Morgunblaðið - 04.01.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.01.1964, Blaðsíða 13
Laugardagur 4. jan. 1964 MQncilUHlADID 13 ÞESSA síðustu daga hefur létt skýjamóða hvílt yfir Lundúna- borg, veðrið er líkast því sem stundum er í september, hiti 4—5 stig C., aðeins 2—3 verulegir þokudagar hafa komið í mánuð- inum, og árið sem hófst með kulda, langvarandi snjókomu og hríðarbyljum, virðist ætla að kveðja með hlýrri viku, eins hlýrri og frekast má vænta hér í skammdeginu. Árið, sem er að kveðja hefir verið viðburðaár hér á laddi, að minnsta kosti, þegar litið er á það nú, þegar allir atburðir eru ferskir í huga, hver sem dómur sögunnar verður er lengra er frá liðið. Á því kom harðasti vetrar- kafli á Bretlandi, sem-komið hef- ur síðan 1740. Sjaldan hefur rík- isstjórn hér í landi átt eins í vök að verjast á friðartímum, eins og sú sem farið hefur með völd. Fyrsta aðaláfall hennar var ósig- ur hennar fyrir 5e Gaulle í samn- ingum um inngöngu í Efnahags- bandalagið. Þótt þjóðin væci skipt í því máli var hiklaust gert ráð fyrir að þeir samningar tæk- ust, og að Bretland yrði banda- lagsmeðlimur á árinu. Þrátt fyrir það að slíkt færi út um þúfur hafa kvíðnisspár þeirra ekki Jólaskreyting í London. Karl Sfrand, læknlr: LUNDUNA rætzt, sem vonlaust töldu að standa utan bandalagsins. Að vissu leyti virðist ósigur þessi hafa haft þau áhrif að harðari sókn hefir verið hafin eftir nýj- um mörkuðum erlendis, og út- flutningur hefir aukizt, þótt slíkt hafi enn ekki nægt til þess að stöðva vaxandi mismun innflutn- ings og útflutnings. Annað megináfall var Pro- fumohneykslið. Naumast verður sagt að nokkur maður, sem ko'm nálægt því máli hafi stækkað af þeim afskiptum, en vígvöllurinn, sem eftir lá var þakinn meiri og minni mannorðsslysum. Þegar litið er yfir þann kapítula hlýtur athyglin einkum að beinast að því hversu báglega menningar- þjóðfélög nútímans eru enn vædd til þess, að fást við þau vandamál, sem skapast í lífi og umhverfi þess fólks, sem að vísu virðist andlega heilbrigt á yfir- borðinu, en lætur eigi að síður 6tjórnast í hátterni af sjúklegri undiröldu. Gott dæmi um slíkt sjúkdómsfyrirbæri, er beina- hómópatinn Stephen Ward, — hann hafði ekki læknismenntun eins og margir virðast hyggja — sem kaus heldur að svifta sig lífi en þola jarðneskan dóm. Stephen Ward var tvímælalaust geðfræðilega vanheill, þótt hátt- erni hans gengi ekki verulega út yfir þá þröm, sém skilur á milli þess, sem félagslega er talið heilt og vanheilt. Enn má nefna Vassall njósnar- málið, sem lengst verður minnzt fyrir það, að tveir blaðamenn voru fangelsaðir vegna þess að þeir neituðu að nefna heimildar- menn að vitneskju er þeir birtu um þetta mál. Fangelsanir þessar mættu harðri gagnrýni, enda ein- 6tæðar hér í landi. En málið í heild er aðeins grein af því mikla vandamáli, sem stöðugt brýtur 6 hvarvetna í heiminum, en það er hvort menn í ákveðnum starfs- greinum, svo sem læknar, lög- fræðingar, prestar og blaðamenn, eem öðrum fremur f jalla um per- eónuleg leyndarmál fólks, séu bundnir þagnarskyldu, eða hvort ríki og réttvísi eigi heimtingu á að brugðizt sé þeirri skyldu. Um elíkt vandamál gefst ekki rúm að rita hér. Árið sem er að hverfa hefur orðið örlagaríkt fyrir báða aðal- etjórnmálaflokkana hér í landi. Báðir flokkarnir misstu foringja sína og urðu að velja sér nýja. í báðum flokkunum varð hörð togstreita um val eftirmannsins, svo að við klofningi lá. í báðum flokkum var ósigur þeirra sem næstir stóðu, en.komust ekki að, Butlers og Georges Brown, mikið persónulegt áfall, sem þeir eigi að siður sneru upp í persónulega sigra með því að láta kyrrt liggja og fylgja kosnum foringja mögl- unarlaust. Þrátt fyrir áföll þessi hafa báðir flokkarnir treyst sam- heldni sína innbyrði's og eru að mörgu leyti betur sameinaðir nú en þeir hafa verið um langan tíma. Venja er hér í landi að ætla nýjum flokksforingja að minnsta kosti sex mánuði til þess að koma fyrir sig fótunum. Þrjá mánuði til þess að ná fullum tökum á þingflokknum og aðra þrjá til við bótar til þess að komast sæmi- lega í snertingu við flokksmenn úti um landið. Svo virðist, sem Sir Alec Douglas-Home hafi nú eftir tæpa þrjá mánuði tekizt að ná góðri fótfestu innan þing- flokks síns. Mörgum var forvitni á því að sjá hversu innflytjandi úr lávarðadeild, sem jafnan er gæflynd í viðskiptum, kynni að fóta sig á svellinu í House of Commons. Flestum mun koma saman um það, fylgjendum jafnt og andstæðingum, að nýi sveinn- inn í bekknum hafi staðið sig furðu vel. I utanríkismálum koma síðustu starfsár honum að góðu haldi og hann er öruggur og hvass, þegar í brýnu slær í þeim efnum. í innanríiksmálum er þekking hans ekki jafn örugg, og honum hættir til að misstíga sig, en ekki ýkja oft. Hann ber mistök sín ágætlega og æðrast ekki. Hann hefir gott lag á því að slá á strengi gamanseminnar ef króa á hann af með slægum spurningum. Að ýmsu leyti hefir hann reynzt skæðari andstæð- ingur en stjórnarandstaðan gerði ráð fyrir, hann lærir sínar lexí- ur vel í þinginu og lætur ekki leggja sig tvisvar á sama bragði. Harold Wilson hefur komizt að raun um að sá vopnaburður sem skeinuhættastur var Macmillan bítur ekki á Sir Alec. Wilson hefir því farið hægt í sakirnar enn sem komið er og leitar fyrir sér um nýja vígfimi. Sjálfan tók Harold Wilson mjög skamman tíma að festa sig í sessi innan flokks síns. Innan fárra vikna frá kosningu hans var þingflokkurinn honum auð- sveipur og ítök hans úti um land uxu skjótt. Eftir er að sjá hversu Sir Alec farnast úit um landið. Sandur tímans rennur ört og hann má enga mínútu missa, einkum ef hann hyggst ganga til kosninga í maí eða júní, sem margir hyggja að komi til mála. Hann hefir að vísu um níu mán- uði þar til kosningar verða óhjá- kvæmilega að fara fram, en fæst- ir forsætisráðherrar hér tefla á tæpasta vaðið, betra er að koma fram fyrir þjóðina þegar sæmi- lega blæs en að geta átt á hættu meiri háttar áfall þegar komið er í eindaga. Vitað er að for- sætisráðherrann er að skipu- leggja ferðalög um landið næstu þrjá mánuðina, til að sýna sig og sjá aðra, og að þeim ferðalög- um loknum er búizt við að dragi til tíðinda. Sá atburður ársins, sem vafa- lítið hefur þó verið þýðingar- mestur var samningur vestrænna þjóða og austrænna um bann á kjarnorkuprófunum. Erfitt er að gera sér í hugarlund þá geig- vænlegu hættu er yfir vofði öllu mannkyni ef prófunum þessum hefði verið haldið áfram. Um 400 sprengjuprófanir höfðu þegar verið gerðar, og samanlagt magn þeirra var að minnsta kosti tutt- ugu og fimm þúsund sinnum meira en magn þeirrar spreng- ingar, er eyðilagði Hiroshima. Ef haldið hefði verið áfram á sömu braut hefði óhjákvæmilega dreg- ið nær og nær þeirri hættustund, sem riðið gat öllu mannkyni að fullu, og sem enginn getur full- yrt með vissu hvenær sé í að- sigi, þar sem allra fordæma er vant. Harold Macmillan hafði alla sína stjórnartíð stefnt að því að ná samningum af þessu tagi áð- ur en hann færi frá. Lítill vafi er á því að þegar samningaum- leitanir voru teknar upp á ný í marz þá var það eftir löng bréfaskipti milli hans og Kenn- edy forseta, og talið er að bréf, sem Macmillan skrifaði forset- anum 16. marz hafi sannfært Kennedy um það að þá væri sá rétti tími kominn til þess að leita fyrir sér á ný. Tíminn leiddi í ljós að Macmillan hafði skynj- að veðrabrigðin rétt. Þegar samn- ingurinn gekk í gildi 10. október staðfesti Kennedy þennan þátt Macmillans í bréfi til hans þar sem tekið er fram að sagan mundi minnast hans sem aðal- frumkvöðuls þessa árangurs. Þótt Macmillan yrði að láta af em- bætti gegn vilja sínum, og þótt margt færi í handaskolum á stjórnartíð hans, má hann eigi að síður vera ánægður ef dóm- ur sögunnar verður sá að geig- vænlegasti voði veraldar hafi verið lagður í dróma að miklu leyti fyrir hans tilstilli. Þegar frá eru dregin skrif blaðanna hér um fiskveiðadeil- una forðum, er óhætt að segja að Islands hefir oftar verið getið í blöðunum á þessu ári en nokkru sinni fyrr. Forsetaheimsóknin vakti mikla athygli, öll skrif blaðanna um heimsóknina og ís- land voru í vinsamlegum tón, og sum blöðin, þar á meðal The Times, lögðu sérstakléga áherzlu á það, að þessi heimsókn væri táknræn fyrir endurnýjaða vin- áttu milli þessara tveggja ey- þjóða. Öll heimsóknin fór mjög vel fram og var vel undirbúin af brezka utanríkisráðuneytinu með góðri hjálp frá íslenzka sendiráðinu hér. Sérhver per- sóna, sem hitti forsetahjónin hér, lauk lofsorði á þeirra hógværu og hlýju framkomu. Um sama leyti vakti eldgosið út af Vest- mannaeyjum mikla athygli hér, öll blöð birtu stöðugar fregnir af því og sum með ágætum myndum. Tveir brezkir vísinda- menn, dr. A. T. J. Dollar og J. E. Guest, sem heim fóru til íslands að athuga gosið birtu síðan ræki- lega grein um það í blaðinu New Scientist. í brezka útvarpinu og sjónvarpinu hafa verið nokkrir þættir um ísland, sumir að vísu einhliða en aðrir góðir. Sérstaka athygli vakti nýlega þáttur þar sem viðtal fór fram við Davíð ólafsson, fiskimálastjóra, er tókst með ágætum vel. Frásögn Davíðs í þessum þætti varpaði sérstak- lega skýru ljósi yfir vandamál íslenzkra fiskimála og þýðingu þeirra fyrir íslenzka þjóð. Ásamt viðtalinu við Davíð var í sama þætti mjög vönduð og vingjarn- leg frásögn brezks fréttamanns frá útvarpinu hér um það sem fyrir auga og eyra bar á fslandi. Svo vel var til hagað, að þáttur þessi var fluttur rétt áður en nýafstaðin fiskimálaráðstefna hófst hér í London. Á þessu ári hafa margir heims- þekktir menn fallið fyrir sögð dauðans hér í landi. Af stjórn- . málamönnum má nefna Hugh Gaitskell, foringja Verkamanna- flokksins, og John Strachey. Beveridge lávarður, sem heims- þekktur var fyrir félagslegar brautryðjendakenningar sínar féll í valinn, sömuleiðis Nuffield lávarður, bifreiðaframleiða'ndi, sem varið hefur milljónum til vísindastarfsemi, einkum lækna- vísinda. Tveir heimsþekktir rit- höfundar dóu, Aldous Huxley, sem e.t.v. varð frægastur fyrir bók sína „Brave New World“ sem margir samaldrar þess er þetta ritar lásu sér til ánægju og uppörvunar í æsku, auk margra annarra bóka, og enn- fremur rithöfundurinn Louis MacNice, sem heimsótti Island skömmu fyrir stríðið og reit bók um för sína ásamt W. H. Auden: Letters from Iceland. Alanbrooke lávarður, aðalaðstoðarmaður Churchills í stríðinu dó, enn- fremur Morgan Philips, alþekkt- ur verkalýðsleiðtogi. Benno Moiseiwitch, píanósnillingurinn, dó, og að lokum má telja mann, sem allir íslendingar, sem dvalið hafa í London langdvölum munu kannast við, Sir David Low — betur þekktur sem Low, skop- teiknarinn alþekkti, sem oft náði næmari tökum á strengjum mannlegrar sálar með fáeinum blýantsstrikum, en aðrir gátu náð í löngum blaðagreinum. • Nú ér ekki lengur hægt að bíða kvöld- blaðsins með eftirvæntingu til þess að sjá hvaða gamanneista Low slær úr kaldri tinnu hvers- dagsleikans. Sandur tímans rennur og inn- an fárra klukkustunda er stunda- glas ársins 1903 tæmt. Þúsundir og aftur þúsundir safnast á Leicester Square, undir grænum greinum jólatrésins norska, sem Norðmenn hafa sent á ári hverju síðan stríðinu lauk, hjá gos- brunnunum, sem suða milt í skammdegishúminu og endur- spegla litróf ljósadýrðarinnar, hjá koparljónunum, sem stara köldum málmsjónum yfir mann- þröngina og Nelsonssúlunni, sem gnæfir við ský. Það verður hróp- að, dansað, sungið og ærslazt, sumir hoppa upp í gosbrunnana til að kæla blóðið, einstöku rysk- ingar og kannski fáeinar hand- tökur, ef lætin ganga úr hófi. „Hin gömlu kynni“, verður sung- ið og Big Ben slær þung tólf högg, sem óma vítt yfir borgina. Eftir miðnættið dreifist mann- fjöldinn á ný en eftir standa Nelsonssúlan og koparljónin — eitt ár er fyrir þeim eins og dropi sem hríslast út úr gos- brunninum og hverfur niður milli steinanna. London, 31. des. 1963. K. S. Nýr yiirmaður hers V-Þýzkalands Bonn 28. des. (NTB). UM áramótin tekur nýr maður við stjórn hers Vestur-Þýzka- lands, er það Heinz Trettner hers höfðingi, en hann tók m.a. þátt í innrásunum í Holland og Sovét ríkin í síðari heimsstyrjöidinni. Trettner, sem er 56 ára,. tekur við embætti af Friederich Fört- sch, en hann hefur verið yfir- maður hersins í þrjú ár. Trettner hershöfðingi gekk í her Weimarlýðveldisins 1925 og í síðari heimsstyrjöldinni rar hann yfirmaður deilda flughers- ins, sem þátt tóku í innrásunum í Holland og Sovétríkin. Eftir styrjöldina hætti Trettner her- mennsku um hríð, en 1956 gekk hann í her Vestur-Þýzkalands og starfaði í höfuðstöðvum At- landshafsbandalagsins í París. Til Vestur-Þýzkalands kom hann aftur 1959 og í október varð hann yfirmaður einnar deildar varnar- málaráðuneytis landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.