Morgunblaðið - 17.11.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.11.1963, Blaðsíða 13
* Sunnudagur 17. nóv. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 13 Ólafur Thors lætur af embætti Ólafur Thors var fyrst skipað- ur ráðherra hinn 14. nóvember 1932. Réttu þrjátiu og einu ári síðar, hinn 14. nóvember 1963, var honum veitt lausn frá emb- œtti forsætisráðherra. Á þessum árum hafa margir og miklir við- burðir gerzt í íslenzkum stjórn- málum. Að engum hefur þar kveðið meira en Ólafi Thors. Ólafur Thors hefur aldrei lifað í lognmollu. Um hann hefur oft staðið styrr. Hann var aðalstofn- andi Sjálfstæðisflokksins, hefur lengst af verið formaður hans og ætíð látið meira að sér kveða en nokkur annar. Sá, sem í slíku stendur, hlýtur að lenda í margri orrahríð, enda hefur Ólafur aldrei hlíft sjálfum sér eða reynt að skjóta óþægindum og ábyrgð yfir á aðra. Gosmökkurinn#ást um allt Suðurland og aila leið af Snæfellsnesi í gær. Þannig leit hann út séð úr Reykjavík. (Ljósm. Sv. Þorm.) REYKJAVÍKURBRÉF Um stjórnarathafnir hans hef- ur mönnum að sjálfsögðu sýnzt sitt hvað eftir þeirra eigin sjónar- miðum. Sem betur fer er alltof snemmt að kveða upp heildar- dóm um Ólaf og afrek hans. Með því að velja orðið afrek hefur raunar nokkur dómur verið felld- ur. Um það getur enginn efast, að Ólafur er sannur afreksmaður. Jafnvel hans hörðustu andstæð- ingar hafa viðurkennt einstaka hæfileika hans til að laða saman ólíkar skoðanir og þar með koma í veg fyrir sundrungu og illindi. íslendingar þurfa nú ekki síður en áður að halda á víðsýni og sáttfýsi. í þeim efnum mun for- dæmi Ólafs Thors ætíð vísa hina réttu leið. Erilsöm störf Menn spyrja að vonum, hvort Ólafur Thors hafi orðið skyndi- lega veikur. Þó að því væri ekki á lofti haldið, lá hann illa hald- inn allmargar vikur á sl. sumri og hefur ekki náð sér eftir þau veikindi. Þegar þar á ofan bætist langur vinnudagur og nú um sinn næturvökur er ekki furða þó að undan verði að láta. Ólafi Thors hefur verið annað hentara en að taka sér oft frí um dagana. Það varð hann þó að gera að læknisráði í nokkra mánuði seinni hluta árs 1961. Þá hresstist hann skjótlega en kaus þó ekki að hafa aftur hinn sama hátt á, heldur að segja með öllu af sér St j órnarstörf um. Starfstími Ólafs er líka orðinn langur. Kornungur hóf hann störf að útgerðarstjórn með föð- ur sinum og bræðrum. Hann var þaulreyndur útgerðarmaður — viðurkenndur forystumaður í þeim hóp — þegar hann varð þingmaður 1925. Síðan hefur 6tarf hans að mestu verið helgað stjórnmálum. Slík störf eru hvarvetna talin erilsön. og lýjandi. Svo er hér á landi ekki síður en annars stað- ar. Segja má, að mál ættu að vera auðveldari yfirlits og létt- ara að leysa þau, þar sem ekki er við jafn marga að fást né eins víða að fara og í hinum stærri löndum. Skortur á sérfræðingum í ýmsum efnum, persónuleg kynni og nálægð gera þó að verk um, að á hverjum forystumanni mæðir hér sízt minna en annars staðar. Vandamálin eru og hvar- vetna hin sömu í eðli sínu. Það ber læknisfræðinni, skyn- samlegri vinnubrögðum og holl- ari lífsháttum ánægjulegt vitni, að núlifandi kynslóð íslenzkra stjórnmálamanna eldist mun bet- ur en hin næsta á undan. Því er full ástæða til að vona, að þrátt fyrir veikindi Ólafs Thors nú, eigi hann enn langt og heillaríkt líf fyrir höndum. LaugardL 16. nóv. Létti til á laugardaginn Öllum ber saman um, að al- menningi um land allt, jafnt hér í Reykjavík sem úti um hinar dreifðu byggðir, hafi létt mjög síðari hluta laugardags, þegar fréttir bárust um það, að með samkomulagi hefði tekizt að ná þeim fresti til starfs og samn- ingaumleitana, sem ríkisstjórnin leitaði eftir með launamálafrum- varpi sínu. Blöð höfðu ekki kom- ið út um vikutíma og hafði því verið hægara en ella að telja ýms um trú um, að ríkisstjórnin fyrir- hugaði að ástæðulausu að gera árás á félagafrelsi. Af þeim sök- um drifu að mótmæli, misjafnlega hörð, frá mörgum verkalýðsfélög- um. Utvarpsumræðurnar breyttu mjög „stemningunni“. Það var því sízt að ástæðulausu, að einn forystumaður kommúnista lét svo um mælt, að það hefði verið mikill „taktískur feill" af þeim að krefjast útvarpsumræðna um vantraustið mitt í umræðum um launamálafrumvarpið. Eftir það hefði áróður þeirra fengið lítinn hljómgrunn. í sjálfu sér skipti þetta þó ekki öllu máli, því að vitanlega hefðu stjórnarflokk- arnir óskað útvarpsumræðna um sjálft launamálafrumvarpið, ef hinir hefðu ekki knúið á um van- traustsumræðurnar. Aðalatriðið var, að engum gat lengur dulizt, að við mikinn vanda var að etja. I útvarpsum- ræðunum lýstu báðir aðilar yfir að þeir teldu samningaumleitana þörf. Að svo vöxnu var eðlilegt, að eftir því væri leitað, hvort unnt væri að hefja þær á grund- velli, sem báðir gætu við unað. Eftir á kemur mönnum ekki sam- an um hverjir hafi verið upphafs- menn þess, að slíks grundvallar var leitað. Þar ganga lengst í full- yrðingum þeir, sem minnst vita um, hvað raunverulega gerðist. AuðVitað þarf engrar afsökunar við, þótt sátta sé leitað .i lengstu lög. Slíkt er engum til áfellis heldur lofs öllum þeim, sem hlut eiga að. Ef einhverjir kjósa held- ur, að þagað sé um atbeina þeirra að sáttatilraunum er það þeirra mál og sjálfsagt að virða þá hógværð. Úrslitum ræður, að nú vinnst tími til að kanna til hlítar, hvort unnt er að finna lausn, sem allir megi sæmilega við una. Sjálfur vandinn óleystur Ánægjan yfir því, að hlé hef- ur fengizt, má samt ekki verða til þess, að menn gleymi því, að sjálfur er vandinn enn óleystur. Gagnkvæmar ásakanir um hverj- um hann sé að kenna greiða lítt fyrir lausn. Vitanlega hefur það þó sína þýðingu, að menn átti sig á orsökunum. Meinsemd verður því aðeins læknuð, að menn þekki eðli hennar og ástæður. Viðfangsefnin nú geta engum komið á óvart. Þau eru að veru- legu leyti hin sömu og þjakað hafa þjóðlíf okkar a.m.k. um aldarfjórðungs skeið. Þjóðfélag okkar er lítið. Áföll, sem litlu mundu raska í stærri þjóðfélög- um, verða til þess að setja margt úr skorðum hjá okkur. Stórt haf- skip getur hiklaust haldið áfram ferð sinni þrátt fyrir sjógang, sem kann að verða litlu fleyi að grandi, ef ekki er ítrasta gát við- höfð. Sjávarútvegurinn er sá undir- stöðuatvinnuvegur, sem aflar okkur nær alls þess gjaldeyris, sem við þurfum til að greiða með nauðsynjar erlendis frá. Þess vegna má ekki íþyngja sjávarút- veginum meira en svo, að hann geti haldið samkeppnisaðstöðu sinni á erlendum mörkuðum. Ihlutun ríkisvaldsins æ ofan í æ Þegar stjórnarandstæðingar tala um það sem einhver fim, að ríkisvaldið blandi sér í samninga launþega og atvinnurekenda hljóta menn að minnast þess, þegar Framsóknarflokkurinn beitti sér fyrir að setja niður sjó- mannadeilu með gerðardómslög- um 1938, svo og gengislækk- unarlaga 1939, gerðardómslaga 1942, kauplækkunarlaga 1947, gengislækkunarlaga 1950 og kaup lækkunarlaga 1959. Framsóknar- flokkurinn hafði ýmist forystu um setningu þessara laga eða réði úrslitum um framgang þeirra á Alþingi með atkvæðum flokksmanna sinna. Svipuðu máli gegnir um Al- þýðubandalagsmenn. Eitt fyrsta verk Hannibals Valdimarssonar í vinstri stjórninni var að setja „bráðabrigðalög um festingu verðlags og kaupgjalds“. Þar með voru verkamenn beinlínis sviptir 6 stiga vísitöluhækkun á kaup- gjaldi, sem þeir áttu rétt til að fáum dögum liðnum. Nú segja Alþýðubandalagsmenn og Fram- sóknarmenn, að í þessum bráða- birgðalögum hafi engin festing kaupgjalds verið fólgin. Þá halda þeir því sjálfir fram, að skrökvað hafi verið til með heiti laganna! Það er aum afsökun að bera á sjálfa sig ósannindi. Um þetta er ástæðulaust að þræta sem og hitt, að festingarlögin 1956 hafi verið sett með samþykki verka- lýðsfélaganna. Hið sanna er, að Hannibal Valdimarsson hélt því fram í Vinnunni rétt eftir setn- ingu laganna, að málið hafi ekki verið borið undir verkalýðsfélög- in af því það hefði brotið gegn þeirra lífshagsmunum, ef málið hefði verið rætt á almennum fé- lagsfundum! Þetta er einungis rifjað upp til skilnings á því, að íhlutun ríkis- valdsins um þessi málefni er engin nýjung. Allir flokkar hafa talið sig til þvílíkrar íhlutunar neydda, þegar þeir sjálfir báru á- byrgð. Auðvitað gerðu þeir það ekki af illvilja eða yfirráðalöng- un, heldur*af því, að þeir töldu til þess ríka nauðsyn. Stundum jafnvel lífshagsmuni sjálfs verka lýðsins vera í veði, ef til slíks úrræðis væri ekki gripið að hon- um forspurðum. Nokkur réttar- skerðing í bili getur verið óhjá- kvæmileg til að forða frá því, sem miklu hættulegra er. Leita sjálfir atbeina ríkisvaldsins Allur gangur málanna nú sann- ar, að ríkisvaldið verður að láta þau til sín taka. Á sínum tíma óskaði ríkisstjórnin eftir sam starfi við stjórn Alþýðusambands ins til að tryggja hinum lægst launuðu kjarabætur, er rynnu til þeirra einna, færu ekki til allra stétta og yrðu þar með að engu Alþýðusambandsstjórnin svaraði því þá, að til þessa hefði hún ekkert vald; hvert einstakt félag hefði samningsrétt fyrir sig. Þetta svar var formlega rétt, en er þó ekki einhlít afsökun. Þess vegna reynir Alþýðusambands stjórnin nú að stuðla að víðtæk- ari samningaumleitunum en áð ur, þó að klofningur innan sam bandsins sjálfs geri mun erfið ara um vik en ella. Afleiðingin af því ástandi, sem ríkt hefur, er sú, sem allir viðurkenna nú, að hinir lægst launuðu búi við of lítinn hlut. Kemur þá hvort tveggja til, að hlutur þeirra er svo lítill, að þeir eiga erfitt um afkomu og hann er í ósamræmi við hlut annarra. í þessu lýsir sér vítahringur kröfugerðarkapp hlaups og víxlhækkana kaup gjalds og verðlags. Vítahringur, sem menn hafa ekki getað brot- izt út úr um áratuga bil. Lakur hlutur hinna verstlaunuðu er ör- uggasta sönnunin fyrir því að finna verður nýjar leiðir til kjara bóta. Það eru bein fjörráð við hina verst settu að etja þeim ætíð fyrstum á vaðið og standa lengi harðri baráttu, en skilja við þá hlutfallslega verr setta en áður, eftir að hringferðinni er lokið. Hvernig verður úr þessu bætt? Þessa missmíð er auðveldara að sjá og um að tala en úr að bæta. Víst er, að það verður ekki gert án víðtæks samstarfs ríkis- valds, launþega og atvinnurek- enda. Menn verða að gera sér grein fyrir hver áhrif kauphækk- anir og svokallaðar kjarabætur hafa eftir gildandi löggjöf og ís- lenzkum þjóðháttum. Mikil og uggvænleg áhrif á almennt verð- lag í landinu eru óhjákvæmileg. Þessi staðreynd er ærið úrlausnar efni, jafnvel þó að atvinnurek- endur gætu greitt hærra kaup- __ gjald. Vandinn verður ennþá meiri, þegar það liggur ljóst fyr- ir, eins og öllum kemur nú sam- an um, að t.d. hraðfrystihús geti ekki án sérstakra ráðstafana hækkað kaupgjaldið. Þá verður einnig að finna úrræði þeím til léttis. Er hægt að gera það án þess, að það bitni með einum eða öðrum hætti á almenningi? Jafnvel þótt hér væri einungis um reikningsdæmi að ræða, þá eru þau ærði flókin. Hitt er þó miklu vandasamara, hvað gera skuli gegn niðurstöðu dæmanna. Allir vita fyrirfram, að þær leiða til nýrra bagga, sem einhverjir verða að bera. Það er vegna þess að vandinn er svo margþættur og flókinn, að hann hefur vafizt fyr- ir öllum ríkisstjórnum, Alþingi og samtökum launþega og at- vinnurekenda áratugum saman. Alltof mikil bjartsýni væri að ætla að allsherjarlausn sé finnan- leg nú í skyndi. Vonin liggur í því, að allir — eða a.m.k. flestir hafi séð, að við svo búið má ekki standa, að finna verður nýj- ar leiðir og að engum er mikils- verðara en einmitt hinum verst launuðu, að þær leiðir finnist. Ný úrræði Miklar vonir voru bundnar við kjararannsóknarnefnd. Sagt er, að þessa dagana sé von á upplýs- ingum frá henni, en einungis upp lýsingum án nokkurs sameigin- legs álits eða tillagna. Enn er því með öllu óvíst, hvort þessar upp- lýsingar geta orðið að gangi við lausn vandans nú. Vitað er, að í ýmsum atvinnugreinum eru yfir- borganir nú mjög tíðkaðar. Hinir umsömdu launataxtar segja þess vegna ekki nema hálfa sögu. Annað mál er, hvort gerlegt sé að fella þessar hækkanir í samn- inga, jafnvel í þeim greinum þar sem þær eru tíðkaðar. Jafnvel þótt slíkt væri gerlegt, leysir það engan veginn allan vanda. í sumum greinum eins og t.d. hraðfrystihúsum, er sagt, að yfir- borganir þekkist ekki, eða a.m.k. harla lítið. Þar og raunar víðar hlýtur framtíðarlausn að vera aukin tækni, vinnuhagræðing og ákvæðisvinna. Víða hefur þetta gefið mjög góða raun, og verða þau fyrirtæki, sem aftur ú'r eru í þessum efnum, að taka sig fram til umbóta. Kalla verður til sér- fræðinga, sem geti haft forystu um aðstoð í þessum efnum. Víst er, að samstarfsnefndir verkamanna og atvinnurekenda, er gefizt hafa vel í öðrum lönd- um, gætu áorkað miklu til að bæta aðbúnað og starfshætti. Víða, einkum við verkun sjáv- arafurða, er eftirvinna og nætur- vinna óhjákvæmileg. Vinnutími er of langur. Er nauðsynlegt að haga launatöxtum svo, að þeir beinlínis hvetji til eftir- eða næt- urvinnu? Hefur verið kannað til hlítar hvort hægt sé að taka upp vaktavinnu, sem tryggi mönnum lífvænlegt kaup fyrir hóflegan vinnutíma? Nýting tækni, þekkingar og vís inda er mun öruggari undirstaða kjarabóta en ófrjótt kröfugerðar- kapphlaup. Lækkun skatta og útsvara á- samt auknum tryggingargreiðsl- um mundi veita raunhæfa kjara- bót til hinna verst settu og ekki leiða til almennra verðhækkana. Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.