Morgunblaðið - 04.01.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.01.1964, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 4. jan. 1964 Alþjóðlega skákmótið í Reykjavík SVO sem mönnum mun kunn ugt af fréttum, þá er ákveðið að halda alþjóðlegt sikákmót hór í Reykjavík, og mun það hefjast um miðjan þennan mániuð. Hefur 5 erlendum meisturum verið boðið til þessa móts, þar af einum kven manni, og ekki af lalkara tag- inu, þar sem er heimameistari kvenna. Allt hitt eru þekktir meistarar og stórmeistarar, þeirra á meðal Midhail Tal, fyrrverandi heimsaneistari. Það eru SkákS'amiband ís- lands og Taflfélag Reykja- víkur, sem gangast fyrir móti þesu í félagi einkum í þeim tilgangi að skara upp í skák- lífi okkar og gefa meisturum okkar tækifæri til að hljóta staðgóða æfingu og jafnvel vinna virðingartitda. Er- nú komið á fjórða ár síðan hér hefur verið haldið allþjóðlegt skákmót, en þá var haldið hér minningarmót um Eggert Gilfer, og einnig tefldi Robert Fisoher hér í smámóti um það lesrti. En mótið, sem nú stend- ur fyrir dyrum er eitt það mesta, sem haldið hefur verið hérlendis. Mönnum til fróðleiks þá verður vikið hér örfáum orð- um að hverjum keppanda, sem búizt er við að tefli á þesu móti, og verða þá hinir erlendu þátttakendur kynntir fyrst lítillega: Michail Tal, fyrrverandi heimsmeistari, er 26 ára að aldri, fæddur og búsettur í Lettlandi. Hann vakti fyrst heimsathygli árið 1957, er hann varð efstur á skákmeist- áramóti Sovétríkjanna, að- eins tvítugur. Komu þau úr- slit mjög á óvart, því þar vcw~u margir garpar samankomnir, en ekki þótti síður athyglis- vert, hyernig hann aflaði sér vinninga sinna. Skákir hans leiftruðu flestar af því hug- myndaflugi og sóknaroirku, sem eru höfuðeinkenni hans sem skákmanns. Sama ár kom Tal hingað til lands, tefldi hér á Heimsmeistaramóti stúdenta 1957. Mun mörgum hérlend- um manni hann minnisstæður síðan, enda er eitthvað sér- kennilegt, listrænt við fas hans allt, ekki síður en tafl- mennsku. 1958 varð Tal aftur s(kák- meistari Sovétríkjanna, en sjaldgæft 'er, að sami maður vinni þann titil tvö ár í röð. Þótti nú sýnt, hvert hinn ungi maður sefndi. Á kandidatamótimi 1959 varð Tal síðan efstur, og 1960 vann hann heimsmekstaratit- ilinn af Botvinnik. Héldu þá margir, að hann mundi sitja lengi að þeirri tign, slíkt veldi sem var á honum. En Bo- tvinnik endurheimti titilinn í einvígi árið eftir, og vakti það undrun margra, að „Eyjólfur skyldi hressast“ svo fljótt. Sumir telja að Tal haifi van- metið gamla manninn í síðara einvíginu. Á kandidatamótinu í Cur- acaO, 1962, misheppnaðist Tal að vinna sér áskorunarrétt á ný, enda veiktist hann meðan á mótinu stóð, og varð að hætta keppni. Hann náði sér þó af þeim krankleika, og hefur unnið margan góðan sigur síðan. Ég hef hér aðeins stiklað á - stærsta sigurvinningum hans. Það er sannarlega. mik- ill fengur að fá hinn unga stórmeistara hingað. Hann er ekki síður viðfeldinn maður í viðmóti og alþýðlegur en mikill listamaður. Við þurfum að visu ekki að ganga að því gruflandi, að meisturum okk- ar verða vinningar torsóttir í greipar hans. Hann beifur aldrei tapað kappskák fyrir Islendingi, það mesta, sem Friðrik Ólafsson hefur getað harkað útúr honum hafa ver- ið örfá jaifntefli en oftast hef ur hann tapað. Við því er ekkert að segja, enda hæpið, að sterkari skákmaður hafi nokkru sinni stigið á íslenzka grund. Scetozar Gligoric er fer- tugur að aldri, Júgóslavi að þjóðerni og búsettur þar. Hann vakti fyrst verulega at- hygli 1947, en þá vann hann sterkt mót í Varsjá m. a. fyrir ofan Rússana Smysloff og Boleslavsky. Síðan hefur hann verið í fremstu röðum stórmeistara heiims, teflt á kandídatamótum, alþjóðlegum mótum, ólympíumótum svo og á heiimavelli, en Júgóslavar eru, sem kunnugt er ein fremsta skákþjóð í heirni. Ár- angrar Gligorics hafa að vísu verið nokkuð misjafnir, enda stíll hans kröfulharður og óbilgjarn, en þegar honum tekst bezt, er enginn skák- maður í heimi óhultur fyrir honum. Meðal þekktra fórnar- lamba hans má nefna Petr- hefur hann teflt mikið og tek- ið miklum framförum. Seinni árin hefur hann lengst af ver- ið búsettur í Bretlandi, og tekið þátt í fjölda skákmóta þar með nokkuð góðum ár- angri of og tíðurn. Wade er vel að sér í skákbyrjunum, hugmyndaríkur og taktiskur Michail Tal og þar með rétt til að skora á heimsmeiistara kvenna, sem var þá rússneska konan By- kova. Síðla árs 1962 tefldu þær svo einvígi um heims- meistaratitilinn Bykova og Nona. Kenndi þar skjótt afls- rnunar, því Nona sigraði létti- lega, hlaut 9 vinninga gegn 2. Er það víst mesti vinninga- munur, sem getur í heims- meistaraeinvígi. Síðan hefur Nona verið heiimsmeistari, og er fremiur ólíklegt að hún verði sigruð á næstu árum. Nína er sóknlharður meist- ari, vel lærð í skákfræðum og yfirleitt harðskeytt í öllum þáttum skáktafls. ísenzkir skákmeisarar hafa góð efni á að halda andlitinu, þótt þeir kunni * að tapa fyrir þessum heljarkvenmanni, þótt þeim af kymferðiisástæðum kunni að falla miður að láta heims- meistara þennan knésetja sig. Friðrik ætti að halda velli gegn henni og eins togi, en hinir reynsluminni meistarar okikar mega sjálfsagt vara sig, svo ekki sé meira sagt. Robert G. Wade osjan, núverandi heimsmeist- ara, Tal, Fischer, Smyslofif o. fl. o. fl. Á ýmsu hefur oltið með Friðrik og honum, og er ekki ólíklega til getið, að þeir séu ámóta sterkir. Norðmaðurinn Svein Jo- hannessen er íslenzkum skák- mönnum vel kunnur síðan hann kom hingað árið 1960 og tefldi á minningarmóti um Eggert Gilfer. Náði hann þar 4. sæti á 12 manna móti. Voru þeir Ingi, Friðrik og Arin- björn fyrir ofan hann. Jo- hannessen er 25 ára að aldri, en hefur þó þegar marga hildi háða. Hann varð fyrstur Norðmanna til að vinna titil- inn „Skákmeistari Norður- landa“, og var það árið 1961. Átti hann þar í harðri keppni við Inga R. Ekki er nieinn sérstakur „sjení“ blær yfir skákum Johannessens og er ekki með þeirri urnsögn varpað rýrð á taflmennsku hans. Hún ein- kennist fremur af heilbrigðri skynsemi, rökvisi og hug- kvæmri framtakssemi en yfir- skilvitlegum léttleika kyn- borins töframanns úr listairík- inu. Hann mun vera í hægri en stöðugri framför, og meist- arar okkar skyldu fara sér hægt í að vanmeta hann. Nýsjálendingurinn Robcrt Wade, sem einnig miun tefla hér á hinu alþjóðlega móti, hefur, eins og Johannessen og Tal teflt hér einu sinni áður, en það var snemma árs 1947. Kom hann þá hingað ásamt Kanadamanninum, Yanowsky, stóð sig ekki sérlega vel þá, enda ungur að árum og lítt reyndur á þeim tíma. Síðan Svein Johannessea Svetozar Gligoric skákmaður, en dálítið mis- jafn, öryggið ekki sterkasta hlið hans. En skákmenn okk- ar þurfa að átta sig á því, að hann er allur annar maður og skæðari en þegar hann kom hingað fyrir nærfellt 17 árum. Wade er 42 ára að aldri. Heimsmeistari k v e n n a , Nona Gaprindashvili, er að- eins 22 ára að aldri. Hún er frá Grúsíu Og lagði þegar í bernsku stund á skák, með góðum árangri sem ráða má af því, að hún varð skák- meistari Grúsíu í kvenna- flokki aðeins 15 ára gömul. Síðan hefur skákferill hennar verið samfelld sigurganga. Árið 1961 vann hún kandídata mót kvenna með yfirburðum Nona Gaprindashvili íslenzku þátttakendumir Sem kunnugt er munu ís- lenzkir skákmeistarar tefla á móti þessu, og eru það þeir Friðrik Ólafsson, Ingi R. Jó- hannsson, Guðmundur Pálma- son, Arinbjörn Guðmundsson, Igvar Ásmudsson, Freysteinn Þorbergsson, Jón Kristinsson, Trausti Björnsson og Magnús Sólmundarson. Eru þetta flest þrautreyndir meiistarar og þekktir og skal hér að lokum vilkið fáum orðum að hverj- um keppanda um sig: Friðrik Ólafsson þarf ekki að kynna, hvorki persónu, af- rek né stíl. Hann verður 29 ára í þesum mánuði og hefur aldrei verið sterkari en nú. Hann er líka að komast á þann aldur, er skáikmenn ail- mennt ná mestum styrkleika. Það væri þó allmikil kröfu- harka að gera ráð fyrir því, að Friðrik yni mót þetta því við ramman reip er að draga, þar sem Tal og Gligoric eru a. m. k. Ef til vill getur mað- ur þó gert sér voniir um, að Friðrik hreppi annað sætið. Ingi R. Jóhannsson er nú 27 ára að aldri, og eru afrek hans einnig kunnari en svo, að þau þurfi að rekja hér. Hann hef- ur um allangt skeið verið við- urkenndur annar sterkasti skákmaður okkar, og er svo enn. Ingi hefur ekki notið nándar nærri slíkrar þjálfun- ar sem Friðrilk, og er því skákstyrkleiki hans á margan hátt - athyglisverðari. - Ingi mun hafa fullam hug á 3.—4. sæti á þessu móti og óeðlilegt ef hann lendir miklu neðar. Guðmundur Pálmason er nú 35 ára að aldri em á þeiim aldri þótti vænlegast að verða heimsmeistari í garnla daga. Capablanoa, Aljechin og Euwe voru t. d. állir nálægt þeim aldri, er þeir urðu heims- meistarar. Hinsvegar hefur Guðmiundur víst aldrei sett stefnuna á þann .itil, þótt hann hefði þegar á unga aldri firábæra skákhæfileika og sé traustur skákmaður, þrátt fyrir litla æfingu. Er erfitt að vinna Guðmund, því hann teflir sjaldan á tæpum vöðum og er manna skyggnastur á hættur straumkastsins. Arinbjörn Guðmundsson er 31 árs að aldri, og mijög ör- úggur skákmaður líkt og Guð- mundur. Hann hefur framur lítið teflt opinberlega um skeið, en þó yfirleitt á sterk- Um mótuim, þá hann hefur brugðið út af reglunni. Hann er mjög vel að sér í skák- byrjunum ög skákfræðum al- mennt. Arinbjörn er sérstak- lega fimur í varnartafli, en beitir tíðum „aggressivri“ vörn minnugur spafcmælisins: að „sóknin er bezta vörnin”. Ingvar Ásmundsson er 29 ára að aldri og er einn aí hörðustu meisturum okkar í bóikstaflegri merkingu því miskunnarlaus harka og sig- urvilji eru höfuðeinkenni hans sem stoákmanns. Stundum ætl ar hann sér ekki af og reisir sér hurðarás um öxl en al- gengara er þó hitt að gæfa fylgi djörfung hjá honum. Freysteinn Þorbergsson er 32 ára búsettur á Siglufirði. Hann er vel lærður skákmað- ur og víðförull stundaði meðal annars nám í Rússlandi um skeið. Freysteinn er kaldur rökhygjumaðr í sfcák hefur glöggt auga fyrir stöðubygg- ingu en getur einnig náð valdi á lipurri taktik, ef hann vill það við hafa. Enginn mað ur beitir sér af rneiri alúð en hann á skákmóti, því kæru- leysi er honum framandi hug- tak í þeirri listgrein. Má vænta sér hins bezta afi Freysteini, ef hann er í sæmi- legri æfingu. Jón Kristinsson er 21 árs að aldri og einn af efnileg- ustu yngstu sfcákmönnum okkar. Hann beitir hægfara stil, sem sumum finnst minna á Guðmund S. Guðmndissom skákmeistara. Stíll Jóns er þó fjölbreytilegri en Guðmundar, Og hann mun betur að sér í byrjunum, þótt hæpið sé, að Jón hafi enn náð styrkleika þessa forgengils síns. Magnús Sólmundarson er 24 ára að aldri. Hann hefur glöggt auga fyrir sfcák hefur teflt mikið hraðskákir og er skæður í þeim. í hægari sfciák- um er hann nokkuð misjafn, en þó í hópi þeirra yngri meistara okkar, sem beztar vonir gefa. Trausti Björnsson er yngst- ur þátttakenda á móti þesisu, aðeins 20 ára að aldri. Eru ekki nema um 4 ár síðan hann hóf að tefla opiniberlega. Trausti varð- sigurvegari á Haustmóti Taflfélags Reykja- vikur í haust, og vakti þá mikla athygli með glæsilegri og öruggri tafknennsiku. Þótti hann því sjálflkjörinn í mót þetta, þótt ungur sé að árum. Eru þá fram taldir allir væntanlegir þátttakendur á hinu alþjóðlega sfcákmóti. S. K. orð lim væntanlega þátttakendur ----—-------- rl- r- ......—. — - jfataMiéhsv,taatattfiKi WMMi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.