvæða, önnur um efni úr almennri sögu, goð- sögu og helgisögnum. Þegar verk þessi birtast mun það verða sigur og opin- berun fyrir bókmenntir okk- ar, svo mikill auður mundi þá bætast þeim í einum svip. Ég held að Tsvetajeva eigi eftir að hljóta mikla uppreisn og viðurkenningu". skrA m vmninga i Happdrætti Háskóia íslands í 1. flokki 1963 42365 kr. 500.000 187 kr. 10,000 22409 16659 kr. 100.000 kr. 10,000 43410 kr. 10,001 5519 kr. 10,000 23131 kr. 10,000 46313 kr. 10,001 5859 kr. 10,000 29824 kr. 10,000 47025 kr. 10,001 8309 kr. 10,000 30575 kr. 10,000 57438 kr. 10,001 16287 kr. 10,000 35093 kr. 10,000 59797 kr. 10,000 39265 kr. 10,000 Þessi númer hlutu 5000 kr. viniring hvert: 1238 7119 12713 19666 27885 38692 44974 51381 54696 56986 3890 7808 13696 19929 30254 40878 46602 52715 55909 57389 5025 8410 16210 21043 33718 42654 4774» 53080 56129 58123 5592 8504 17074 22011 34616 42827 48264 53213 56459 59164 6828 8597 17562 24055 35696 44352 48791 54274 56560 59174 6087 U415 18744 24320 37669 44568 49079 54501 56619 59707 Þessi númer hlutu 1000 kr. vinning hrert: » 160 5046 9733 14455 19670 25493 30295 35924 40387 44949 49884 55900 248 5065 9738 14648 19671 25522 30450 35950 40454 45299 50025 55062 256 5182 9751 14707 19709 25547 30634 35976 40687 45340 50212 5602T 402 5190 9784 14879 19734 25571 30714 36263 40692 45365 50246 56078 416 5229 9953 14927 19773 25705 30781 36305 40789 45420 50253 5610? 427 5334 10017 14995 20142 25814 30870 36387 40962 45434 50303 56293 444 5370 10034 15143 20254 25869 30973 36570 41038 45476 50308 56323 479 5458 10268 15230 20399 25876 31149 36629 41175 45513 50698 56340 673 6543 10309 15746 20439 25938 31190 36648 41226 45518 51046 56353 630 5549 10428 15830 20662 26057 31236 36762 41294 45664 51236 56433 827 6757 10502 15835 20914 26075 31384 37008 41341 45668 51332 56464 902 5776 10546 15910 21154 26115 31469 37196 41543 45727 51348 5676? 963 5795 10706 15938 21351 26234 31511 37302 41732 46027 51418 56783 969 5993 10742 15999 21393 26470 31574 37375 41738 46112 51557 56866 1151 6024 10744 16147 21444 26751 31658 37551 41739 46164 51837 5687? 1372 6109 10861 16171 21529 26774 31907 37720 41845 46200 51859 56966 1383 6112 10914 16378 21643 27023 31986 37927 41943 46405 51906 57069 1514 6425 10919 16626 21818 27044 32039 38094 42024 46420 52181 57234 1588 6449 10950 16725 22369 27093 32051 38166 42138 46606 52343 57315 1716 6477 10954 16835 22491 27293 32153 88249 42161 46626 52376 57444 1828 6517 10996 16883 22580 27325 32212 38262 42362 46694 52400 57446 1886 6532 11317 17107 22615 27352 32347 38349 42378 46703 52418 67489 1900 6556 11442 17187 22626 27464 32443 38543 42381 47005 52490 57492 2085 6558 11494 17242 22836 27547 32451 38552 42406 47044 52952 67521 2118 6826 11601 17433 22938 27548 32536 38555 42409 47234 52978 67657 2209 6976 11729 17464 23074 27604 32538 38619 42412 47287 63168 57803 2389 7016 11774 17666 23323 27657 32564 38737 42504 47324 53262 57874 2459 7350 11965 17975 23516 27688 32648 38752 42567 47370 53273 57926 2476 7469 12036 18034 23596 27698 32897 38781 42616 47488 53277 57999 2536 7470 12067 18037 23598 27707 32952 38858 42630 47676 53299 58068 2709 7600 12095 18332 23610 27812 33360 38895 42922 47693 53320 58075 2733 7741 12135 18333 23700 27899 33485 39023 42963 47713 53379 58109 2934 7767 12147 18357 23807 27970 33842 39164 43011 47720 53482 58135 3112 7913 12552 18404 23886 27993 33922 39350 43094 47728 53496 58615 3248 7993 12598 18575 23929 28179 34004 39381 43129 47817 53523 58616 3346 8051 12716 18614 23956 28280 34240 39425 43191 47842 53763 58847 3513 8057 12734 18628 23999 28341 34371 39575 43266 48054 53942 58875 3517 8205 12747 18640 24106 28655 34400 39597 43306 48308 53983 5893? 3634 8379 12788 18748 24263 28718 34568 39646 43315 48393 54036 58997 3771 8499 12926 18765 24322 28754 34645 39722 43326 48444 54039 59082 3888 8797 13037 18789 24368 28853 34744 39894 43346 48480 54203 59117 3901 8836 13044 18935 24394 29092 34770 39937 43518 48638 54232 59123 3927 9023 13139 19000 24485 29379 34817 39949 43835 48650 54312 59140 4016 9070 13148 19056 24869 29641 34842 39958 43852 48800 54590 59176 4028 9173 13188 19082 24989 29744 34856 39960 44009 48879 54600 59181 4129 9282 13303 19208 25013 29798 34864 40163 44081 49047 54641 59260 4425 9333 13370 19219 25126 29849 34951 40191 44214 49061 54776 59295 4537 9413 13668 19235 25333 30028 35020 40248 44322 49229 54883 59587 4752 9435 13794 19308 25361 30030 35046 40255 44681 49506 55163 59798 4782 9548 13994 19443 25384 30061 35303 40265 44690 49713 55628 59801 4854 9683 14153 19652 25405 30158 35747 40279 44740 49790 55710 59839 25441. 30235 35909 40330 44780 49869 55779 59976 Alþjóðasýning á Ijósmyndaiðnaði haldin ■ Kö!n 16.-24. marz SÍÐARI HLUTA marz-mánaðar n.k. verður Köln skyndilega mið depill alls ljósmyndaiðnaðar í heiminum. Þangað munu streyma þúsundir og tugþúsundir ljós- myndara, sýningarmanna, kvik- myndara, framleiðenda, verzlun armanna, áhugamanna og margir fleiri sem á einhvern hátt eru tengdir ljósmyndun eða kvik- myndun. Hér á landi fást fjölda margir við ljósmyndun og skyld an rekstur og fyrri Photokinasýn ingar hafa verið vel sóttar af íslendingum, en þær eru haldnar fjórða hvert ár. Öll hótel í Köln og aðrir gisti möguleikar eru löngu fullpant- aðir fyrir þennan tíma og hafa þó stór hótelskip verið staðsett á Rín framundan sýningarsvæðinu. Ekki færri en 600 fyrirtæki frá 25 löndum í öllum heimsálfum munu sýna framleiðslu sína. Vör unum verður skipt í 19 flokka á sýningunni og þeim aftur í 233 undirflokka. Síðustu Photokina- sýningu sóttu um 217.000 gestir. í sambandi við vörusýninguna verða sérstakar ljósmyndasýning ar, einnig með alþjóðlegri þátt- töku. í samvinnu við UNESCO er efnt til sýningarinnar: „Kenna- Læra-Skilja“. Á vegum FIAP, sem er alþjóðasamband ljósmynd ara er sýningin „Lífsgleði". Al- þjóða Rauði krossinn efnir til sýn ingar í tilefni 100 ára afmælis síns undir nafninu „Mannúð“ og sýna þar helztu blaðaljósmyndar ar heimsins verk sín. Sérstök sýning verður á úrvali ljósmynda eftir beztu ljósmyndara, sem uppi hafa verið eftir 1900. Þá er sýn- ing mynda teknum úr geimskip um og sjö aðrar ljósmyndasýning ar. Ferðaskrifstofan Lönd & Leið ir hefur umboð fyrir alþjóðasýn ingarnar í Köln og annast öll ferðalög og aðra fyrirgreiðslu í sambandi við þær. Þess má geta að yfir 20 manns hafa þegar skráð sig til þátttöku í Photokina 1963. Er hér um að ræða kvik- myndasýningamenn, ljósmyndara verzlunarmenn o. fl. Ferðaskrif stofan gerir ráð fyrir um 30 þátt takendum og hefur þegar tryggt þeim gistingu yfir sýningartim- ann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.