Morgunblaðið - 06.03.1964, Page 10

Morgunblaðið - 06.03.1964, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ r Föstudagur 6. ma« 1964 y VÍSINDIOOG TÆKNI _ \J konar aðferðum. Þeir hafr leitað svars við spurninguím eins og: Hvað er hugsun? Hvað er minni og hvar er það staðsett í heilanum? Hvernig verkar meðvifcundin? öllum þessum spurningum er enn ósvarað, en tiltölulega nýjar rannsóknir sýna að vísinda- mennimir eru á réttri leið. er þýðingarmesta verkefnið VH) lifum á geimöldinni, þeg- ar ferðir út í tómarúmið þykja merkustu fréttirnar. Stórkostlegar jarðfræðirann- sóknir hremma einnig athygl- ina, ásamit fjölþættum * *:fna- fræðitilraunum, sem virðast vera að leysa leynðardóma Iífsins. Tækniafrek, svo sem flugvélar, sem fljúga mörgum sinnum hraðar en hljóðið og transistorútvarpstæki, s e m eru svo lítil að hægt »>r að stinga þeim í eyra sér, t * la einnig sviðsljósinu. Stundum Virðist maðurinn verða eftir. Innan um öll hin furðulega vísinda- og tækni- afrek verður hann oft svo lít- iil að hann vill gleymast. í>etta er þó að breytast. Vís- indamönnum er smám saman að skiljast, að maðurinn sjálf- ur er þýðingarroesta verkefn- ið. Rannsóknir á honum, og þá sérstaklega á hinni andlegu hlið hans og heilastartfsemi, hafa verið vanrsektar, en nú er kominn tíimi til að setja hann sjátfan undir smásjána. Heili mannsins er enn eitt stórt spurningamerki. Tii iþess að finna lausn gáfcunnar er hann í lækningaskyni stoorinn í sundur, raftaugum er stung- ið í hann, áhrifamikil efni eru látin verka á hann, heilir hlutar eru fjarlægðir úr hon- um, og hljóðbylgjur eru látn- ar hrista hann til. Allt er þetta gert til þess að rann- saka áhrifin, sem þessi með- ferð hefur á huga og störtf mannsins. Ef til vill munu rannsóknir leiða til betri kennsluaðferða, aukinnar vel- líðunar manna, lækninga á liin um mikla fjölda sálsjúklinga, — og jafnvel aðferðar til þess að viðhalda friðnum í heim- inum. Jafnframt hinum róttæku heilarannsóknum vex könnun á samskiptum manna, hugs- unum þeirra og skoðunum, fiskur um hrygg Meðhöndlun á áfengissjúklingum er að taka á sig nýja stefnu, og sömuleiðis lækningar á hug- sjúku fóiki. Þar virðast hinar langtsóttu kenningar Freuds vera að láta í minni pokann fyrir hinum betur grundvöll- uðu kenningum Pavlovs, rúss- neska líkamsfræðingsins, sem framkvæmdi flestar sínar til- raunir á hundum. Annars hafa tilraunir með dýr aukizt mjög. Hundar, kettir, rottur, apar, hænur og marsvín er efniviðurinn í veginum til aúk innar þekkingar. Þegar við lærum að skilja þau, mun okk ur veitast auðveldara að skílja okkur sjálf. HVAR ER MINNIÐ 1 HEILANUM Menn hafa verið látnir rifja upp löngu gleymda at- burði með því að hleypa raf- straum á vissa staði í heila- berki þeirra. Það hefur lengi verið vitað, að með því að rjúfa gat á höfuðkúpuna og setja raftaugar á ýmsa staði í heilaberkinum er hægt að láta sjúklinga hreyfa ýmsa líkamshluta sína, án þess að þeir sjálfir geti nokkuð að gert til þess að hindra það. Þannig er hægt að láta fing- urna hreyfast ósjáltfrátt, sömu leiðis fætur og hendur, varir, tungu o. s. frv. Svæðið í heila berkinum, sem veikur raf- straumur hefur þessi áhrif á, kallast motor cortex og er umhverfis djúpa skoru, sem liggur þversum á yfirborði heilans við hvirfilinn. En vísindamenn hafa lengi haft áhuga á því, hvort hægt væri að setja hugsanir og upprifjanir atf stað með sams Nýjar sögunnaraðferðir Við erum alltaf að lesa um nýjar og nýjar aðferðir við sögun. Sú síðasta notaði ljós- geisla framleiddan af LASER til þess að kljúfa timbrið. Héma er sú allra nýjasta. Þar er notast við króftuga vatnsbunu. Hún sagar tveggja þumlunga borð með kilo- metra hraða á sekúndu. Með því að snerta heila- börkinn á sérstöku svæði, sem liggur rétt fyrir ofan eyrun, er hægt að framkalla minn- ingar í hugum sjúklinga. Ein- hver gamall atburður ryfjast þá upp í nákvæmlega sömu röð eins og hann raunveru- lega átti sér stað, og innihald minninganna um afcburðinm einkennist af því við hvað at- hyglin var bundin þegar at- burðurinn átti sér stað. Sjúklingmum finnst hann vera að upplifa þessa atburði aft- uf. Sjúkliingarnir eru látnir lýsa því sem fram kemur í huga þeirra og hér er ein slík lýsing: Mér finnst að frændi minn og frænka séu í heim- sókn, eins og svo oft áður. Þau eru að undirbúa brottför sína — fara í yfirhafnir sínar og setja upp hatta — í borðsfcotf- unni — í forstotfunni — móðir mín er að tala við þau — hún talar hratt og virðist vera að flýta sér.“ Upprifjamimar eru mjög Skýrar og sjúklíngarnir sjá þær fyri sér eins og atburð- irnir væru í ráun og veru að eiga sér stað. Þó gleyma þeir aldrei því sem raunverulega eftir VIN HÓLM er að eiga sér stað: að þeir liggi á skurðborði með opinn heila. Þegar rafstraumurinn, sem venjulegast er nokkurra volta riðstraum u:, er stöðvað- ur, snarhættir skrúðganga minninganna í huga þeirra. DAUÐAHRÆÐSLA LÆKNAR ÁFENGISSJÚKLINGA Nýjasta aðferðin til þess að lækna alkohólista er að gera þá dauðskelkaða. Fyrst er sjúklingurinn látinn verða dauðskelkaður og strax á eftir eru honum gefnir nokkrir sop- ar af uppáhaldsáfengi sínu. Vísindamenn hafa komizt að því, að eftir skeltfinguna missir sjúklingurinn allan áhuga á áfenginu. Bragðið, ilmurinn og jafnvel hugsunin um áfengi kalla fram minn- ingar um dauðaskeikinn. — Áfengisneyzla getur , aldrei orðið þægileg eftir meðferð- ina. En hræðslan verður að vera mjög djúpstæð til þess að meðferðin virki. Sjúklingnum er gefið lyf, sem lamar alla vöðva hans og hindrar það, að hann geti andað. Lömunin stendur yfir í 60 til 90 sek- úndur. Hún er svo hræðileg, að alkohólistinn heldur að hann sé að deyja. Aðferðin reynist mjög vel. Helmingurinn af tólf mönn- um, sem lamaðir voru í fyrsta skipti, steinhættu að drekka. Einn þeirra skýrði svo frá, að TRÖLLSLEG PLÁNETA i # l Tnfc I fNir i JVhJíVX I rlC l n j I rifc /y\L/L/r» • JUPITER DIAMETER 85,000 MILES (APPR0X.\ JUPITER CIRCUMfERENcÉ 267000 MILÉS _ ___EARTH TO MOON • 238,000 M" gS ----- • M.CtUM NIWIHUI SYNPICATf Gulliver Planet CRUI9NS COWPLETtiy , AR0UN0THE LARSEST PLANET—GI6ANTIC JUPITER—FLITURG SFACEMENWILLCOVER A L0NSER DISTANCE THAN.... Geimfari sem siglir skipi sínu eina umferð umhverfis plánetuna Júpíter, jötuninn í sólkerfinu, mun ferðast lengri vegalengd heldur en i ferð á milli Jarðarinnar og Mánans. eftir að hann hafði farið úr sjúkrahúsinu, heíði hann far- ið inn í veitingahús og pantað sér bjór. Hann fékk sér sopa, en herptist þá saman. Hann þoldi ekki áfengið og varð að spýta því út úr sér. Nokkrir áfengissjúklingar byrja að drekka aftur, þrátt fyrir meðfeðina. Fyrir þá, álíta vísindamennirnir, hefur dauðaskelkurinn ekki verið nógu öflugur. PUNKTAR • Nýlegar rannsóknir á draumium 4000 manna og kvenna sýna, að karlmenn dreymir meira um kynbræð- ur sína, heldur en um kven- fóik. Draumar kvenna skipt- ast hinsvegar nofckuð jafnt á milli kynjanna. • Frumsikógasivertingjar í Súdan heyra miklu hetur heldur en borgarbúar nútím- ans. Þessi staðreynd kom fram í alþjóðlegum rannsókn- um á heyrn manna. Framúr- skarandi yfirburðir fundust hjá þjóðflofcki einum í Afr- íku, sem kallast Mabaanar, en meðlimir hans lifa í tilfcöiu- lega hávaðalausu uimihrverfi. • Vegna þess hve þumal- fingur er þýðingarmikill í starfi handanna, er mjög slæmt fyrir manninn að missa hann í slysförum. Til þess að bæta sjúklinguim upp miss- inn eru læknar nú farnir að skera af litla fingurinn og flytja hann og græða í þumal- fingursins stað. Aðrir fingur handarinnar hatfa verið not- aðir í þesu skyni, en sá litli hefur reynzt hentugastur, vegna þess hve hann gegnir litlu hlutverki á sínum upp- runalega stað. Eftir flutning- inn fær hann hins vegar stærsta hlutverkið í samspili puttanna. • Rannsóknir á gáfnatfari barna virðast benda til þess, að börn sem fæð&st urn vor eða sumar séu betur gefin heldur en börn sem fæðast um haust eða vetur. Munur- inn á gáfum þessara tveggya flokka hefur reynzt vera allt að fimm af hundraði.. 180 einstaklingar voru meðhöndl- aðir í þessum rannsóknum. • Aðrar rannsóknir sýna, að sjónvarpið skaðar hvorki sjón né skólaeinkunnir barna. Hins vegar minnkar það sam- úð þeirra Og skilning á félög- um og fólki í nauð. „Glæpa- myndir“ sem þau horfa á hatfa þessi áhritf á börnin. •' Enn aðrar rannsóknir sýna, að ungbörn hafa með- fæddan hæfileika til þess að gera greinarmun á einiföldum myndum. • A síðasta ári bauð stúdent í Bandaríkjunum sig fram til þess að dveljast í einangrun í því skyni að kanna áhrif þau sem langar, einmanalegar geimferðir hafa á manninn. Námsmaðurinn dvaldist samtals 5 mánuði í einrúmi án þess að hafa nokk- urt samband við umheiiminn. Járnbrautir framtíðarinnar? 7 kílómetra löng einbraut heí ur verið byggð skammt fyrir utan Tokio í Japan. Liggur hún til Kirifurofossanna, sem er vinsæll áfangastaður ferða manna. Járnbrautin, sem gengur að eins eftir einum teini, er til- raun Japana til að leysa sam- gönguvandamál sín. Þar sem einbrautin er lögð að mestu leyti eftir stólpum, sparar hún mikið landrými. Byggingunni var að mestu Ieyti stjórnað af Bandaríkjamönnum frá Lock- heeed flugvélaverksmiðjun- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.