Morgunblaðið - 17.11.1963, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.11.1963, Blaðsíða 5
fj Sunnudagur 17. nóv. 1963 MORGUNBLAÐID 5 JAKOV FLÍER heldur tónleika í Háskólabíói sunnudaginn 17. nóv- ember kl. 21. Flíer er á heimleið úr hljómleikaför um Bretland og Bandaríkin og verða þetta einu tónleikar hans hér að þessu sinni. Reger Dettmer ritar í Chicago American 28. okt. s.l. Reger líkir leik hans við eldgos, segir að eldfjall hafi gosið þegar Flíer var seztur að píanóinu. Flíer eigi ásamt Svjatoslav Richter, endurskapandi eðlileik, sem minni á að báðir þessir píanóleikarar séu af sama músíkskóla og þeim er skapað hafi Rachmaninov og Horowitz. Jakov Flíer sé hið ástríðuheita skáld meðal nútíma píanóleikara. Eric Salzman segir í New York Herald Tribune 11. okt. sL Eftir einleik Flíers með New York Philhar- monic undir stjórn Leonards Bernstein: Enginn uppgerðarleikni heldur sönn stórfengleg tækni til að vekja hrifningu og gefa litríki fyrirhafnarlaust. Ef óseldir aðgöngumiðar verða fyrir hendi, verða þeir seldir í HáskólabíóL M.Í.R. F ramtíðarstarf Ungur og duglegur skrifstofumaður, sem getur unnið sjálfstætt að bréfaskrift- um á íslenzku, ensku og helzt einu Norð- urlandamálanna og jafnframt stundað önnur almenn skrifstofustörf, óskast í vel launað framtíðarstarf. Tilboð merkt: „Framtíð — 3653“ sendist afgr. Morgunblaðsins fyrir 22. nóv. n.k. Leikarakvöldvakan Leikarakvöldvakan í Þjóðleikhúsinu. Tvær sýningar mánudaginn 18. þ. m. kl. 20.00 og 23.00. Félag íslenzkra leikara. Próf í bifvélavirkjun Verður haldið laugardaginn 23. nóvember. Um- sóknir sendist til formanns prófnefndar Sigþórs Guðjónssonar hjá Ræsi h.f. Lærlingar óskast í prentsmiðjuna Umsækjendur sýni prófskírteini úr ungl- ingaskóla eða gagnfræðaskóla. -Talið við Jón Kristjánsson yfirverkstjóra. Isafoldarprentsmiðja hf. ATHUGIÐ! að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Bazar Ljósmæðrafélags Reykjavíkur verður þriðjud. 19. þ.m. í G.T.-húsinu (uppi). — Mikið af ullarfatnaði. HÚSIÐ OPNAÐ KL. 2. Tónleikar Píanósnillingurinn Skania Vabis vörubíll 1960 til sölu á Fossvogs- bletti ’54. Vel með farinn og í góðu lagi. SuniQudagaskóli Sunnudagaskóli KFUM er nú byrjaður vetrarstarfsemi sina. Samkomur eru fyrir börn á hverjum sunnudagsmorgni kl. 10.30 að Amtmannsstíg 2B. f sunudagaskólanum er mikið sungið, Guðs orð er boðað og börnunum kennd meginatriði hinnar kristni trúar. Biblíu- myndir — sem börnin fá að taka með sér heim — eru j notaðar við kennsluna. Öll börn eru velkomin í sunnu- I dagaskólann og eru foreldrar hvattir til að senda börn sin j þangað. — Myndin er af sunnudaga- I skólabörnunum, tekin s.l. vor í tilefni 60 ára afmælis Sunnu- | dagaskóla KFUM. Sovézki pianóleikorinn I 1111 Jakev Flier. JAKOV Flier, einn af fremstu píanóleikurum Sovétríkjanna leikur á hljómleikum í Há- skólabíói í kvöld. Á efnisskrá eru sónötur eftir Mozart og Chopin. „Myndir á sýningu“ eftir Mússorgsky, og fimm prelúdiur eftir Kabalevsky, en það var einmitt Flier sem frumflutti allar 24 prelúdíur Kabalevskys, árið 1946. Hefur hann leikið þær allar inn á hljómplötur. Jakov Flier fæddist árið 1915 í smáborg skammt frá Moskvu. Hann lauk námi við Tónlistarháskóla Moskvuborg- ar árið 1933 með bezta vitnis- burðL Eftir það tók hann oft þátt í samkeppni í píanóleik og vann fjölda verðlauna, m. a. 1. verðlaun í samkeppni allra sambandslýðvelda Sovét ríkjanna, 1. verðlaun í al- þjóðakeppni í Vínarborg, ár- ið 1936 og 2. verðlaun í Briissel tveim árum síðar. Meðal keppenda í Vín og Briissel var landi hans, hinn frægi Emil Gilels — hlaut hann 2. verðlaun í Vín en varð Flier hlutskarpari í Briissel. Árið 1938 varð Flier pró- fessor við Tónlistarháskólann í Moskvu og eru meðal hinna fjölmörgu nemenda hans margir víðkunnir píanóleik- árar. Nú hefur hann 20 nem- endur í píanóleik en tveir fyrrverandi nemendur hans aðstoða hann við kennsluna. Annar þeirra er Lev Blasenko sem hlaut 2. verðlaun í Tsjai- kovsky samkeppninni, þar sem bandaríski píanóleikarinn Van Cliburn sigraði. Flier sagði í viðtali við fréttamenn í vikunni, að flest ir eða allir beztu tónlistar- menn Sovétríkjanna teldu það skyldu sína að annast kennslu samfara hljómleika- haldi og hefðu því aðstoðar- menn til þess að auðvelda þeim að sinna hvorutveggja. Fyrir 13 árum varð Flier fyr- ir því óhappi að meiðast á hendi og hélt hann ekki tón- leika eftir það í tíu ár. Síð- ustu þrjú árin hefur hann hins vegar víða farið og leikið við mikla hrifningu. Hingað kom Flier eftir tveggja mán- aða hljómleikaferð. Lék hann fyrst á sovézku listahátíðinni í London, síðan í París, en fór að því búnu í fjögurra vikna hljómleikaferð um Bandaríkin. Þar lék hann með mörgum helztu sinfóníuhljóm sveitunum, m.a. í Boston, Chicago, Washington — og New York — í Lincoln Cen- tre, þar sem hann lék píanó- koncertinn nr. 3 eftir Rach- maninoff. Stjórnandi var Leónard Bernstein. Meðal áheyrenda í Lincoln Center var þá Rögnvaldur Sigurjóns- son, píanóleikari, sem fer mjög lofsamlegum orðum um Flier, telur hann óefað með fremstu píanóleikurum Sovét ríkjanna. Flier lét mjög vel af Banda- ríkjaförinni og þeim viðtök- um er hann hlaut. Einkum var hann hrifinn af áhuga unga fólksins, en hann hélt m.a. tónleika í nokkrum smærri háskólabæjunum. — Aðspurður um samvinnuna við Bernstein sagði Flier, að hún hefði verið mjög fróðleg — en ekki átakalaus, Bern- stein væri stór og mikill persónuleiki og hefði mjög ákveðnar skoðanir og þeir höfðu ekki alltaf verið á sama máli. Flier fer héðan bient til Moskvu, en eftir tíu daga viðdvöl þar heldur hann aft- ur í hljómleikaferð, þá Júgóslavíu. Söfnin til MINJASAFN REYKJAVÍKURBORG- | AR Skúatúnl 2, opið daglega £rá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ er opið á þriðjudögum, iaugardögum og sunnu- dögum kl. 13.30—16. LISTASAFN ISLANDS er opið & | þnðjudögum, fimmtudögum, laugar- dögum og sunnudögum kl. 13.30—16. Tæknibókasafn IMSÍ er opið alla I virka daga kl. 13—19 ncma laugar- | daga kl. 13—15. ÁSGRÍMSSAFN, Bergstaðastræti 74. j er opið sunnudaga, pnðjudaga og fimmtudaga kl. 1.30—4. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR er opið á sunnudögum og miðviku- dögum kl. 1:30—3:30. Ameriska Bókasafnið i Bændahöll- höliinni við Hagatorg opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 10—21, þriðjudaga og fimmtudaga ki. 10—18. Strætisvagnaleiðir: 24, 1, 16, 17. Borgarbókasafnið: Aðalsafnið Þing- holtsstræti 29 A, simi 1-23-08. Útláns- deild: 2-10 alla virka daga, laugar- daga 2-7, sunnudaga 5-7. Lesstofa 10- 10 alla virka daga, laugardaga 10-7, sunnudaga 2-7. Útibúið Hólmgarði 34, opið 5-7 alla virká daga nema laug- ardaga. Útibúið Hofsvallagötu 16. Op- ið 5-7 alla virka daga nema laugar- daga. Utibúið við Sólheima 27. Opið j fyrir fullorðna mánud., miðvikud. og föstudaga 4-9, þriðjudaga og fimmtu- daga 4-7. Fyrir börn er opið kl. 4-7 | alla virka daga, nema laugardaga. Bókasafn Seltjarnarness: Opið er Mánudaga kl. 5,15—7 og 8—10, Mið- vikudaga kl. 5,15—7. Föstudaga kl. FRÉTTIR í dag og á morgun verður bazar og kaffisaia í Landakotsskóla frá kl. 2. Allur ágóði rennur til æskulyðs- starfsemi skólans. Allir velkomnir. Landakotsskólinn í Reykjavik. Dómkirkjan. Messa kl. 11. Séra | Bjarni Jónsson. Messa kl. 5. Séra Oskar J. Þorláksson. Barnasamkoma i Tjarnarbæ kl. 11. Séra Óskar J. Þorláksson. K.F.U.M. og K., Hafnarfirði. Á al- mennu samkomunni í kvöld, sem hefst kl. 8,30, tala Guðni Gunnarsson og Sigursteinn Hersveinsson. Kvenfélagið Hrönn: Fundur verður | haldinn þriðjudaginn 19. nóv. kl. 8V2 að Bárugötu 11. Gengi frá jólapökk- unum. Útvarp á staðnum. Stjórnin. Ljósmæðrafélag íslands heldur baz- ar sunnudaginn 17. nóvember kl. 2. e.h. 1 Breiðfirðingabúð uppi. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunn- | ar hefur siðdegiskaffisölu í Sigtúni við Austurvöll, sunnudaginn 17. nóv- ember og hefst hún kl. 3 e.h. Kaffi- gestum er gefinn kostur á að kaupa fallegar handunnar jólagjafir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.