Morgunblaðið - 17.11.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.1963, Blaðsíða 2
52 MORCUNBLADIÐ r Sunnudagtrr 17. nov. 1963 5 kílótonna orka á mínútu í gosinu ÁGÚST Valfells, framkvæmda- stjóra almannavarna, var í sam- bandi við gosið við Vestmanna- eyjar að velta því fyrir sér hver orka þess vaeri. Hann var í fyrstu tregur til að láta okkur hafa nið- urstöðurnar, sagði þetta gróft á- Léleg síldveiði s.l. viku SÍLDVEIÐARNAR hafa gengið illa sl. viku. Nokkrir bátar fengu smáslatta aðfaranætur fimmtud. og föstudags. í fyrrinótt héldu bátamir í landvar, en þá var kominn stormur á miðunum. — Héldu þeir síðan út á ný í gær- morgun, en um kl. 14 í gærdag var aftur kominn kaldi á miðun- um og sum skipanna farin að halda til lands. Útlitið var því ekki gott í gær. Þorsteinn þorskabítur leitar nú sQdar á Skerjadýpi um 100 míl- ur út af Reykjanesi og heldur norður. Hann hefur ekki orðið var neinnar síldar á þessum slóð- um. Málverkasýning ísleifs í Bogasalnum MÁLVERKASÝNING ísleifs Konráðssonar stendur yfir í Boga sal Þjóðminjasafnsins. Sýningin er opin frá kl. 14—22 dag hvern. Nokkrar myndir hafa þegar ver ið seldar á sýningunnL ætlað. En skv. útreikningi á hæð- inni á stróknum og stærð hans yfirleitt, teluc hann að um 5 kíló- tonna orka losni á hverri mín- útu. En eitt kílótonn er sú orka, sem losnar úr 1000 tonnum af venjulegu sprengiefni, sem er 1.000.000.000.000 kalóríur. Til samanburðar má geta þess að fyrsta atómsprengjan sem féll á Híróshima var 20 kílótonn, en hún var að sjálfsögðu miklu afl- meiri og hættulegri vegna þess að allt það afl losnaði á broti úr sekúndu. Á myndinni eru frá vinstri: Ragnar H. Ragnar, dómtulkur, Taylor, skipstjóri, og dómforseU Gunnar Ólafsson, bæjarfógeti. í Klúbbnum f KVÖLD verður haldin tízku- sýning í Klúbbnum og verður þar sýndur haust- og vetrarfatn- aður frá verzlununum Feldi, Austurstræti 8 og Eygló, Lauga- vegi 116. Frú Svava Þorbjarnar- dóttir stendur fyrir sýningunni, en sex stúlkur frá Tízkuskóla Andreu sýna undir stjóm írúar- innar. Fatnaðurinn sem sýndur er, er ýmist innfluttur eða saumaður hér heima, og í samræmi við gild andi vetrartízku frá París: há stígvél, kápuslög, skinnfatnaður og skrýtnir hattar, svo eitthvað sé nefnt. — Meðfylgjandi mynd er af Þorbjörgu Bernharð í hvít- um samkvæmiskjól með pífum, sem hún kemur fram í í lok sýn- ingarinnar. — Rússar Framhald af bls. 1. hyggna, sm háttsettir bandarísk- ir embættismenn hafa látið í ljósi varðandi örlög Barghoorns, hef- ur Sovétstjómin ákveðið að láta nægja að vísa honum burt úr Sovétrík j unum“. Barghoorn var handtekinn 31. október sl., að því er talið er, en ekki var tilkynnt um handtöku hans fyrr en mörgum dögum síð- ar. Var hann að koma af fundi Stoessl, sendifulltrúa, er hann var handtekinn. Handtaka Barghoorns hefur vakið mikla reiði á Vesturlönd- um, einkum í Bandaríkjunum, en hann er einn kunnasti fræðimað ur Bandaríkjanna í öllu því, er að Sovétríkjunum lýtur. John Steinbeck, rithöfundur, sem stadd ur var í Moskvu í sambandi við menningartengsl Rússlands og Bandaríkjanna, sagði þar að ákvörðun Sovétstjórnarinnar um handtöku Barghoorn hefði verið „óábyrg“. Steinbeck bætti því við, að handtakan sýndL að er- lendir menn gætu ekki ferðazt óhultir í Sovétríkjunum. Á blaðamannafundi á fímmtu- dag lýsti Kennedy Bandaríkja- forseti því yfir, að Barghoom hefði engin leynierindi rekið fyrir Bandaríkin í Sovétríkjun- um, og jafnframt tilkynntu Bandaríkjamenn að þeir myndu 1 mótmælaskyni ekki mæta til fundar, sem boðaður hafði verið í Moskvu á þriðjudaginn kem- ur, þar sem ræða átti frekari menningartengsl Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Ekki er enn Ijóst hvort Bandaríkjamenn muni breyta afstöðu sinni til þessa fundar nú, er Barghoorn hefur verið látinn laus. Utanríkisráðuneyti Bandaríkj anna lét í ljósi ánægju sína í dag yfir lyktum máls Barghoorns. Sagði ‘alsmaður ráðuneytisins að svo virtist nú, sem „þessu máli hefði verið ráðið til lykta". Kennedy forseti var í helgar- leyfi á Florida, er tíðindin um Barghoorn spurðust. Ekkert hef- ur enn verið haft persónulega eftir forsetanum um málið, en Pierre Salinger, blaðafulltrúi forsetans, hefur sagt að forset- inn hafi fagnað þessum mála- lokum. Eins og fyrr gtur fengu starfs- menn bandaríska sendiráðsins í Moskvu ekkert um það að vita, hvenær Sovétstjórnin hygðist senda Barghoorn úr landL Var það fyrir hreina tilviljun að sendiráðsmenn urðu hans varir á flugvellinum í Moskvu í dag, og sáu hann leiddan upp í Bea -þotu. Fréttamenn tóku á móti Barg- hoorn er BEA-flugvélin lenti á flugvellinum í London í dag. Var hann fölur og tekinn að sjá, er hann steig síðastur farþega út úr vélinni ag hraðaði sér inn í flugvallarbíl. Ekki vildi prófes- sorinn ræða við fréttamenn um dvöl sína í sovézku fangelsi, en við starfsmenn bandaríska sendi- ráðsins í London sagði hann: „Það er gott að vera laus úr þessu“. Starfsmaður sendiráðs- ins sagði fréttamönnum síðar að Barghoorn hefði ekkert vitað um að láta ætti hann lausan, fyrr en verðir opnuðu dyrnar að klefa hans kl. 14:15 í dag og tilkynntu honum að hann ætti að fara út á flugvöll. Barghoorn yfirgaf Lundúna- flugvöll í sendiráðsbíl 45 mín. eftir komuna þangað. Var hon- um ekið til ónefnds staðar í London, þar sem hann mun dvelja í nótL Hringurinn hef ur lagt fram 7 milljónir króna. STJÓRN Kvenfélagsins Hrings- ins hefur nýlega afhent dóms- og kirkjumálaráðuneytinu eina milljón króna, sem framlag til nýbyggingar Landspítalans vegna barnadeildarinnar (Barna- spítala Hringsins). Ráðuneytið hefur flutt stjóm Hringsins þakkir fyrir hinn mik- ilsverða stuðning við þetta mál- efni fýrr og síðar, en Hringurinn hefur nú lagt fram alls sjö millj. króna til framkvæmdanna. (Fréttatilkynning frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 6. nóvember 1963). — Bjartari dagar Framhald af bls. 1. stolt af tungu sinni og fomri frægð, er kunnugt um marga sögulega hlekki, sem tengja hana við Bretland, en aðeins visindamönnum er kunnugt um hér. ,J9eimsstyrjöldin, þátttaka beggja í NATO og auknar flugsamgöngur hafa nú fært þjóðimar nær hvorri annarri. Á nítjándu öld voru það að- eins hugdjarfir ævintýra- menn á horð við William Morris og Baring-Gould, sem tókust á hendur siglingar til íslands. i dag er ferðamönn- um auðvelt að fara þessa sömu leið. „Þeir, sem ferðast frá Bret- landi til Íslands, verða þegar varir við vináttu. Nafn eyjar innar gerir henni óleik. Það er langur vegur frá því að þar séu frosnar auðnir, held- ur kemur þar ýmislegt kunn- uglega fyrir sjónir, svo sem heiðar, villt hlóm og silungs- ár — svo þokumar séu ekki nefndar. En meira máli skipt ir jafnréttishugsjón þjóðar, sem hefur haldið hátíðlegt 100« ára afmæli Alþingis fyr ir 30 árum, og getur því bor ið föðurlega umhyggju fyrir hugsjónum nær hvar sem er. Seigla þess kynstofns, sem um aldir hefur harizt fyrir frelsi og Iífi sínu gegn nátt- úruöflum og pólitiskum and stæðingum, er aðdáunarverð. Og spaugsamir menn gætu hætt því við, að sú eyja, sem engar jámbrautir hefur og lifir af flski, hljóti að hafa eitthvað hagkvæmt að kenna Bretlandi 1963“. Ráðstefna SUS uxn ísl. atvinni&líf á tækniöld Haldin i Keflavik i dag SAMBAND ungra Sjálfstæðis- manna og Heimir F.U.S. í Kefla- vík efna til ráðsfce-fnu í Aðalveri, Keflavík í dag og hefst hún kl. 2 e. h. Ræfct verður um: íslenzkt at.vinnulíf á tækniöld. Dagskrá ráðsitefnunnar verður sem héx segir: Kl. 12.00: Ráðstefnan sett af Áma Grét- ari Finnssyni, varaformanni SUS. Erindi: Þáttur tækniframfara í þróun atvinnulífsins. Þórir Ein- arsson, viðskiptafræðingur flyt- ut. Kvikmyndasýning. Kl. 16.00: Kaffihlé. Urruræðuhópar ræða um framtíð íslenzkra atvinnu- vega og atvinnuþróun á Suður- nesjum. Umræðuhópar skila álitum. Kl. 17.00: Sverrix Júlíusson, alþingismað- ur flytur lokaorð. Þátttaka í ráð- stefnunni er heimil öllum ungum Sjálfsitæðismönnum í Reykjanes- kjördæmL Að lokinni ráðsbefnusnni verður haldið kjördæmisþing ungra Sjálfstæðismamxa í Reylijanes- kjördæimi. Afmælisk veðj a til Braga Ólafs- — Nýja eyjan Framhald af bls. 23. gær austur á Kambabrún, þaS an sem mökkorinn blasti við. i Áhrifa gætlr ekkl i sjónnrn Mbl. átti tal við dr. Unnstein Stefánsson, haffræðing, um 3 leytið í gær. Hann sagði að þeir haffræðingarnir hefðu verið að mælingum á Albert við staðinn frá því kl. 14 á föstudag til kL 10 í gærmorgun. Tóku þeir snið út frá gossvæðinu í 4 áttir, byrj uðu innan við mílu frá gosstaðn um. Mældu þeir hitastig og tóku sýnishom hæði á yfirborði og niðri í sjónum, og könnuðu hvort áhrifa frá hitanum af eld stöðvunum gætti i sjónum og könnuðu hvort áhrifa frá hitan um af eldstöðvunum gætti í sjón- um. Svo reyndist ekki, eða a.m.k. ákaflega lítið. Fóru þeir á skip inu í allt að 0,2 mílu frá staðn um til mælinga Unnsteinn sagði að áhrifa frá gosinu kynni að gæta eitthvað. en hann teldi að það væri mjög lítið. Þarna vær ákaflega að- djúpt, en nokkuð um tinda á botninum. Væri nokkur hætta á grjótflugi nálægt. Hafði Al- bert orðið að hörfa hlémegin við gosið vegna vikurhruns. Unnsteinn sagði að hrauniS hefði hlaðizt mikið upp um nótt ina, enda vær eyjan sjálf ein gló andi hraunleðja, sem ylli upp úr gígnum eða gígunum og það ver ið falleg sjón. Hún hefði um morguninn mælzt 500 m löng þar sem lengst væri milli enda og yfir 40 m há. Hraunslettur hefðu ekki farið mjög hátt, en dökkir strókar staðið hærra. Taldi hann gosið a.m.k. ekki minna en í upp hafi. Gíglögun á eyjunnl. Dr. Sigurður Þórarinsson fór síðdegis I gær á bátnum Haraldi út að gosstaðnum til að skoða betur eyjuna. Er hann kom aftur, sagði hann að þetta væri aflöng eyja, og farið að koma gíglag á hana. Það hallaði upp frá báðum endum. Hún væri mynduð al gjalli, ekki mjög grófu, en eitthvað hlyti að vera af föstu í henni, því á einum stað hefði sprungið frá. Sprungan er lengri en eyjan sjálf, og norðaustur af henni eru grynnngar, svo en getur hún stækkað. Akranes AKRANESI, 16. nóv. — Klukkan laust fyrir tólf gall brunalúður- inn. Hafði eldur komið upp 1 dráttarbraut Þorgeirs og Ellerts. Logaði í spýtnabraki. Brunalið- inu tókst fljótlega að ráða niður- lögum eldsins. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.