Morgunblaðið - 06.03.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.03.1964, Blaðsíða 23
Föstudagur 6. marz 1964. MORCUNBLAÐIB 23 iJtgerðarmenn óánægðir AÐALFUNDI Landssambands ísl. útvegsmanna fyrir árið 1963, sem hófst 28. nóvember sl., en var frestað þann 30. nóvember vegna hinnar miklu óvissu, sem þá ríkti í kaupgjalds- og efna- hagsmálum, var fram haldið xnánudaginn 3. marz, og lauk á þriðjudag. Á framhaldsfundinum voru m.a. þessar tillögur samþykktar samhljóða: „Framhaldsaðalfundur LÍÚ telur að hækkun kaupgjalds og — U Thant Framhald af bls. 1. heimildum, að U Thant myndi útnefna Jose Rolz-Bennett frá Guatemala sáttasemjara í deilu Grikkja og Tyrkja á Kýpur. — Bennett er starfsmaður SÞ. Aðr- ar heimildir töldu vafasamt, að Bennett yrði fyrir valinu og sögð ust fullvissar um að Sovétríkin hefðu aðeins samþykkt tillöguna í gær með því skilyrði, að sátta- eemjarinn yrði frá hlutlausu ríki. Hins vegar var talið að bæði Kýpurbúar, Bretar, Grikkir og Tyrkir samþykktu útnefningu Bennetts. Gyani hershöfðingi var sendur til Kýpur á vegum SÞ skömmu eftir að bardagar hófust á eyj- unni í des. Hefur hann gefið U Thant skýrslu um ástandið þar. ★ f dag kom til óeirða í þorpi einu skammt fyrir norðan Nic- ©síu og lét einn tyrkneskur Kýp- urbúi lífið í átökunum. Bardag- arnir hófust, er Tyrkir, sem höfðu komið sér fyrir í virki einu skutu á 70 Grikki, sem safn- azt höfðu saman fyrir utan það. Grikkirnir svöruðu í sömu mynt ©g urðu harðir bardagar. Bretar Bkökkuðu leikinn og hófu sátta- tilraunir. í öðru þorpi særðust fimm Tyrkir í dag, er sprengja sprakk í Tyrkjahverfinu. Hafði sprengj- unni verið komið fyrir í skrif- stofu eins leiðtoga tyrkneska minnihlutans. Rauf Denktash, en hann er nú í New York, þar sem hann hélt ræðu á fundi Öryggis- ráðs SÞ fyrir skömmu, skýrði •jónarmið minnihlutans. Polskl verksmiðjutogarlnn verðlags, sem orðið hefur á síð- ustu mánuðum, hafi leitt til þess, að starfsgrundvöllur er ekki fyrir hendi hjá þeim, er sjávar- útveg stunda. Fundurinn bendir á þá stað- reynd, að hækkanir á kaupgjaldi og verðlagi er velt yfir á útflutn- ingsatvinnuvegina, sem háðir eru verðlagi á erlendum mörkuðum. Þær bráðabirgðaaðgerðir, sem Alþingi samþykkti í janúar sl. til þess að koma í veg fyrir stöðv- un sjávarútvegsins eru langt frá því að þær muni tryggja áfram- haldandi rekstur sjávarútvegsins. Fyrir því samþykktir fundur- inn að beina þeirri eindregnu áskorun til Alþingis og ríkis- stjórnar, að gera þær ráðstafan- ir, sem nægja til þess að koma í veg fyrir yfirvofandi stöðvun út- vegsins. Þá samþykkir fundurinn að fela stjórn samtakanna að fylgja þessum málum fast fram við rík- isstjórn og Alþingi." „Framhaldsaðalfundur LÍÚ, haldinn í Reykjavík 2. marz 1964 lýsir yfir megnri óánægju með fiskverð það, er ákveðið var af formanni yfirdóms Verðlagsráðs sjávarútvegsins í janúar sl. Fundurinn skorar á Alþingi, er nú situr, að gera þær breyting- ar á lögunum um Verðlagsráð sjávarútvegsins, er tryggi það, að ávallt sé lagt til grundvallar við fiskverðsákvörðun raunveruleg- ur kostnaður við útgerð meðal- báts. Fáist þessi breyting ekki gerð, þá telur fundurinn að afnema beri lögin um Verðlagsráð sjáv- arútvegsins." „Aðalfundur LÍÚ samþykkti að beina því til ríkisstjórnarinn- ar, að útflutningsverzlun með óunninn fisk, þar með talin síld, verði gerð frjálsari en verið hef- ur.“ Þá var einnig valin 5 manna nefnd, til þess að vinna að fram- gangi hinna ýmsu vandamála, sem útvegurinn á nú við að etja. I þeirri nefnd eiga sæti: Sigurður Pétursson, Reykjavík. Valtýr Þorsteinsson, Akureyri. Baldur Guðmundsson, Rvík. Ölver Guðmundsson, Neskaup- stað og Jóhann Pálsson, Vestm.eyjum. (Frá LÍÚ). Hér getnr »# líta pemtngnskáp Inn og hervirki þau, sem á hon- < mn voru unnin. Skápurinn er gjörónýtur. Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) Peinlngaskápurlnn tættur í sundur í FYRRINÓTT var brotizt inn í benzínstöð Shell við Reykjanes- braut Komst þjófurinn inn með því að sprengja upp hurð. Síðan réðist hann að peningaskáp tammbyggðum af Johll gerð, og var skápurinn tættur í sundur sem bliikkdós, er að var komið í gærmorgun. Úr skápnum var stolið 2.100 kr. og ennfremur var stolið þarna nokkrum kartonum af sígarettum. Pólverjarnir sóttir HINGAÐ kom í gær pólski brotsmennina af togaranum verksmiðjutogarinn Pegaz frá Wiíjok, sem strandaði við Gdynia, til þess að sækja skip Landeyjasand. Pegaz er 2070 tonna verksmiðjukip og hefur hann nú haft 150 úthaldsdaga, og kom hingað frá Nýfundna- iandi. í dag mun ætlað að blaðamönnum gefizt kostur á að skoða þetta myndarlega skip. Kortið sem sýnir legu ketilsigsins í suðvesturhluta Vatnajök- uls og útfall Skaftárhlaupsins, gert ai Sigurði Þórarinssyni. — Vatnajökull Framh. af bls. 24 SíðujökuU skriðinn fram Talsverð umbrot hafa verið í suðvesturhorni Vatnajökuls að undanförnu. ■ Jöklarannsóknar- menn urðu snemma í haust varir við að miklar sprungur höfðu myndast út frá Pálsfjalli og ný- lega urðu menn varir við að Síðujökull hafði gengið fram. Sigurður Þórarinsson telur að það kunni að standa í einhverju sambandi við sigið nú, en ekki sé það þó víst. Fréttaritari blaðs- ins á Síðu símaði eftirfarandi um framskrið jökuJsins: Holti, Síðu, 5. marz. Nýlega fóru þrír menn inn undir Vatnajökul nálægt upptök um Hverfisfljóts þeir voru: Þór- arinn Pálson yngri á Seljalandi, Stefán Björnsson, Kálfafelli og Kristinn Siggeirson á Hörgs- landi. Fréttamaður átti tal við Þórar in á Seljalandi, sem sagði að jökullinn hefði hlaupið mikið fram mest norðaustur af svo- nefndum Rauðhólum ef hefði hann gengið þar fram um 1 km., en víða um % km. Jökulröndin ftr mjög sprungin og hrikaleg. Hún er 20—30 m. há þar sem hún gengur fram á sandinn. Jökullinn virtist allur sprunginn svo langt sem þeir félagar sáu en langmest NA af Rauðhólum Þórarinn kvað mjög hrikalegt að já þetta, líkist það mest há- hýsum í stórborg. Ekkert benti til að þarna væri neinn hiti eða eldur. Óvenjumikill jökull hefir ver- ið í vötnunum Djúpá og Hverfis fljóti í vetur, en aftur á móti ekkert óvenjulegt í Skaftá. — Siggeir. Vaxandi flóð í Skaftá Blaðið hafði í gær samband við bæinn Skaftárdal og spurðist fyrir um hlaupið í Skaftá. Þar var sagt að eftir því hefði verið tekið þegar í gærmorgun og hefði það stöðugt farið vaxandi er á daginn leið. Klukkan 4 síð- degis sýndi vatnsmælirinn í ánni 300, en hann er við eðlilegt rennsli um 40 og kemst jafnvel neðar. í gærkvöldi var áin enn vaxandi. Þetta þykir' óvenjuleg- ur árstími til slíkra flóða, var okkur tjáð af manni, sem þarna fylgdi mikil fýla og áin var mjög gruggug og í hana var kominn mikill jökulL KvölJvaka Hraunprýði HAFNARFIRÐI. —. Slysavama- deildin Hraunprýði í Hafnar- firði mun á sunnudaginn kemur 8. marz halda sína árlegu kvöld- vöku i Bæjarbíói og verður vel til hennar vandað sem áður. Mörg undanfarin ár hefir fjöldi manns þurft frá að hverfa, en nú mun kvöldvakan verða endur- tekin 2—3 sinnum svo að sem flestir velunnarar starfseminnar geti notið góðrar skemmtunar um leið og þeir styðja göfugt málefni. Til skemmtunar verður söng- ur, fyrirlestur, dans, gamanvísur Ómar Ragnarsson, Savannatríó- ið ,leikþáttur, skrautsýning, að ógleymdum Hraunprýðisbrag og Hraunprýðiskvartett. Þar sem kvöldvakan verður væntanlega endurtekin í vikunni eru félagskonur beðnar að at- huga að niður fellur fundur í mánuðinum. — / kvikmyndasal Framh. af bls. 17 verki ísaks Borg. Kvikmyndari er Gunnar Fisher eins og í flest- um myndum Bergmans og er kvikmyndun hans mjg vel unn- in, sérstaklega er martaraðarat- riðið í byrjun myndarinnar vel unnið, birtan sérstæð, djúpir skuggar og mikil birta skiptast á og minnir á meistara þöglu myndarma þýzku, og skilur vel á milli draumsins og veruleika ann arra atriða. Sams konar kvik- myndun og notuð var í Kvöldi trúðanna, og situr lengi í endur- minningunni. Þetta atriði sýnir einnig hve vel Bergman lætur að nota ýmis hljóð eða þögn í uppbyggingu mynda sinna til áhrifamögnunar. En þótt við- fangsefni Bergmans sé dauðinn og ellin, dáir hann æskuna og lífið og hinn fegursti fulltrúi þessa er Sara, æskúást ísaks, og Sara, unga stúlkan sem hann hittir. Báðar eru þýðingarmikill iþóttur í myndinni og það er Sara sem að lokum tekur í hönd hans og leiðir til þess staðar, þax sem hann finnur frið. Pétur Ólafsson. AKRANESl, 5. marz. —126 tonn bárust hingað á land í gær. 15 bátar lönduðu. Aflahæstu bátarn ir voru Sigurður með 20 tonn, hefir átt heima í 45 ár. Flóðinu Sigurfari 16,3 tonn og Anna 15,7 tonn og allt niður í 3 tonn á bát. Allur aflinn að heita naá er flafc- aður og hraðfrystur. Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.