Morgunblaðið - 04.01.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.01.1964, Blaðsíða 3
Laugardagur >4; }an. 1964 MORCUNBLAÐIÐ 3 •MWMMMMMM EINS og mönnum mun i fersku minni, þá urðu tveir ungir íslendingar fyrir skot- árás í borginni Tulsa í Oklo- homa í Bandaríkjunum 16. nóv. s.l. Menn þessir voru Halldór Gestsson, 25 ára að aldri og Ketill Oddsson 22. ára. í>eir særðust báðir tals- vert, einkum Halldór, en eru nú úr allri lífshættu, að tal- ið er öruggt. Ketill Oddsson kom heim með flugvél frá Loftleiðum aðfaranótt föstu- dags, en Halldór er enn rúm- fastur vestra. Móðir Ketils fagnar honum á ReykjavikurflugvellL Árásin á íslenzku náms mennina í Tulsa Viðtal við Ketil Oddsson, sem nýkominn er heim Fréttamaðu.r Morgunblaðs- ins brá sér upp að Reykja- lundi síðdegis í gær, og hitti Ketil að heimili foreldra sinna, Odds Ólafssonar lækn- is og konu hans Raghheiðar Jóhannesdóttur. Var fjölskyld an öll í sólskinssbapi yfir því, að sonurinn skyldi vera kominn heim heill á húfi eftir 14 mánaða útivist, sem ekki varð með öllu snurðulaus. Þegar ég óskaði þess að mega leggja fyrir hann nokkrar spurningar viðvíkjandi árás- inni, voru engin tormerki á því. „Þið voruð í vinarboði, þeg- ar skotárásin var gerð á ykk- ur, var ekki svo Ketill?“ „Jú, svo mætti kalla það. Kona nokkur, Jacqueline Ow ings að nafni'hafði boðið okk ur heim til sín,_ og bjó hún í einu hinna svokölluðu trail- orhúsa, sem eru allalgeng þarna í borg. Það er ein frem ur lítil íbúð á hjólum, þann- ig að flytja má hana til ef þess er óskað. Rösklega sex- tugur næturklúbbseigandi, James Skaggs að nafni leigði henni íbúð þessa. „Hvaða starfa haifði kona þessi með höndum?“ „Ekki var okkur gjört kunn ugt um það, enda höfðum við ekki þekkt hana lengur en um það bil 2—3 vikur. Held þó helst, að hún hafi ekki haft neina fasta vinnu.“ „Og þið sátuð þarna að kaffisumbij“? „Hvernig gekk svo glugga- viðgerðin?“ „Skaggs gekk fljótlega til herbergis Jacqueline, og hefur trúlega séð áfengisáhrif á henni. Þegar hann kom til baka vísaði hann okkur á dyr.“ „Af hverju helgaðist það?“ „Ég veit ekki, en það orð lék á, að þau hefðu allnáið samband sín á milli, svo vera má, að um afbrýðisemi hafi verið að ræða, þótt hún væri alveg tilefnislaus, þar sem við kunningskapur okkar Hall dórs við konu þessa var hvorki náinn né átti sér lang an aldur.“ „Var þetta föngulegur kven maður?“ „Já4 hún var lagleg." „Heidurðu að hún hafi ver- ið það snotur, að það væri afsakanlegt, að skjóta á menn af þeim sökum?“ „Hvenær nær kvenleg feg- urð því marki, að hún afsaki tilraunir til manndrápa?“ Því gat ég ekki svarað, og Ketill hélt áfram frásögn sinni. „Við Halldór neituðum að fara út á þeim forsendum, að við værum gestir leigjandans og teldum ekki skipta máli í því sambandi, þótt hann væri eigandi íbúðarin-nar. Hann réiddist mjög þessari af stöðu okkar, og orðaði þá hug mynd, .að skera af okkur höf- uðin með glerjum þeim, sem hann var með í fórum sín- um. Við mæltumst hinsvegar til þess, að lögreglan yrði til kvödd til að skera úr máli þessu, og virtist maðurinn loks róast nokkuð, og gekk í braut, í þeim tilgangi, að því okkur skildist, að ná í lögreglu. Liðu nú um það bil 5 mín- útur. Þá kemur hann aftur lögreglulaus og segist nú ætla að gefa okkur einn „sjans“ enn til að yfirgefa íbúðina, án þess að venra hlyt ist af. Eigi notum við „sjans“ þennan, en hvöttum enn til að lögreglan yrði sótt. Greip til vopna Aðkomumaður dró þá upp litla skammbyssu á mig án frekari formála. Hann miðaði á andlit mitt, en ósjálfrátt mun ég hafa tekið viðbragð, þannig að hann missti marks, en ég ken-ndi aðeins lítils bruna í andliti af púðri. Hall- dór hljóp út, er hann sá hvað fara gerði, og Ska-ggs á eftir honum. Sk-aut hann 4—5 skot- um á hann, en ekkart þeirra hitti. Fór ég nú út á eftir og náði fundi Halldórs, en of- sækjandi hans hafði þá gert hlé á aðsókninni, hefur senni lega verið að hlaða vopn sitt hinum dýrmæta farmi á nýj- an leik. Héldum við nú til næsta „trailers“ um 10—20 jnetra frá, og báðum fólk þar að hringja á lögregluna.“ „Þið voruð þá báðir ósár- ir?“ „Já. En nú var hvortveggja að Halldór hafði gl-eymt jakka sínum inn í íbúð gestgjafa okka-r og annað, að okkur þótti nokkur hætta á að í- búðareigandi kynni að lá-ta reiði sína bitna á leigjanda sí-num, í slíkum ham, sem hann var. Afréðum við því að snúa til baka.“ „Fannst ykkur það ekki nokkuð áhættusamit, eftir það sem á undan var geng- ið?“ „Auðvitað var það, en gall- inn var sá, að við gengurn með þá meinloku að byssa Skaggs væri einskonar knall- ettubyssa eða eingöngu hlað- in púðurskotum, með því hún virtist svo illa fallinn tdl mannvíga. Það réð úrslitum um það, að við ákváðum að snúa aftur til „trailers“ Ow- ings, kunningjakonu okkar og gestgjafa. Þegar við komum að íbúð- inni á ný, þá birtist Skaggs- þar aftur með vopn sitt og lét ófriðlega. Gerði hann sig lík- legan til að ráðast á okkur, en hann er jötunefldur að burðum. Halldór greip stein í vamarskyni, en þá skipti það engum togum, að Skaggs skaut á hann af ca. 2 metra færi. Missti þá Halldór steininn og labbaði frá, en féll ekki. Ég gekk í átt til dyranna, um leið og mælti manninn orðum og reyndi að sefa hann. Hann svaraði illu einu, og sagðist enn eiga eft- ir 4 skot í byssu sinni og m-undi það vera yfrið nóg fyr ir mig. Um það leyti var kona nokkur úr nágrenninu kom- inn á vettvang og talaði hún til min aðvörunarorðum og sagði, að Skaggs væri til alls líklegur, hefði 'enda áður sætt ákæru fyrir manndráp. (Það mun vera rétt, en hann var þá sýknaður á sjálfsvarn arforserad-um). Ég hugðist nú snúa frá og hafa nán-ara tal af konu þessari, en í þvi er ég var að snúa mér við, skaut Skaggs enn, og í þetta sinn hafði hann heppnina með sér, kúlan hitti mig í vinstri hliðina við ofanvert kviðarhol og gekk út um bakið“. Bretti Ketill upp skyrtunni og sýndi mér för- in eftir byssukúluna. „En kúlan hitti Halldór í brjóstholið?“ „Já“. „Misstuð þi ekki fljótt með vitund við áverka þess-a?“ „Nei, hvorugur okkar missti meðvitund, og vissi Halldór raunar ekki, að han-n var særður, fyrr en honum var tjáð það á sjúkrahúsi því sem við vorum nú fluttir á, en það var Saint Johns sjúkrahúsið í Túlsa. Nutum við þar hin- ar beztu hjúkrunar allan tím ann.“ „Og þið reyndust hvorugur vera lífshættulega sár?“ „Nei, það reyndums-t við ekki vera, og m-unaði þó ekki miklu. Kúlan sem fór í gegn- um mig, var mjög nærri því að hæfa ristil eða nýru, en áva-llt mun stór lífshætta á ferðum, ef kúla hittir slík Framh. á bls. 15. SIAKSTEINAR Ný vinnulöggjöf VÍSIR birtir forystugrein s. 1. fimmtudag, þar sem rætt er um nauðsyn þess að setja nýja vinnul-öggjöf. Kemst blaðið þar m.. a. að orði á þessa leið: „Það dylst engum, sem með þróun í íslenzkum efnahagsmál- um hefur fylgzt á undanföm- um misserum, að slíkar umbæt- ur em eitt brýnasta hagsm.una- mál þjóðarinnar í dag. Reyna. verður á allan hátt að stemma stigu við þeirri sundrung og óeindrægni, sem tröllriðið hefur atvinnuvegunum og útkljá á- greining á annan hátt en með afli hnefaréttarins. Vitanlega verða hér engar umbætur gerð- ar, sem tilgangi ná án þess að liagsmuna launþcga sé gætt og fyllstu lýðræðisreglum. sé fylgt. En það er útbreiddur misskiln- ingur, sem núverandi forysta ASÍ hefur nokkuð alið á, að allar breytingar á vinnulög- gjöfinni skerði réttarstöðu hins vinnandi manns. Það er þvert i móti helzt í hag hans, að svo verði búið um hnútana. að hann þurfi ekki að standa í verkföll- um vikum sair.an á hverju ári til þess að fá fram kjarabætur sínar." Þjóðsagfa Eysteins Alþýðublaðið birtir í gær for- ystugrein undir fyrirsögninni: Söguskilningur. Gerir blaðið þar að umtalsefni þjóðsögu þá, sem fram kemur í áramótagrein for- manns Framsóknarflokksins, Ey- steins Jónssonar. En hún er á þá lund, að fram til ársins 1959 hafi ríkt réttlátt stjórnarfar á íslandi, miklar framfarir og umbætur verig unnar til hags- bótar öllum almenningi. En eftir 1959 hafi hinsvegar tekið við vond stjórn, samdráttur og misrétti, og allt gert fyrir „auð- mannastéttina“, en ekkert fyrir allan altr.-nning. Alþýðublaðið kemst síðan að orði á þessa leið: „Því betur sem þessi þjóð- saga er skoðuð, þvi augljósara verður hve fráleit hún er. Aldrei hefur verið lánað eins mikið fé til íbúðabygginga eða verkamannabúastaða, kerfið styrkt eins vel og síðustu ár. Samt segir Eysteinn að nú fái menn ekki að eignast íbúðir en sé sagt að búa i leiguibúðum peningamanna. Aldrei hefur verið flutt til landsins eins mik- ið af fiskibátum og síðustu ár. Hverjir eiga þessa bá.ta? Það eru ekki stórfélög eða auðhring- ar, heldur dugmiklir sjóm.cnn og utvegsmenn um land allt, sem njóta mikillar aðstoðar til að geta eignazt skipin. Samkvæmt frásögn Eysteins á slíkt þó ekki að hafa komið fyrir síðan 1959.“ Aukið félagslegt öryggi Alþýðublaðið heldur siðan „Ja, við höfðum nú raun- ar bragðað nokkuð áfen-gi, en í hófi, a.m.k. vorum við Hall- dór mjög lítið undir áfengis- áhrifum. En ég held, að ges.t- gjafi okkar hafi verið nokkuð undir áhrifum, að minnsta kosti hafði hún gengið til hvíldar, þegar þar var komið sögu að atburðir þeir gerðust, er leiddu til árásarinnar, en það var um kl. 3.30 síðdegis.“ „Og hvað gerðist nú?“ „Við Halldór sátum og horfðum á sjónvarpið, er mað Ur kamur inn og heldur á gluggagleri undir hendinni. Er hann sá gesti, þá sagði han-n í afsaka-ndi tón, að hann ætlaði að gera við glugga, og kom þannig í fyrstu ekki ó- kurteislega fram. Þarna var kominn fyrrnefndur James Skaggs, eigandi ibúðarinnar, sá er leigði gestgjafa okkar.“ Þessi mynd var tekin á Reykjavíkurflugvelli í fyrrinótt við komu Ketils. Ketill er þar með for- eldrum sínum, frú Ragnheiði Jóhannesdóttur og Oddi Ólafssyni lækni, svo og systkinum: Jó- áfram: „Einn þáttur þjóðsögunnar er sá, að sjórnarflokkarnir hafi fjandskapazt við almannasamtök eins og verkalýðs- og sam.vinnu- hreyfingamar.^Ekki þótti verka- lýðsfélögum Eysteinn vera sér- lega vinsamlegur, þegar hann var ráðherra, og lítill er hlutur Framsóknar í þeim átökum, sem hafa átt sér stað í vetur. V-m samvinnuhreyfinguna er það að segja, að hún hefur feng- ið banka frá núverandi stjórnar- flokkum og fjá-rfesting hennar í bvggingum og iðnaði hefur sjald an eða aldrei verið meiri en nú. Aukning alm.annatrygginga; húsnæðislán, verkamannabú- staðir, stuðningur við atvinnu- vegi og margvísleg uppbygging bera vott um, að þjóðsaga Ey- steins er hrein fjarstæða, sem á ekkert skylt við veruleikann. Hún er rangtúlkun á sannleik- anum til að fegra málstað Fram- só':arflokksins.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.