Morgunblaðið - 04.01.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.01.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADID Laugardagur 4. jan. 1964 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Augiysingar: Arm Garðar Kristinsson. tltbreiðsiustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskrifturgjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakiö. HÆTTUM ÞEIRRI TOGSTREITU í ramótaávarp Bjarna Bene-'s> diktssonar, forsætisráð- herra, er hann flutti í útvarp- ið á gamlárskvöld, hefur vak- ið mikla og almenna athygli. Forsætisráðherra ræddi í þessu ávarpi af víðsýni og hógværð þau vandamál, sem blasa við íslenzku þjóðinni um þessar mundir og úrlausn- ar krefjast. Hann varaði al- varlega við því stéttastríði, sem um langt skeið hefur átt ríkastan þátt í að færa efna- hagskerfi okkar íslendinga úr skorðum og skapa dýrtíð og verðbólgu, sem öllum hefur orðið til tjóns. Um þetta komst forsætis- ráðherrann m.a. að orði á þessa leið í lok útvarpsávarps síns: „Öll vonum við, að stríð á milli þjóða sé úr sögunni. En halda menn þá heilla- drýgra að eiga í stríði innan þjóðar? Látum það ekki henda að öflugum samtökum, sem stofnuð eru til almenn- ingsheilla sé beitt gegn hand- höfum ríkisvaldsins, sem lög- legur meirihluti hefur trúað fyrir umboði sínu. Hvergi á innbyrðis ófriður og stétta- stríð minni rétt á sér en í okkar örsmáa þjóðfélagi, þar sem allir eru vaxnir af sömu rót og raunar náskyldir í orðsins eiginlega skilningi. Hættum þeirri togstreitu stéttanna, sem engum færir ábata. Sameinumst um að gera þeim, er örðugast eiga, lífið léttara og búa þjóðinni allri hagsæld og frið í okkar ástkæra en erfiða landi.“ Þessi ummæli Bjarna Bene- ditkssonar eru vissulega aldrei tímabærari en nú. ís- lenzka þjóðin hefur ekki efni á því að halda áfram stétta- stríði, sem hefur í för með sér efnahagslegt jafnvægisleysi og skapar hættur á kyrrstöðu og stöðnun. Hún þarf þvert á móti fyrst og fremst á hinu að halda, að sameina krafta sína í baráttu fyrir áfram- haldandi uppbyggingu, hag- nýtingu landsins gæða og tryggingu þeirra góðu lífs- kjara, sem henni hefur tekizt að skapa sér. STÓR YFIRSJÓN l?orsætisráðherra benti einn- ig á það í ræðu sinni, að nauðsyn bæri til þess að fá úr því skorið, hvort unnt sé að koma hér upp stóriðju, sem strax mundi færa okkur auk- ið öryggi og skapa skilyrði fyr ir áframhaldandi stórvirkjun- um. Eins og kunnugt er hef- ur síðustu árin verið unnið að rannsókn möguleika á byggingu alúminíumverk- smiðju, kísilgúrverksmiðju og olíuhreinsunarstöðvar. Slík stóriðjufyrirtæki myndu að sjálfsögðu gera framleiðslu þjóðarinnar stórum fjölbreytt ari og treysta efnahagslegan grundvöll hins íslenzka þjóð- félags. Öllum má hinsvegar ljóst vera, að efnahagslegt jafn- vægisleysi, verðbólga og ó- stöðugt gengi íslenzkrar krónu hlyti að torvelda eða jafnvel hindra gersamlega uppbyggingu slíkra stóriðju- fyrirtækja. Forsætisráðherrann benti ennfremur á það í áramóta- ávarpi sínu, að íslendingum mundi nú um langt skeið hafa vegnað mun betur ef þeir hefðu áttað sig á nokkrum helztu staðreyndum efnahags- lífsins og virtu lögmál þess. Það er ein af okkar stóru yfirsjónum að alltof stór hluti íslendinga neitar enn þann dag í dag að viðurkenna efna- hagslögmál, sem flestar aðrar þroskaðar lýðræðisþjóðir hafa gert sér ljós.. Þess vegna hefur tekizt að knýja hér fram víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags, sem engar raunveru legar kjarabætur hafa skapað, en hinsvegar örvað vöxt dýr- tíðar og rýrt gildi íslenzkrar krónu. Við íslendingar megum ekki gerast berir að slíku lán- leysi í framtíðinni. Við verð- um að líta raunsætt á hag okkar og miða kröfur okkar til lífsins gæða við arðinn af starfi okkar. Það er hann, sem getur komið til skipta á milli einstaklinga, stétta og starfs- hópa — og annað ekki. VANDAMÁL LEYST 17'orsætisráðherra minntist á 4 það í áramótaávarpi sínu, að á árinu 1963 hefðu skipti okkar við aðrar þjóðir öll horft til aukins vinfengis og bættrar sambúðar. Á árinu 1964 mundi ljúka þeim tíma- bundnu fiskveiðiréttindum, sem Bretar fengu innan ís- lenzkrar fiskveiðilögsögu með samningnum frá 1961. En með þeim samningi var landhelgis deilunni við Breta ráðið til lykta á farsælan hátt. 12 mílná Lyndon B. Johnson, forseti B andaríkjanna, syngur „Happy Birthday“. Maðurinn, sem á af- mæli, er David M. Shouph (t. h.), yfirmaður landgönguliðs bandaríska flotans. — Myndin var tekin daginn fyrir gamlársdag, að heimili forsetans í Texas. DeGaulle ánægður með þróun Evrópumá lefna — skýrsla frd fyrsta rdðuneytisfundinum d þessu dri CHARLES De Gaulle, for- seti Frakklands, skýrði frá því í dag, að hann væri mjög ánægður mað viðræður þær, sem farið hafa fram um land- búnaðarmál Efnahagsbanda- lags Evrópu í Brússel að undanförnu. Þessi ummaf'li forsetans komu fram á ráðuneytisfundi, sem haldinn var í Elysee-höll í dag, að því er Alan Peyre- fitte, upplýsingarmá.laráð- herra, hermdi. Þá veitti De Gaolle bl aða- mönnum móttöku í dag, er þeir komu til að óska fórset- anum árs og friðar. Þá sagði hann frá þvi, hann hygðist fara í heimsókn til Mexikó. Verður sú för farin í marz. Sagðist De Gaulle mundu koma við í Guadelope og á Martinique á leiðinni til baika, en þar búa Frakkar. Forsetinn gerði og að nokkru grein fyrir ferðalögum innanlands á næstunni. Á ráðuneytisfundinum í dag mun De Gaulle hafa þafck að sérstaiklega Valery Gis- card d‘ Estaing, fjármálaráð- herra og landbúnaðarmála- ráðherranum, Edgar Pisani, fyrir framlag þeira til málefna Bvrópu. Forsetinn færði einn- ig Couve de Murville utan- ríkisráðherra, þatokir sínar. Á ráðuneytisfundinuim, sem er sá fyrsti eftir áramótin, lagði d‘ Estaing, fjármóila- ráðherra, fram skýrslu um efnahagsmál Frakklands í árslok 1963. Samtovæmt henni hefur verið um að ræða mark- vissan hagvöxt, og þær ráð- stafanir, sem þá voru gerðar, til að auka jafnvægi efna- hagskerfisins, hafa borið góð- an árangur. Sagði ráðherrann, að ekkert hefði komið fraim, sem benti til þess, að úr þess- ari hagstæðu ’ þróun myndi draga á nýja árinu. Ben Beíla til Kína AÐ aflokinni heimsókn Chuo en Lai, forsætisráðherra Kín- verska Alþýðulýðveldisins, til Alsír, var gefin út opinber til- kynning þess efnis, að Ben Bella, forseti Alsír, hefði þegið heim- boð kínverska forsætisráðherr- ans. Ekki hefur enn verið ákveð- ið hvenær Ben Bella heldur til Kina. fiskveiðitakmörkin voru við- urkennd og íslendingum tryggðir möguleikar til þess í framtíðinni að gera frekari ráðstafanir til verndar fiski- miðunum við strendur lands- ins. Bjarni Benediktsson vakti einnig athygli á því, að horf- ur væri á að á árinu 1964 mundi ljúka eina deilumál- inu, sem við eigum við frænd þjóð á Norðurlöndum. Að loknum almennum þingkosn- ingum í Danmörku, sem gert væri ráð fyrir að fram færi á Áður en Chou en-Lai hélt frá Algeirsborg, gáfu hann og Ben Bella út sameiginlega yfirlýs- ingu þar sem segir m.a., að ÁI- sír og Kína veiti Aröbum í Pal- estínu fullan stuðning í barátbu þeirra gegn ísraelsmönnum. Einnig styddu löndin frelsisbar- áttu landanna í Suður-Arabíu. þessu ári, hefði því verið heit- ið að handritamálið skyldi tekið upp að nýju og afgreitt þannig að við mættum vel við una. „Ber að fagna því að þetta deilumál leysist svo að báðum þjóðunum verði sæmd að. Metum það því meira við Dani, sem þeir sýna með þessu sannan stórhug en eru ekki þvingaðir vegna réttar- krafna eða lögskyldu, sem fram yrði knúin gegn vilja þeirra“, sagði forsætisráð- herra í áramótaávarpi sínu. Brostnar vonir? Berlín, 2. janúar — NTB Frá því var skýrt af opinberri hálfu í V-Berlín í dag, að dreg ið hefði úr vonum um, að V- Berlínarbúar gætu framveg- is heimsótt ættingja sína í A- Berlín, eins og verið hefur nú um jólin. Undanfarin tvö ár hafa þeir ekki getað farið tU austurhluta borgarinnar. Látið hafði verið í veðrl vaka af a-þýzkri hálfu nú fyr ir jólin, er veitt var heimild til jólaheimsókna, að fram- hald gæti orðið á þeim. Viðræður hafa nú fari8 fram um málið, en þær hafa ekki borið neinn árángur. Ekki hefur verið skýrt frá því, hvað rætt hefur verið, eða hvaða kröfur gérðar, en v-þýzkur talsmaður sagði 1 dag, að ekki yrði uim neinn árangur að ræða, „fyrr en málið verður tekið upp á nýj an leik“. Mun því ekki alger lega loku fyrir það skotið, að samkomulag takist, þótt síð- ar verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.